Þjóðviljinn - 16.09.1978, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Laugardagur 16. september 1978
Dagur
dýranna
Á sunnudaginn, 17. sept., er
Dagur dýranna, hinn árlegi fjár-
öflunardagur Sambands dýra-
verndunarféiaga islands. Af þvi
■tilefni vill stjórn SDÍ vekja at-
hygli á verndun dýranna.
i 2. gr. dýraverndunarlaganna
frá 1957 segir svo: „öllum þeim
sem eiga dýr eða ráða yfir þeim
aðöðruleyti eða hafaumsjá með
dýrum fyrir eiganda þeirra eða
annan rétthafa, er skylt aðsjá svo
um, að dýrin fái nægilegt vatn og
fóður við þeirra hæfi og
viðhlitandi umhirðu. Eiganda
eða öðrum rétthafa er skylt að sjá
dýrum fyrir hæfilegum vistar-
verum (geymslustað, vörslu-
stað), skjólgóðum og rúmgóöum,
enda er skylt að ræsta sllka staði
með viðunandi hætti”.
En er þetta þannig? Laga-
greinin er góð og falleg, en finnst
öllum þeir þurfa að fara eftir
henni? Hvers eiga útigangs-
hrossin að gjalda? Hvorki eiga
þau skjólgóða og rúmgóða vistar-
veru, né fá nægilegt fóður.
Hvernig stendur á þvi að um allt
land skuli skepniim boðið upp á
meðferð sem viðhöfð var fyrir
hundruðum ára, og var nauðsyn
þá, en er það sannarlega ekki
núna? Einu sinni bjuggu
tslendingar i moldarkofum og
höfðu vart i sig og á. Það er liðin
tið. >að ætti að vera okkur kapps-
málað ekkertdýr dragifram lifið
vetrarlangt við aldagömul
skilyrði — þegar hægt er að bæta
úr.
1 lögunum er kveðið á um að
vörslustaðir dýra eigi að vera
rúmgóðir. Hvað þá með hin svo-
kölluðu búrhænsni? Þegar
hænum er nánast pakkað i lág,
þröng búr með netbotni og látnar
dúsa þar alla sina ævi, til að
verpa og verpa. Ef slik hæna er
tekin og látin á gólf getur hún
hvorki staöiö né gengið. Hún
húkir. Hún hefur aldrei fengið
tækifæri til að nota fæturna.
11. kafli dýraverndunarlaganna
er um deyðingu dýra og aðgerðir
á dýrum. 8. grein hljoðar svo:
„Þegar dýr eru deydd, ber að
gæta þess, að deyðing fari fram
með jafnhröðum og sársauka-
litlum hætti og frekast er völ á”.
Er það að deyöa með skjótum
og sársaukalitlum hætti að
drekkja dýrum sem hafa heitt
blóð og lungu, einsog gert er hér
við kópana á hverju ári? Við
tslendingar erum fljótir að for-
dæma þjóðir sem rota selkópana
— en litum i eigin barm.
Það er knýjandi nauðsyn að
endurskoða gildandi lög um dýra-
vernd, þvi þráttfyrir ágæti þeirra
eru þau á margan hátt ófull-
nægjandi. T.d. eru refsi- og
sektarákvæði ekki i neinu sam-
ræmi við núverandi verðgildi
krónunnar. En brýnast af öllu er
þó að löggæsluvöld og
almenningur hliti lögunum.
FráStjörnSambands
dýraverndunarfél. tsl.
Handbók
um álsuðu
N’ýlega kom út á vegum Skan-
aluminium, norræna samtaka
áliðnaöarins, sem tslenska álfé-
lagið h.f. er aðili að, ,,AI-suðu-
handbók” eftir Ivar G. Walseth,
yfirverkfræðing.
Bókin er ætluð til kennslu i TIG-
og MIG-suðu áls. Skanaluminium
hefur á undanfömum árum géfið
út flokk bóka um meöhöndlun áls
og notkunarmöguleika þess. Isl.
álfelagið gerðist aðili að Skan-
aluminium á s.l. ári og var þá
ákveöið að þýða þessar bækur
og gefa þær einnig út á islensku.
Otgefendur vonast til að Suðu-
handbókin, sem er fyrsta bókin I
þessum flokki, bætiúrbrýnni þörf
og verði vel tekið af málmiönaö
armönnum, svo sem raunin hefur
verið hjá starfsbræðrum þeirra á
hinum Norðurlöndunum. Ólafur
Ólafsson véltæknifræðingur þýddi
bókina, sem er prentuð i Grafik.
Bókin er fáanleg hjá Isl. álfélag-
inu iStraumsvik og kostar kr. 600
— með söluskatti.
Framtidaradferöj
i skipulagningu, j
segja
arkitektarnir
Siguröur
Harðarson og
Magnús
Skúlason I
Götumynd: Fjögur timburhús, tengd saman með tvöföldum bllskúrum.
Arkitektarnir Sigurður Harðarson (t.v. og Magnús Skúlason á vinnustofu sinni. Myndir: Leifur
„TILRAUNAREITUR” í SELJAHVERFI:
alla steypuvinnu. Stefnt er aðþvi
að þessu verði lokið I vor, þannig
að þá verði hægt að byr ja að reisa
húsin.
