Þjóðviljinn - 08.09.1978, Side 4

Þjóðviljinn - 08.09.1978, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. september 1978 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóöfrelsis tJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjóri: Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann. Aug- lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiðsla, aug- lýsingar: Síöumúlá 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Um aðskilnað og flugstöð! I samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er skýrt kveðið á um að engar meiriháttar framkvæmdir verði leyfðar á athafnasvæði bandaríska flotans á íslandi á stjórnartímabilinu. Þetta er einn af þeim hnútum sem Mþýðubandalagið hefur hnýtt í sambandi við stjórnar- samstarfið og á hann verður ekki höggvið. Eins og vænta mátti hefur þetta ákvæði yf irlýsingar- innar farið mjög fyrir brjóstið á hernámssinnum og AAorgunblaðið reynir að spila stjórnarliðum hverjum á móti öðrum í túlkun á því. Ríkisstjórnin hefur á sinni fyrstu starfsviku öðrum brýnni verkefnum að sinna en þessu atriði,og það hlýtur endanlega að verða gertupp á öðrum vettvangi en í andstæðingablöðunum, eins og Gils Guðmundsson alþingismaður hefur bent á. Þeim sem starfa að íslenskum flugmálum hefur lengi verið Ijóst að þörf er á nýrri flugstöðvarbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Um það er ekki deilt, en spurt er hvað hún þurfi að vera stór í sniðum, hverjir eigi að kosta hana og hvernig eigi að koma aðskilnaði herflugs og almenns farþegaflugs í kring. I samræmi við venjuleg lágkúrusjónarmið íslenskrar borgarastéttar hafa ýmsir stjórnmálamenn haldið því fram að þessi verkefni séu íslensku þjóðinni ofviða og bandarískir skattborgarar eigi að borga brúsann. Einar Ágústsson gerði um það samkomulag í Washington árið 1974 að Bandaríkjaher tæki að sér að kosta gerð flug- hlaðs, akstursbrauta fyrir flugvélar, vega og olíuleiðslna að nýrri flugstöð á Keflavíkurflugvelli. Rökin fyrir þessu fyrirkomulagi voru þau að Banda- ríkjaher ætti sjálfur að bera kostnað af því að hverfa sjónum íslenskra og erlendra f lugfarþega, ef hann vildi sitja hér áf ram. í þessu samkomulagi var hinsvegar gert ráð f yrir því að ný f lugstöð yrði alíslenskt verkef ni, þótt Bandaríkjastjórn héti því að verða Islendingum innah handar við útvegun lánsf jár. Þegar Ijóst var að í aðhaldsbúskap fráfarandi ríkis- stjórnar yrði f lugstöðin aldrei forgangsverkef ni sá fyrr- verandi utanríkisráðherra, sem var mikill áhugamaður um aðskilnaðinn á Vellinum, ekki annað ráð en að halda með betlistaf í hendi til Bandaríkjamanna og kref jast þess að flugstöðin yrði tekinn inn á bandarísk f járlög. Fyrir því voru engin önnur rök en að íslendingar hefðu ekki bolmagn til verksins.í Washington voru góð ráð dýr, því að f lugstöðin átti að rísa utan athafnasvæðis banda- rísks herliðs. Einhverjum embættismanni datt þá í hug að f óðra mætti þessa aðstoð við íslenska ríkið með þeirri röksemd að nota mætti flugstöðina sem sjúkraskýli á stríðstímum og breyta teikningum á þann veg að koma mætti byggingunni á framfæri bandarískra skattborg- ara. Þessi uppgjöf gagnvart því verkefni að byggja flug- stöð á Keflavíkurflugvelli og aðskilja herflug og almennt farþegaflug er táknræn fyrir þá sem vilja festa hersetuna í sessi með prédikunum um vanmátt Islendinga. Hér er ekki um stærra verkefni að ræða en svo að verkþáttur Bandaríkjahers samkvæmt samkomulaginu frá '74 ætti á núvirði að kosta um 6 miljarða íslenskra króna en íslenska flugstöðin um 4 miljarða króna. Síðan hefur það gerst að hugmyndir manna um fsland sem miðstöð alþjóðlegs farþegaflugs hafa beðið alvarlegan hnekki. Stærð flugstöðvarinnar hefur á teikniborðinu verið miðuð við þessa draumóra, en flest bendir til að bæði stærð hennar og aðstöðu í kringum hana verði að sníða að vexti og viðgangi íslenskra f