Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 17. septembtr 1978 ÞJ6ÐV1LJ1NN — StÐA 7 Ég er fæddur Reykvikingur. Svo fluttist ég til Akureyrar, þeg- ar ég var tveggja ára. Siöar, þegar ég var uppkominn maftur, fluttist ég aftur búferlum til Reykjavikur. Margir Reykvik- ingar lita þessa utanbæinga óvildaraugum. Þá segi ég bara sem svo: Faöir Reykjavikur kom aö norftan, nefnilega Skúli fógeti. Þessi borg er einmitt þaö sem Bandarikjamenn kalla melting- pot. Happasæld hennar er, aö ýmsir landshlutar blönduöust i þessari einkennilegu vik. Sem dæmi um hitt getum viö tekiö Mý- vetninga. Þeir voru innskeifir beinasmáir og vesældarlegir, enda giftust þeir innbyröis. En svo kom jeppinn til sögunnar. Þá jukust allar samgönguleiö- ir og skyndilega varö þaö mögu- legt fyrir þessa vesalinga aö leita sér kvonfangs i öörum sveitum. Þetta háöi t.d. ekki Skagfiröing- um, þeir voru miklir hestamenn og riöu milli sveita til aö afla sér kvenna. Sama gilti um Austur- Húnvetninga. Ég er reyndar ættaöur þaöan úr fööurætt. Þetta er þó ekkert samanboriö viö Bergsættina. Þaöan eru mestu listamenn þjóöarinnar komnir. Nefnum nokkra: Páll tsólfsson, mestur allra tónskálda islenskra, Sigurjón Ólafsson, snjallasti högglistamaöur noröan Alpanna i dag, Gunnlaugur Scheving, yndislegasti vinur minn meöal málara — hann kom alltaf á aö- fangadagskvöld til okkar — aö visu bauö Gylfi honum þá ávallt lika til sin, en hann fór aldrei þangaö. Jón Engilberts — sá eini allra islenskra málara sem var fæddur artisti. Viö vorum þannig af þessum gamla skóla, aö viö heföum sennilega dáiö, ef unga kynslóöin heföi ekki komiö okkur til bjargar. Þú sérö hluti eins og poppiö;alla þessa nýju hugsun, allan þennan ferska veröleika. geymdir á bersvæði kvæmlega þetta þrennt , sem ég ágirntist mest. Pabbi var mikill nýyröamaöur. Hann fann upp tvö orö á Islandi, sem mest eru notuö I verklegum praksis. Annars vegar þýddi hann oröiö „komplex” sem geöflækja. Þegar ég hugsa um þetta orö veröur mér allt i einu ljóst, aö geöflækja er eitthvaö sem maöur losnar viö i miklum innri átökum. Sem dæmi vil ég nefna aö ég losna svona viö fimm til tiu geöflækjur á hverju fyllerii. Þaö er af nógu aö taka. Þetta tekur sennilega engan endi. Svo þýddi hann ann- aö orö auk ótal annarra. He, he, he. Hann skýröi hugtakiö „radi- kal” — róttækur. Þaö var nú fak- tisktpabbi sem þýddi þaö. Já, já. —0— Annars þótt ég sé geöflæktur, þá er ég afskaplega feiminn aö eölisfari. Þetta er sennilega úr móöurættinni, sem er aö sunnan. Norölendingar, þeir þekkja ekki til feimni. En aö vera feiminn, þaö gefur líka vissum eiginleik- um byr undir báöa vængi. Maöur veröur þá innhverfur, skyggnist inni sjálfan sig. Geri maöur þaö, skynjar maöur aöra. Finnst þér þaö ekki? Auövitaöer þetta nátengt þessu liffræöilega eöa á ég aö segja andlega hugtaki aö vera einlæg- ur. Segjum bara aö vera maöur sjálfur. Þegar ég hugsa tilbaka til Akureyrar tildæmis, þá er einn fjórði af minum gömlu skóla- félögum farnir. Restin eru hvit- hærðir og sköllóttir. Aö hitta þessu gömlu kammerata er eins og aö koma á árshátiö elliheimil- is. Helmingurinn er lika oröinn ekkjur. Nei, he, he, he, ég