Þjóðviljinn - 29.09.1978, Síða 10
10 SIÐA — þJóÐVILJlNN Köstudagur 29. september 1978
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Þórarinn Lárusson:
Tveggja
manna tal
Kftirfarandi grein birtist i Frey
nú fyrir skemmstu og hefur
höfundurinn göbfúslega ieyft
Landpösti aft endurprenta hana
hér.
— Eru bændur launþegar?
— Nei.
— Hversvegna eru þeir þá
kröfugerftarm enn á launa-
markaOi?
— En sú spurning. Mér finnst
varla hægt aö tala um þaö sem
kröfugerö, þött bændur vilji ná
þeim launum, sem þeim eru
ætluö samkvæmt lögum, en þaö
ku vera meöallaun verka-
manna, iönaöarmanna og sjó-
manna.
— Þeir eru þá sem sagt laun-
þegar eftir allt saman, eöa
hvernig ber aö skilja þetta?
— Ja-a, laun og laun. — Veröa
ekki allir aö bera eitthvaö úr
býtum til þess aö lifa af? Þaö
má þá alveg eins nefna þaö
launabaráttu hjá kaupmönnum,
þegar þeir gera kröfu um hærri
ála gningu.
— barna komstu meö þaö.
Sannarlega athyglisvert, — en
mætti ég spyrja, hverjar eru
þei rra viöm iöunarstéttir?
Kannski bændur. Eöa miöast
laun þeirra fremur viö meöaltal
af tekjum flugstjöra, tannlækna
og bankastjóra, ef einhver veit
þá, hverjar þær eru?
— Svona, enga útúrsnúninga.
Hér er þaö frjáls samkeppni,
sem gildir, — frelsi i viöskipta-
háttum, framboö og eftirspurn,
— sjálfstæöir menn, sem afla
sér trausts og viröingar i
heiðarlegri samkeppni.
— Mér þykir þú vera kominn
langleiöis i hring í röksemda-
færslunni, eða varstu ekki rétt
áöan aö segja, aö likja mætti
kröfu um hærri álagningu hjá
kaupmönnum viö launa-
baráttu?
— Jú, enskilurðuekkimaöur,
að það er vitlaust kerfi, —
álagningin á aö vera frjáls.
— Frelsi, segirðu, já þaö er
fallegt orð. Gildir það ekki um
bændur lika?
— Jú, þvi ekki þaö?
Setjum þá svo, aö bændur vilji
gjarnan hafa ofurlitiö rólegri
daga, jafnvel taka sér fri,
endrum og sinnum, eins og
aðrir, án þess þó aö þaö komi
niður á afkomunni. Geta þeir þá
ekki i nafni frelsisins, stillt
framleiðslu sinni i hóf, — haft
minni bú, 5 eöa 10 kýr á kjaft,
hundrað roilur og einhverjar
pútur hver, — rétt svo aö dugi
ofan i neytendur og varla það,
aukið þar meö eftirspurnina
og haft svo frjálsa álagningu
eins og búöarlokurnar?
— Nei, hvaöa fjas. Þeir hafa
skyldum að gegna gagnvart
þjóöfélaginu. Þeir veröa aö
jafnaöi aö framleiða of mikið,
svo að aldrei verði skortur á
kjöti, eggjum og mjdlk, þetta
eru lög, enda er bannað að flytja
þessar vörur inn.
— Þú varst áðan að bera
saman launabaráttu bænda og
kaupmanna eins og hún er, eða
á aö vera, samkvæmt þinni
hyggju. Hverjar eru þá skyldur
kaupmanna viö þjóöfélagiö?
— Það er kominn timi til að
þú áttir þig á þvi, að skyldur og
frelsi dreifingaraöilanna fara
sjálfkrafa saman, heiöarleg
samkeppni...
— Ég er nú þegar búinn aö fá
nóg vaf malinu f þér og þinum
likum um frelsiog heiöarleika I
þessu sambandi. Látum okkur
nú i sameiningu bollaleggja
spurningar eins og þessar: Eru
þaö skyldur kaupjöfranna viö
þjóöina aö nota hvert tækifæri
til þess aöfylla kauphallir sinar
með meira og minna toll-
frjálsum EBE- og
EFTA-varningi, mismunandi
nauösynlegum, eins og kökum
og kexi, húsgögnum og hann-
yrðum, leikföngum og lúxus-
kerrum, tiskufatnaöi á unga
sem aldna, (þó að sjálfsögöu
einkum á þá fyrrnefndu, —unga
fólkiö er svo opið og frjálslegt,
— á kannski rika eða allavega
eftirlátssama aöstandendur) —
byggja ..loftbrýr" til suðlægra
stranda burt frá þessu volaöa
verðbólgulandi með sinar
freönu þúfur, dýru heildsalavin,
aö ekki sé minnst á feitu mjólk-
ina, smjör og kjötfjöllin, af-
rakstur af kleppsvinnu bænda?
