Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. september 1978 Hljómsveitin HO Áhrif Mod- tískunnar Þeir unglingar sem mest versluðu i Carnaby Street, fengu nafniö Mod. Voru þetta velstæöir unglingar sem gátu leyft sér ýmsan munað. Þetta unga fólk var flest upp á kant viö kerfiö á margan hátt. Þaö Krá vinstri til hægri Keith Moon, John Entwistle, Roger Daltrey og Peter Townshend. Hljóms.veitin Who um 1965. Ein siöasta myndin af Who, fuilskipaöri. Frá vinstri Keith Moon, Pete Townshend, Roger Daltrey og John Entwistle. Það var alls ekki viljandi að hann stamaöi þegar upptakan fór fram. En þar sem stamið þótti koma vel út var söngurinn látinn halda sér. Má jafnvel segja aö þetta stam hafi snúiö lukkuhjóli hljómsveitarinnar endanlega af stað. Undirbúningur óperu A næstu tveimur plötum hljómsveitarinnar, ,,A Quick One” (1966)ogThe Who Sell Out (1967),halda þeiráfram aöþróa tónlistina. Textarnir og tónlist Townshend verða flóknari, en athyglin á hljómsveitinni var nokkuð takmörkuð. Og ennþá voru fjármálin ekki allt of góö. Þeim var, jafnvel bannaö aö koma fram á vissum stööum vegna ofbeldishneigðar. A þeirri plötu (þær eru reyndar tvær) er 90 minútna lögn poppópera um drenginn Tommy (1969). Verkið hefst við fæðingu drengsins og endar þar sem hann er fullþroska maður. 1 æsku upplifir hann það að sjá föður sinn myrtan og missir við þaðmál, heyrnogsjón. Upp frá Upphafið Hljómsveitin Who var stofnuð árið 1962, þegar Keith Moon (f. 23.08. 1946 — d. 07.08. 1978) hóf að leika á trommur með hljómsveitinni Detours: Þessa hljómsveit skipuðu þeir Roger Daltrey söngvari (f. 03.01. 1944), Pete Townshend gitarleikari (f. 10.05 1945) og John Entwistle bassaleikari (f. 10.09 1944). Þessir piltar voru allir frá vestur hluta Lundúnaborgar og hófu feril sinn þar. I fyrstu léku Roger, Pete og John saman, lög Bitlanna ásamt Rythm og Blues tónlist. Þegar Peter Meaden gerðist umboðsmaður þeirra árið 1964, fórhann með þá niður i Carnaby Street og klæddi þá upp. Þessi gata var þá að hefja vaxtaskeið sitt i Lundúnum og spruttu tiskuverslanir upp eins og gorkúlur. Peter Meaden gaf meðlimum Who nýtt útlit sem skóp þeim imynd. Meaden gerði fleira en klæða þá upp, hann tók lagið „Got love if you want it” eftir Slim Harpo, endursamdi það og gaf þvi nafnið I’m the Face. Þvi næst var hljomsveitin skýrð High Numbers og undir þvi nafni hijóðrituðu þeir svo lagið ,,I’m the Face”. Ctlit hljómsveit- arinnar og texti lagsins voru stiluð á aö ná til Mods liðsins i London. Nú hefur göngu sína ný tónlistarsiða i blað- inu. Er henni ætlaður staður á sunnudagsblað- inu viku hverja. Ennþá er síðan nokkuð ómótuð/ en ætlunin er að hún f lytji fróðleik um popp og aðra tónlist. Jafnframt hreinum fróð- leik/ verður leitast við að líta á tónlistarlíf landans i hvert sinn, þegar kostur gefst. Eru allar hugmyndir og greinar vel þegnar. Látið álit ykkar óhikað í Ijós, bréflega til blaðsins. Það er von mín að þessi síða megi verða ein- hverjum til gagns og gamans. Það er við hæfi að fyrsta fingrarímið f jalli litillega um starfsferil hljómsveitarinnar Who. Árið 1978 markar svo sannarlega áfanga i sögu hljómsveitarinnar sætti sig ekki við siði og venjur foreldra sinna, heldur skópu sina eigin siði. Það keypti litrik föt i hverri viku. Hafði eigin fata-og hár-tisku. Neytti eitur- lyfja. Hafði sérstakan fram- burð. Hlýddi á sina eigin tónlist og lifði hátt allar helgar. Tónlistin sem þetta fólk aðhylltist var blanda af soul tónlist og poppi. Þessa tónlist lékumeðlimir High Numbers af miklum krafti. En þrátt fyrir að þeir næðu hylli Mod fólksins, sló platan ekki i gegn og Peter Meaden hvarf á braut. Engu að siður jukust vinsældir hljómsveitar- innar á þeim veitingastöðum sem hún lék á. Nýir umboðsmenn, nýtt nafn Kit Lambert og Chris Stamp fengupata af vinsældum hljóm- sveitarinnar og ákváðu að taka hana upp á sína arma. Mod imyndin var alveg tilvalin til vinsælda, svo að Lambert og Stamp ákváðu að notfæra hana. Hljómsveitin var skirð að nýju og hlaut hún nú nafnið Who. Næst var sviðsframkoman bætt. Umboðsmennirnir lögðu til að hávaðinn yrði aukinn og framkoman gerð grófari og hranalegri til að höföa til rudda- legra lifshátta Mod fólksins. Þetta dugði til að vekja athygli á hljómsveitinni. Þeir létu illa á sviði, brutu hljóð- færin, öskruðu og börðu jafnvel hver annan. Þessi framkoma skapaði gifurlegt umtal og brátt fóru blöðin að skrifa um þessa villimenn. Þessi barsmið og brölt kostuðu meðlimina dágóðan skilding, þvi endurnýja þurfti brotin hljóðfæri æði oft. Og lengi vel börðust þeir félagar i bökkunum þó vinsældirnar tækju að afla beinna tekna. ,,My generation” markar stefnuna Þrátt fyrir vinsældirnar gekk erfiðlega að fá plötusamning fyrir hljómsveitina. Hljóm- plötufyrirtækið E.M.I. hafnaði þeim eins og ýmis önnur fyrir tæki. En vegna áhrifa' upptöku-' stjórans Shel Talmy, sem hafði starfað með Kinks, tókst þeim að komast á samning hjá Decca. Lagið I Can’t Explain eftir Townshend kom út á litilli plötu árið 1965. Það var hins- vegar ekki fyrr en þeir komu fram i sjónvarpsþættinum „Ready, steady, go” sem þeir náðu almennum vinsældum. Lagið komst inn á topp tiu i Bretlandi og hljómsveitin var komin á græna grein.Eftir þetta áttu þeir hvert lagið af öðru á topp tiu listanum. Má nefna lögin: Anyway, Anyhow, Any- where, My Generation:gitar- Substitute: I’m a Boy: Happy Jack: Pictures of Lily og Pin- ball Wizard. Fyrsta stóra platan þeirra ,,My Generation” (1965) skapaði merk ti'mamót i sögu poppsins. Þar marka þeir stil sinn mjög vel. Þennan harða gitarslátt með föstum trommu- leik og hráum opnum bassaleik, sem var mikið framar i sam- leiknum en áður þekktist. Söngurinn vakti þó einna mesta athygli, þar sem Roger Daltrey stamar hreinlega á textanum. FINGRARIN m, » Jonatan Garöarsson skrifar Peter Townshend i loftinu, á Woodstock árið 1969.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.