Þjóðviljinn - 29.09.1978, Síða 3
Föstudagur 29. september 1978 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 3
ERLENDAR FRETTIR
I stuttu
máli
Pieter Botha eftirmaður Vorsters
HöFÐABORG, 28/9 (Reuter) —t dag var Pieter Botha varnar-
málará&herra Suöur-Afriku kjörinn eftirmaöur Johns Vorster
sem forsætisráöherra. Hann mun einnig halda embætti sinu i
varnarmáiaráöuneytinu.
Pieter Botha hlaut 98 atkvæöi en helsti keppinautur hans
Connie Mulder svertingjamálaráöherra fékk 74 atkvæöi.
Aö loknu kjörí lýsti Botha þvi yfir aö stefna Suöur-Afriku-
stjórnar myndi haldast óbreytt, og yröi ekki látiö undan
marxiskum byltingaröflum.
Hann sagöist myndi keppa aö sterkri stjórn og bættum
samskiptum hinna ýmsu þjóðfélagshópa sem landiö byggja.
Hann sagöist trúa aö nógur grundvöllur fyndist fyrir samvinnu
þjóöarinnar til aö gera landiö aö einu hinna dásamlegustu i
heimi. Liður i jákvæðri stefnu, væri aö stuðla aö vingjarnlegum
samskiptum viö nágrannarikin, sem byggöust á þvi aö þjóöirnar
blönduðu sér ekki inn i innarnrikismál hvor annarar.
,,Við erum þjóö meö sjálfsviröingu, — sagöi Botha, — og viö
munum halda áfram sem þjóð meö virðingu fyrir sjálfri sér.
Þegar fréttamenn spuröu hann hvort hann hyggöi á vingjarn-
leg samskipti viö Bandarikjamenn, sagöi hann þaö fara eftir
framkomu Bandarikjamanna viö Suöur-Afrikustjórn. Ef þeir
kæmu fram við þá meö viröingu yröi þaö endurgoldiö. Þaö þýddi
aö Bandarikjamenn gripu ekki inn i innanrikismál landsins.
Pik Botha utanrikisráöherra féll fljótlega út úr kjörinu um
forsætisráöherra. í gær skrifaði hann bréf til Sameinuöu
Þjóðanna, þar sem hann sagöi aö farið yröi eftir óskum ibúa Suö-
vestur-Afríku i sambandi viö framtiö landsins. Ef fram kæmi I
kosningum þeim sem brátt fara 1 hönd, aö ibúarnir vildu sjálf-
stæöi, væri litiö annaö aö gera en veita þeim þaö. Akvöröun
Suöur-Afrikustjórnar um aö halda kosningar i þessum hluta
Afriku, hefur sætt mikilli gagnrýni á Allsherjarþingi Sameinuöu
Þjóöanna sem nýhafiö er.
16 hermenn fórust á heræflngum
BONN, 28/9 (Reuter) —
Sextán hermenn hafa látiö lifiö á haustæfingum NATO sem lýkur
á morgun. Æfingarnar hófust 17. september og taka tvö hundruð
þúsund hermenn þátt i þeim. I gærkveldi létust þrir ameriskir
hermenn þegar flutningabill ók á bíl þeirra. Æfingarnar fara
fram i Vestur-Þýskalandi.
Maöur skotinn til bana á Ítaliu
TORINO, 28/9 (Reuter) — I dag var yfirmaður hjá Lancis-bila-
verksmiöjunni skotinn fyrir utan heimili sitt I úthverfi Torino.
Maöurinn var skotinn tiu skotum i fótinn og iést siöar á sjúkra-
husi vegna losts og blóötaps. Hann hét Piero Coggioia og var
háiffimmtugur aö aldri.
Stuttu seinna var hringt til dagblaðs þar i bæ og sagt að rauöu
herdeildirnar bæru ábyrgð á skotunum.
