Þjóðviljinn - 16.09.1978, Page 7

Þjóðviljinn - 16.09.1978, Page 7
Laugardagur 16. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Þeir dreifa i kringum sig skólabókafrösum um teóríuna og halda aö slíkar tilvitnanir leysi allan vanda Að stinga höfðinu í sandinn Stórvinur minn Þröstur Har- aldsson, ritstjóri Norðurlands á Akureyri, skrifar grein i Þjóð- viljann sl. fimmtudag og er auðsjáanlega „hundfiiU’’, svo notuð séu hans eigin orð um hugarástand norðanmanna um siðustu helgi. Ástæðan er blað sem þjóðviljinn gaf út upp úr siðustu mánaðamótum og var dreift — eða átti að dreifast — um alla Akureyri. Mér er þetta mál býsna skylt, þar sem égsá um þau skrif sem i blaðinu voru. Hverjum þykir sinn fugl fagur kann einhver að segja, en það er ekki ástæðan. Hins vegar þykir mér það hel- viti hart, að Þröstur skuli halda þvi fram, að auglýsingablað um Kópavog sem gefið var út fyrr i sumar hafi verið eins að allri uppbyggingu. Þetta er klára móðgun og bendir til þess eins að Þröstur háfi aldrei augum litið þetta margumrædda Kópa- vogsblað, heldur aðeins heyrt þess getiö. Staðreyndin er nefnilega sú, að Kópavogsblaöið var okkur sem unnum að Akureyrar- blaðinu viti til varnaðar og viö gættum þess vandlega að brenna okkur ekki á þvi sama soði. Þetta getur Þröstur sann- reynt með þvi einu að bera saman þessi tvö blöð og bera saman viðtöl og auglýsingar. Við Þröstur erum áreiðanlega sammála um að auglýsingar séu hábölvaðar og enn bölvaðra að þurfa að treysta á þær sem efnahagslegan póst fyrir þau blöð sem viö störfum við og teljum sósialisk. Aðalástæðan er auðvitað sU, að þar með er i rauninni efnahagsleg afkoma málgagnanna beinlinis i höndum höfuöandstæðingsins — auðvaldsins, þvi auðvalds- stéttinni tilheyra óneitanlega flestir auglýsendur. En sennilega erum við Þröstur lika sammála um að auglýsingar eru bráðnauð- synlegar. Eg trUi þvi að minnsta kosti ekki, að honum hafi tekist að vera ritstjóri Noröurlands i heilt ár, án þess að gera sér grein fyrir samhenginu á milli bágs efnahagsástand Norður- lands og fárra auglýsinga. Þessumá auðvitað svara sem svo, að aukin Utbreiðsla skapi um leiöauknar tekjur. Auðvitað er þaðalveg rétt, en þessi aukna Utbreiðsla verður þá einfaldlega að vera fyrir hendi. Auk þess sem aukin Utbreiðsla er fram- tiðarverkefni sem ekki bætir úr þeim fjárhagsvandræðum sem við er að etja á hverjum ti'ma. Einmitt þess vegna er nauðsyn- legt fyrir Þjóðviljann að gefa Ut auglýsingablöð á borð við Akureyrarblaðið. Ef Þröstur — og þeir aðrir norðanmenn sem eru hundfúlir þessa dagana — skoöa efnis- þætti Akureyrarblaðsins, þá sjá þeir eína heil'darstéfnu. Aö tala aðeins við eigendur eða stjórn- endur þeirra fyrirtækja sem á einhvern hátt standa i sér- stæðum atvinnurekstri. Hér nægir að nefna bobbingafram- leiðslu vélsmiðjunnar Odda, netakúluframleiðslu Plastein- angrunnar, gosdrykkjafram- leiðslu Sana og innréttinga- smiö Haga. Astæðan til þess að ég fór i Prentverk Odds Björns- sonnar var til dæmis sú, að þar er glæsilegasti vinnustaður i bókagerð sem ég hef enn séð, — oghef séö þá marga hér á landi og erlendis. I grein Þrastar segir orðrétt: „I þessu iburðarmikla blaði gat að Iita viötöl við helstu „athafnamenn” bæjarins, for- stjóra stærstu auðfyrirtækja og santvinnufélaganna — þetta voru stærstu póstar blaðsins ásamt flennistórum auglýsingum frá þessum sömu fyrirtækjum.” Það er að visu mála sannast, að það eru ekki auglýsingar frá öllum þeim aðilum sem talað er við. En látum það vera. Eg tel mig hafa gefið skýringu á þeim fýrirtækjum