Þjóðviljinn - 23.09.1978, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 23.09.1978, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. september 1978 AF BÆJARBRAG Þaö er mjög vinsæl íþrótt aö ferðast um heiminn, þeirra erinda að sækja heim stór- borgir og kynnast hinu svokallaða skemmt- analífi þeirra. Þejr sem hafa auraráð til að stunda þessa íþrótt, gera víðreist og gefa síðan heimsborgunum einkunnir eftir því, hvar mestur er gleðskapurinn og hvar fábreyttastur. Ekki nenni ég að tíunda hér all- ar þær borgir, sem helst eru tilnefndar, ef svala á skemmtanaf ýsn mannskepnunnar, en ef til vill er til gamans hægtað geta þess, að til skamms tima hef ur Osló verið talin einna leið- inlegust allra stórborga ograunar oft kölluð ,,verdens störste provinsby", sem útleggst ,,stærsta krummaskuð veraldar". Einhverra hluta vegna hefur Reykjavík ekki komist á leiðindalistann, þó stórborg sé, en sérfræðingar í þeirri íþrótt að ,,skemmta sér", eins og það er kallað á máli gleðimanna og -kvenna, telja Reykjavík vera eitt af undr- um veraldar, hvað leiðindi snertir. Strax í barnæsku byrja börn og unglingar að bæta sér upp grámóðu hversdagsleikans með því að ganga í skátahreyfinguna, íþróttahreyfing- una, eða K.F.U.M. og Ká og breytast þar, samkvæmt nýjustu niðurstöðum mætustu félagsfræðinga við Háskóla íslands, úr elsku- legustu mömmubörnum í forhertan glæpalýð, sem engu eirir. Hætta ekki einu sinni að reykja, fara jafnvel sumir að kíkja í glas og ráðast á gamlar kellingar í skjóli næturinnar, brjótast inní sjoppur heiðvirðra verslunar- manna og láta greipar sópa um lakkrísbirgð- irnar, eftir að búið er að mölva miðborgina okkar í mask niðri á Hallærisplani. Svo ægilegur er þorsti borgarbúa og raunar landsmanna allra, eftir einhverri tilbreytingu i fásinninu, að þegar Flóamenn og Hreppa taka uppá því austur á Selfossi að sýna búsmala sinn í básum og á stalli, en kerlingar sinar við tóvinnu og karlana við þá gömlu þjóðlegu séríslensku íþrótt að nudda punginn framí andlátið, þá ærist landslýður af fögn- uði. Nærri helmingur allra þeirra sem lífs- anda draga hérlendis, þyrpast að sjá dýrðina. Þó að Osló sé eins og að f raman greinir talin leiðinlegasta borg veraldar, er þó talið f ullvíst að hún sé-eins og París í samanburði við Reykjavík. Það merkasta sem gert hef ur ver- ið til að lífga uppá bæjarbraginn hér í borg í aidaraðir, er tvímælalaust sú frábæra hug- mynd að setja upp vísi að markaði á Lækjar- torgi. Þetta var gert á föstudaginn,seldar gulrætur, skartgripir, næpur, kartöf lur og alls konar gras til manneldis, og verður það að segjast eins og er að þrátt fyrir gífurlegan fjöldafögnuð yfir þessari ráðstöfun, fögnuð, sem minnti helst á múgæði, fór alit menningarlega fram. Enginn tróðst undir, og sáralítil brögð voru að beinbrotum eða öðrum limlestingum á fólki enda var þess gætt að selja ekki dilkakjöt á gamla verðinu. Væri ekki reynandi að stofna til markaðs á Hallærisplaninu og selja þar „gras" til að róa lýðinn aðeins? Vart er um það að ræða að f ara á skemmti- staði höfuðborgarinnar, því á flestum þeirra eru gerðar þær kröfur til gestanna, að þeir klæðist ekki samkvæmt tískunni, heldur í út- sölufötum frá Andersen og Lát eða Gef junni og eru kröf ur dyravarða um klæðaburð orðnar svo f lóknar, að vonlaust er fyrir fólk að fara út að skemmta sér, nema að hafa áður kynnt sér þrjátíu ára gamla tísku og klæðast sam- kvæmt henni. Talið er fullvíst að engir af þjóðhöfðingjum veraldar slyppu inní Þórs- kaffi, Sögu, eða Þjóðleikhúskjallarann að félögum Bréfsnéf og Kósigín einum undan- skildum, en rússar hafa á undanförnum ára- tugum getið sér umtalsverðan orðstír í því að