Þjóðviljinn - 16.09.1978, Page 3
Laugardagur 16. september 1978 ÞJ6ÐVILJ1NN — SIÐA 3
Kaupmáttaraukning
er niðurstaðan
Þrjár leiöir til aö
meta nýju
kaupgjalds-
breytingarnar
Einn aöaltilgangurinn með
kaupránslögum rikisstjórnar
Geirs Uallgrimssonar var sá að
rugla fólk i riminu og gera
kaupgjaldsmálin að slikri sér-
fræðigrein að almenningur
gæfist upp á þvi að mynda sér
skoðun um kaup og kjör. Þess
vegna er það ekkert furðulegt
að upp komi nokkur ruglingur
þegar kaupið er fært aftur til
fyrra horfs eðlilégra kjara-
samninga frá þvi dulafulla
fyrirkomulagi sem kaupráns-
lögin kváðu á um.
Þær breytingar sem nú verða
á kaupgjaldi við það að samn-
ingareru settir i gildi verða þvi
aðeins metnar réttilega að
miðaösé við þaöástand sem var
áður en fyrri rikisstjórn tók að
skerða kjörin, en það var i
febrúar siðast liðnum. Hins
vegar er eðlilegt að fólk beri
endanlegt kaup nú i september
saman við þá taxta sem giltu i
ágúst mánúði. Og loks kemur
svo fólkið i BSRB sem fékk um
siðustu mánaðamót greitt kaup
fyrir septembermánuð sam-
kvæmt visitölu sem miðaðist við
hærra verðlag en nú er eftir
niðurfærsluaðgerðir rikis-
stjórnarinnar. betta fólk er á
öðru kaupi fyrstu 10 dagana i
september heldur en siðustu 20
dagana, og hreyfingin er til
lækkunar krónutölu á dagvinnu-
kaupi láglaunafólksins.
Mismunandi aðferðir
blaðanna.
Undanfarna daga hefur Þjóð-
viljinn lagt áherslu á að skýra
breytingar kaupgjalds frá þvi
fyrir kaupránslög og þar til þau
hafa nú verið numin úr gildi.
Timinn hefur einkum borið
saman ágústlaun og september-
laun. Morgunblaðið hefur hins
vegar lagt sig fram um að út-
lista þær breytingar sem verða
á kaupi BSRB-fólks frá fyrri
hluta til siðari hluta september.
Hækkun kaupgjalds á 6 1/2
mánuði frá þvi fyrir kjara-
skerðingarlög nemur um einum
þriöja. Hækkunin er mest á lág-
laun en minnst á hálaun. Það
hefur þvi oröið svolitil launa-
jöfnun á timabilinu sem stafar
bæði af fastri krónutöluhækkun
grunnkaups hjá ASl-félögum og
af nýsettu visitöluþaki á nokkuð
há laun.
Lægsta dagvinnukaup
var óskert fyrir.
Launahækkunin frá ágúst til
september á lægstu laun i dag-
vinnu innan ASt er aðeins um
3,5%. Þar er eingöngu um
áfangahækkun grunnkaups að
ræða, þar sem dagvinnukaup
allt að 150 þúsund kr. i' heild
fyrir ágústmánuð bar þá fullar
verðlagsbætur. Dagvinnukaup
sem var 160-200 þúsund krónur i
ágúst hækkar nú i september
um 6-9%, enda bar það ekki
fullar verðlagsbætur áður.
Engir yfirvinnutaxtar báru
áður meira en hálfar verðlags-
bætur, og þvi hækka þeir að
jafnaði um 14-17%.
Sú verðbótavisitala sem til-
kynnt var 28. ágúst sl. var 153,82
stig og miðaöist hún við verðlag
i ágústmánuði. Eftir henni var
reiknað og grertt kaup opin-
berra starfsmanna i september,
það sem borgað er út fyrirfram.
11. september var gefin út ný
verðbótavisitala, 142,29 stig, en
það er sama visitala og gilti
fyrir mánuðina júni-ágúst.
Þessi lága verðbótavisitala
miðaðist við verðlag eftir að það
lækkar samkvæmt niðurfærslu-
aðgerðum rikisstjórnarinnar. 1
ágústmánuði báru lægstu
mánaðarkaupstaxtar BSRB
fyrir dagvinnu fullar eða nær
fullar verðlagsbætur. A alla
taxta BSRB kom 3% grunn-
launahækkun 1. september. Við
11,5% lækkun verðbðtavisi-
tölunnar hlutu þvi lægstu
taxtarnir að lækka i krónutölu,
sem og varð.
Verðlag í september =
verðlag í ágúst.
Þessi lækkun i krónutölu er
ekki til vitnis um kjararýrnun
eins og Morgunblaðið heldur
fram, þvi að niðurfærsla verð-
lags gerir meira en bæta upp
þessa lækkun i krónutölu.