Járnbrautarslys á Kúbu
HAVANA, 28/9 (Reuter) — t gær létust þrir menn og þrjátiu og
þrir særöust alvarlega, þegar járnbrautarlest fór út af teinunum
á austanveröri Kúbu. t lestinni voru tvö þúsund og fjögur
hundruö farþegar, á leiö frá höfuðborginni til Santiago. Kúb-
anska dagblaðiö Granma segir aö orsök slyssins séu enn ókunn.
Fiðlur finnast í Feneyjum
FENEYJAR, 28/9 (Reuter) — Sex verömætar fiölur, sem stoliö
var úr tónlistarskólanum i Feneyjum í april, fundust i dag og
voru þrir menn handteknir. 1 skóla bessum kenndi tónskáldiö
Antonio Vivaldi.
Hollenska hjúkrunarkonan
slopppin úr gíslingunni
GROENLO, Hollandi, 28/9 (Reuter) — i dag tókst hollenskum
lögreglumönnum að brjótast inn i hús sitt, þar sem hjúkrunar
konu var haldiö I gislingu. Þegar inn kom, var mannræninginn
sofandi I svefnherberginu, en eiginkona hans og hjúkrunarkonan
I baöherberginu. Ekki kom til átaka, en fólkiö var flutt á sjúkra-
hús til rannsóknar.
I fyrradag skaut maöurinn lækni i fótinn og tók siöan
hjúkrunarkonu I gislingu, og kraföist hálfrar milljónar dollara I
lausnargjald.
Sjálfsmorð skólabarna fœrast
í vöxt í Vestur-Þýskalandi
STUTTGART, 28/9 (Reuter) —■ Sjálfsmorö unglinga á aldrinum
tiu til tuttugu ára færast stööugt i vöxt I Vestur-Þýskalandi og er
búist viö aö aöeins á þessu ári muni átta hundruö unglingar
reyna slikt. Þessar tölur eru meira en helmingi hærri en fyrir tlu
árum. Hreyfingar sem berjast fyrir minni námskröfum I skólum
segja kröfur foreldra og skólayfirvalda vera alltof haröar fyrir
meginhluta barna á þessuin aldri. Mörg þeirra sem reyna aö
svipta sig lifi, hræöast viðbrögö foreldra sinna yfir námsárangri
þeirra.
t skoöanakönnun sem gerö var kom fram aö þriöjungur
vestur-þýskra skólabarna hræöist viöbrögö foreldra sinna yfir of
lélegum námsárangri. Fjörutiu af hundraöi þeirra þótti náms-
kröfur of háar. Meiri hluti barnanna þarf að verja tveimur
klukkustundum i heimavinnu dag hvern og aöeins þriöjungur
þeirra gat gert þaö hjálparlaust.
Israelska þingið sam-
þykkti tillögur Begins
Sendinefnd er farin til Kaíró til þess
að undirbúa friðarviðræðurnar
sem heýjast eiga í nœstu viku
JERUSALEM/ 28/9 (Reut-
er) — Eftir átján klukku-
stunda umræöur í Knesset,
þingi israelsmanna voru
friðardrögin frá Camp
David samþykkt með átta-
tiu og fjórum atkvæðum.
Nitján greiddu á móti en
sautján sátu hjá við at-
vkæðagreiðsluna.
Begin sagði daginn vera þann
hamingjurikasta i lifi sinu eftir
stofnun tsraelsrikis. Aö visu væru
ekki öll ljón horfin af veginum, en
ef friður kæmist á viö Egypta
þyrðu hvorki Sýrlendingar né
Jórdanir að ráðast á þá.
Hin öfgafulla flokkssystir hans,
Geula Cohen hrópaði aö hreinn zi-
onismi væri að halda landi Isra-
elsmanna, þrátt fyrir aö það kost-
aði ófriö.
Innanrikismálaráöherra ísra-
els Jose'f' ’Bourg sagöi
■ ákvöröunina vera . sársauka
blandna, en samt myndi hann
styðja hana. Þessi viðhorf var að
finna hjá mörgum öðrum þing-
mönnum.
