Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. september 1978 1*1 Felagsmalastofnun Reykjavíkurborgar í Vonarstræti 4 sími 25500 .< ^—-----------------------—----—-------------- Félagsstarf eldri borgara í Reykjavik Vetrarstarfsemin hefst að Norðurbrún 1 og Hallveigarstöðum mánudaginn 13. september, kl. 13.00. Að Norðurbrún 1 verður félagsstarfið 5 daga vikunnar, en að Hallveigarstöðum mánudaga og mið- vikudaga. Helstu þættir starfseminnar eru sem hér greinir: 1. Kennsla I ýmis konar handavinnu, til dæmis: útsaumi, smibum. teiknun. vefnabi, útskurbi, málun, leburvinnu, leirmunagerb, mynsturgerb, skermagerb, smelti, o.fl. o.fl. 2. Kennsla i ensku og skák. 3. Kótabgerbaþjónusta, hársnyrting, abstob vib böb og létt leikfimi. 4. Félagsvist, gömlu dansarnir og opib hús meb ýmsum skemmlialribum, sem verba auglýst sibar. Lestrarsalur er opinn frá kl. 13.00 til 17.00. Þar liggja frammi dagblöð, vikublöð, timarit, spil, tafl og fjölrituð vetrardag- skrá. Pöntunum vegna fótsnyrtingar veitt móttaka i sima 36238 mánudaga og fimmtudaga kl. 10.00 til 12.00. Pöntunum vegna hárgreiðslu veitt móttaka i sima 86960 alla virka daga frá kl. 14.00 til 16.00. Kaffiveitingar eru seldar vægu verði frá kl. 15.00 til 15.30. Strætisvagnakort fyrir aldraða eru til sölu. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Félagsstarfs eldri borgara að Norðurbrún 1, simi: 86960 alla virka daga frá kl. 13.00 til 17.00 og einnig fyrst um sinn frá kl. 9.00 til 12.00. F élagsmálastofnun ^ Reykjavikurborgar Foreldra fræðsla Geðverndarfélag Islands gengst fyrir námskeiði fyrir foreldra unglinga á aldr- inum 12—18 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Haldnir verða 10 fundir, á mánudagskvöldum kl. 20—22, i húsakynn- um Geðverndarfélagsins, Hafnarstræti 5. Lögð verður áhersla á beina fræðslu, en einnig á umræður, er byggja á virkri þátt- töku foreldranna. Leiðbeinendur námskeiðsins eru: Sigrún Júliusdóttir félagsráðgjafi og Ingibjörg P. Jónsdóttir ráðgjafi félagsins. Þátttökugjald er 15 þúsund krónur. Upplýsingar og innritun næstu daga kl. 17—21 i simum 21428 og 21601. / Geðverndarfélag Islands Mánudag 18. sept. kl. 20:30: kynning á dönsku metsölubókinni „Oprör fra midten” eftir Niels I. Meyer, Villy Sörensen og K. Helveg Petersen. Niels I. Meyer kynnir efni bókarinnar og svarar fyrirspurnum. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ Jaínréttisganga Framhald af 24sibu. ' störf eru beönir aö æskja leyfis frá störfum til þátttöku, og skorar Sjálfsbjörg á forrábamenn vinnu- staöa aö veita slikt leyfi. Sé almennur vilji á vinnustöö- um aö taka þátt i jafnréttisgöng- unni, skorar Sjálfsbjörg á fyrir- tæki aö loka vinnustööum meöan á göngunni stendur. Frekari vitneskja er látin i té á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Simar 17868 — 29128 — 29136. Viö tökum Framhald af bls. 11. krakkar finna fisk dauöan úr mengun, og þau spyrja „Hvað eig um viö aö gera viö hann?” 1 stað þess að fá uppástungur um að grafa hann, hrópuöu áhorfendur hver i kapp viö annan „steikja, steikja, steikja og éta”. Fyrst i staö reyndum við aö rökræöa við áhorfendur, en þab gekk ekki og allt virtist ætla að fara i bál og brand. Þá datt einhverjum þaö snjallræði i hug að færa þessa deilu milli áhorfenda og leikara uppá sviðiö, þ.e.a.s. leikarinn tók undir með áhorfendum. Þetta varö til þess aö deilan færöist yfir á sviöiö, og þá var hægt aö leysa hana á skynsamlega hátt án þess ab missa athygli áhorfendanna. 1 staö þess aö iyfta vismngrin- um og prédika yfir börnunum, ef þau komu meö frammiköll, tók- um við þau alvarlega. Þessi venjulegu innbyggðu frammiköll i barnaleikritum. eru óheiðarleg og sá sem gerir slikt tekur barniö ekki alvarlega sem manneskju. Hann setur sig á háan hest, vegna þess að hann veit meira og hefur meiri kunnáttu til að bera en barniö. Hann platar barnið og slikt hefnir sin. Meö þessum aö- ferðum læra börn ekki aö hugsa sjálfstætt og gildir .einu hve göf- ugur tiigangurinn er. Þaðer virkilega gaman að taka börn alvarlega, og þaö fer enginn meö fýlusvip út úr húsi hjá okkur. Ný stefna Framhald af 14. siöu er fyrir bestu ef hann lætur þig