Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 21
.„4..,, , , f, j Tg t * • * • * gy a r r** * r*;3 r O Sunnudagur 17. september 1978 ÞJ0ÐVILJINN — SÍÐA 21 Vextir ekki nefndir Vill einhver maöur lána konu 200 þúsund krónur? Auglýsing i Dagblaöinu I rósa- garðinum Samtryggingarkerfiö „Málfrelsissjóðurinn” var stofnaöur af nokkrum róttæk- lingum til þess að auövelda nokkrum öörum róttæklingum, sem höfðu brotið af sér i riti, að komast hjá þvi aö bera ábyrgð á þvi. Morgunblaöiö Báknið burt Rikiðliggur á nýjum slökkvibil Suðurnesja Fyrirsögn i Dagblaöinu Ast viö fyrstu sýn Vilmundur féll fyrir Sighvati. Fyrirsögn I Visi Messuvin Af sérstöku tilefni vil ég endur- taka þaö einu sinni enn að ég vil fá áfengi og bjór i verslanir og kirkjur landsins vil ég að veröi gerðar að ölstofum. Velvakandi Markaöslögmá lin Eiginmenn — veriö nærgætnir við frúna — annars kann illa aö fara, þvi eftirspurn er meiri en framboð á Islandi. Timinn Stutt og laggott Með kinnroöa veröum við þó að játa — þrátt fyrir alla vitsmunina — að með hátterni sinu hafa rjúp- urnar bæði hér á landi og annars staðar, valdið öllum fugla- fræöingum veraldarinnar svo miklum heilabrotum og hugar- angri, sem þeir töldu sig þó hafa fundiö lausn á ekki einu sinni heldur svo tugum skiptir en ávallt oröiö að játa aö þær niðurstööur allar reyndust óskhyggja ein. Timinn Eðlileg þróun — Einu sinni var ég iþrótta- idjót, nú kemur af sjálfu sér aö áhugamálin tengjast einkum stjórnmálum. Arni Gunnarsson I viötali viö Timann Hrikaleg ákæra A undanförnum niu mánuðum hefur hún þrisvar veriö ákærö fyrir meðferö eiturlyfja, en út yfir allan þjófabálk tók þó, þegar hún lenti i bilslysi og hálsbrotnaöi. Timinn Sálarháski útvarpsins 1 þjóðfélagi okkar, sem býr viö háa sjálfsmorösprósentu og alls kyns sálræn vandamál, verða menn að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar það getur haft að spila Orlagasinfóniuna sem fyrsta lag á morgnana og stórhriðin og myrkriö ýlfrar fyrir utan. Dagblaöið — Okkur datt það i hug aö þiö mynduö lita út til þess aö gá hvort viö værum farin! — Já, róiegan og hugguiegan stað? Látum okkur sjá, hér höfum við rétta staðinn — Viö sendum tugþúsundir þangaö á hverju ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.