Þjóðviljinn - 16.09.1978, Síða 16

Þjóðviljinn - 16.09.1978, Síða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. september 1978 Aödragandi Þegar núverandi rlkisstjórn var mynduö um siðustu inán- aðamót blasti viö fjölþættur vandi I efnahags- og atvinnumál- um, sem dregist hafði að leysa. Brýna nauðsyn bar þvi til aö rikisstjórnin gripi þegar I stað til ráðstafana, er tryggt gætu á- framhaldandi rekstur atvinnu- veganna, atvinnuöryggi og frið á vinnumarkaönum. Jafnframt var nauösynlegt að fyrstu aögerðir stjórnvalda á sviði efnahags- og kjaramála veittu svigrúm til að hrinda i framkvæmd nýrri efna- hagsstefnu og öörum langtima- markmiðum ríkisstjórnarinnar i samræmi við samstarfsyfirlýs- ingu flokkanna þriggja sem rikisstjórnina mynda. Rikisstjórnin hefur frá upphafi lagt á það rika áherslu aö hafa náið samráð við aðila vinnu- markaðarins um skipan launa og kjaramála, og eftir að slikt sam- ráð hafði verið haft voru bráða- birgðalögin um kjaramái sett þ. 8. september s.l. t stuttu máli er meginefni bráðabirgðalaganna eftirfar- andi: I. kafli. Kjarasamningar og greiösla verðbóta á laun t fyrsta kafla laganna eru kaupgjaldsákvæði laga um ráð- stafanir i efnahagsmálum frá i febrúar og bráðabirgðalaga frá i ma'i 1978 felld niður, en i lögum þessum var greiðsla veröbóta á laun almennra launþega skert. Bráðabirgðalögin kveða hins veg- ar á um að greiða skuli fullar verðbætur skv. kjarasamningum á þau mánaðarlaun sem námu allt að 200.000 krónum i desember 1977, en það svarar til u.þ.b. 235.000 kr. i ágúst s.i. A mánaðar- laun sem hærri eru komi siðan sama krónutala og á 235.000 kr. launin. Með þessum ákvæðum taka kjarasamningar að nýju gildi fyrir allan þorra launþega, en það þýðir m.a. að umsamin hlutföll yfirvinnu og dagvinnu, bónusgreiðslna og kauptaxta o.fl. taka yfirleitt atur gildi. 1 fyrsta kafla laganna er loks ákvæöi um að grunnkaup og tilhög un verðbóta skuli haldast óbreytt eins og það er nú ákveðið frá 1. september þar til um annað verði samið. Rikisstjórnin hefur i hyggju að leita eftir samkomu- lagi viö samtök launafólks um skipan launamála fram til 1. des- ember 1979 á þeim grundvelli, að samningarnir frá 1977 verði framlengdir til þess tima án breytinga i grunnkaupi. 1 þvi sambandi verði samningsréttur opinberra starfsmanna tekinn til endurskoðunar. Ahrif bráðabirgðalaganna á hækkun launa 1. september eru þau, að eftir að allri hækkun verð- bótavisitölu frá 1. júni hefur veriö eytt með niðurgreiðslu vöruverðs og niðurfellingu söluskatts á mat- vælum, hækka laun að meöaltali um 9—9 1/2 %. Þar af stafa 3—3 1/2% af grunnkaupshækkun en um 6% stafar af gildistöku samn- inganna að nýju. Þessi hækkun er nokkuð misjöfn og meiri til þeirra, sem höfðu meiri skerð- ingu verðbóta fyrir. Meöalhækk- unin 1. september er svipuð i krónum og verið heföi skv. bráða- birgðalögunum, sem fyrri rikis- stjórn setti i mai, en hér munar þvi, að auk launahækkunar i krónum hefur verð á nauösynjum nú verið greitt niður og söluskatt- ur felldur niður af matvörum, sem svarar 7,5% i veröbótavisi- tölu og kemur þvi launþegum til góöa i lækkuöu vöruverði. II. kafli. Bætur almannatrygginga 1 öðrum kafla laganna er á- kveðiö aö bætur almannatrygg- inga skuli hækka i sama mæli og um leiö og laun verkamanna i september og desember. Hér er veriöaö tryggja, að lifeyrisþegar njóti tafarlaust sömu hækkana á Stefnt að jöfnuði við árslok 1979 Fjárlagaákvarðanir fyrir næsta ár munu leiða í ljós hvort auðnast að nota það hlé sem þessum fyrstu aðgerðum er ætlað að skapa til varanlegs viðnáms gegn verðbólgu framfærslueyri og verkamenn fá þegar samningar þeirra taka gildi að nýju. Fæðingarstyrkur er hér undan- skilinn, enda fylgir hann dag- gjöldum