Þjóðviljinn - 14.10.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.10.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 14. oktdber 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Búum bömum betri heim samvisku sina með þvi að kaupa eitthvað handa börnunum. Astúö og hlýja er sýnd með hlutum, gjöfum, neyslu. Þannig má halda fram, að börnin séu nauösynleg, en um leið sé þeim ofaukið i sam- félaginu. Þetta eru þau mót- sagnakenndu skilyrði, sem börn búa við i hinu hlutgerða, næstum ömanneskjulega þjöðfélagi okk- ar.” Félagsleg einangrun Guðný sagði, að vinnuálag og timaskortur ylli félagslegri ein- angrun fjölskyldunnar og ein- angrun barna i enkalifinu. Þetta umhverfi byði þvi ekki upp á nayðsynleg skilyrði til að börnin dafni vel. Hún sagði að skipulag byggðar og húsnæðis skipti miklu máli fyrir liðan barna og þroska þeirra. Með byggingu ein- angraðra svefnhverfasé ýtt undir aðskilnað á milli heimilis og vinnu, og nánasta umhverfi barnsins gæfi þvi haldlitla mynd , af þjóðfélaginu. Mannleg sjónar- mið i fyrirrúmi Mikilvægt væri, að á næsta ári yrði vakin .athygli á þeim félags- legu skilyrðum, sem skipulag framtiðarinnar þyrfti að fullnægja. Mannleg sjónarmið verði látin sitja i fyrirrúmi fyrir gróasjónarmiðum og uppbygging verði markviss, en ekki til- viljanakennd. Sveigjanleg dagvistun Guðný taldi timabært að leggja niður aðgreiningu milli gæslu- stofnana eins og dagheimila annarsvegar og leikskóla hins- vegar, þvi engin rök réttlæti þessa aðgreiningu. Þvi sé tima- bært að stofna sveigjanlegar dag- vistarstofnanir, sem bæði taka á móti börnum allan daginn og hluta úr degi, eftir óskum ein- stakra barna og foreldra. Einnig væri mikilvægt að dagvist- arstofnanir tækju upp svipaða starfshætti og tiðkast i opnum skólum, þ.e. blandaðan aldurshóp i heimakrók eða á deild, sem siöan megi skipta upp, þegar unnið er að einstökum verk- efnum, i afmarkaðar stúkur eða herbergi. Fjölskylduhugtakið margrætt Björn Björnsson prófessor talaði um barnið og fjölskylduna. Hann sagði aðhugtakið fjölskylda væri i raun mjög margrætt. Fjöl- skyldan bæri óhjákvæmilega svipbragð þess samfélags og þeirrar menningar, sem hún byggi við á hverjum tima. Hér á landi sem annars staðar birtist fjölskyldan i fleiri en einni mynd. Áhrif þjóðlífsbreytinga Björn ræddi um þau áhrif, sem hinar öru þjóðlifsbreytingar hafa haft á stöðu og velferð barna. Mjög margt hefði breyst til hins betra, svo sem i heilbrigðis- málum, þar sem ungbarnadauði væri nú hér með þvi lægsta sem þekktist i heiminum og eftirlit með heilbrigði barna hafi siaukist. Menntunarskilyrði barna væru lika stórum bætt og allur ytri aðbúnaður barnanna. Hinsvegar væri timi hraðfara breytinga óhjákvæmilega um leið timi upplausnar og rótleysis, og slikur timi gæti verið barninu beinlinis hættulegur. Aður heföi fjölskyldan að mestu verið einfær um uppeldi barn- anna, en nú færi þvi fjarri að svo sé. Breyttir sambúðarhættir valdi þvi, að foreldrarnir einir séu til taks til að annast uppeldið innan veggja heimilisins. Breyttir at- vinnuhættir valdi þvi, að báðir foreldrar vinni iðulega utan heimilis og breyttir menntunar- hættir dæmi fjölskylduna óhæfa til að annast þann mikilvæga þátt uppeldisins að búa æskuna undir lifsstarfið. Mikil aukning hjónaskilnaöa Björn ræddi um minnkandi samheldni fjölskyldunnar og sagði að átak þyrfti til að halda fjölskyldunni saman. Hætt væri við að gjá myndaðist þegar sam- eiginlegu áhugasviði fjöl- skyldunnar væri splundrað, og Alþjóða- ár barnsins 1979 A allsherjarþingi Sameinuðu þjöðanna 21. des- ember 1976 var samþykkt að helga árið 1979 málefnum barnanna i tiiefni þess, að þá eru liðin tuttugu ár frá þvi að S.