ÞeirMagnúsog Sigurður sögðu
að það væri að mörgu leyti auð-
veldara viðfangs að fást við
skipulagningu slikra byggingar-
svæði þegar um samstæða hópa
væri að ræða, en i reynd eru nær
allir sem þarna byggja ungt fólk
með smábörn.
Framtiðaraðferð
Sameiginleg lóð
og barnagæsla
Barnagæsla verður fyrir ibúa
þessara sjö timburhúsa og verður
einn tvöfaidur bilskúr tekinn und-
Nú i haust munu hefj- Barnagæsla.
ast íramkvæmdir i svo-
nefndum tilraunareit í
Seljahverfi i Breiðholti.
13 ibúðarhús verða á
þessu svæði, sem af-
markast af Grófarseli,
Hagaseli og Heiðarseli.
Arkitektarnir Sigurður
Harðarson og Magnús
Skúlason teikna sjö
þessara húsa. Við litum
inn á teiknistofu þeirrá
við Lindargötu og spurð-
um tíðinda af þessari
teiknivinnu.
Samráð við íbúa
— Arið 1976 var ákveðið i
skipulagsnefnd að tillögu skipu-
lagshöfundar, sem var
Teiknistofan Höfði, að þarna
skyldi skipulagt á þann hátt að
fyrst yrði úthlutað lóðum á svæð-
inu til einstaklinga eða hópa, og
siðanskipulagt i samráði við ibú-
ana.Þettavarsvogert, enað vlsu
hafði teiknistofan mælt með þvl
að miklu stærra svæði yrði skipu-
lagt á þennan hátt.
Þarna eru reyndar tveir til-
raunareitir. Oðrum þeirra var út-
hlutað til byggingasamvinnufé-
lagsins Vinnunnar, en hitt svæðið
fékk hópur manna og einstakling-
ar að hluta til. Það er að visu
nokkur galli, að þeir sem ætla að
byggja þarna skuli skiptast svona
i tvennt. Þannig vill aðeins hluti
þessa fólks hafa barnaheimili
sem þarna er fyrirhugað og sex
hús verða með sameiginlega lóð
eða útivistarsvæði, en aðrir ekki.
Þessir sjö, sem við höfum
teiknað fyrir, vildu allir vera i
timburhúsum. Guörún Jónsdóttir
teiknar fjögur hús og þá eru eftir
tvöhús á svæðinu, sem við vitum
ekki með vissu hver muni teikna.
byggingarhraða með þessum
hætti. Þar að auki hefur það sýnt
sig að svona timburhús eru ódýr-
ari en samsvarandi steinhús.
Þeir félagar töldu hins vegar
tvimælalaust, að þetta væri fram
tiðaraðferð við að skipuleggja
land undir ibúðarsvæði. Þessi
lausn hefði margt fram yfir
blokkirnar, þarna væri byggt lágt
og þétt i staðinn fyrir að byggja
margar hæðir upp i loftið. Þá
sögðu þeir það óvenjulegt, að svo
mörg timburhús væru byggð hér i
einu, ef frá eru talin Viðlaga-
sjóðshúsin. „Það er áberandí
mun meiri áhugi á timburhúsum
nú en verið hefur og það er vafa-
laust andsvar viö þeim steypu-
höllum, sem allsstaðar er verið
að byggja. Timburhúsin eru
mann^skulegri og ódýrari en
steinhúsin,” sagði Magnús.
>/.*, •* y. ■*’*»/*'
"/7,£
—.*
74
Afstöðumynd af tilraunareitnum. Timburhúsin sjö eru dökklituð á myndinni. Þau standa við
Grófarsel 28-30, Hagasel 38 og Heiöarsel 2-8. Fyrirhugað barnaheimili er merkt með stjörnu.
ir hana. Timburhúsin eru á
steyptum grunni án kjallara,
laustengd saman með tvöföldum,
steyptum bilskúrum. Húsin eru
108 fermetrar að grunnfleti, með
portbyggðu risi, en nettó ibúðar-
rými á tveimur hæðum verður þá
um 135 fm.
Verkið var allt boðið út i einu
lagi, fyrst jarðvinna og siðan öll
steypuvinna, og þannig á að vera
hægt að lækka kostnaðinn. Hið
sama gildir um áframhaldið,
hægt er að spara með sameigin-
legum efnisinnkaupum og að-
keyptri vinnu og ná auknum
Þegar byggt er með þessum hætti
geta eigendur lika tekið meiri
þátt i húsbyggingunni en ella ef
þeir vilja.
Sameiginleg lóð
Lóðirnar sem slikar eru mjög
litlar, en hins vegar er lóðin
óskipt á milli sex húsa og mynd-
ast þar sameiginlegt svæði sem
ættiað nýtast betur en hinar hefð-
bundnu einkalóðir. Hver lóð er
rúmlega 400fermetrar, hverthús
hefur smáblett algerlega sér.
Nú er verið að bjóða út 1.
áfanga verksins, jarövinnu og
Aukið lýðræði
Þeir töldu að það stuðlaði lika
að auknu lýðræði að fólk fengi að
ráða meiru um umhverfi sitt og
húsagerð. 1 þessu tilviki hefðu að-
stæíur að visu sett verkinu þröng-
ar skorður. Reitirnir hefðu
verið of litlir og ekki veitt svig-
rúm til að gera ýmislegt, sem
þarft hefði verið. Upphaflega var
ákveðinn fjöldi þeirra húsa sem
þarnaáttuað risa, og takmarkaði
það alla möguleika á útfærslu
skipulagsins.