Það verður hækkun i krónu-
tölu frá ágústlaunum til endan-
legra septemberlauna, og sú
hækkun skilarsér öll sem kaup-
máttaraukning vegna þess að
verðlag beggja mánaöanna er
eins. Septemberverðlagið er
nefnilega hið sama og ágúst-
verölagið, verði þar einhver
munur á skal hann bættur frá og
með 1. desember næst komandi.
Þær voru snemma á ferðinni f gærmorgun, — hafa Ifklega ekki ætlað
að missa af gulrótunum scm voru alveg einstaklega góðar. Þessa mynd
tók Leifur um niu-leytið f gærmorgun, þegar verið var að reisa mark-
aðinn á Torginu.
/
Greinargerö frá hússtjórn Kjarvalsstaða
Harmar kveðj-
ur Aöalsteins
Utimarkaður
á Torginu
Vegna yfirlýsinga Aðalsteins
Ingólfssonar listfræðings, fyrr-
verandi framkvæmdastjóra list-
ráðs Kjarvalsstaða, i fjölmiðlum,
vill hússtjórn Kjarva Isstaða taka
eftirfarandi fram:
Núverandi hússtjórn Kjarvals-
staða hefur nú starfaö i rétta þrjá
mánuði og liggur í augum uppi aö
enn verðurekki metið af nokkurri
sanngirni, hvort hún muni reyn-
ast starfi sinu vaxin eða ekki. Tók
hún til starfa við mjög erfiðar og
óvenjulegar aðstæður. Allir
samningar, sem gerðir höfðu
verið viöfélög listamanna voruúr
gildi fallnir. Listamönnum hefur
verið endurgreitt framlag sitt til
hússins og þeir hafa opnað sitt
eigið sýningarhús. Ráöning-a-
samningur listfræðings hússins
var runninn út. Ekki var óeðlilegt
þótt nýjir hússtjórnarmeðlimir
þyrftu nokkurn umþóttunartfma
til að móta nýja stefnu fyrir húsiö
við þessar aðstæður. Hefur hús-
stjórnin fjallaö um þau mál á
nokkrum fundum sinum og er,u
tillögur til bohgarráðs væntan-
legar á næstunni. Má taka undir
þaðsjónarmið Aðalsteins Ingólfs-
sonar, aö til óþurftar er aö hafa
tvær stjórnir i sama húsinu,ekki
sist ef verkaskipting á milli
þeirra er ekki algjörlega skýr.
M.a. hyggst hússtjórnin breyta
því fýrirkomulagi til hins betra.
A. I. sakar formann hússtjórn-
ar Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, um
persónulega óvild I sinn garð og
hún hafi af þeim sökum hlutast til
um aö A.I. yrði tekinn út af launa-
skrá um mánaöarmótin júli á-
gúst, og að undirlagi formannsins
hafi verið að þvi staöið með óeöli-
legum hætti. Vegna þessarra á-
sakana verður ekki komist hjá að
rekja gang þessa máls I örfáum
orðum. — Ráðningarsamningur
Aðalsteins Ingólfssonar rann út i
febrúar 1978. Um þær mundir
höfðu samningar við félög lista-
manna um rekstur hússins verið
lausir um nokkurt skeið. Þáver-
andi borgarstjóra þótti óeðlilegt
að gera á þeim tíma samninga,
sem myndu binda hendur þeirrar
borgarstjórnar sem kjósa átti i
maí til lengri tima. A þetta
sjónarmið borgarstjóra féllust
allir borgarráðsmenn og forsvars-
menn listamanna. Samkomulag
þessara aöila var því framlengt
fram yfir kosningar, þ.e. til 1. júli
1978. Ekki þótti heppilegt að ráða
nýjan framkvæmdastjóra list-
ráðs tíl svo skamms tima og var
þvi þess farið á leit við Aðalstein
Ingólfsson, að hann gegndi starfi
sinu áfram tíl 1. júli. A þaö féllst
hann. Var honum því fullkunnugt
um, að ráðningasamningur hans
var aöeins til þess tima og fram-
legdist ekki sjálfkrafa og þurfti
þvi ekki að koma til uppsagnar
hans.
Engir þar til bærir aðilar fóru
fram á þaö við Aðalstein að hann
gegndi starfi sinu áfram eftir 1.
júli. Var því i alla staði óeðlilegt
aö hann héldi störfum áfram
einsog ekkert heföi í skorist. For-
maöur hússtjórnar ritaöi vinnu-
málastjóra bréf og vakti athygli
hans á staöreyndum málsins og
taldi eðlilegt að Aöalsteinn yrði
tekinn út af launaskrá frá og meö
mánaðarmótum júli og ágúst og
héldi þvi launum I mánuð lengur
en þrengstu efni kynnu að standa
tíl. Bréf formannsins var ekkert
einkamál hans, heldur hafði það
áður verið samþykkt samhljóða á
fundi hússtjórnar og bera allir
hússtjórnarmenn jafna ábyrgð á
þvi, þótt formaður undirriti bréf-
ið. Með bréfi formannsins var
ekki að þvi stefnt, að hafa laun af
Aðalsteini og út frá þvi gengið
sem visu að launamálayfirvöld
borgarinnar sæju til þess að hann
nyti allrar þeirrar iaunatengdu
kjara sem honum bar. Hefur
verið frá þvi máli gengið með ó-
aðfinnanlegum hætti af hálfu
borgarinnar.