lugmála eingöngu. Að það verkefni sé okkur ofviða sem er ekki stærra i sniðum en svo sem ein Kröfluvirkjun er að sjálfsögðu f jarstæða. Bygging f lugstöðvar og aðstöðu við hana er í sjálfu sér ekkert frábrugðin stórverkefni í hafnargerð, sem vænta má að skili arði ef f ramkvæmdir eru sniðnar að þeim þörfum sem þær eiga að þjóna I athugun sinni á f lugstöðvarmálinu og aðskilnaðinum á Keflavíkurflugvelli hlýtur Benedikt Gröndal utan- ríkisráðherra að skoða það rækilega hvort það er ekki hreinlega hagkvæmtog arðbærtað íslendingar axli þetta verkefni sjálfir og leysi það á nokkurra ára bili fyrir eigið fé. Ólíkt væri meiri reisn yfir því heldur en að ganga með betlistafinn til Washington. Endurnýja það sem slitið er 1 Alþýöublaöinu i gær er hug- leiðing um Sjálfstæöisflokkinn, undirrituð stafnum H. Þar segir ma. „Sumum þótti Sjálfstæöis- menn fara illa meö þá Guðmund Garöarsson og Pétur Sigurösson fyrrverandi alþingismehn, þegar þeir voru settir i vonlaus sæti á framboðslistum Sálf- stæöisflokksins i vor. Þetta voru þó trúnaöarmenn hjá verka- lýðshreyfingunni úr rööum Sjálfstæöisflokksins. En Morgunblaðinu i fyrradag (þe. á þriðjudaginn) finnst þó sýnilega ekki nóg aðgert i þeim efnum, þvi aö það segir orðrétt: ,,í þriðja lagi þarf Sjálfstæðis- flokkurinn aö leggja áherslu á meiri endurnýjun i rööum for- | ystumanna flokksins i verka- lýðssamtökunum og stuðla aö þvi að ungir menn, sem aöhyll- ast stefnu Sjálfstæðisflokksins, fáist til trúnaðarstarfa i röðum verkalýðsamtakanna.” Þarna segir Morgunblaöiö skýrt og skýlaust að leggja beri áherslu á endurnýjun i röðum forystumanna Sjálfstæöis- flokksins i verkalýös- samtökunum. Um þetta á við aö segja: Gjafir eru yður gefnar. Þeir fara væntanlega aö verða varari um sig meöal flokksbræðra sinna þeir Guð- mundur Garðarsson, Pétur Sigurðsson, Björn Þórhallsson og aðrir Sjálfstæðismenn, sem gegnt hafa forystumanna- stöðunni undanfarin ár, þegar Mogginn segir þeim, án þess að blikna eða blána, að nú sé kominn tfmi til að endurnýja verkalýðsforystu Sjálfstæöis- flokksins.” Svava vildi ekki leika við Árna Rammaklausa á helstu fréttasiðu Morgunblaðsins i fyrradag hljóðaði svo: „Svava Jakobsdóttir alþingis- maður: Neitar að svara spurn- ingum Morgunblaðsins. — Svava Jakobsdóttir alþingis- maður Alþýðubandalagsins neitaði i gær að svara spurn- ingum fréttamanns Morgun- blaðsins (sem var Árni Johnsen, aths. Þjóðviljans) og kvaðst ekki einu sinni vilja vita spurn- ingarnar. ,,Ég nenni ekki að taka þátt i þessum leik Morgun- blaðsins”, sagði þingmaður- inn.”. Ekki láum við Svövu þetta, og það virðist starfsfélagi okkar ÓT á Visi ekki gera heldur ef marka má „sandkorn” hans i gær, sem birtist hér á eftir undir fyrirsögn Þjóðviljans. Konungurinn skemmtir sér „Gaman, gaman. — Mogginn skemmtir sér alveg konunglega þessa dagana. Hann hringir daglega i ráðherra eða alþingis- menn nýju rikisstjórnarinnar og fær þá til að gefa stórbrotnar yfirlýsingar. En það er alltaf hringt i tvo eða fleiri út af hverju máli og svörin eru oft misjöfn. Það telur Mogginn oft auðvitað til marks um ráðaleysi og sundr- ung stjórnarliðsins. Þannig hefur Mogginn þvælt mönnum hring eftir hring, sem virðist næsta auðvelt. Undan- tekning frá þessu er Svava Jakobsdóttir, sem tók Mogg- anum næsta fálega siðast þegar hringt var. Baðst Svava undan frekari spurningum og kvaðst ekki nenna að taka frekari þátt i þessum leik Moggans.” Ráðlegging Gils Gils Guðmundsson er lika leiöur á hráskinnaleik Morgun- blaðsins og varar stranglega við honum i lok viðtals um flug- stöðvarmál sem birtist i Morgunblaði á miðvikudag: Ríkiseinokunar- kapítalisminn 1 ritstjóragrein Jónasar Kristjánssonar i Dagblaðinu i gær er fjallað um vaxandi hringamyndun I samgöngum hérlendis. Fara hér á eftir nokkrar laustengdar glefsur i skrif Jónasar: Guðmundur Garðarsson verka- lýðsleiðtogi