Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 17. september 1978 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 9 því er hann viöundur þar til hann „endurholdgast”. Telur hann sig vera Messias endur- borinn. Aö lokum missir hann trúnaö fólksins og er skilinn eftir einn og yfirgefinn. Verkiö hlaut engar afbragös viötökur i byrjun. En vinsældir þess jukust jafnt og þétt og verkiö hlaöiö lofi jafnt og þétt siöan. Vissulega er verkiö gallaö á köflum, en augunum veröur ekki lokaðfyrir þeirristaöreynd aöTommyerfyrstapoppóperan 1 sem náö hefur marki sinu. Árið 1975 geröi kvikmynda- leikstjórinn Ken Russell kvik- mynd byggöa á Tommy, þar ■ sem fram koma ýmsir frægir popparar ásamt meölimum Who. I I Skuggi Tommy En eins og við var aö búast hefúr skuggi Tommy hvilt yfir ■ hljómsveitinni frá þvi platan I kom út. Arið 1970 gaf Who út hljómleikaplötuna „Live at Leeds”, þar sem þeir léku . ■ gamalt efni. Var þaö mál margra að nú væri Townshend þurrausinn. En sá orörómur átti | ekki við rök aö styöjást þvi árið ■ eftir 1971 kom út platan „Who’s i Next”. Meöhenni kom nýtt efni, I ifyrstasinn f 4 ár frá Who. Voru þetta valdir kaflar frá starfs- , ferli Townshend, mjög vel ■ sama'n settir. Sannaði þessi I plata að W ho bjó enn y fir krafti | og friskum blæ. ■ Nokkru eftir útkomu Who’s Next virtist engu aö siöur nokkur losarabragur á hljóm- sveitinni. Pete Townshend gaf ■ út eigin plötu „Who Came I First” 1972. Einnig gaf John Entwistle út plötu og Roger I Daltrey og Keith Moon unnu ■ báðir aö eigin plötum. Hækkuðu nú raddir um sundrung hljómsveitarinnar. I Ýmsar misjafnar sögusagnir ■ voru á kreiki og meðlimir Who gerðu sér ýmist til dundurs. KeithMoon geröi konusinni lifið leitt, meö að fyltja sig á milli * herbergjahverneinasta dag i'40 I herbergja villu sinni. Sámband þeirra slitnaði nokkru seinna. I Einnig fór ýmsum sögum af ferðum hinna um heiminn. A meöan þessar sögusagnir lifðu á vörum fólks, var Pete Townshend aö undirbúa nýja þopp óperu. Þessi ópera kom svo út árið 1973 undir nafninu „Quadro-phenia” Fjallar hún um rótlaust ungmenni af Mod kynslóðinni, á mjög skemmti- legan hátt. Þetta verk stendur Tommy langtum framar, þó þaö hafi alls ekki orðið þeirrar at- hygli aðnjótandi sem þaö á skilið. Arið 1974 kom svo út platan „Odds and Sods”, sem er sam- safn eldraefnis og 1975 kom svo platan „Who by Numbers”. Andlát Keith Moon Nú áriö 1978 er hljómsveitin Who 15 ára. 1 tilefni þessa afmælis létu meðlimirnir gera mynd um starfeferil sinn sem ber nafnið „Kids are alright”. Einnig er nýkomin frá þeim ný plata, sú fyrsta i 3 ár. Það var einmitt daginn eftir frumsýningu myndarinnar „Kids are alright”, sem tilkynnt var um dauða trommúleikarans Keith Moon, yngsta meðlims Who. Hann fannst látinn á heimili sinu að morgni 7. september eftir oftieyslu svefn- lyfsins Heminevrin. Kvöldið áður hafði hann opin- berað trúlofun sina og sænsku sýningarstúlkunnar Annette Walter — Lax, á heimili Paul McCartney. Þrátt fyrir dauða Keith Moon, hafa meðlimir Who tilkynnt að þeir muni starfa áfram. Það er ekkert