Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. september 1978 William Heinesen og Otto Gelsted Mál og menning gefur út á næstunni bók William Heine- sens ,/Gamaliels besættelse" i íslenskri bvöinqu. Þýðandinn Þorgeir Þorgeirsson hefur nefnt bókina „Fjandinn hleyp- ur í Gamalíel." Þetta er önnur bókin i heildarútgáfu Máls og menningar á verkum Will iam Heinesens. Fyrsta bókin — Turninn á heimsenda — kom út á síöasta ári. Þaö er ef til vill óþarfi aö kynna hinn ' mæta færeyska höfund fyrir islenskum blaðalesendum, en hér á eftir fylgja þó helstu punktar um William Heinesen:> Hann fæddist þ. 15/1 1900 i Þórshöfn, sonur Zachariasar Heinesen, kaup- manns og útgerðarmanns, og konu hans Caroline Jacobine f. Restorff. K. 10/11 1932Elise Susanne H., f. 1/2 1907 i Signebö, dóttir Michael Johansen og konu hans Jacobine, f. Thomsen. Viö nám á Kaupmannaskólanum i Khöfn 1917, siöan blaöamaður um nokkurt skeið, hefur búiö i Þórshöfn siöan 1932. Rit: Arktiske elegier og andre digte (1921), Höbjergning ved Havet (kvæöi, 1924), Sange mod Vardybet (kvæði, 1927), Stjernerne vSgner (kvæöi, 1930), Blæsende Gry (skáldsaga, 1934), Den dunkle Sol (kvæði, 1936), Noatun (skáldsaga, 1938, isl. þýö Nó- atún 1947), Den sorte gryde (skáld- saga 1949), De fortabte spillemænd (skáldsaga, 1950, isl. þýð. Slagur vind- hörpunnar .1956), Moder Syvstjerne (Skáldsaga, 1952, isl. þýö. Móöir Sjöstjarna 1975), Digte i udvalg (1955), Det fortryllede lys (smásögur, 1957, isl. þýð. I töfrabirtu 1959), Det dyrbare liv (útg. 1958), Gamaliels besættelse (smásögur, 1960), Hymne og harm- sang (kvæði, 1961), Det gode hab (skáldsaga, 1964, isl. þýö. Vonin bliö, 1970), Kur mod onde ander (smasögur, 1976), Don Juan fra Tranhuset (smá- sögur, 1970), Panorama med regnbue (kvæöi, 1972), Fortællinger frá Thors- havn (smasögur, 1973). Tarnet ved verdens ende (skáldsaga, 1976, isl. þýð. 1977, Turninn á heimsenda). Félagi i Dönsku akademiunni 1961. Illaut verðlaun Dansk-færeyska menningarsjóðsins 1962, Holberg- verðlaunin 1958, Bókmenntaverðlaun Noröurlandaráös 1965, Aarestrupverö- launin 1968. Heimilisfang: 3800 Tórshavn, Fær- eyjum. „Fjandinn hleypur i.Gamaliel” ber heiti af einni smásögunni, en bókin er safn smásagna og minningabrota auk kveöjunnar til Otto Gelsteds, sem hér birtist. 1 viðtali, sem danski útvarpsmaður- mn Hemming Hartmann-Petersen átti viö William Heinesen árið 1975 og sem birtist m.a. i timariti Máls og menningar i fyrra, segir Heinesen eftirfarandi um kynni sin af Otto Gel- 5ted: „En svo varö þaö 1919 að ég kynntist Otto Gelsted. Það var vinur minn úr Kaupmannaskólanum, Gudmundsen- Holmgreen, sem stakk upp á að viö skyldum heimsækja Gelsted, og við uröum strax mjög miklir mátar. Gel- sted var einmitt nýbúinn að semja sina innblásnu litlu bók um Johannes V. Jensen — og brátt varö ég lika hand- genginn verkum Thoger Larsen og Sophus Claussen. Og norömannsins Alf Larsen og sænska ljóöskáldsins og heimspekingsins Vilhelm Ekelund, en þeir voru báöir nánir vinir Gelsteds. Af bókum Ekeiunds fékk ég fyrst ferskt og heillandi veöur af fornklass- iskum skáldskap. Ég liföi langan tima i skáldlegum töfraheimi og byrjaöi nú að yrkja ljóö sjálfur að áeggjan Gel- steds. Fyrsta kvæðasafn mitt, sem bar heiti i anda Ekelunds: „Arktiske ele- gier”, kom út þegar ég var á 21sta ári. Nú gat ég sýnt fjölskyldu minni svart á hvitu að ég væri oröinn skáld. Og næsta áratug orti ég svo sæg af ljóðum sem