Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. september 1978 Engan skal undra hve fáförult er um f jalllendin i grennd borgarinnar. Hér getur enginn selt neitt, landið er öllum frjálst og auglýsingin því ekki komin í spilið. Það er auglýsingin sem öllu öðru fremur stjórnar athöfn- um nútímamanns. Það var hún, sem nýlega dá- leiddi þriðjung fólks í landinu til þess að stiga uppi skrautbúnar blikk- beljurog keyra i halarófu á Selfoss að skoða niður soðið dilkakjöt. Og hún mun áreiðanlega teyma drjúgan álkuhóp í Kjar- valsstaði með f lennubros að skoða samdrykkju Sverris Kristjánssonar, Árna Pálssonarog Jónas- ar. Og einmittmeð vitund um þaö hve auglýsingin er sterkt og ráðandi afl hefur Búrfell og Búrfellsgjáafturog aftur komið upp i hug mér, siöan ég heyrði og sá einn af fréttamönnum sjónvarps vi'sa til ástsæls jarð- visindamanns um nauðsyn þess, ÚR FÓLKVANGI að leggja veg um fólkvanginn nálægt gjánni. Ég veit að sumum þykja rök frétta- mannsins fullgild, að gefa beri gistivinum hótelanna, út- lendingum i timaþröng, færi á að sjá þessa einstæðu náttúru- smíð, án óþægilegra króka og göngutúra. Allir þekkja Þingvelli, allir þekkja Þjórsárdal. Þessir og fleiri staðir eru helgir i augum þjóöarinnar; þeir eru inni i visi- tölugrundvelli þjóðrækninnar og aldrei yröu liðin skemmdar- verk þar. Reykvikingar létu .kemma Elliðaársvæðiðaf þvi aðþeim lá lifið á aðkomast á Þingvelli eoá i Þjórsárdal og tóku ekki eftir þvi i asanum hvað var að gerast við bæjarlækinn. Þótt nú hafi verið stofnaður fólkvangur á Reykjanesskaga sem er eins og gullastokkur stór, er það til litils ef borgar- börn eru hætt að leika aö gullum. Nú mun það reynsla ferða- félaganna (Útivistar og F.I.), að enda þótt aukning sé i ferðum frá ári til árs, gætir hennar ekki i tjaldferðum eða fjallaferðum, heldur hinum sem bjóða uppá þægindi skálanna eða svefn- pokapláss i skólum o.s.frv. Það er þvi áleitín spurning, hvort við erum hætt að kunna að ferðast. Að minu mat hefur Ferða- félagið, sem er og hefur verið merkasta fyrirbæri á sviði ferðamála hérlendis, að nokkru brugðist. Sérstaklega hefur það ekki nýtt sina möguleika tiJ þessa að bæta ferðavenjur fólks, kenna þvi að búa við landið og meta sérkenni þess og sérstöðu. Margt kemur til, t.d.: Félagið hefur um of byggt á stórum skálum. Félagið hefur of litið sinnt þörfum ýmissa hópa með sér- stök áhugasviö innan ferða- mennsku. Hinar léngri ferðir hafa ekki verið gerðar nógu aðlaðandi og skemmtilegar þeim, sem þegar eru ekki innvigðir i utilif og sjálfum sér nægir. Upphaflega stóð til að þessir þættír minir byggðust á mynda- efni, en vegna þess hve einum verkamanni ergóð tilbreytni að gripa til pennans hefur textinn stundum orðið of langur. Ég ætla að bæta úr nú og láta myndunum sem teknar eru i Búrfellsgjá nægja stuttar skýringa r. Fremst í gjánni, þar sem hraunið hefur í fyrndinni hrann- ast upp, er djúp sprunga með hrikalega lóðrétta bergveggi, enda hefur krummi talið sér óhættaðbyggja hreiður þarna á miðju þili. Til að byrja með eru hrauntraðirnareins og grunnur daiur. Þarna er gömul hlaðin rétt og þarna eru skútar með haglega gerðum fyrirhleðslum. Sitt hvoru megin dalsins eru burstabæir, tvö stórbýli eða kannski bústaðir álfa, ég veit varla. En gott er að sitja i lynginu, tina bláber og láta sig dreyma — verða barn stutta stund. Brátt þrengjast traðirnar og á einum stað verður hraun- brúnin há og reisnarleg og myndar náttúrugert leiksvið á heimskvarða. Hér væri hver sinfóniusveit sæmd af að spila. Og enn þrengist hraunrennan þegar við komum i tagl fellsins þar sem eldur og eimyrja hafa leikið af fingrum fram mynd- rænan djass i klepraða veggi hinnar storknuðu hraunelfar. Og svo stöndum við á barmi hins stóra hringlaga gigs og litum til baka yfir hrauntrað- irnar sem likjast bugðóttri á. Aðrar traðir eru i stefnu til Helgafells, en misgengið frá Helgadal liggur um Búrfellið þvert í átt til Lækjarbotna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.