— Og er þaö ekki heilög skylda
kaupahéðnanna að sjá um að
auglýsa allt innflutta fineriið,
sér fólkiö ekki dyggöir þeirra og
þjóðerniskennd.aðþeireru þess
umkomnir, að veita sam-
borgurum sinum þessa dýrð?
Sér nokkur eftir þvi, eða er
nokkur svo vanþakklátur aö sjá
i þaö, þótt allur áróöurs-
kostnaöurinn bætist ofan á
veröiötil þess aö opna augu vor
fyrir þessu fágæti? Og svo er
þessi aumi islenski iönaöur,
kominn I bændakórinn, kyrjandi
um styrki, lán og höft, — nei,
allir i EFTA og ekkert aö hefta,
— ísland lifi, — þótt það deyi...
Þegar hér var komiö var
viðmælandinn að sjálfsögöu
farinn, og hristi höfuöiö af ein-
skærri vorkunnsemi.
Akureyri, 1.6.1978,
Þórarinn Lárusson.
Illuti aí bvggöinni á ilellissandi.
lagning holræsakerfis.
Meöal framkvæmda, sem þar hefur veriö unniö aö I sumar, er
Þurfum skuttogara
til að jafna atvinnuna
— Hér á Snæfeilsnesi hefur,
eins og viöa á landinu, veriö
mjög gott sumar aö þvi leyti til
aö það hafa verið hægviöri og
iitlar rigningar en aftur á móti
ekki sérstakir þurrkar. Þannig
aö ef tækni bænda væri ekki
komin á þaö stig, sem hún er, þá
heföi orðiö erfitt um heyskap.
— Ég held, aö menn búist viö
aö sauöfé komi vænt af fjalli,
sumarið hefur veriö þannig.
Svo mælti Skúli Alexand-
ersson, fréttaritari Þjóðviljans
á Heiiissandi er Landpóstur
haföi tai af honum nvlega.
Holræsagerð
— Hér hafa veriö töluverðar
framkvæmdir viö holræsagerö,
héltSkúli áfram máli sínu, — og
er þaö alveg nýtt hér. Hér hafa
engin holræsi verið áöur og er
nú keppst viö aö koma þeim um
byggðina. Þetta er býsna
umfangsmikið verk þvi hér er
mjög erfitt að grafa vegna þess
aö allt er tómt hraun og landiö
auk þess mjög flatt ogtil þess að
ná nægum halla þurfa leiösl-
urnar aö iiggja mjög djúpt viö
úrtak og eftir byggöinni. En nú
er þetta sem sagt komiö af stað
og væntanlega liður ekki á mjög
löngu þar til holræsakerfi hefur
verið lagt hér um þorpiö. Hér
hafa áður eingöngu verið rot-
þrær eins og viöar, þar sem
hraunlendi er.
Leiguibúðir
I ágústmánuði
voru teknar
Viö eigum sjálfir aö vinna ullina okkar aö fullu og efla meö þvl
isienskan iönaö og atvinnulff.
Að búa betur að sínum
,,Viö höfum eöa ættum aö
geta haft nægan markaö fyrir
unnar vörur úr allri okkar ull.
Við flytjum meira af henni út
sem litið unna vöru en fullunna.
Viö teljum meö réttu þaö vera
öðru mikilvægara að efla
Islenskan iðnað.
Viö vitum, aö hvarvetna um
byggöir er fólk, sem vantar
verkefni viö sitt hæfi og að mik-
ill áhugi er fyrir þvi aö gera at-
vinnulífiö i sveitum og viö sjó
fjölbreyttara en þaö nú er.
Er þaö ekki svolitiö skritiö að
á sama tima og allir keppast viö
að tala um þessa hluti, skuli
rikisrekiö fyrirtæki keppast við
að flytja út lopa og band til að
veita erlendum höndum at-
vinnu?
Er ekki ástæða til þess fyrir
okkur Islendinga aö búa betur
að okkar?”.
Þannig hljóða niðuriagsorð
forystugreinar i nýútkomnum
Frey. Þau skulu hér meö undir-
strikuð.
(Heim.: Freyr)
—mhg
Nauösynlegt aö fá hingaö skut-
togara til aö jafna atvinnuna,
segir Skúli Alexandersson á
Hellissandi.
hér i notkun þrjár leigufbúöir,
sem hafa veriö byggöar á
vegum hreppsins. Þetta eru
timburhús, sem voru byggð hjá
Sigurði Guðmundssyni á Sel-
fossi og hann skilaði þeim
hingaö fullgeröum. Við
byggðum aðeins grunnana en
hann kom svo með húsin, setti
þau á grunnana og gekk frá
þeim að fullu.
