Þjóðviljinn - 16.09.1978, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. september 1978
AF 30%
Það fer ekki milli mála að nú er það ríkis-
stjórn ,,fólksins" í landinu sem situr við
stjórnvölinn. Nú erum það við, almenningur í
landinu sem eigum fulltrúa í rikisstjórn, full-
trúa sem ekki hika við að gera ráðstafanir,
sem koma við kaunin á þeim sem undanfarna
áratugi hafa velt sér uppúr alls konar sællífi,
mjúklif tmunaði og óhófssemi án þess að slíkt
athæfi (stundum kallað lúxus) væri sérstak-
lega skattlagt.
Segja má að fyrstu ráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar séu að leggja sérstakt vörugjald
(30%) á það sem að dómi sérfræðinga hlýtur
aðteljast lúxus og er hætt við að margur verði
að breyta um lifnaðarhætti og fara að temja
sér fábrotnara líferni.
Ef farið er yfir þá vöruflokka sem 30%
vörugjald hefur verið lagt á, má draga þá
ályktun að hér sé um vöruflokka sem ríkis-
stjórnin telji til munaðar og segir flokkunin
nokkuð tii um, af hvaða sauðahúsi ráðherr-
arnir eru.
Nú er það liðin tíð að menn geti fyrir slikk
fengið lúxusvarning eins og t.d. loftkennd
karbónhýdrið, petróleumgas í loftkenndu
formi,sverð,byssur og byssustingi, riffla, raf-
magnsheyrnartíðmagnara, potta, pönnur,
hnífa, gaffla, gerviskegg, gerviaugnabrúnir,
skóreimar, hami og aðra hluta af fuglum,
mannshár, peningaskápa, öryggishólf, út-
búnað fyrir lausblaðabindi, mannslíkön fyrir
klæðskera eða forngripi yfir hundrað ára
gamla. Á allar þessar vinsælu, munaðarvörur
hefur nú verið lagt 30% vörugjald svo nú fá
þeir sem vilja lúxus að greiða fyrir óhóf sitt.
Þá var sannarlega kominn tími til að tíunda
vöruflokka sem íslenska þjóðin komst af án
þess að nota i níu aldir, en hef ur á síðustu og
verstu áratugum tekið að nota í algeru óhóf i.
Þetta eru hinar svokölluðu snyrti-eða hrein-
lætisvörur. en notkun þeirra er svotil ný bóla í
islenskri menningar-og þrifnaðarsögu. I orða-
bók Blöndals sem út kom á árunum 1920-'24,
sjást ekki orð eins og tannkrem húðvatn,
lyktareyðir, klósett, klósettpappír eða tann-
krem. Aftur á móti er þar talað um ,,tann-
kröm" sem er tannpína og jaf n gömul íslands
byggð eða eldri. Sápa er skráð í Blöndalsorða-
bók,enda eru til gamlar heimildir um sápu úr
íslenskum fornritum. I fornöld var sápa að
visu drukkin sbr. þessa kunnu vísu úr Egils
sögu Skalla-Grimssonar:
,,Egill af sápu sopa,
svalg vit ferlegum ropa.
Freyðikúlur úr kjapti
kappans svifu at rapti.
Það eru ekki hundrað í hættunni þótt lúxus
eins og sápa,tannkrem og klósettpappír verði
ofviða kaupgetu almennings. Forfeður okkar
burstuðu aldrei í sér tennurnanböðuðu sig einu
sinni á ári og skeindu sig aldrei (sbr. árbækur
Espólíns).
Þá fá óhófs munaðar snýkjudýr á þjóð-
félaginu, hinir svokölluðu listamena sannar-
lega að gjalda keisaranum það sem keisarans
er. Tónlistarmenn verða að greiða 30% vöru-
gjaldið af hljóðfærum og eru þar meðtalin
orkestríon lírukassar, spiladósir, hljómsagir
(aðrar en vélsagir), mekanískir söngfuglar/
hvers konar tálflautur, merkjahorn og
merkjaflautur, taktmælar og tóngafflar.