Gelsted hlutaðist til um útgáfu á I vandlegu úrvali i litlum bókum hjá forlagi Levin og Munksgaard.” Þýðandinn, Þorgeir Þorgeirsson kveðst ávallt eyða a.m.k. þremur mánuðum á ári i þýöingar á Heinesen, en ráðgert er, að hann ljúki i framtið- inni þýðingum á öllum þeim verkum Heinesens, sem enn hafa ekki komið út á islensku. Það er Mál og menning, sem hefur fengið Þorgeir til þessa mikla verks. —IM Kæri Otto Gelsted! — Hjartan- lega til hamingju með afmælis- daginn þinn I ár. Ég hélt uppá hann i félagi viö góðvin okkar beggja, Jacob Olsen yfirbréf- bera, leiktjaldamálara og Beethovenaðdáanda. Nú skaltu fá að heyra! Margt bar til þess að veislan var haldin um borö i gamalli vöruferju sem heitir „Fram”. Vöruferjur eru núorðið mjög lltið notaöar, þetta eru traustbyggö seglskip sem höfð eru til milli- flutninga á vörum, og karlarnir sen annast ferjuna heita vöru- ferjarar. „Fram” er mjög gam- alt skip, var uppá sitt besta fyrir 1914 og liggur núorðiö mikið viö festar inná Vestrivogi, niðursokk- ið I minningar,og I hurðarfalsin- um frami lúkarskonsunni má enn finna gamlameyra sveskjusteina siðan á velmektardögum Vil- hjálms keisara. Þar kveiktum við upp i dálltilli kabysu. Kvöldið var lygnt og milt og öldurnar gjálfruöu við kinnunginn með hljóði sem var eins og stanslaust væri veriö að draga tappa úr flöskum í órafjarlægð. Viðhöfðum meðferðis pakka af snúnum vaxkertum, viö kveikt- um á þeim öllum. Og þegar eldur- inn, sem bara var til bölvunar þvi hann fyllti káetuna með stækum kolareyk, var loksins kulnaður þá settumst viö niður við ofurlltið flekkótt borð úr dökkum viði sem burtsofnaðir vöruferjarar hafa skorið I fangamörkin sin innanum forneskjuleg æxlunartákn, og við drukkum skál þína i óblönduðu viskii. Þetta var upphafið að ógleymanlegum hátiðahöldum sem mérfinnst ég þurfa að dvelja við ögn lengur ef þú nennir að ljá mér auga. Strax á öðru glasi byrjuöu ræðuhöldin, og ræðurnar voru náttúrlega fyrst og fremst um þig, þó lika væri þar stundum minnst á Beethoven og okkur sjálfa. Ég var að rifja upp i huganum þessa undra f jarlægu daga þegar við, tveir ungir og hreinllfir fag- urkerar, vorum á stjái I hverfinu kringum Aboulevard, mestanpart innan þrihyrningsins sem mark- ast af Davidsen, Columbus og Nörrebros Protokolfabrik. Þaö var mér ógleymanlegur timi, þér trúlega h'ka, þvi þetta var sjálf æskan með allar sinar óskiljan- legu yfirhellingar af ferskri reynslu og allan sinn himneska ljóma yfir fáfengilegustu atvik- um. Einhverntima man ég að við sáum, nálægt Davidsen, einn af þessum gömlu tveggjahæða spor- vögnum liða hjá og hverfa úti mistrið sem var þrungið af fyrir- heitum, og ofanaf þakinu veifaði til okkar hópur af stelpum sem likastil hafa þekkt þig, en við urð- um báðir hálfringlaðir, glaðir og furðu lostnir, við veifuðum lika á móti i angurværri þrá. Og þegar sporvagninn var horfinn sagðir þú: Þetta var fallegt! Aldrei gleymi ég heldur þung- búnum nóvemberdegi þegar þér tókst einsog hendi væri veifað altieinu aö draga Sophus gamla Claussen innitilbreytingarleysið I þrihyrningnum okkar við Aboule- vard, það fórstu létt með. Þetta haföi þeimun meiri áhrif á mig sem vissi ekki betur en Claussen væri löngu burtsofnaður einsog Stuckenberg, Bang og J.P. Jacobsen. Ekki hefði ég orðið meir undrandi þó það hefði verið Arestrup san þú heföir hringt i til aðstefna útá Davidsen. Samt var það Claussen sem skaut þarna upp með augun ljómandi i rökkr- inu og