Hússtjórn Kjarvalsstaða dreg-
ur ekki i efa, að Aðalsteinn
Ingólfsson hafi unnið margt þarft
Kjarvalsstaða ogfyrir það ber að
þakka. Hins vegar harmar
stjórninaö hann kjósi aö kveðja
staðinn með þeim hætti sem hann
gerir, er hann kemur á framfæri
viðfjölmiðla ósönnum lýsingumá
samskiptum sinum við hússtjórn,
ásamt órökstuddum gifuryrðum
og ósannindum um nýkjörinn
formann hússtjórnar, og starfs-
menn Kjarvalsstaða.
Það var liflegt uin að litast á
Torginu i gær, enda stoppaði hver
einasti vegfarandi sem leið átti
um á cinhvcrju horni úti-
markaðarins, —skoðaði og keypti
eftir atvikum. A hoijstólum voru
nýuppteknar gulrætur, bækur,
hljómplötur, keramik, blóm,
grænmeti myndir fatnaður og
fleira smálegt, allt nokkru
ódýrara en i vcrslunum.
Markaðurinn hafðist við undir
skærrauðum himni, sem
strekktur var á stálgrindur og
ekkert lót var .á aðsókninni, þó
rigningarslcttur kæmu úr annars
sólrikum himni.
Það eru arkitektarnir Gestur
Ölafsson og Kristinn Ragnarsson,
sem áttu frumkvæðið að úti-
markaðinum sem verður haldinn
á föstudögum á ver.slunartima
þegar veður leyfir. Þegar blaða-
maöur hitti Gest að máli um há-
degisbilið, varhann ánægður með
undirtektirnar sagði að salan
væri mjög mikil, svo mikil að þeir
hefðu varla undan að sækja nýjar
birgðir af vörum. Gestur sagði að
það væri ekki ætlunin að fara i
harða samkeppni við kaupmenn-
ina i Austurstræti, þeim stæði til
boða eins og hverjum öðrum að
selja vörur sinar á markaðinum
en hann vonaði að grænmeti og
blóm mætti fá beint frá framleið-
endum.
— VI
Þriöja árs nemendur i Kennaraháskólanum
Þrýsta á báða deiluaðila
Fulltrúar þriðja árs nemenda
i Kennaraháskóla isiands
höfðusamband við blaðið I gær
og lögðu áherslu á að með
samþykktum slnum sem frá var
sagt I blaðinu i gær hefðu þeir
viljað þrýsta á báða aðila ideilu
Sambands grunnskólakennara
viö menntamála- og fjármála-
ráðuneytið. Með samþykktun-
um fylgdi greinargerð sem er
svohljóðandi:
Samband grunnskólakennara
hefur slðustu árin átt i deilu við
rikisvaldiö um launajöfnun
kennaraprófanna. Til aö þrýsta
á rlkisvaldiö hafa kennarasam-
tökin beitt þeirri aðgerð, að
neita aö ráða sig sem æfinga-
kennara og þar með aö taka
kennaranema i æfingakennslu.
Þetta er þriðja árið i röö, sem
þessari aðgerö er beitt, og nú er
svo komið að þeir nemar, sem
eru á þriðja námsári i Kenn-
araháskólanum, sjá fram á að
getaekki lokiðnámiá eölilegum
tima, vegna þess aö mikið vant-
ar á að þeir hafi lokið lögboðinni
æfingakennslu. Fari sem horfir,
hefur þaö i för með sér óbætan-
legt tjón fyrir þetta fólk, fjár-
hagslegtauk annars. Nemendur
telja flestar aörar aðferðir
raunhæfari, og má benda á að i
flestum launadeilum bitna bær
aögeröir, sem beitt er, fyrst og
fremst á deiluaðilum sjálfum.
Vegna neitunar grunnskóla-
kennara við nemendum i
æfingakennslu gat aöeins helm-
ingur þriöja árs nema hafiö
nám i haust. Til þess að eitt
gengiyfir alla ákvaö allt þriðja
ár, 86 manns, að hef ja ekki nám
fyrr en viöunandi lausn fengist i
málinu. Nemar einbeita sér nú
aö þvi aö þrýsta á báða deilu-
aöila um aö leysa máliö hið
snarasta, og munu endurskoöa
afstöðu sina i samræmi við
breytingar, sem verða á stöðu
mála.
Ncmendur þriðja árs K.H.t.