Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 17
Sunnudagur 17. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Lise Roos, danskur kvikmyndast jóri og gagnrýnandi, skrifar í nýlegt hefti tímaritsins Chaplin merkilega grein sem hún nefnir Konur og sjálfskennd (Kvinder og identitet). Þar segir hún frá sjálfri sér og ástæð- unum fyrir því að hún fæst við kvikmynda- stjórn. Greinin er heiðar- lega og hreinskilnislega skrifuð, og því þótti mér ekki úr vegi að kynna hana lesendum komp- unnar, meðan við bíðum t vasa fööur þins” eftir Lise Roos Kúgun á háu plani þess að bíóstjórar í Reykjavík átti sig á því að nú er komið haust og mál að breyta um stef nu í kvikmyndavalinu. Varla ætla þeir að bjóða okkur upp á sumarmyndadrasl í allan vetur? Myndir Lise Roos hafa að visu ekki verið sýndar hér á landi svo mér sé kunnugt, en sjálf var hún hér á ferð i fyrrahaust og flutti þá fyrirlestur um barna- kvikmyndir i Norræna húsinu. t upphafi greinarinnar spyr Lise sjálfa sig hverju það hafi svo sem breytt i dönsku menn- ingarlifi þött hún hafi verið að basla við að búa til kvikmyndir. Það hefur ekki breytt þeirri staðreynd, að „hópur stein- aldarmanna” þykist fær um að stjórna þjóðfélaginu, minu lifi og þinu. „Ég er Vesturlandabúi og verð að sætta mig við þing, þar sem flestir fulltrúanna eru aldraðir karlmenn, sem eru þeirrar skoðunar að strið og varnarmál séu mikilvægari en mannleg sjálfskennd”. „Ég mun ekki frelsa aðra en sjálfa mig, enda finnst mér það vera mikilvægast af öllu. Og ég hef enga fyrirmynd að fara eftir. Ýmist er ég Jómfrú Maria, Maria Magdalena — hin heilaga skækja — eða Greta Garbo, hin dularfulla og berkla- veika. Eða þá að ég er leiðinleg. Ég hef aldrei getað uppfyllt kröfur þessara fyrirmynda — nema kannski þessa um leiðind- in. Þ.e.a.s. ef kona er álitin leið- inleg þegar hún vill ekki eða getur ekki aðlagað sig einhverju þeirra hlutverka sem konum hafa verið fengin i timans rás.” „Mér gengur ágætlega að elda mat, en ég nenni þvi sjaldan. Ég vil heldur sitja með fæturna uppi á borði og lesa, skrifa, tala eða gera eitthvað annað. Mér þykir vænt um börnin min, en ég nenni ekki að vera i mömmuleik við þau nema þegar þau þarfnast min. Ég er m.a.s. mjög jákvæð gagnvart karlmönnum, ást og kynlifi, en ég nenni ekki að vera með þegar gamalkunnar og gagnkvæmar kúgunaraðferðir eru notaðar til sjálfshafningar. Ef það er kæru- leysi mitt gagnvart þessum kvenhlutverkum sem er leiðin- legt, þá.er ég mjög leiðinleg. Þá er aðeins eitt sem ég get imyndað mér að sé verra: sú staðreynd að ég hef mátt sætta mig við að mæta sjálfri mér i þessum hlutverkum, i þeirri lýsingu á sjálfri mér sem er ráðandi i sögunni. Allt frá þvi ég byrjaði að lesa og sækja leikhús og bió, hef ég i 90% tilvika staðið andspænis hinum éilifu, almennu eða ein- stæðu vandamálum karlmanns- ins eða drengsins. Og ég hef Lise Roos neyðst til að upplifa sjálfa mig sem eins konar aukapersónu, sem gat i mesta lagi fengið að vera með þegar um var að ræða stórbrotnar, væmnar og helst sorglegar ástasögur. Ailt frá Gretu Garbo og Katherine Hepburn til Liv Ullmann. Eða þá að ég fékk að vera MOÐIRIN — hin nafnlausa, fátæka og út- slitna eða hin ráðrika og ófull- nægða, sem drepur börnin sin eða afskræmir þau — andlega. En ég hef aldrei fyrirhitt sjálfa mig. Ég hef aldrei fengið að vera ég sjálf, horfast i augu við þá mynd sem er minn dag- legi veruleiki. Þetta er ástæðan fyrir þvi að ég fæst við kvikmyndagerð. Ég þarfnast þess að skilgreina sjálfa mig og upplifa sjálfs- kenndina, bæði i hinu skapandi starfi og i þvi sem ég skapa, kvikmyndinni. Ég hef sterka löngun til að skapa þær kvik- myndir sem ég þarfnaðist öll þau ár sem persónuleiki minn var i mótun.” Lise getur þess siðar i grein- inni að vissulega þarfnist unglingar af báðum kynjum þessarar sjálfskenndar. En stúlkur verði fyrir barðinu á ennþá grimmari innrætingu en pillar. „Við þurfum að losna úr viðjum hlutverka sem við höf- um ekki beðið um, og fáum i staðinn eitthvað sem við vitum ekki hvað er. Það er augljóst. Og jafnaugljóst er, að það erum við sjáifar sem þurfum að skapa þau listaverk sem geta stuðlað að þessari frelsun.” 1 Danmörku sitja karlar i öllum þeim stöðum sem máli skipta i kvikmyndaiðnaðinum. Það getur verið að ástæðan sé sú að ekki eru fyrir hendi konur sem hafa nauðsynlega menntun eða þjálfun til aö gegna þessum ábyrgðarstöðum. En vissulega ætti að vera mögulegt að brjóta þessa hefð, og kannski mundi eitthvað breytast við það. A s.l. 10 árum hafa verið gerð- ar i Danmörku 10 kvikmyndir um þroskasögu drengja. A sama tima voru 2 myndir gerð- ar um telpur, báðar eftir Lise Roos: „Hej Stine” (1969) og „1 vasa föður þins” (1973). „Það var reynda,r ég sem byrjaði að framleiða myndir um börn i sjálsævisögustil, og gerði tilraun til að lýsa telpum á raunsærri hátt en áður. En fólk veitti þessu ekki athygli — fyrren Nils Malmros kom frammá sjónvarsviðið með „Lars Ole 5 c” Eftir það kom hver starfsbróðir minn á fætur öðrum og lýsti bernsku sinni og drengjavandamálum. Þetta er ekkert skritið þegar á allt er litið: það eru karlmenn sem leggja dóm á handritið og ákveða hvort það skuli kvik- myndað, siðan eru það karl- menn sem dæma kvikmyndina i fjölmiðlum, og loks fer myndin út til almennings, sem er ennþá ihaldssamari en nokkur gagn- rýnandi. Niðurstaðan er þessi: Karl- menn eru áhugaverðir. Konur eru það aðeins með þvi móti að þær falli inni hlutverkið, dulbúi sjálfskennd sina með þvi sam- sulli af madonnu, hóru og norn, sem okkur er boðið uppá — og þaraðauki þurfa þær að vera ky nferðislega frjálsar, menntaðar og gáfaðar — án þess að það ógni herrahlutverki karlmannsins á nokkurn hátt. Þetta er kúgun á háu plani — og nær útilokað að koma i veg fyrir hana. Fari kona útfyrir þessi landamörk er hún strax talin lesbisk....” I lok greinarinnar leggur Lise Roos á það mikla áherslu að konur þurfi að taka þátt i að skílgreina gildi samfélagsins, sem þær hafa verið með i að skapa. Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.