Búist er viö aö viðræður hefjist
milli Egypta og tsraelsmanna i
næstu viku, eftir að nýjár Gyð-
inga er gengið i garö. Sendiherra
Bandarikjanna i Kairó sagði i
gær, aö hann byggist viö komu
israelskrar nefndar I dag, sem
undirbúa ætti viðræöurnar.
Bandarikjamenn munu einnig
taka þátt i viðræöunum.
Utanrikisráöherra Egypta,
Boutros Boutros Ghali sagöi i viö-
tali viö egypska sjónvarpiö, aö
þjóö hans hefði ekkert á móti
Genfar-fundi um málið. Hann
sagði ennfremur að Bandarikja-
menn og Egyptar væru sammála
um framtiö Jerúsalem. Báöar
þessar' þjóöir vildu að arabiski
Begin ánægöur.
hluti borgarinnar yrði undir yfir-
ráðum Araba, en borgin er á
vesturbakka Jórdanár.
t dag kom bandariskur sendi-
maður, Alfred Atherton til Jerú-
salem, til aö undirbúa viðræðurn-
ar sem hefjast væntanlega á
fimmtudag i næstu viku.
Talsmaður egypska utanrikis-
ráðueytisins skýrði frá þvi i dag,
aö fundirnir færu fram i borginni
Ismailia viö Suez-skuröinn.
Umferðarslys
margfait flelri
en talið er?
Eru umferðarslys i
rauninni miklu fleiri hér
á landi en virðist vera
samkvæmt tölum Um-
ferðarráðs? Haukur
Kristjánsson yfirlæknir
Slysadeildar Borgar-
spitalans telur það ekki
óliklegt.
Haukur sagöi i samtali viö
Þjdöviljann i gær, að Umferöar-
ráð fengi trúlega flestar tölur
sinar um umferöarsiys frá Slysa-
deilinni, en grunur léki á aö ekki
kæmi þar allttil skila á skýrslum
ráösins. Þetta mun fyrst og
fremst stafa af ágreiningi um
skilgreiningu slysanna og taldi
Haukur skilgreiningar Umferöar-
ráös villandi og ófullkomnar.
I úrtakskönnun, sem gerö var á
Borgarspitalanum á fjölda slas-
aöra af völdum umferöar, kom
athyglisverð staöreynd i ljós.
Úrtak þetta nær yfir 41 tilfelli af
völdum umferöarslysa dagana 1.
til 8. mai 1978. Könnunin leiddi I
ljós, aðaf þessu 41 tilfelli haföi
Lögreglan i Reykjavik aöeins
skýslur yfir 6 manns.
Af þeim 35 tilfellum, sem eftir
eru, má telja aö 29 hafi átt sér
staö i Reykjavik. Þar af fengu 5
enga meöferö á slysadeildinni, 10
fengu ótilgreinda meöferö
(„önnur meöferð”) , 13 fengu
snyrtingu, umbúöir og/eöa saum
og 1 fékk brot sett.
Séu skilgreiningar Umferöar-
ráös á minniháttar slysum
notaöar, heföi fjöldi minniháttar
slasaðra á þessum 8 dögum i
Reykjavik átt aö vera 13-23.
Túlkun á flokknum „önnur
meöferö” ræöur endanlega tölu á
þessu bili. En i skýrslum
Umferöarráös yfir allan mai-
mánuð er þess getiö, aö tala
minniháttar slasaðra i Reykjavik
sé aðeins 11 manns.
Þetta viröist þvi benda til þess,
að talning Umferöarráös sé
ómarktæk, a.m.k. hvaö varöar
minniháttar slys. Af úrtakinu að"
dæma, ætti raunverulega tala litt
slasaðra aö vera 4-9 sinnum hærri
en Umferöarráö vill vera láta.