meö geithafurskegg og horn, sallarólegum, glööum og reifum einsog þetta væri ekki draugagangur, sem það þó raun- ar var. Fyrstu portvinsflöskuna sem okkur var borin sendi Claus- sen til baka i skenkinn, segjandi ofúrrólega en þó með festu sem lamaöi bæði mig og ungþjóninn: ^Það er tappalykt af þvi. Núnú, við Jacob skáluöum þegjandi fyrir Claussen i fram- haldi af þessum brandara. Reyk- urinn úr vindlunum okkar hlykkj- aðist varlega og að þvi er virtist hikandi framundir stigann þar- sem hann tók skyndilega ákvörð- un og hvarf uppum lúkarsopið einsog það væri eitthvað þar uppi nóttinni sem ekki mætti missa af fyrir nokkurn mun. A fjórða eöa fimmta glasi fór ég með kvæöið þitt um Hamar Drottins og gaf þá yfirlýsingu aö kæmi til þess aö haldin yrði al- þjóðleg ljóöasamkeppni þannig- Sunnudagur 17. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Þjóðviljinn birtir úr bókinni „Fjandinn hleypur í Gamalíel” eftir William Heinesen, sem Mál og Menning gefur út á næstunni í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar Teikning Wiliiam Heinesen DANS Á VÖRUFERJU löguð að hvert land væri bara með eitt kvæði þá yrði Danmörk að senda þetta kvæöi þarsem sálmatónninn.sem er driffjöðrin i danskri ljóðagerð, er látinn hljóma til dýrðar manninum ein- um meö engan hortitt af trúar- játningu svo hann verður hreinni en nokkurntima gat orðið hjá þeim Brorson og Kingo sem ein- iægt eru að leggjast svo ámátlega hundflatir fyrir einvaldsherran- um Drottni. Jakob sem allur var i uppnámi sagði að kvæðið minnti á skertsó- ið 1 kóralsynfónfu Beethovens. Einkum þessar djöfuls ágætu lin- jr: Hver gang han tror: nu vil jernet jamre! skal han en höjere pragt udhamre! Við skáluðum fyrir þessu og ég bauðst til að standa við nýleg um- mæli min andspænis hverjum sem væri, jafnvel alþjóðadóm- stólnum i Haag með glöðu geöi. Það sem á eftir kom man ég ósköp sundurlaust en greinilega samt. Ég rifja það upp i bélg og biðu. Ekki gat Jacob Olsen skiliö hvernig sli'kur ljúflingur, altað því pempiulega vingjarnlegur stundum, gæti skrifað svona stál- hörð kvæði (það var fariö með fleiri ljóð). Til að útlista hvað hann ætti við með pempiulegur gat hann þess að þú hefðir sagt að hann væri með sjávaj-augu og „Atlantshafseyru” Ég sagði að stundum gætir þú verið ljúfur og pempiulegur við þá sem þér þætti vænt um og lyftir glasi með, en þessutan gætirðu verið næstum eins illvigur og Sören Kierkegard. Eg sagði lika að innst inni vær- irðu einmana sál, heimspekingur og fagurkeri, en þú værir — ekki siður en Beethoven okkar _og þveröfugt víð "Sören Kierkegárd — rekinn áfram af félagslegu réttlætishungri sem grundvallað- ist á frumstæöri kröfu hjartans um samstöðu með réttlausu fólki ogofsóttu fremur en kröfunni um samfélagslegar heimspekikenn- ingar. Okkur kom saman um að mannúöarskirskotun væri grund- völlurinn og upphafið að kehn- ingunni, ekki bara i þinu tilviki heldur lika hjá Kirkog ennfremur (sans comparaison) hjá Márx og Engels. Okkur kom lika saman um það aö ýmsir eru að mata krókinn á vinskapvið „alþýðuna” og nefnum dæmi um þvilika for- smán af nokkrum skáldum sem ekkert vilja með sinum alþýö- leika annað en þægja barnalegri þörf sinni fyrir auglýsingu. Jacob sagði að ég hefði sjálfur dáiitið kenjótta afstöðu til félags- legra strauma á vorum dögum, að ég dansaði með i fáránlegum krampa sem minnti sig á vissa staöi i „Petrujska”-balletti Stravinskys. Þá reiddist ég dálit- ið og