vafamál að andlát Keith Moon er mikið áfall fyrir poppheiminn, og óvist hvort Who tekst aö halda saman eftir fráfall hans. lllldll UMSJON: JÓN AXEL EGILSSON Formáli Það sem ást og kvikmynda- gerð eiga sameiginlegt er sá fjöldi bóka sem skráður hefur verið um hvorutveggja. Þó verður aldrei ,hægt að útlista i bók, jafnvel ekki Sjafnaryndi, hvernig ná megi ástum og á sama hátt er ekki hægt að gefa neinar algildar reglur um það hvernig eigi að gera kvikmynd- ir. Þaö er auðvelt að læra með- höndlan kvikmyndatökuvéla og sýningarvéla en eins og byrj- andinn verður brátt var við, þarf töluvert meira til að gera frambærilega kvikmynd. Hann finnur þörfina fyrir nákvæmum tæknilegum útskýringum og hagnýtri þekkingu. Sfðast liðinn vetur tók ég að mér leiðsögn i kvikmyndagerð i Kvikmyndaklúbbi Viðistaða- skóla. Rak ég mig strax á þann vegg er aöskilur hinn almenna áhorfanda og þá er vinna að gerð kvikmynda. Aðalmeinið virtist vera algjör vanþekking á svo að segja öllu er snerti kvik- myndageröog var. orsökin skort- ur á frambærilegu lestrarefni með upplýsingum um hinar mörgu hliöar kvikmyndagerð- ar; handritagerð, kvikmynda- töku, lýsingu, hljóö, tónlist, klippingu og sýningu. Þegar ég hvatti nemendur mina til að fylgjast með kvikmyndaþættin- um i sjónvarpinu og útvarpinu, var svariö að þetta væri fyrir atvinnumennina. Við höfðum sem sé fallið i sömu gryfjuna og rithöfundar, þeir skrifa fyrir rithöfunda. Þrátt fyrir mikil skrif um kvikmyndir nú upp á siökastiö vantar hinn atmenna byrjanda undirstöðuþekking- una. Með þetta i huga hóf ég nú að kanna hvaö finna mætti á bóka- markaði fyrir byrjendur. Var þar fyrst fyrir danska bókin „Bogen om smalfilm” sem er mjög ýtarleg og góð handbók, enska blaðið „Fiim Making” sem var með þætti um kvik- myndagerð fyrir byrjendur og nefndi þá „Film School” fyrir utan mikið efni fyrir 8mm á- hugamenn. Smáritið „Camera Sutra” var stutt og laggóð lesn- ing ásamt fleirum. 1 þessum þáttum hef ég aöal- lega stuöst við „Film School" og bætt inn i áhugaverðum atriðum frá öðrum aðilum og eigin brjósti. Vona ég að hér sé komin visir að þeirri undirstöðu sem vantað hefur til þessa. KVIKMYNDASKOLI ÞJÓÐVIUANS Hreyfingin Forngrikkir þekktu þann eiginleika augans að „geyma” mynd stuttá stund eftir að hún hvarf. Þessi uppgötvun lenti þó i glatkistunni eins og svo margar aðrar. Það var ekki fyrr en árið 1825 að Sir John Henschel, sem var meðlimur hins konunglega enska visindafélags; uppgötv- aði ma. „fiskisaltið” og orðið „fotografi”, sýndi vini sinum Charles Babbage hvernig hægt var að sjá samtimis báðar hlið- ar shillings (smámynt) með þvi að halda honum með tveimur nálum og blása i hann svo að hann snérist. Babbage sagði siðan vini sinum, dr. Fitton, frá þessu. Leggðu pening á borðið. Taktu hann varlega upp með tveim tituprjónum. Með þvi að blása á peninginn, geturðu látið hann snúast á milli prjónanna. Við snúninginn má sjá báöar hliöar peningsins samtimis. Dr. Fitton kynnti siðan þessa hugmynd þannig, að hann teikn- aði mynd af fugli öðru megin á pappaskifuen búrhinu megin. 