Þ. staðfestuyfirlýsingu um réttindi barnsins. Ekki er fyrirhuguö nein aiheimsráö- stefna ítilefni þessa árs, eins og tiðkast hefur í sambandi við hin ýmsu málefni, sem S.Þ. hafa helgaö eitt ár i senn, heldur er hvatt til starfs ihverju einstöku landi fyrir sig og þar næst til ' alþjóölegs samstarfs, einkum aöstoðar við börn i þróunarlöndunum. Höfuðmarkmiöin skulu vera þess, m.a.: 1. Að vekja athygli valdhafa og almennings á hinum sérstöku þörfum barna. 2. Að fá viðurkennt að I hverri fjárhagslegri og félagslegri áætlun skuli vera þáttur varðandi þarfir barna, þannig að þarfir þeirra fáist viður- kenndar bæði á alþjóö- legum vettvangi og með hverri þjóð. 3. Ailsherjarþingið hvetur rlkisstjórnir til aukinna átaka til varaniegra umbóta á högum barna, bæði innan sveitarfélaga og þjóðarheildarinnar með sérstöku tilliti til þeirra, sem varnarlausust eru,og til hópa sem eru á ein- hvern hátt sérlega ilia settir. 4. Allsherjarþingið felur öllum stofnunum og sam- tökuin á vegum S.Þ.,sem um þessi mál fjalla, að taka þátt i undirbdningi og framkvæmdum vegna alþjóðaárs barnsins. 5. Barnasjóður S.Þ. skal fyrir hönd S.Þ. hafa á hendi samræmingu fram- kvæmda á alþjóðaári barnsins, og fram- kvæmdastjóri sjóðsins skal bera ábyrgð á þvl starfi. 6. S.Þ. hvetja frjáls félaga- samtök og almenning til þátttöku i starfi vegna aiþjóöaárs barnsins, og að þau samræmi verkefnaval sitt sem mest, einkum i hverju landi fyrir sig. 7.S.Þ. skora á rikisstjórnir að ieggja fram fé eða veita loforð um fjárstuðning til barnasjóðs S.Þ. til að tryggja undirbúning og framkvæmdir á hinu alþjóðlega ári barnsins. 8. S.Þ. láta i Ijós þá von, að rlkisstjórnir, frjáls félaga- samtök og almenningur leggi fúslega fram fé til þess að alþjóöaár barnsins nái tilgangi sinum, basði með frainlögum til barna- sjóðs S.Þ. og annarra, svo að það fjármagn aukist verulega, sem tiltækt verður I framkvæmdir börnum f hag. ein afleiðing þess væri hin mikla aukning hjónaskilnaða á siðari árum. Samkvæmt útreikningi Hagstofu tslands hefði hlutfalls- tala lögskilnaða tvöfaldast á sl. tuttugu árum. Væri nú svo komið, að fjórða til fimmta hverju hjóna- bandi ljúki með löeum. Þá velti hann fyrir sér orsökum hjónaskilnaða og sagði m.a., að það hugarfar sem mótast hefði af tiðaranda sölumennskunnar, gylliboðanna og hinna óuppfylltu þarfa, væri mjög vanbúið að til- einka sér það stöðuglyndi og þá ábyrgðartilfinningu, sem farsælt hjóna- og fjölskyldulif gerði kröfur til. Hlutverk f jölskyldunnar „Fjölskyldan og umgjörð hennar, heimilið, hefur skilyrði umfram sérhverja aðra stofnun i þjóðfélaginu til að vera vett- vangur náinna, mannlegra sam- skipta,” sagði Björn. „Sem slik kemur hún til móts við eina af frumþörfum mannsins, jafnt ungra sem aldinna. Þetta hyg ég sé það hlutverk fjölskyldunnar, sem verður ekki frá henni tekið öðruvisi en að maðurinn biði verulegt tjón a áálu sinni.” Börn og f jölmiðlar Gunnvör Braga Sigurðardóttir dagskrárfulltrúi flutti siðasta framsöguerindið á ráðstefnunni og fjallaði það um börn og fjöl- miðla. Það kom m.a. fram i erindi hennar, að aðeins sex og hálf klst. á viku er fyrir barnaefni i útvarpinu, eöa 4,6% af útsendri dagskrá útvarpsins. Meðal þeirra hugmynda sem komið hafa fram um þátt út- varpsins i tilefni barnaársins, nefndi hún: 1. Dagskrá fyrir full- orðna um börn. 2. Bréfaskipti barna milli landa. 3. Leitað verði eftir einþáttumgum, sömdum fyrir útvarp af þekktum rit- höfundum. 