sem ég taldi upp áðan, — og það eru öll einka- fyrirtækin sem talað var við. Meira að segja er Plastein- angrun að hluta i eigu Iðnaðar- deildar sambandsins. Þarna eru sem sagt viðtöl við fjóra aðila sem reka einkafyrirtæki. Hinir aðilarnir sem talað er við eru forsvarsmenn fyrir- tækjasem eru i almenningseign að hluta eða öllu leyti og hafa veruleg ahrif i atvinnulifi bæjarins: Iðnaðardeild sambandsins rekur niu greinar iðnaöar á Akureyri með tæplega 1000 manna starfsliði. Kaupfélag Eyfirðinga rekur fýrirtæki i flestum þjónustu- greinum og þar starfa um 800 manns. Útgerðarfélag Akureyringa gerir Ut fimm skuttogara, rekur frystihUs, saltar fisk og herðir. Þar vinna um 500 manns. Slippstöðin á Akureyri er ein stærsta skipasmiðastöð á landinu með um 300 manns i vinnu. 011 eru þessi fyrirtæki i almenningseign aö mestu eða öllu leyti og veita samtals um 2.600 manns atvinnu. Hvort for- ráðamenn þeirra eru rótarar, ljón eða frimUrarar kemur ekki þessu máli við, — það breytir engu um eðli fyrirtækjanna. Auk þessa efnis má svo benda Þresti á, að langsamlega mesturhluti Akureyrarblaðsins fer undir viðtöljþrótta-og æsku- lýðsmál, félagsmál almennt, svo sem hUsnæðismál, ástand i dagvistunarmálum, aðstoð við aldraða o.fl., hitaveitufram- kvæmdir og rabb við bæjar- stjórann og vegfarendur. Tilvitnuð klausa i grein Þrastar er þess vegna fyrir- sláttur, — bull! Þaðsem Þröstur og skoðana- bræður hans gera i raun og veru með svona málflutningi er að stinga höfðinu i sandinn. Þeir vilja ekki viðurkenna stað- reyndir. Þeir dreifa i kringum sig skólabókafrösum um teórf- una og halda að slikar til- vitnanir leysi allan vanda. Hins vegar forðast þeir að kynna sér rikjandi ástand; hvaða vanda- mál er við að glima. Sennilega vegna þess að þá gæti teórian eyðilagst og þeir yrðu að taka þátt i mannli'finu i stað þess að stilla sér upp spönn ofar en þeir sem þar hrærast. Valgerður Dan, Þóra Borg og Sigurður Karlsson I hlutverkum sinum i Glerhúsinu. Glerhúsið Nýtt léikrit eftir Jónas Jónasson frumsýnt i Iðnó Þjóðleikhúskórinn: Söngför til Færeyja 1 gær hélt Þjóðleikhúskórinn af stað i söngför til Færeyja. Ferö þessierað nokkrufarin itilefni 25 ára afmælis kórsins, sem var i vor. Þá voru haldnir afmælistón- leikar i Þjóðleikhúsinu og er efnisskráin i aðalatriðum sú sama að viðnættum fjölmörgum isl. lögum. Rúmlega 30 kórfélag- ar taka þátt i ferðinni. Einsöngv- arar eru Guðmundur Jónsson, Ingveldur Hjaltested og nokkrir kórfélaga. Söngstjóri er Ragnar Björnsson og Carl Billich annast undirleik. Ráðgerðir eru fernir tónleikar: tvennir i Þórshöfn, 11 Vogum og 1 i Fuglafirði. Kórinn kemur aftur til landsins á sunnudagskvöld. Þetta er I annað skipti sem kórinn fer í söngför til Utlanda : árið 1975 sönghanná fjölmörgum stöðum i Bandarikjunum og Kanada. For- maður kórsins er Þorsteinn Sveinsson. Síðustu forvöð Ha ndri tas ý ningin hefur að venju veriö opin i Árnagarði i sumar. Hefur aðsókn verið góð en fer nú dvinandi með haustinu. Ætlunin er að hafa sýninguna opna almenningi I sfðasta sinn i dag, laugardag, á venjulegum tima, kl. 2-4 síðdegis. Undanfarin ár hafa margir kennartu- komið með nemenda- hópa til að sýna þeim handritin. Árnastofnun vill örva þessa kynn- ingarstarfsemi, og veröur sýn- ingin höfð opin i þessu skyni eftir samkomulagi enn um skeiö Næstkomandi sunnudagskvöld verður frumsýnt i Iönó nýtt leikrit eftir Jónas Jónasson. Leik- ritiö, sem heitir Glerhúsið, gerist í hugarskoti alkóhólista um nótt, og hverfur hugur hans aftur I timann. Að sögn höfundar valdi hann