Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 17. september 1978 ÍMOÐVILJINN — SIÐA 23 kompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Guðlaugur Arason er ungur rithöfundur frá Dalvík/ og hann hefur stundum verið kenndur við heimabæ sinn og kall- aður Dalvíkurskáldið. Hann gaf út fyrstu skáld- söguna sína árið 1975. Hún heitir Vindur# vindur vinur minn og vakti tölu- verða athygli sem gott byrjendaverk. Fyrir næstu skáldsögu sína/ Víkursamfélagið/ fékk hann verðlaun hjá bóka- útgáfunni Bókás á tsa- firði. Sú saga var einnig lesin í útvarp. • Nú býr Guðlaugur í Kaupmannahöfn og það- an sendi hann ævintýrið um hrossagaukinn. Kompan getur glatt lesendur sina með því/ að von er tii þess hann skrifi meira fyrir þá. ÆVTNTYRI HROSSA- GAUKSINS eftir GUÐLAUG ARASON Einu sinni var hrossa- gaukur sem var aðdá- andi einstaklings- hyggjunar. Hann ákvað því að taka sig út úr hópi hrossagaukanna og fljúga ekki til suð- rænna landa þegar haustaði/ heldur vera einn eftir um veturinn. En brátt tók honum að leiðast einveran og þegar kólna tók í veðri ákvað hann að breyta um skoðun og fljúga á eftir hinum hrossagaukunum. En það var orðið of seint. Þegar hann hafði flogið skamma stund hrannaðist svo mikill klaki á vængi hans, að hann féll niður á jörðina og gat ekki flogið. Hann var nær dauða en lífi úr kulda og ákaflega einmana. En skammt þarna frá var bóndabær og nokkrar beljur á beit. Ein kýrin gekk fram hjá hrossagauknum og skeit á hann. Loksins, loksins, hugsaði hrossa- gaukurinn, þegar volg mykjan tók að bræða klakannaf vængjum hans og blóðið byrjaði aftur að renna um æðarnar. Nú get ég haldið áfram að fljúga og fundið vini mína. Yfir þessari óvæntu hjálp var hann svo hamingjusamur, að hann byrjaði að syngja. í sömu andrá læddist stór köttur fram hjá. Þegar hann heyrði fuglasönginn undir kúahlessunni, fór hann að krafsa í hana. Þar fann hann hrossa- gaukinn og át hann í einum bita. 1. Sá sem skítur á þig, þarf ekki endilega að vera óvinur þinn. 2. Sá sem hjálpar þér, þarf ekki endilega að vera vinur þinn. 3. Ef þér líður vel og þú ert ánægður með að sitja í skítnum, skaltu haf a vit á þvf að halda kjafti! 4. Ef þú vilt halda lífi, skaltu ekki vera aðdáandi einstaklingshyggjunar og ekki neita að vinna með f jöldanum. 5. Langi þig til að lifa hamingjusömu lífi, skaltu ekki berjast á móti vilja náttúrunnar. Stundum efnir Kompan til verðlaunagetraunar, því þá eru krakkarnir svo dugleg að skrifa og Kompunni finnst gaman að fá mörg bréf. Að þessu sinni áttu að koma bréfi til skila. Utanáskriftin er mynd- gáta. Hver á að f á bréf ið? Sendu Kompunni svar innan þriggja vikna, þá verður dregið úr réttum svörum og veitt ein bóka- verðlaun. Fyrst þú nú á annað borð ert sest(ur) <Q SON V ÁlíAI\t\. A S.t> FIIIIIIH <ri)i 0~° V erðlaunagetraun niður til að skrifa Komp- unni stingdu þá einhverju skemmtilegu með í bréf ið t.d. teikningu, Ijósmynd, sögu, vísu eða frásögn af merkisatburði. Frétta- bréf eru skemmtileg. Eins getur þú auglýst eft- ir pennavini í Kompunni og látið mynd fylgja og getið um helstu áhugamál þín. Kompan er líka þakklát fyrir gagnrýni oy góðar ábendingar um efnisval. Þú skalt biðja einhvern að hjálpa þér við gátuna, ef þér finnst hún erfið. „Hænsní'eru strákar, sem hanga aftan I bll”. „Ef skemmtHegter veöriö, þá ski^pp ég niör’á tjörn”. Þessar tvær myndir teiknaði 12 ára stelpa í Austur- bæjarskóla. Þær eru skreyting við kvæði Stefáns Jónssonar Bréf frá frænku. Kvæðið geturðu lesið í bókinni Segðu það börnum, segðu það góðum börnum. Frænkan, sem er að skrifa Didda frænda sínum í sveitinni, á heima i Reykjavík og segir f rá því hvernig krakkarnir í Reykjavík eyða tímanum í starf i og leik. Reyndar skrifaði Diddi fyrst og sagði frá lífinu í sveitinni. Hvernig væri að einhverjir strákar sendi myndir við Bréf til frænku? Unglingur stóð fyrir framan spegilinn á dans- staðnum nýbúinn að greiða sér: „Rólegar stelpur, ég get ekki dans- aðviðykkur allar í einu!" Svo var það i veislunni." Litla stelpan var að hjálpa mömmu sinni, þegar veislan var byrjuð. —,,Ég fann ekki nein handklæði, svo ég setti bara fram þessi, sem stendur á Gleðileg jól," hvíslaði hún að mömmu sinni. Anna hlustaðu, ég kann að syngja þjóðsönginn.... Þetta var gott hjá þér, vina mín. En þetta er ekki þjóðsöngurinn, heldur sjónvarpsauglýsing frá Coca cola. Hann var með mömmu sinni hjá lækninum og ný- búinn að fá sprautu í rassinn: „Mamma, hvernig fer efnið úr sprautunni, að komast úr rassinum í hálsbólguna mína?" Hann kom úr skólanum og rétti mömmu sinni ein- kunnirnar: „Sagan end- urtók sig. Ég féll aftur." Tveir aldnir vinir sitja inni í stofu og eru að tala saman. — Hvað mundir þú gera, ef það kviknaði í húsinu þínu, og þú gætir ekki talað? — Ja, ég mundi hringja í slökkvilið. — En þú gætir ekki tal- að. — Nú, þá mundi ég syng ja: Það er að kvikna i — það er að kvikna i! Siggi litli kemur hlaup- andi að utan, en er svo óheppinn að detta um úti- dyraþröskuldinn. Siggi lítur i kringum sig og stendur siðan upp, en í þvi kemur stóra systir hans og spyr: „Hvers vegna fórstu ekki að grenja?" „Ég hélt það væri enginn heima," sagði Siggi. Soffia D. Halldórsdóttir sendi þessar skrítlur. Kompan þakkar henni fyrir. Gaman væri að fá fleira frá Soffiu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.