fá Pfizer-lyf". Auglýsingaherferð þessi og aðrar svipaðar höföu sin áhrif. Vörumerkt lyf voru flutt inn á ólöglegan hátt og stjórnin gafst þvi upp á aögerðum sinum. Lyfjaframleiðendur hafa fleiri sterk vopn i fórum sér. Mörg lyf sem þeir framleiöa er ekki hægt að fá annars staðar og geta þeir þvi hótað viðskiptabanni. í Pakistan hætti Ciba-Geigy öllum viðskiptum á meðan á aðgeröum stjórnarinnar stóð. Framleið- endur svara þvi einnig til að að- gerðir sem þær i Pakistan geti haft þau áhrif að rannsóknir i sambandi viö hitabeltissjúkdóma stöbvist. En þrátt fyrir varnir lyfjaframleiðenda og hótanir, hafa ibúar þróunarlandanna ekki hugsað sér að hætta baráttunni. I september 1977 þinguðu lyfja- fræðingar frá tiu Afrikulöndum (Tanzaniu, Uganda, Kenya, Zambiu, Malawi, Botswana, Svasilandi, Lesotho, Máritiu og Seyschelle) i Malawi til að ræða um verð á innfluttum lyfjum. Meðal annars ræddu þeir um sameiginlegan innflutning á lyfj- um og töldu að það gæti jafnvel sett verð niöur, en sáu mörg ljón og margvisleg á veginum. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að heppilegast væri fyrir rikisstjórn- ir landa þeirra að kaupa sem flest lyf i gegnum barnahjálp S.Þ. Auk þess hefur WHO bent á að leggja mætti meiri áhersiu á lyfjaframleiöslu innanlands og þá m.a. jurtalyf sem komið gætu i staömargra vestrænna pilludósa. I þessu sambandi bendir WHO á Indland og Kina. Einn af forystu- mönnum samtakanna er Kinverji og hefur hann beiniinis hvatt að- ildarlöndin til að leggja meiri áherslu á innlend jurtalyf og gætu menn þá orðiö óháðari á þessu sviði, en verið hefur hingað til. Mörg nútimalyf eru einmitt unnin úr jurtum. (Lauslega þýtt og endursagt úr Information) LKIKI-Í-IAC m KKYKIAVÍkUR WSPmm ■3*1-66-20 f t GLERHOSID EFTIR Jónas Jónasson Tónlist og leikhljóð: Gunnar Reynir Sveinsson Leikmynd: Jón Þórisson Lýsing: Daniel Williamsson Frumsýning i kvöld Uppselt 2. sýning þriðjudag kl. 20.20 grá kort gilda 3. sýning fimmtudag kl. 20.30 rauð kort gilda 4. sýning föstudag kl. 20.30 BLA KORT GILDA 5. syning laugardag kl. 20.30 gul kort gilda. Miðasala i Iðnó kl. 14—20.30 simi 16620. WÓDLEIKHÚSIÐ Sonur skóarans og dóttir bakarans 3 sýning i kvöld kl. 20 Uppselt Gul aögangskort gilda Tónleikar og danssýn- ing Listamenn frá Úkralnu mánu- dag kl. 20 Inuk Þriðjudag kl. 21 miðvikudag kl. 21 Litla sviðið Mæður og synir Fimmtudag kl. 20.30 Miðasala kl. 13.15—20 simi 1- 1200. Örlygur Framhald af bls. 7 dölum til aö kyrja úr bókinni, en að láta Shakespeare-túlkanda sem þig drepa hana hægfara! — 0 — En mér hefur alltaf verið vel til Ævars. Auövitað. Það er bara þessi spurning: Af hverju geta ekki leikarar talað eins og venju- legt fólk? Þetta rennur upp úr þeim eins og þykk steikarasósa! En kannski er ég þannig sjálf- ur. Alla vega sagði Nina heitin Tryggvadóttir einu sinni við mig i New York: — örlygur, gerir þú þér grein fyrir þvi, að þú ert eini hviti mað- urinn með negrarödd? —IM H j úkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar strax eða sem fyrst á skurðdeild (skurðstofur) Borgar- spitalans. Skurðstofumenntun æskileg, en þó ekki skilyrði. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra i sima 81200. Reykjavik, 17. sept. 1978. BORGARSPÍTALINN. V örubílastöðin Þróttur óskar eftir að ráða góðan starfskraft við afgreiðslu frá 1. nóvember n.k. Um- sóknarfrestur til l.október. Allar nánari upplýsingar hjá formanni og fram- kvæmdastjóra i sima 26320. RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður LANDSPÍTALINN Þrjár stöður AÐSTOÐARLÆKNA við Barnaspitala Hringsins eru lausar til umsóknar. Tvær af stöð- unum veitast frá 1. nóv. n.k. en ein frá 1. jan. 1979. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu rikisspitalanna fyrir 17. okt. n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir Barnaspitalans. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Jenniar Estherar Jensen Fáskrúðsfirði Kristján Stefánsson, Jens Kristjánsson Þóra Kristjánsdóttir, Hermann Steinsson Ingvar Kristjánsson, Hallgerður Hlöðversdóttir Guðfinna Kristjánsdóttir, Gunnar Geirsson og barnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.