þá persónuumgjörð sem hann þekkir vel, af eigin reynslu og vina sinna. Jónas kvaðst ekki vera að leysa nein vandamál I leikritinu. Föstudaginn 8. september var opnuð i Gallerf Langbrók, sýning á málverkum eftir hollenskan myndlistarmann J. Vande Brand að nafni. J. Van de Brand er 35 ára listamaður og er sagður fæddur meö blýant í hendi. Aöur stjórnaði hann auglýsingafy rir- tæki en hóf árið 1970 nám við listaskóla. Árið 1975 fór hann að mála oliumyndir og hlaut árið 1976 verölaun á stórri málverka- eða vera að svara neinum spurn- ingum, miklu fremur væri hann að vekja fólk til umhugsunar og vonandi skildi leikritið eftir ein- hverjar spurningar. Leikstjóri leikritsins er Sigriður Hagalin, og er þetta i fyrsta skipti sem hUn leikstýrir i Iðnó. Leikmynd er eftir Jón Þórisson og tónlist og leikhljóð eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Aðalhlutverk leika Sigurður Karlsson og Valgerður Dan. sýningu i Hollandi (KREATO 1976.). Verk J. Van de Brand eru raunsæ (realistisk) og kallast Autodidakt. Hann málar mjög smágerðar myndir og kveðst gera það til að bjóða fólki að koma svo nálægt myndunum aö umhverfiðtrufli ekkiáhrif þeirra. Sum smáatriðin eru ekki einu sinni millimetri á stærð en samt mikilvæg,til dæmis æðar I blööum Réttur nýtt tölublad komið út Réttur, 2. tbl þessa árs, er nýkominn út, fjölbreyttur að vanda. t heftinu er fjallað um kosningarnar i sumar: Guðrún Helgadóttir skrifar grein um úrsUt borgarstjórnarkosninganna i Reykjavik, og nefnist greinin „Sigurinn er eftir”. Einnig f jallar Svavar Gestsson um Vinstri við- ræðurnar fyrri, og Einar Olgeirs- son urn úrslit alþingiskosning- anna. Grein Einars nefnist „Refsidómur reiðs fólks”. Af öðru efni blaðsins má nefna greinina „Hollurer heim-afenginn baggi” eftir Björn Bjarnason, um islenskan iðnað, ritdóm Njarðar P. Njarðvik um bækur Tryggva Emilssonar: „Sjálfsskoðun hins stéttvísa verkamanns”, grein um konur og kvikmyndir eftir Ingi- björgu Haraldsdóttur og ræðu Asgeirs Blöndals MagnUssonar, „Lifssýn sem höföar til vilja og orku”, en þá ræöu flutti Asgeir á landshindi Alþýöubandalagsins i nóv. 1977. Sólveig Einarsdóttir skrifar greinina „Kjarnafjölskyldan og framtíð hennar” um danska félagsráðgjafann og fyrrv. þing- manninn Hanne Reintoft, sem skrifað hefur athyglisverðar bækur um þetta efni. Einar Olgeirsson á þarna greinina „Tekur Mafian völdin i Banda- og grástrá. Van de Brand vill að áhorfendur stansi við smáatriðirv það er þó timafrekt að mála slikar nákvæmnismyndir nU á öld hraðans. Aðalmyndaefni Van de Brand eru þær miklu andstæður, sem skapast þegar náttúran og tækni mannsins mætast. Galleriiðeropið alla virka daga frá 13-18, lokaö um helgar. Sýningunni lýkur mánudaginn 18. september. Galleri Langbrók Vitastig 12 Sýning á verkum J. Van der Brand rikjunum?”, og hann hefur einnig skrifað leiðara. Þá eru i blaðinu föstu þættirnir Erlend viðsjá og Neistar. Réttur kemur út fjórum sinnum á ári og kostar árgangurinn nU 3000 krónur, en verð hvers heftis er 800 krónur. Leiörétting: Fram- kvæmda- stjóri Sjálfs- bjargar 1 frétt um aðgerðir fatlaöra næstkomandi þriðjudag, sem birtist i Þjóðviljanum sl. mið- vikudag, var Magnús Kjartans- son titlaöur framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar i Reykjavik. Þetta er rangt. Trausti Sigurlaugsson er framkvæmdastjóri Sjálfs- bjargar i Reykjavik. Misskilning- ur blaðamanns Þjóðviljans stafar af þvi að MagnUs er nokkurs kon- ar framkvæmdastjóri fyrirh,:^n aðra aðgeröa.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.