1 stað nálanna notaði hann silki- þráð. Með þvi að snúa upp á þráðinn, snérist skifan og fugl- inn virtist sitja i búrinu. að/heilinn sér og þegar slökkt er heldur augað áfram að „sjá”i um þaö bill/20 til 1/5 úr sekúndu áöur en myndin hverfur. An þessa eiginleika augans væru kvikmyndir og sjónvarp varla hugsanleg. Þetta minni augans gerir það að verkum að þvi finnst ljós sem blikkar (riðar) hraðar en 50 sinnum á sekúndu vera sam- fellt. Ef hraðinn minnkar byrjar augað að greina blikkið en mun samt greina samfelda hreyfingu ef blikkið fer ekki niður fyrir 14 sinnum á sekúndu. Þetta á við hvort heldur áhorfandinn er að horfa á lifandi atburð i blikk- andi ljósi eða myndir sem kast- að er á tjald. Myndirnar gætu verið röð ljósmynda eða teikn- inga, en á meðan þær birtast á- horfandanum hraðar en 14 sinn- um á sekúndu mun hann ekki átta sig á þvi að hann er að horfa á röð mynda, heldur meö- taka þær sem eina hreyfingu. Það er nákvæmlega þetta sem er undirstðan i allri teikni- myndagerð (animation), hvort heldur er um að ræða teikningar (cartoon animation), klippi- myndir eða hreyfimyndir (stop motion animation): röð mynda er kvikmynduð þannig að ein- hverjum hluta (t.d. persónu) myndflatarins er breytt við hverja mynd sem tekin er. Þegar myndin er siðan sýnd á réttum hraða næst fram hreyf- ing. Og i raun og veru er það ná- kvæmlega það sama sem við gerum þegar við tökum kvik- mynd af lifandi fólki; við tökum röð ljósmynda með réttu milli- bili og sýnum þær siðan á sama hraða og fáum þannig fram „lifandi mynd”. L_ Thaumotropen — skifan sem dr. Fitton notaði til að sýna fram á sjónminni augans, eftirljómun. Þetta var framkvæmanlegt vegna þess vankanta augans sem nefna mætti nokkurs konar minni: þegar kveikt er ljós, liður sekúndubrot áður en aug- Hjarta upptökuvélarinnar. 1. Sleöinn 2. Staðlað gat eða mynd- gluggi. 3. Þrýstiplata. 4. Fjaðr- andi hliðarstýring. 5. Blennan. 6. Klóin. 7. Linsan. Með ljósmyndavélinni tökum við skyndimynd, sem frystir eitt augnablik i tima og rúmi. Kvik- myndatökuvélin gæðir þessa mynd lifi, svo miklu lifi að ef fólkið á myndinni horfir beint i linsuna, finnst áhorfandanum að hann liggi á gæjum. Það má orða þetta þannig að kvik- myndatökuvélin segi okkur sög- una á bak við ljósmyndina. Kvikmyndir Kvikmyndatökuvél er myndavél sem tekur röð mynda á ákveðnum hraða en sýningar- vélin sýnir þessar myndir á sama hraða — eftir að filman hefur verið framkölluð — með þvi að varpa þeim á sýningar- tjald svo margir geti séð hana i einu. Kvikmyndafilman er plast- ræma, acetate eða polyster, sem þakin er ljósnæmum silfur- söltum og fleiri efnum. Þegar búið er að lýsa filmuna er hún framkölluð. Verður filman þá mismunandi gagnsæ eftir þvi hvað hún hefur fengið mikla lýs- ingu. A jaðri filmunnar eru göt (perforation) með ákveðnu millibili sem vélrænir hlutar vélarinnar (klóin) nota til að færa óátekna filmu fyrir ljósop- ið. Myndflutningurinn inn á film- una og frá henni yfir á tjaldið á sér stað i gegnum linsu. Hún er byggð upp af misþykkum, kúpt- um og ibjúgum glerjum, sem raðað er mjög nákvæmlega saman. Til að taka mynd, varp- ar linsan smækkaðri mynd af þvi sem hún sér á filmuna. 