Gatnagerð er dálitil og vænt-
anlega verður lögð oliumöl á
svokallaöan Botnlanga i Rifi, en
það er meginhluti byggðarinnar
þar.
Strönduð
skólahússbygging
Framkvæmdir við byggingu
skólahúss, semhér var hafin, —
grunnur var byggður 1977, —
hafa nú engar verið i ár.
Astæðan tilþesser sú, að á fjár-
lögum þessa árs var mjög litil
eða svo til engin fjárveiting frá
rikinu til þessara framkvæmda,
og erum við mjög súrir yfir
þeirri ákvörðun Alþingis á sið-
asta ári. Væntum viö þess aö
hinn nýi menntamálaráðherra
og þaö Alþingi, sem nú kemur
senn saman, skammti okkur
rifari hlut i haust en gert var á
s.l. hausti. Er á þvi brýn þörf
þvi viö búum hér viö mjög mikil
vandamál i sambandi við skól-
ann. Kennsla fer fram á tveim-
ur stööum og er félagsheimilið
okkar, Röst, næstum þvi ein-
göngu notaö fyrir skólann yfir
vetrarmánuðina.
Vantar iþróttakennara
Skólinn er nú nýsettur en
okkur vantar enn einn kennara
að honum, eða iþróttakennara.
Er það mjög slæmt þvi viö
erum nýbúnir að byggja hér
glæsilegt iþróttahús og aðstaða
til íþróttakennslu bvi mjög góð.
Er gremjulegt til þess að vita ef
þetta ágæta hús okkar nýtist
ekki i vetur vegna þess að við
fáum ekki kennara til þess að
sinna kennslu við skólann.
Þorvaldarbúð
Isumarhefur verið gengið frá
endurbygg ingu gamallar
sjóbúðar, sem heitir Þorvaldar-
búð. Þaö er Sjómannadagsráð,
sem staðið hefur fyrir þvi að
koma upp þessari byggingu,
meö fjárstuðningi frá ýmsum
og ekki sist brottfluttum Sönd-
. urum. Þetta er alveg fullkomin
eftirliking af þessari gömlu búö.
Það voru þeir Lúðvik Krist-
jánsson og Þorsteinn Jósepsson,
sem björguðu þvi meö mynda-
töku og uppmælingu fyrir
mörgum árum af Þorvaldarbúð
að hana er nú hægt að endur-
byggja nákvæmlega i fyrri
mynd.
Sjómannadagsráð sýnir
tryggð viöliðna tið og það hefur
einnig ákveðið aö vernda
gamlan bát og meiningin er, að
þarna i kringum Þorvaldarbúö
veröi reynt aö safna ýmsum
gömlum minjum frá sjómennsk-
unni hér undir Jökli. Veröur
þannig reynt aö varöveita vissa
þætti úr þessari merku sögu.
Slysavarnardeildimar
Slysavarnardeildirnar hér
eru meö myndarlegt hús i
byggingu. Er það ætlað fyrir
félagsstarfsemi þeirra ýmiss
konar, geymslu á björgunar-
tækjum og þvi um líkt. Allt er
þetta unnið i sjálfboðavinnu á
sama hátt og framkvæmdirnar
við Þorvaldarbúö. Þessi
bygging er nú komin undir þak.
Sildarsöltun
Smávegis hefur verið saltað
af sild, sem veiddist hér undir
Jökli. Saltað var á tveim
stöðvum, annari i Rifi en hinni
hér á Hellissandi. En nú eru
bátarnir komnir austur og við
biðum þess, að ekki hafist
undan að salta þar svo þeir
vérði að koma hingað heim. Að
minnsta kosti einn bátur héöan,
sem nú er á snurpu, ætlar á
sildveiðar og er þess vænst, að
hann komi heim með aflann,
sem veröur þá saltaður hér.
Skuttogari
Karlmenn hafa haft hér næga
atvinnu I sumar en það hefur
verið tregara um vinnu fyrir
unglingana. Er það álit manna
hér og almannarómur að til
þess að jafna hér atvinnuna sé
nauðsynlegtaðfá skuttogara og
væntum viðþess, að ekki liði á
löngu þar til svo veröur.
Eitt skip héðan hefur siglt
með afla til Þýskalands og
gengið vel. Er þetta Hamar og
er með þorskanet. Er hann
búinn að fara eina ferð út og er
nú aö leggja i aöra.
Og svo máttu þá gjarnan bæta
þvi við þennan samtining, aö við
höfum nú, þriðja sumariö i röð,
orðið fyrir miklum vonbrigðum
með berjasprettu. Hún er léleg.
sa/mhg