sjúkrahúsa. III. kafli. Niðurfærsla og verðlagseftirlit Akvæði þessa kafla veita rikis- stjórninni fyrst heimild til aukn- ingar niðurgreiðslna um 4,9% af verðbótavisitölu eins og hún var fyrir gildistöku laganna. Þessi heimild hefur þegar verið notuð. Aætlað er að þessi aukning niður- greiðslna svo og auknar niður- greiðslur 1. desember n.k. muni kosta rikissjóð 3.350 miljónir króna fram að áramótum og 12.800 miljónir króna á næsta ári. Hér er fyrst og fremst um að ræða auknar niðurgreiðslur á helstu nauðsynjavörum heimilanna þ.e. á mjólk, kjöti, smjöri og fleiri landbúnaðarafurðum. Auk þess- arar aukningar niðurgreiðslna er fjármálaráðherra veitt heimild til niðurfellingar sölugjalds af matvælum. Þessi heimild hefur þegar verið notuð og hefur fjár- málaráðuneytið gefið ut reglu- gerð (nr. 316 8. september 1978) um þetta efni, sem koma mun að fullu til framkvæmda 15. septem- ber n.k. Þá verða aö heita má öll matvæli, aö undanteknu sælgæti, öli og gosdrykkjum undanþegin sölugjaldi. Sérregla gildir um sölu veit- ingastaða á tilbúnum mat, en þeir mega draga innkaupsverð söluskattfrjálsra matvæla frá heildarveltu áöur en söluskatts- skil eru gerð. Niðurfelling sú sem nú hefur veriö ákveðin á sölugjaldi af mat- vælum svarar til 2,6% lækkunar verðbótavisitölunnar og mun kosta rikissjóð 1.400 milj. króna tekjutap til áramóta en 5,800 m.kr. tekjumissiá næsta ári. Meö þeirri niðurfærslu verðlags, sem lögin kveða á um, hefur verðbóta- visitalan alls verið lækkuð til sama stigs og hún var i júni sl. eins og áður sagöi. Þetta þýðir að sjálfsögðu að þau laun sem greidd voru fyrirfram 1. septem- ber sl. og áður höfðu fengið þvi sem næst fullar verðlagsbætur skv. bráðabirgðalögunum frá i mai, þ.e. lægstu laun — munu lækka nokkuð i krónutölu — en lækkun vöruverös færir þeim hins vegar kjarabætur. Þess má geta að fyrstu áhrif niðurfærsluaögerðanna á mat- vælaverð verða verölækkun aö meðaltali 7%, þrátt fyrir hækkun á verði til bænda og gengislækk- un. í þessum kafla laganna eru loks sett ákvæöi um verðstöðvun og lagt bann viö þvi aö verð vöru, þjónustu og leigu sé hækkað frá þvi sem það var 9. september 1978 nema skv. leyfi verðlagsyfir- valda og sérstöku samþykki rikisstjórnarinnar. Þetta ákvæði tekur jafnt til einkaaðila og opin- berra aðila. Þá er hundraöshluti verslunarálagningar lækkaður frá og með 11. september s.l sem svarar þvi aö leyfö hefði verið á- lagning á 30% þeirrar hækkunar álagningarstofns sem leiðir af gengisbreytingunni 5. september s.l. Þessari reglu, þ.e. ,,30% reglunni”, hefur oft veriö beitt áöur við gengisbreytingar á undanförnum árum, enda þykir óeðlilegt að álagning kaupmanna i krónum aukist sjálfkrafa sem nemur allri gengislækkuninni. IV. kafli. Um eignarskatts- auka, sérstakan tekjuskatt og sérstakan skatt á tekjur af atvinnu- rekstri, til þess að standa undir kostnaði af niðurfærslu vöruverðs skv. III. kafla Ný skattlagning er ævinlega ó- vinsæl. Hins vegar er óhjákvæmi- legt aö leggja nú á nýja skatta til þess að standa undir kostnaði til næstu áramóta af auknum niður- greiöslum vöruverös og tekju- missi rikissjóðs vegna niðurfell- ingar sölugjalds af matvælum. Leitast hefur verið við að leggja hina nýju skatta einungis á þá sem ætla má að hafi mest gjald- þol og hæstar tekjur bera úr být- um. Skattarnir eru þessir: 1 fyrsta lagi eignarskattsauki sem lagöur er á álagðan eignar- skatt gjaldársins 1978 og nemur hann 50% af eignarskatti einstak:- linga en 100% af eignarskatti félaga innlendra og erlendra. Eignarskattsaukinn er frá- dráttarbær frá tekjuskatti félaga eins og eignarskattur, m.a. þess vegna þótti rétt að hafa hann hálfu hærri á félög en einstakl- inga. Aætlað er að skattlagning þessi muni færa