Haukur Kristjánsson yfirlæknir
sagði aö Slysadeildin hefði þegar
gert athugasemdir vegna þessa
máis, en vildi þó athuga málið
betur og birta traustari niður-
stööur siöar. „En okkur likar
heldur illa ef þeir fá allt annaö út
úr okkar tölum en þær sýna i
raun” sagöi hann. „Viö teljum
þvi aö forsendur Umferðarráös
séu hæpnar, aö svo miklu leyti
sem byggter á tölum frá okkur”.
Haukur sagði aö yfirgnæfandi
meirihluti meiösla vegna um-
ferðarslysa hér á landi kæmi
fram á skýrslum slysadeildar-
innar. Langflest umferðarslys-
anna verða á Stór-Reykjavikur-
svæöinu, og margir þeirra sem
slasast úti á landi eru sendir I
meöferö á slysadeild Borgar-
sptalans.
1 ásbyrjun 1975 tók Umferöar-
ráö upp alþjóðlega skýringu á
slysum með meiöslum og flokkun
þeirra i mikil og litil meiðsl.
Samkvæmt þessari flokkun skal
ekki skrá þaö sem slys með
meiöslum, þótt viökomandi sé
fluttur til læknis eða á sjúkrahús
og fái aö fara heim án aðgeröar,
eöa þótt viökomandi veröi fyrir
taugaáfalli eða kvarti undan
Barist enn
/
BEIRUT, 28/9 (Reuter) — í dag
kom enn til átaka miili Sýrlend-
inga og hægri manna I úthverfi
Beirut og bárust bardagarnir til
hverfis kristinna manna I höfuö-
borg Libanons. Aö venju ásökuöu
báöir aðilar hvor annan um aö
eiga upptök aö átökunum. Talið
er aö sex menn hafi látið lifiö, og
fimmtiu særst, en þó er alls óvitað
enn um nákvæmar tölur I þessu
sambandi. Þykir þó vist, aö
bardagarnir hafi veriö þeir hörö-
ustu siöan I júllmánuöi.
• Fleiri minni-
háttar slys skráð
1.-8. mai hjá slysa.-
deild Borgarspitala
en Umferðarráð
skráði allan
maimánuð
• Teljum forsend-
ur Umferðarráðs
hæpnar, segir
Haukur Kristjáns-
son yfirlæknir
meiðslum, ef ekki kemur til
læknismeöferðar. Upplýsingar
um umferðarslys eru nú færöar
inn á sérstökeyðublöö, sem siðan
eru send til Umferöarráös.
Eftir að þessi nýja skráningar-
aöferð var teki upp, „fækkaöi”
slysum mjög miðað viö fyrra ár.
Samt sem áöur gerir Umferöar-
ráö i skýrlsu sinni um umferðar-
slys áiö 1977 athugasemdalausan
samanburð á 11 árum, 196&-1977,
og viöa i skýrslunni er
samanburöur án athugasemdar,
yfir árabil sem nær yfir
breytinguna. Þannig „fækkar”
slysum meö dauöa eöa meiöslum
sem afleiöingu skyndilega um
helming milli áranna 1974 og 1975,
eöa úr 1025 slysum áriö 1974
i 507 áriö 1975. En áriö 1975 var
tekin upp ný skráning meö nýjum
skilgreiningum, svo ekki er vitaö
hvort eða að hve miklu leyti er
um raunverulegafækkun slysa að
ræða. Og tölur slysadeildarinnar
benda lika vissulega til þess, aö
eitthvaö sé hér málum blandiö.
—eös
í Libanon
Friöarsveitir Araba gáfu út þá
yfirlýsingu aö þolinmæöi þeirra
væri brátt á þrotum. Hafez al-
Assad forseti Sýrlands, sneri
strax heim er hann frétti um
átökin, en hann var á ferö um
Arabariki til að ræöa úrslit Camp
David-fundanna.
Yfirvöld I Sýrlandi segja aö
hægri menn heföu hafiö
bardagana til að veikja yfirvöld I
Danaskus, sem eru mótfallin
friöartillögum Begins og Sadats.