á ekki viö kallana, heldur kvenkyniö. Mér finnst ég ekki lengur tilheyra þessum árgangi. Ég nærist á si- breytileikanum og kimninni. Eöa gleöiofsanum. Þaö kom til min ungur læknir um daginn og haföi meö sér blóö- þrýstimæli. Þegar hann var búinn aö setja á mig allan þennan apparatus og haföi litiö á niður- stööur tækjanna, sagöi hann: Mælirinn hlýtur aö vera vitlaus. Hann trúöi þvi hreinlega ekki aö ég væri meö sama blóðþrýsting og tvitugur unglingur. Heilsunnar vegna fór ég nýlega i fjögurra mánuöa bindindi. Þá var ég byrjaöur aö pissa ryki, eins og Björgvin tónskáld sagöi á slnum tima. Svo — heyröu hvaöa hávaði er þetta — eru einhverjir aö koma? Biddu. Nei, nei, þetta eru bara öskukallarnir! Þeir eru aö ná i allar tómu flöskurnar eftir partiiö á laugardaginn. Helviti aö þú skyldir missa af þvi. Þá braut ég þetta fjögurra mánaöa bind- indi mitt. Og sama dag var rikinu lokað. Heyrðu, ég ætla að hella upp á meira kaffi. Skrifaðu bara á meö- an. Fáðu þér viský ef þú vilt. Bíddu. Helvitis kaffiö hefur soöið yfir. Jæja, þaö er ekki aöal- málið. Hérna séröu ágætismynd eftir Kjarval. Máluö 1940. Ungir menn i dag standa alveg þrumu- lostnir og skilja ekkert i þessari framúrstefnu. Hérna er Scheving, — hann var alltaf aö gefa mér myndir. Og hér er Þorvaldur. Heyröu, komdu ég ætla aö sýna þér upp á loft. Krakkarnireru vanir aö búa þar á sumrin. Jæja, fáum okkur meira irskt kaffi. Þetta er einkennilegur — he, he, he — andskoti meö sendi- herra og blaöamenn, þeir enda allir sem alkóhólistar. Ef maöur ber saman aldur hests og manns, kemst maöur aö þvi, aö fullvax- inn maöur 25 ára — endist miklu slöur en fullvaxin meri. Sam- kvæmt aldursdauöa merarinnar ættum viö aö veröa 150-200 ára. En þetta er sennilega eins og kenning Breta um hinn „perfect gentleman”: Þaö tekur þrjár kynslóöir. Hin fyrsta þrælar fyrir þvi, sú önnur eyöir þvi, en hin þriðja nýtur uppskerunnar. 0 Listamenn eru svo sjúklega afbrýðissamir. Ég segi fyrir mig: Ég elska velgeröarmenn mina. Daviö skáld frá Fagraskógi opn- aöi manna fyrstur augu min fyrir list. Hann lánaöi mér bók um list- málarann Van Gogh. Ég var ung- ur hrifinn af kveöskap Daviös, svo leiddist mér hann, en i dag dáist ég jafn mikiö af honum og i æsku. Svona er listin og skilning- urinn breytilegur. Þú skilur. Við tveir eigum þaö sameiginiegast aö vera karikatúristar. En þetta meö dóm á myndlist er svo ein- kennilegt. Hafi maöur snert á skripamyndateiknun eöa karikatúr, er maöur dæmdur. Þetta er eins og djassisti, sem ætlar að veröa kiassiskur túlk- andi. Hann er dæmdur fyrirfram. Þaö er einfaldlega litiö niöur á mann. Listin á aö vera skemmtileg. Heldur þú virkilega aö Laxness væri lesinn ef hann væri ekki skemmtilegur??? Ég á bára eftir aö gefa út eina bók enn. Hún á aö heita „Flagg- dagar i hálfa og heila stöng". Þetta veröur samantekt gamalla greina um fólk, lifs og liöiö. Ég held, þér að segja, aö ég skrifi best, þegar ég rita minningar- greinar. Dauöinn heldur aftur af mér, ég geysi "ekki eins um rit- völlinn. Hann er eins konar mórölsk loftbremsa á mig. Ég er eins og maður sem stend- ur meö tvær vatnsslöngur I hönd- unum Eina kalda og