rikissjóöi 1.380 miljón- ir króna, en þar af er áætlað að ca. 600 miljónir króna muni inn- heimtast á þessu ári. 1 öðru lagi er lagður á sérstakur hátekjuskattur á einstaklinga. Skattur þessi leggst á þær skatt- gjaldstekjur manna af ööru en at- vinnurekstri, sem eru umfram á- kveðin mörk en þau eru mismun- andi eftir fjölskyldustærð, 2,8 m.kr. fyrir einhleyping, 3,7 m.kr. fyrir hjón og auk þess 220.000 kr. fyrir hvert barn. Skatturinn er 6% af tekjum fyrir ofan framan- greind mörk. Þessi skattleysis- mörk eru nokkru hærri en gilda nú um álagningu skyldusparnaö- ar. Viö álagningu þessa skatts gilda svipaðar reglur og giltu við álagningu skyldusparnaöar aö þvi er varöar takmörkun á frá- drætti sem heimilaður er frá heildartekjum viö ákvöröun skattstofnsins. Sem dæmi um skattfrelsiSmörk má nefna aö hjón meö tvö börn geta haft allt að 4.140.000 kr. i skattgjaldstekjur án þess að á þau sé lagöur hátekjuskattur, enda fari vergar tekjur þeirra tií skatts (en það samsvarar nánast útsvarsstofni að viöbættri eigin húsaleigu) ekki framúr kr. 4.938.700. Lauslega má áætla aö skattur þessi leggist á rúmlega 10% framteljenda og taliö er að heildarálagning þessa hátekju- skatts nemi um 380 miljónum króna en þar af innheimtist 170 miljónir á þessu ári. Til saman- burðar má geta þess aö heildar- fjárhæð álagðs skyldusparnaðar á einstaklinga á þessu ári nemur 1.547 m.kr. 1 þriöja lagi er lagöur á sér- stakur skattur tekjur og fyrn- ingar í atvinnurekstri. Skattur þessi er 6% eins og hátekjuskatt- urinn og leggst á hreinar tekjur af atvinnurekstri aö viðbættum öll- um fyrningum sem gjaldfærðar hafa verið i rekstrinum vegna reksturs á s.l. ári. Hafi verið um að ræöa rekstrartap á s.l. skattári er skattstofninn heildarfyrningar á þvi ári aö frádregnu tapinu. Hafi skattaðili orðiö fyrir rekstrartapi á liðnum árum, sem heimilt var að draga frá tekjum við álagningu á þessu ári, skulu þau töpeinnig koma til frádráttar þessum tekjustofni. Gert er ráð fyrir, að tekjur af atvinnurekstri veröi skýrgreindar svo i reglu- gerð að sanngjarnt mat á eigin vinnu atvinrlurekenda hafi veriö fært til gjalda áður en skattur þessi er reiknaöur. Tekjur rikissjóðs af skattlagn- ingu þessari eru áætlaðar 1.500 miljónir króna en þar af er áætlað að 600 miljónir króna innheimtist i rikissjóð á þessu ári. Skattar þeir, sem um ræðir i þessum kafla skulu álagðir af skattstjórum og gilda um þá sömu reglur og gilda um tekju-og eingaskatt, að þvi er varðar á- lagningu, kærufresti, heimildir skattyfirvalda til lækkunar, viðurlög og önnur almenn atriði. Um innheimtu hinna nýju skatta gilda einnig sömu reglur og gilda um tekju-og eignaskatt en álögðum gjöldum skv. kaflan- um skal skipt jafnt á fjóra gjald- daga, l.nóvemberog 1. desember 1978, og 1. janúar og 1. febrúar 1979. V. kafli. Breytíng á lögum um sérstakt tímabundið vörugjald Allt frá árinu 1975 hefur verið innheimt sérstakt, timabundið vörugjald af ýmsum vörum. Vörugjald þetta hefur verið mis- munandi hátt frá einu timabili til annars, þ.e. lægst 12% en hæst 18%. Við gildistöku laga þessara var það 16%. Sú breyting er nú gerö, að vöru- gjaldinu er skipt i tvo gjaldflokka, annars vegar 16% eins og það hefur verið að undanförnu og hins vegar 30% á nokkrum vöruteg- undum, og tók sú hækkun gildi þ. 9. september s.l. Hér er þvi i raun og veru ekki um „nýtt” gjald að ræða, heldur breytingu á gjaldi, sem þegar var til staöar. Við ákvörðun þess hvaða vörur skyldu falla i hærri gjaldflokkinn var allnokkur vandi á höndum. Hið sérstaka timabundna vöru- gjald hefur almennt ekki verið lagt á „samkeppnisvörur” þ.e. iönaðarvörur sem tollar hafa verið lækkaðir af vegna friversl- unarsamninga lslands við EFTA og EBE, ekki á