tolla ekki í tískunni. Dyravörðum mun vera uppálagt af þeim sem veitingahúsin reka að sortéra fólkið við dyrnar og er sá vandi þeirra sennilega mestur, að velja fólk eftir því hvað það er líklegt til að hafa mikið eyðslufé meðferðis. Auravonin í gestunum er síðan dæmd af klæðaburðinum. Brot ber að hafa í buxum og bindi (hálstau). Hálsbindi eru svo gamalt fyrirbrigði í klæðn- aði karla, að fólk milli tvítugs og þrítugs á ekki þessa dulu til, enda eru hálsbindi upphaf- lega ætluð sem smekkur fyrir drukkna hefðarmenn, svo þeir sulli ekki sósunni niðurá skyrtubrjóstið. Brot í buxum komust hinsvegar í tísku á öndverðri tuttugustu öld, þegar Edward VIII. síðar hertogi af Windsor gleymdi að láta pressa krumpur úr buxunum sinum á veðreiðum einhvers staðar í Frakklandi og allir héldu að það væri orðin tíska að ganga með brot (krumpu) framaná buxum. Edward þessi er víst talinn ómerki- legasti þjóðhöfðingi allra tíma. Það eina sem hann f ékk í gegn á því tæpa ári, sem hann sat við völd, var brot í buxur og það f yrir slys. Frá völdum hrökklaðist svo þessi buxnabrota- þjóðhöfðingi fyrir að lenda í slæmum félags- skap við vafasama dömu frá Simpson. Hún fengi sennilega inngöngu í Þjóðleikhúskjallar- ann og Þórskaffi núna, ef hún gætti þess að koma í einhverju af gömlu drögtunum sinum, og ekki yrði gert veður útaf því þótt hún væri kunn af f ramkomu eins og þeirri, sem lýst er í vísunni góðu: Simpson er með saddan kvið, sinar garnir fullar. Rembist hún og rekur við ræskir sig og drullar. Það virðist nefnilega ekki vera gerð krafa til mannasiða við dyrnar í veitingahúsum. Dyraverðir temja sér þá greinilega ekki, og gestirnireru velkomnir, ef þeir eru bara með brot og sósu — matarleifabindi, en að öðru leyti eins og f rú Simpson er lýst í vísunni. Flosi. jVetrarstarf almennt Forystumál Stjórn bridgesambandsins mun beita sér fyrir framkvæmd firmakeppni, sem jafnframt veröur einmenningskeppni BSl siðla i haust. Sökum anna i stjórn sl. vor, hefur framkvæmd dregist. Það mun ekki rétt vera, að Þorsteinn Olafsson sé formaður nýja bridgefélagsins á Vopna- firði, enda er maðurinn búsettur á Reyðarfirði, það er þátturinn best veit. En fróðlegt væri að heyra, eitthvað frá félaginu. Aðalfundur BSl mun veröa haldinn um 20. okt. nk., og verð- ur T Munaðarnesi, Borgarfirði. SU ákvörðun var tekin s.l. laugardag á fundi stjórnar sam- bandsins. Er ekki nema gott um þaö að segja, að fundurinn skuli loks vera ákveðinn, þó seint sé. Heyrst hefur, að Hjalti Eiias- son muni ekki gefa kost á sér sem forseti BSI. Einnig hið gagnstæða. Starf Hjalta sl. 4 ár hjá BSt, eru óneitanlega þaö mark- verðasta sem hent hefur bridge á Islandi hin siöari ár og mikil vinna veriö unnin af mörgum góðum mönnum, sem valist hafa til starfa með Hjalta á undanförnum árum. En bent skal á það hér, og ekki i fyrsta skiptí, að sambandiö verður ekki rekið sem einkafyrirtæki einsnéneins. Hæfir menn hljóta aöleggja þar hönd áplóginn, og gera hlutina á þeim tima sem krafíst er, en séu ekki að droila þetta haustiö inn og vorið Ut. Stöðugt samband verður að hafa við fjölmiðla, og þaö fólk sem starfar að miðlun. Einnig við forystumenn félaga innan sambandsins. Lokið verði viö keppnir á tilsettum tima, eða að öörum kosti, að halda þær ekki. Vera vakandi fyrir þeim nýjungum sem skjóta uppi koll- inum annars slagiö, og eflaust margt fleíra sem ekki verður tiundað hér. Bikarkeppni BSÍ I 3. umferð mótsins, áttust við sveitir Hjalta og Guðmundar T. Gislasonar og Þórarins Sigþórs- sonar gegn sveit Steinbergs Rikharðssonar, allar Ur Reykja* vik. Sveit Hjalta vann örugg- lega sveit Guðmuádar, og sveit Þórarins sló Utsveit Steinbergs. Og þá voru