Sjálfstæðisflokks- ins. Dugar ekki lengur. Pétur Sigurðsson verkalýðs- leiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Þarfnast endurnýjunar. Björn Þórhallsson verkalýðs- leiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Viki að kröfu flokksins. Jónas Kristjánsson ritstjóri. Varar við rikisflæktu auð- hringavaldi. „Ég vil i sambandi við þessar umræður gefa ráðleggingu til min sjálfs og annarra stjórnar- manna að egna okkur ekki hvern gegn öðrum og láta Morgunblaðið ekki spila með okkur.” Þetta varð blaðamanni Morgunblaðsins tilefni til að spyrja Gils með þjósti, hvort hann teldi óeðlilegt að menn hefðu skiptar skoðanir. Gilssvaraði: „Nei, það er það i sjálfu sér ekki. En i rikisstjórn hljóta menn að gera upp á öðrum vettvangi en í and- stæðingablöðum. ” „A stofnfundi Arnarflugs (komu) áhugamenn saman til að leysa hið dauðvona Air Viking af hólmi og leggja hluta- fé af mörkum til að hamla með réttu eða röngu gegn ofurvaldi Flugleiða. Hugsjónamennirnir sjá nú skyndilega að Flugleiðir hafa i kyrrþei eignast meirihluta i samkeppnisfélaginu og aö framlag hluthafanna verður framvegis notað i þágu Flug- leiða. Menn hjóta að hafa áhyggjur af þessu skrefi i átt til einok- unar, þótt þeir hafi að öðru leyti ekkert út á Flugleiðir að setja. Hér á landi er málið sérstak- lega alvarlegt vegna hinna nánu hlutafjártengsla Flugleiða og Eimskipafélags íslands og vegna beinnar aðildar rikis- valdsins að þessum risum islenzkra samgangna. Lita má á fyrirtækin tvö sem laustengdan hring,1 studdan velvilja rikis- valdsins, og nú siðast með þátt- töku SIS. Þessi fyrirtæki spanna ekki aðeins yfir meginþorra sam- gangna Islendinga i lofti og á legi. Einnig eru innan hringsins nokkur hótel, bilaleiga, ryð- varnarstöð, flugfélög úti i heimi og skrifborðsskúffufyrirtæki i öðrum heimsálfum. Þetta er ekki bara riki i rikinu, heldur riki utan rikisins.” Við feðgar erum ekki spilltir! Ferð án fyrirheits nefnir Vil- mundur Gylfason grein sina i Dagblaðinu i gær. Viðrar hann þar skoðanir sinar um rikis- stjórnina. Vilmundur er kjarn- yrtur að vanda og ritar fjöl- skrúðugt mál: „Auðvitað er það pólitiskt djók (til hamingju með orðið!) að Ólafur Jóhannesson og litli spillti miðflokkurinn skuli standa að stjórnarmyndun ... að hefðbundin ágreiningsefni Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks, eins og landbúnaðarmál og dómsmál, skuli lenda hjá litla spillta miðflokknum”. Það er eins og okkur minni að nafn Alþýðuflokksins og nöfn Alþýðuflokksmanna séu bendluð við ýmis af helstu fjár- málahneykslun landsins undan- farin 40 ár. Nægir að minna á hermang, fjármálaóreiðu við útgáfu Alþýðublaðsins og stuld á eignum verkalýðsfélaga. Það er erfitt að sjá bjálkann i eigin auga. Æ, œ, œ — aldrei ég dómsmál fœ Vilmundur er harla óhress • með það að meirihluti flokks- stjórnar Alþýðuflokksins skyldi „með hangandi haus þó, ganga til þessa stjórnarsamstarfs”. Meö þvi hafi kosningasigur flokksins illilega forklúðrast (orðalagið er Vilmundar) og orðið að „þvi sem næst engu”. Rikisstjórnin er „siðferðilegt áfall”. „Stjórn sem heldur áfram óbreyttri efnahagsstefnu fyrri rikisstjórnar og stefnir i 40-60% verðbólgu á næsta ári er byggð á efnahagslegum sandi. Stjórn sem afhendir framsóknar- mönnum dómsmálaráðuneyti og þar sem umbætur til dæmis i skattsvikamálum hafa verið strikaðar út úr samstarfsyfir- lýsingu á siðustu stundu er byggð á siöferðilegum sandi.” Spáir Vilmundur þvi að annað hvort „kúvendi” stjórnin frá samstarfsyfirlýsingunni ellegar hún missi þingmeirihluta. — Þarf nú enginn að fara i graf- götur um afstöðu Vilmundar til rikisstjórnarinnar, né um það hvað hefði þurft til, svo að stuðningur Vilmundar væri tryggður: Dómsmálaráðherra- ' embættið til handa Vilmundi Gylfasyni hefði gert þessa rikis- stjórn harla stuðningsverða i hans augum. —h

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.