Rithöfundar verða að borga lúxustollinn af
stílvopnum sinum svosem blýöntum, pennum,
pappír, ritvélum og öllu því sem til starfs
þeirra heyrir nema snilligáfunni, en ríkis-
stjórninni mun ekki hafa þótt taka því að
skattleggja talent íslenskra rithöfunda.
Listmálarar skulu líka fá að punga út með
sanngjarnan skatt,en allt efni til listmálunar
er skattlagt sem lúxus.
Övægilegast er þó ráðist að leikurum og
hafa þeir víst til þess unnið með óhóflegri
brúkun á gerviaugnabrúnum gervihári, gervi-
skeggi, gervi augnhárum og öðrum dulargerv-
um.
Dulargervi heyra sem sagt undir 30% lúxus-
skattinn eins og vera ber.
Þessu skammrifi fylgir þó sá bögguíl að ef
einhverjir þurfa á dulargervum að halda á
næstunni þá eru það ef til vill ráðherrarnir og
það verður þeim dýrt spaug eftir skatt-
lagninguna. Þessa kjararýrnun bæta ráðherr-
arnir sér hins vegar með þvi að leggja 30% á
rakgræjur. En eins og alkunna er, bera 3/9
ráðherra alskegg, hinum sprettur ekki grön.
Fagna ber því að undanþegnar söluskatti og
lúxusskatti skuli vera vörutegundir eins og
Prins Póló, innf luttir tertubotnar, þúsund teg-
undir af innfluttum kremkexum að ógleymd-
um f jölmörgum tegundum alls konar góðgætis
sem heyrir undir matvæli. Innf lytjendur
munu beita sér fyrir þvi framvegis sem
hingaðtil að hafa á boðstólum innflutta „mat-
vöru" undanþegna söluskatti og munaðar-
skatti.
Hvað sagði raunar ekki forsvarsmaður
stjórnarandstöðunnar, sjálfur Æri-Tobbi:
Alþjóð mun ekki framar fara í bað.
svo ferlega er dýrt að þrífa sig.
Mogginn kemur í klósettpappírs stað,
kaupmenn halda þar áfram að rifa sig.
Flosi
Samvinna bókasafna
Landsfundur bókavaröa var
haldinn að Hótel Sögu 6.-7.
september s.l. Ú.þ.b. 50 félagar
vfös vegar aö af landinu mættu til
landsfundar.
Aöaiefni fundarins var sam-
vinna bókasafna.
Hljóðbókaþjónusta.
Fyrri daginn var til umræöu
hljóðbókaþjónusta á Islandi.
Hljóöbækur eru prentaöar bækur
á snældum (kassettum) fyrir
blinda og sjónskerta og aörasem
vegna fötlunar geta ekki lesiö
hefðbundnar bækur. hljóöbóka-
þjónustan hefur fram að þessu
verið í höndum blindrafélagsins
og Borgarbókasafns. Mikill vöxt-
ur hefur veriö i útlánum svo aö nú
er hvorki mannafli né bókakostur
til aö sinna þjónustunni svo viö-
unandi geti talist. Sveitarfélög og
riki eru ekki farin aö leggja neitt
af mörkum til þessa brýna mál-
efnis. Niöurstaöa fundarins var
aö stofna bæri Hljóðbókasafn ts-
lands, sem annaöist hljóðbóka-
þjónustu viö öll bókasöfn á land-
inu sem svo veittu einstaklings-
bundna þjónustu við lánþega.
Þetta gæti oröiö til þess aö fatlaö-
ir sæktu meira til bókasafna en
veriö hefur, en aö sjálfsögöu eiga
þeir sömu kröfu á bókasafnaþjón-
ustu og allir aörir. Námsbóka-
deild fyrir blinda og sjónskerta
utan grunnskólastigs yröi starf-
andi innan vébanda rikissafnsins.
Námsmenn geta þá pantaö sér
nauðsynlegar bækur á snældum
hjá safninu. Sjónskertir náms-
menn hafa hingað til fariö algjör-
lega á mis viö þau réttindi sem
sjáandi jafnaldrar þeirra njóta.