eftir 4 sveitir i undanUrslitum. Þaðvoru þessar sveitir: Hjalti Eliasson, Jón Ásbjörnsson, Þórarinn Sigþórs- son og Guðmundur Páll Arnar- son. Mikil spænna var á skrifstofu BSl sl. sunnudag, er dregið var. Jón Baldursson Ur sveit Jóns A. dró fýrstur, og siðan dró Rík- harður sveit Þórarins á móti þeim. Ljóst varð þvi, að i undanrás eigast við f 48 spila leik, sveitir Jóns Ásbjörnssonar gegn sveit Þórarins Sigþórs- sonar og annars vegar sveit Hjalta Eliassonar gegn sveit Guömundar Páls Arnarsonar. Liösskipan sveitanna er þessi: I sveit Hjalta eru, auk fyrirliða, Asmundur Pálsson, Einar Þorfinnsson, Guölaugur R. Jóhannsson og Orn Arnþórs- son. I sveit Þórarins eru auk hans, Hörður Arnþórsson, Óli Már Guðmundsson og Stefán Guð- johnsen. 1 sveit Guðmundar Páls eru, auk hans, Egill Guðjohnsen, Guðmundur SV. Hermannsson, Sigurður Sverrisson, SkUli Einarsson og Sævar Þor- björnsson. bridge Umsjón: Óiafur Lárusson I sveit Jóns Asbjörnssonar eru auk hans, Helgi Jónsson, Helgi Sigurðsson, Jón Baldursson, Simon Simonarson og Sverrir Armannsson. Engu skal spáð hér um Urslit, þó óneitanlega sé sveit Hjalta sigurstranglegust. Leikjum skai vera lokið fyrir miðjan okt. Keppnisstjóri i öllum 4 ieikjunum i undanrás, voru Olafur Lárusson og Skafti Jónsson. Frá Ásunum Haust- tvimenningskeppni félagsins hófst sl. mánudag, með þátttöku alls 20 para, sem er frekar dræmt. Spilaðerí 2x10 para riðlum og raöað þversum i 2. umferö og 10 efstu f lokin. Keppnin tekur yfir 3 kvöld. Staða efstu para er þessi stig: 1. Guðbrandur Sigurbergsson — Jón Hilmarsson 156 2. Björn Eysteinsson — MagnUs Jóhannsson 135 3. Óli Már Guðmundsson — Þórarinn Sigþórsson 128 4. Steinberg Rikharðsson — TryggviBjarnason 119 5. Jón Þorvarðarson — OmarJónsson 118 6. Gylfi Pálsson — SigurbergEIentinusson 116 Armann J. Lárusson — Haukur Hannesson 114 8. Jón Baldursson — Sverrir Armannsson 111 meðalskor er 108 stig. Keppni verður framhaldið næsta mánudag. Keppnisstjóri er ólafur Lárusson. Frá Hjóna- klúbbnum Úrslit i l.kvölds tvimennigs- keppni félagsins: A-riðill: stig: 1. Erla—Kristmundur 136 2. Dröfn — Einar 136 3.Sigriður —Guðmundur 134 4. Jónina —Hannes 125 5. Dóra —Guðjón 123 B-riðill: stig: l.Sigriður — Gisli 135 2. Valgerður — Bjarni 123 3. Erla — Gunnar 121 GuðrUn — Guðbjörn 117 5. Sólveig —Gunnar 113 meðalskor var 110 stig Næsta þriöjudag hefst svo Barometers-keppni, og eru menn beðnir um að fjölmenna til keppni. Spilað er I Rafveitu- hUsinu, félagsheimili. Keppnis- stjóri er Sverrir Armannsson, en form. félagsins er Hannes Ingibergsson. I i ■ I i Frá BR « Sl. miövikudag hófst reglulegt i vetrarstarf hjá félagini. Alls I mættu 22 pör til leiks og spilað í var i2 riðlum. Úrslit urðu þessi: | A-riðili: stig: 1. Egill Guðjohnsen — Vigfús Pálsson 151 2. Hörður Arnþórsson — Stefán Guðjohnsen 123 3. Halla Bergþórsdóttir — KristjánaSteingrimsd. 114 4. Guðlaugur Jóhannss. — örn Arnþórsson 112 5. Hörður Blöndal — Páll Bergsson 108 B-riðiU: stig: 1. Asmundur Pálsson — EinarÞorfinnsson 230 2. Guöm. Sv. Hermannss. — Sævar Þorbjörnsson 209 3. Viðar Jónsson — SveinbjörnGuðmundsson 176 4. Jón Baldursson — Sverrir Armannss. 172 5. Steinberg Rikharðsson — Tryggvi Bjarnason 171 Meðalskor i A-riðli var 108 stig en 165 stig i B-riðli. Keppnisstjóri er ólafur Lárusson. Næst verður spilað á miðvikudaginn kemur. Þá verður á ný eins kvölds tvi- menningur. Félagar eru hvattir til að mæta og vera með frá byrjun. Spilað er i Domus Medica, og minnt er á, að - keppni hefst kl. 19.30 timanlega. Framhald á 18. siðu I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ 1 i ■ 1 ■ 1 ■ 1 ■ 1 ■ 1 i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.