vélar og aðföng iðnaöarins, né helstu f jár- festingarvörur. Þá hafa flestar matvörur og mikilvæg aðföng sjávarútvegs og landbúnaðar verið undanþegin gjaldinu. Niöurstaðan varð sú, að leggja hærra gjald fyrst og fremst á varanlegar neysluvörúr, snyrti- vörur, skrautvörur og fleira þess háttar. Hins vegar var i engu breytt gjöldum á hjólbarða, sjón- varpstæki, sportvörur og vara- hluti I bifreiöar. Þá var sett I lög, in heimild fyrir ráðherra til að undanþiggja einstakar vörur gjaldskyldu og færa þær milli gjaldflokka ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Gert er ráð fyrir, að hækkunin á vörugjaldinu muni færa rikissjóöi 400 m.kr. tekjuauka á þessu ári. VI. kafli. Gjald á feröalög tíl útlanda Með kafla þessum er lagt 10% gjald á ferðagjaldeyri, en jafn- framt þvi hefur hámark ferða- gjaldeyris verið hækkaö til muna. Gjald þetta er ekki lagt á yfir- færslur námsmanna, sjúklinga eða áhafnagjaldeyri. Skattlagning þessi hefur verið gagnrýnd nokkuð en á það má benda að skattlagning á ferðalög Islendinga til annarra landa hefurverið hverfandi til þessa og flugvallagjaldið, sem fyrst var álagt áriö 1975 hefur ekki fylgt al- mennri verðlagsþróun og er þvi mun lægra að raungildi en það var i upphafi. Einnig má á það benda aö þessi „neysla” er hér miklu vægar skattlögð en yfirleitt gildir um innfluttar vörur. 1 grannlöndum okkar er al- gengt aö lagður sé á allhár skatt- ur á feröalög meö leiguflugvél- um, en sá skattur er ekki fyrir hendi hér á landi. Aætlað er aö tekjur af gjaldi þessu nemi um 200 miljónum króna á þessu ári, en um 1.600 m.kr. á næsta ári. VII. kafli. Um heimild til lækkunar ríkis- útgjalda 1978 Hér er veitt heimild til lækk- unar, rikisútgjalda um 2.000 mil- jónir króna. Fyrir var skv. lögum um efnahagsmál i febrúar s.l„ heimild til aö lækka rikisútgjöld um 1.000 miljónir króna.Þarsem nú er langt liðiö á fjárhagsárið er ljóst, að örðugt kann að reynast að fullnýta þessa heimild, en mikilvægt er að það takist. VIII. kafli. Um gildistöku o.fl. Tekið er fram, að forsætisráð- herra geti með reglugerö sett nánari ákvæði um framkvæmd laganna að þvi leyti, sem fram- kvæmd þeirra er ekki beinlinis falin öðrum ráðherrum. 1 ákvæði til bráðabirgða er tek- iö fram að laun fyrir vinnudag- ana 1.-10. september 1978, sem greidd eru eftirá, skuli gerö upp endanlega samkvæmt þeim kauptöxtum, sem gildi taka með lögunum, en þau laun sem greidd voru fyrirfram fyrir sama tima- bil skulu hins vegar haldast ó- breytt. Það eru fyrst og fremst opinberir starfsmenn, sem fá laun sin greidd fyrirfram. Við sið- ustu mánaðamót var veröbóta- visitala allmiklu hærri en nú er eftir aö verðlag á nauðsynjavör- um hefur verið lækkað skv. lögum þessum. Föst mánaöarlaun I september i lægstu launaflokkum opinberra starfsmanna munu þvi veröa nokkru lægri en gert var ráð fyrir skv. áður gildandi reglum og sama gildir um laun i hæstu flokkunum vegna visitölu- þaksins. Með hliösjón af þessu hefur verið ákveöið að breyta ekki launagreiðslum opinberra starfsmanna fyrir fyrstu tiu daga septembermánaðar. Yfírlit Ráöstafanir þær, sem rikis- stjórnin hefur nú hrundið I fram- kvæmd, fela i sér tilraun til að rjúfa þann vitahring verðlags- og launahækkana, sem hagkerfið hefur fest i að undanförnu og haft hefur I för með sér svo mikla rekstrarerfiðleika undirstööuat- vinnuvega aö horföi til rekstrar- stöövunar og atvinnubrests. Þörf var fyrir skjótar aðgeröir til að koma I veg fyrir ófremdarástand i atvinnulifi landsmanna. Hér er fariö inn á þá braut að draga úr verðbólgu meö auknum niður- greiöslum og lækkun óbeinna skatta á nauðsynjum. 1 þessu felst mikil fjárhagsbyröi fyrir Framhald á 18. siöu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.