4. Leitað verði eftir skáldsögum og smásögum, einnig sömdum fyrir útvarp. Af samnorrænum verkefnum nefndi Gunnvör Braga tvennt: Barnadag i útvarpi, þar sem öll dagskrá dagsins væri helguö börnum og jafnvel flutt af börnum, og norræna samvinnu um gerð heimildardagskrár um lif og kjör barna, sem búa við óeölilegar aðstæöur I heimalandi sinu. Undirbúningur barnaársins Að loknu matarhléi talaði Svan- dis Skúladóttir, formaður barna- ársnefndarinnar, um undirbúning alþjóðaárs barnsins og starfssvið og starfshætti framkvæmdar- innar. Svandis sagði að hlutverk nefndarinnar væri að kynna ályktun allsherjarþingsins um barnaárið, hvetja stofnanir og frjáls félagasamtök til þátttöku i starfi vegna þessa árs og sam- ræma það starf. Auk þess verður nefndin tengiliður við skrifstofu Banrahjálpar SÞ, sem hefur umsjón með starfinu á alþjóð- legum vettvangi. Hún sagöi að það væru ekki hvað sist kjör barna I þróunarlöndunum, sem hefðu orðið kveikjan að þessari samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Fyrsta skrefið Þessi ráðstefna væri einungis fyrsta skrefið i undirbúningi barnaársins hér á landi, eins- konar liðskönnun, og mæltist hún til að umræðan i starfshópunum yrði fyrst og fremst um verkefna- val hinna ýmsu samtaka á barna- arinu. Svandis sagðist vonast til að ráðstefnan muni stuðla að öflugu starfi á alþjóöaári barnsins. Ráðstefnugestir skiptu sér siðan i fjóra starfshópa á grund- velli hinna fjögurra inngangs- erinda. Þegar hóparnir höfðu lokiðstörfum var gerð grein fyrir umræöum i þeim. Komu þar fram ýmsar hugmyndir og tillögur. Að lokum voru almennar umræður og kosnir voru tveir fulltrúar til viðbótar i framkvæmdanefnd barnaársins 1979, en áður höfðu fimm nefndarmenn veriö skipaðir. Framkvæmdanefndin er nú þannig skipuö: Svandis Skúla- dóttir, formaður, Halla Bergs, Sigriður Thorlacius, Margrét Pálsdóttir, Nina Baldvinsdóttir, Hinrik Bjarnason og Jón Björnsson. —eös Hversvegna höldum við alþjóðaár barnsins? Astæðurnar eru jafnmargar og börnin. Þaö eru fimmtán hundruðmiljónir barna um viða verifld, flest yngri en tiu ára. 011 þessi börn hafa sinar sérstöku þarfir — en viða er þeim ekki fullnægt. Börnin eru framtið okkar — og dýrmætasti fjársjóður. Vel- liðan, öryggi og þroski þeirra, sem nú erubörn,móta heiminn á morgun — ráða þvi jafnvel hvort sá heimur verður til. Börnin eru háð hinum full- orðnu, ogviðskuldum þeim það besta, sem viö megnum að veita þeim. Hvað er alþjóðaár barnsins? Tækifæri til þess að beina athyglinni að bömunum og láta þau skipa þann sess em þeim ber — láta umhyggju full- orðinna umlykja þau. Yfirlýsing áameinuðu þjóð- anna um réttindi barnsins er tuttugu ára gömul — það er timabært að rifja upp inntak hennar og margfalda átakið til aö hrinda þvi i framkvæmd. t heilt ár munu allir aðilar Sameinuðu þjóðanna vinna að varanlegumumbótum á kjörum barna um heim allan. Þetta ár eiga rikisstjórnir, félagasamtök og einstaklingar að vinna saman að hagnýtum, jákvæðum framkvæmdum til hagsbóta fyrir börnin. Hvað get ég gert? Littu i kringum þig. Hlustaðu. Læröu. Starfaðu. Hvers þarfnast börnin i þinu umhverfi mest? t bænum þinum? t sveit- inni þinni? 1 öðrum löndum? Hver eru aðal áhugamál þin? Talaðu um alþjóðaár barnsins við vini þina og nágranna. Efndu til umræðuhóps. Skrifaðu i blöðin. Reyndu að hafa áhrif á þá menn, sem semja lög til verndar börnum og réttindum þeirra. Taktu þátt i fjáröflun til að búa börnum betri skilyrði, bæði i þinu eigin landi og i þróunarlöndunum. Vertu þátt- takandi. Búum börnunum betri heim. BARNIÐ Á RÉTT l r \ilil\smt>u S. 1». iim n-fiiiidi l).im-ins á alúð, kærlcika og skilningi á nægri ía'ðu og hcilsugæslu á ókeypis menntun á að njóta leikja og tómstundaiðju á naíni og þjóðerni á sérhæfðri umönnun, cf það er fatlað á að vera meðal þeirra, sem fyrst njóta hjálpar þegar voða ber að höndum á að la ra að verða nvtur þjóðfélagsþegn og að þroska einstæklingsbundna hæfileika sína á að alast upp í anda l'riðar og alheimsbra-ðralags á að njóia þcssara réttinda án tillits til kvnþáltar, hörundslitar, kynlerðis, trúarbragða, þjóðernis cða stéttarlegs uppruna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.