1 sýningarvélinni varpar lampi ljósi i gegnum filmuna og lins- una, sem stækkar hana upp á tjaldið. Til að ná tilætluðum árangri verður filman að haldast flöt og i réttri fjarlægð frá linsunni. Þessu hlutverki þjónar „sleð- inn”. 1 tökuvélinni er þetta föst plata með rétthyrndu stöðluöu gati, sem ljós kemst i gegnum frá linsunni og inn á filmuna. Sleðinn er þannig útbúinn aö aðeins jaörar filmunnar snerta hann svo hún rispist ekki. Þrýstiplatan er fyrir aftan film- una og heldur henni að gatinu. í Super 8 snældum er þrýsti- platan innbyggð. Þetta auðveld- ar mjög filmuskipti i vélinni. I öllum öðrum vélum, einnig sýn- ingarvélum, er þrýstiplatan hluti vélarinnar og er þvi ná- kvæmari. Þrýstiplatan i sýning- arvélinni er með gati svo ljósið komist i gegn, lýsi gegnum film- una, linsuna og á tjaldið. 1 báðum vélunum er filman færð yfir á næstu mynd með kló sem gengur i götin á filmunni. Klóin er litill tittur sem gengur Hijóösnælda. örarnar sýna leið filmunnar. 1. Linsan, 2. Slaufu- þreifári. 3. Tónhöfuð. 4. Capst- an. 5. Þrýstipiata. 6. Þrýstiplata filmu. upp og niður. Klóin krækir i gat og dregur filmuna niður. Siðan dregst hún út úr gatinu á meðan myndin er lýst inn eða út i gegn- um linsuna. 1 8mm vélum gerist þetta vanalegast 18 sinnum á sekúndu, i 16 mm vélum 24 sinn- um á sekúndu en 25 sinnum i sjónvarpi. Myndir á sekúndu er skammstafað más og er sama og skammstöfuninn fps þ.e. frames per second. A meðan verið er að færa filmuna yfir á næstu mynd verður að loka fyrir ljósið, ann- ars yrðu ljósrákir (draugar) á myndinni. Lokað er fyrir ljósið með lokara (blennu), sem litur út eins og skifa sem búið er að skera þrjá geira úr. Þetta er svo tengt saman þannig, að lokað er fyrir ljósið á meðan filman er færð, en þvi hleypt i gegn þegar hún er kyrr. I sýningarvélum er hraðvirk- ari blenna, til þess að hleypa eins miklu ljósi i gegnum film- una og hægt er. Eins og áður er sagt, greinir augað flökt, blikki ljós hægar en 50 sinnum á sekúndu. Til þess að koma i veg fyrir þetta er hver mynd lýst þrisvar sinnum áður en fært er yfir á næstu mynd. Þetta þýðir að mynd sem tekin er á 18 más fær 54 blikk á tjaldinu. Það sem tilheyrir kvik- myndatökuvélinni sérstaklega erfilmumælir sem sýnir i fetum eða metrum (rúmlega þrjú fet i metra) hvað mikið er eftir eða þegar búið af filmunni. Mynd- leitarinn sýnir notandanum hvað hann er að mynda. 1 flest- um vélum er horft i gegnum linsuna(reflex). Er þá tekin mynd af þvi sem linsan sér. Ef ekki er horft i gegnum linsuna, myndast skekkja. Einnig þarf að mæla ljósið sem streymir i gegnum linsuna á filmuna, svo hægt sé að kvikmynda i mis- munandi birtu. 1 sumum vélum ' er hægt að sjá stærð ljósopsins i myndleitaranum (tölur) og eru þær þá jafnvel bæði sjálfvirkar og handstilltar. 1 sjálfvirkri vél stillir 8mm snældan hraða film- unnar (DIN/ASA) sem sjálf- virki ljósmælirinn stillir siðan ljósopið eftir. A handstilltum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.