hvarf inni sjálfan mig um stund á meðan hann geysaði og sagði eintóma vitleysusem ég er búinn aö gleyma. Nú, smámsaman náöi tilfinn- ingasemin og sjálfsdekrið náttúr- lega valdi á okkur og við fórum að halda ræður hvor fyrir öðrum. Jacob þakkaði mér grátklökkur fyrir að hafa opnaö eyru sin fyrir Beethoven og hjálpað sér að halda áfram meö endalausar og endurskoðaðar hugleiðingar um meistarann bæði meö þvi aö lána sér plötur og eins aö spila sjálfur eitt og annað eftir Beethoven á pianó fyrir hann. Pianóleikurinn minn er nú ekki uppá marga fiska, sagði ég hræröur, en hann var alveg ófeiminn að samsinna þeirri fullyrðingu. Þá hélt ég ræðu fyrir honum og þakkaði honum fyrir að hafa dregið mig dýpra og dýpra inni Beethovendelluna alla götu þang- aðtil ég var hættur að botna. Þvi var hann lika hættur, játaöi hann, þurfti lika að troða marvaðann, og svo risum við tpp til aö stiga svonefndan skýþiskan dans úr Eroicasynfóniu Beethovens, en það reyndist of þröngt fyrir þá til- tekt i lúkarnum svo við fórum uppá dekk þarsem við byrjuðum að dansa arm I arm einsog við værum liður i imynduðum mann- hring. Og nú bar dálitið alveg einstakt fyrir okkur — það sem eiginlega varð til þess að ég fékk þá hug- mynd að gleðja þig með frásögn- inni atarna, kæri Otto Gelsted! Sem við tveir furöufuglarnir stig- um þarna dansinn á tómlegu dekkinu i nóttinni þá skellur á þrumuveður! Þrumuveður kem- ur helst i Færeyjum I stillum og molluveöri að vetrinum. Og það var fallegt, dýrlega angistarfullt, einsog stórmannleg rausnargjöf okkur til handa þarna sem við vorum aö dansa skýþiskan dans til aö hylla lifið á afmælinu þinu! Við horfðum á rólega siglandi skýin böðuð éldingáléiftrum, þau spegluðust I sjónum einsog rekis, og það komu þrumur. Það komu bæði hvitar, grænar og fjólubláar eldingar, þær lýstu upp bæinn og þegarþærslokknuöustóðu ljósin i gluggum og á götuluktum eftir i myrkrinu rúbinrauð. Okkur fannst ekkert haska með aö hætta þessum dansi, við tókum aftur saman höndum, tróðum færeysk dansspor og sungum „An die Freude” úr niundusynfóniu Beet- hovens. Wir betreten feuertrunken, göttliche, dein Heiligtum! Þegar við komum að þessu töfrandi „Seid umschlungen, Millionen” sem brýtur upp dans- taktinn urðum viö aö snúa þessu uppi einskonar ballett, en það tókst lika, við krupum og breidd- um út faöminn i suðausturátt þar- sem Beethoven og Bach fæddust og þarsem Þýskaland, Danmörk, Pólland, úkraina, Kákasus, Afghanistan, Nýja Ginea og Suöuramerika lika eru, og þá fór regnið aö streyma úr loftinu, og uppá landi var einhver aö kalla i okkur, þaö var konan min, og viö urðum þá aö koma henni og syst- ur hennar um borð áðuren þær yröu gegndrepa. Svo tylltum við okkur kringum flöskuna niðri þrengslunum og jólaljósinu i lúk- arnum og hlustuöum i leiðslu á rigninguna belja onyfir dekkið. Veislan hélt nátlúrlega áfram liðlanga nóttina, þér til heiðurs og okkur til ánægju, og Jacobkemur til okkar á eftir i kvöldmat. Þá ætlum viö meðal annars að spila þessa djöfuls finu og staffirugu sembalpassakagliu eftir Couper- in, hún er einsog rásiglt skip I stormi og hagléli, lika allan „Messias” eftir Hándel. En fyrst langaði mig semsagt að senda þér þessa kveöju, kæri Otto Gelsted, með þökk f yrir þaö sem liöið er og bestu óskum um framtiöina! Þinneinlægur W.H. Vesturvogur, Þórshöfn, skömmu fyrir aldamót. Bréf William Heinesens til Otto Gelsted

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.