Þjónustumiðstöð fyrir
bókasöfn
Rætt var um nýstolhaöa þjón-
ustumiðstöð fyrir bókasöfn á ts-
landi en starfsemi hennar er nú i
mótun. Aðalverkefni miðstöövar-
innar er útgáfa spjaldskráar-
spjalda fyrir almenningsbóka-
söfn. Tiu þúsund titlar bóka sem
komu út á árunum 1944-73 hafa nú
veriö f lokkaðir að nýju og skráðir
ogspjöldum veriö dreift til þeirra
bókasafna er óska aö kaupa þau.
Framtiðarverkefni eru mörg, svo
sem útgáfa á bókfræöi, sérfræöi-
Frá landsfundi bókavaröa. Ljósm. Gunnar Vigfússon.
Landsfundur bókavaröa:
leg aðstoð og ráögjöf fyrir bóka-
verði. Þarfir almenningsbóka-
sáfna eru hliöstæöar þótt aöstaöa
þeirra sé ólik ,-og mikil hag-
kvæmni að þvi aö þurfa aöeins aö
leita til einnar stofnunár i stað
ótal aöila um nauösynlegasta út-
búnaö.
Samsteypusöfn
Seinni daginn voru svokölluö
samsteypusöfn á dagskrá. Sam-
steypusöfn eru almenningsbóka-
söfn og skólasöfn sem steypt er
saman og rekin sem ein neild.
Þetta þykir sérlega hagkvæmt í
fámennum byggöarlögum, þar
sem heppilegra er að hafa eitt
allvel búiö safn en tvö fátækleg.
Slik söfn eru opin námsfólki á
skólatima en almenningi þegar
honum likar og á kvöldin.
Miðsöfn
Rætt var um miösöfn og hlut-
verk þeirra sem þjónustu og
fræöamiðstööva. Eftir nýlegum
lögum um almenningsbókasöfn
hefur landinu verið skipt i 40
bókasafnsumdæmi meö jafn-
mörgum miðstöfnum. Þeim er
m.a. ætlaö aö veita almenningi
möguleika á ævimenntun meö þvi
aö hafa afnot af nauösynlegum
fræöiritum, auk þess sem þau
eiga aö vera vel búin afþreying-
éirbókum. Miösafn getur ekki
veitt viöunandi þjónustu meö
nauðsyniegum safnkosti nema
töluveröur lánþegahópur sé fyrir
hendi. Niöurstaöa fundarins var
þvi aö miösöfn i landinu væru of
mörg og bæri aö vinna aö breyt-
ingu á gildandi lögum meö þaö
fyrir augum aö fækka bókasafns-
umdæm um.
Sýning og
aðalfundur
I tengslum viö iandsfundinn var
efnt til sýningar á búnaöi og
gögnum bókasafna. Þar voru
jafnframt sýndar bækur á
blindraietri (braille), prentvélar
og annar útbúnaöur til blindra-
letursbókageröar, ásamt öörum
hjálpartækjum sjónskertra, svo
sem lestrargler, lesvél sem varp-
ar prentuðu letri á sjónvarps-
skerm og svokallað optacon, sem
gjörbreytir aðstöðu blindra til aö
lesa bækur. Meö þvi að renna
tækinu yfir prentaöar siöur getur
hinn sjónskerti lesiö venjulegar
bækur, en aðferðin er fremur
seinleg og ekki á færi allra aö til-
einka sér hana.
Eftir landsfundinn var haldinn
aðalfundur Bókavaröafélags ts-
lands. Formaður félagsins er
Þórdis Þorvaldsdóttir.
ih
Hljóð-
færi
eru
menn-
ingar-
tæki
Félag islenskra organista héít
fund á mánudaginn og var þar
meðal annars til umræöu álagn-
ing 30% vörugjalds á hljóðfæri.
Fundurinn gerði áiyktun þar sem
þessum hljóðfæraskatti var harð-
lega mótmælt. Ályktunin er svo-
hljóðandi:
„Fundur i félagi islenskra
organleikara mótmælir harölega
þeirri ráðstöfun rikisstjórnarinn-
ar að hækka vöruverð á hljóðfæri
sem væru þau munaðarvara en
ekki menningartæki”.
Organistar álykta