eina heita. Og þá reyni ég alltaf aö hafa vatnsbununa volgari en hitt. Enda hef ég aldrei lent i mála- ferlum. Þegar ég mála portrett, þykir mér mikilvægast að hafa sam- band viö þann, sem situr fyrir. Ég kviöi hverju portretti. Ég er svo afskaplega óstýrilátur og bráöur, og ég hef aldrei skiliö af hverju ég valdi jafn yfirvegaö form eins og portrettiö. Eftir miklar listaþján- ingar fyrir framan einhverja andlausa persónu liöur mér þó vel. Þá get ég byrjað aö teikna fritt. En núna, þegar þú ert aö teikna mig skil ég aöstööu fórnar- lambsins. Þetta er eins og aö sitja i rafmagnsstól og vita ekki, hvort maöur lifi þaö af. Hver fjárinn er þetta i útvarp- inu?? Er þetta ekki Ævar Kvaran aö lesa þessa Brasiliufara? Einu sinni sagöi Ævar Kvaran viö mig, þegar ég var nýbúinn að hleypa nýrri bók af stokkunum: — örlygur minn, þessi bók þin er dauðadæmd, ef þú færö ekki mig til aö lesa uppúr henni i út- varpiö. Þá sagði ég sem svo: — Heldur vildi ég fá hreinrækt- aöan norölenskanfjósahaug úr af- Listamenn bara skattaálagninguna. Jæja, viö skulum ekki tala um þessi leiöindafjármál. Ég bý hérna ásamt bestu konu I heimi, Unni, láttu nafns hennar getiö, hún hef- ur þolað meira af mér en nokkur önnur manneskja. Þaö sem ég vildi sagt hafa var: Ég bý i Laugardalnum, eöa með öörum oröum: Listamenn eru best geymdir á bersvæöi. eru best helgarviotalio Örlygur Sigurðsson listamaður lætur móðan mása — Nú hittir skrattinn ömmu sína. Komdu innfyrir. Viö eigum það sameiginlegt aö afskræma fólk meö penna og pensli. Það.er gaman að hitta arftaka sinn á heimili sínu. Labbaðu inní stúdióið. Drekkurðu ekki Irish Cof fee? Ha? He, he, he, he, ég er nefnilega búinn að vera að piska rjóma út um alla ibúð í dag. Heyrðu, nú skulum við bara teikna hvor annan og vera góðglaðir. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson Ég verö nú aö segja þér eins og er; ég er búinn aö drekka mig fullan i 30 þjóölöndum. Samt man ég alltaf Sviþjóö mjög vel, ég fór i þessa yndislegu borg Sigtuna og komst aö tveimur óhrekjanlegum þjóöfélagsstaöreyndum: Fegurö sænskra skerjagarösfrökna og fegurö sænskra húsa. Þeir eiga nefnilega engin slömm. Jæja, komdu, ég ætla aö sýna þér húsiö. Viöbyggingin var ekki komin, þegar þú varst hérna siöast? Sjáöu, hér er vinnustofa min. Þannig er best aö búa: Vitt til veggja og hátt til lofts. Ég vil ekki ergja þig á hversdagslegum, f jár- hagslegum sögum; segi bara, aö þaö er ekki ódýrt og alls ekki auö- velt aö vera listamaöur. Taktu Ég er alinn upp viö mikiö fööur- riki. Faöir minn var ekki aöeins skólastjóri heldur einnig heim- ilisstjórnandi. Ég hef alltaf veriö aö reyna aö brjótast undan þessu ráöriki pabba. Ég segi þér eins og er: Verstu uppeldi sem til voru og eru enn á íslandi, eru uppeldi presta og skólastjóra. Ég man aö þegarég þóttist vera kominn und- an þessu ráörika pabbauppeldi, það var þegar ég var kominn til Bandarlkjanna, þá fékk ég af- skaplega mörg bréf frá pabba, en þau enduöu öll á sama veg og þaö var svona: Og að lokum sonur sæll varaöu þig á þrennu i Bandarikjunum; tóbaki, áfengi og kvenfólki. Og þaö var ná-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.