Þjóðviljinn - 14.10.1978, Blaðsíða 14
1*4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. október 1978
Umsjón: Ásmundur Sverrir Pálsson
Guðmundur Harðarson
er fæddur í Reykjavík 10.
febrúar árið 1946.
Guðmundur er einn af okk-
ar lærðustu mönnum í
iþróttum og síðan 1969
hefur hann verið þjálfari
islenska landsliðsins í
sundi að undanskildum fá-
einum árum, sem hann var
við nám í Bandaríkjunum.
Einnig hefur hann starfað
sem þjálfari hjá Sund-
félaginu Ægj og er einn
þeirra f jölmörgu, sem lagt
hafa af mörkum mjög ó-
eigingjarnt starf, í þágu
íþróttanna i landinu.
Skipulag
sundmála
í ólestri
Ljósmyndir: Leifur
hefur verið einn af þjálfurum
bandariska ólympiuliðsins i ára-
raöir. Það sem kom mér einna
mest á óvart var það, hvað vega-
lengdirnar voru miklar, sem
hann lét sundfólkið synda. Einnig
var allt skipulag æfinga framandi
fyrir mér.
— Hvað dvaldistu lengi i
Bandarikjunum?
— Að þessu sinni dvaldist ég
ekki nema sumarlangt. En
haustiö ’67 fór ég svo aftur vestur
og þá til náms við Kaliforniuhá-
skðla á Langasandi. Don Gambril
þess skóla. Þarna starfaði ég sem
aðstoðarþjálfari hans með fullu
námi i skólanum og árið 1975 lauk
ég BS-prófi i iþróttum. Að þvi
loknu kom ég hingað heim og tók
aftur við landsliðsþjálfarastarf-
inu, en i þvi hafði ég verið frá ’69
að undanskildum þessum tveim-
ur námsárum minum.
— Er einhver munur á íslensku
sundfólki nú og þegar þú byrjaðir
sem landsliðsþjálfari?
— Já, það er vissulega munur
og það sýna Islandsmetin, sem
eru töluvert betri nú en áður. Hins
og þarf þvi að bæta til muna. Til
dæmis hefur ekkert sundfélag
nægan tima né nóg pláss i laugun-
um. Samstarf félaganna þarf að
vera meira en nú er, en það er i
rauninni ekkert. Þjálfari hjá einu
sundfélagi gæti t.a.m. þjálfaó
sundfólk hjá öðru, þar sem félag-
arnir eru fáir. Með þessu móti
mundu sparast talsverðir pening-
ar. Menntun þjálfara er einnig
mjög ábótavant, en námskeiða-
gjöld og styrkur fræðslunefndar
1S1 mundu standa undir kostnaði
við námskeiðin, en hvorugt fæst
„En ég vil hvetja
fóik til að bregðast
vel við þessum
aðgerðum Sund-
sambandsins, svo
rétta megi f járhaginn
við og efia
starfsemina”
— Flestir þekkja þig vegna
starfs þfns sem landsliðsþjálfari I
sundi, en hefurðu sjálfur æft sund
með keppni I huga?
— Já, ég byrjaöi að æfa sund
hjá Ægi, þegar ég var 9 ára og 11
ára keppti ég á minu fyrsta móti.
Þetta var sundmót, sem Ægir hélt
og jafnframt fyrsta mótið sem
keppt var I aldursflokki 12 ára og
yngri. Þarna reyndi ég mig I 50
metra bringusundi. Ég held siðan
áfram að æfa og sú keppni, sem
er mér minnisstæðust, er lands-
keppni við Ira i Belfast árið 1968.
Hún er minnisstæð i tvennum
skilningi: Þetta var fyrsta lands-
keppni tslendinga með fullu
landsliði i nær 20 ár, eöa frá þvi
Norðmenn komu hingað 1949.
Hins vegar er hún mér i huga
vegna þess, hve móttökur Iranna
voru til mikillar fyrirmyndar og
andinn i landsliðinu góður, en við
vorum næstum öll byrjendur.
Þessi keppni var upphaf mik-
illar landskeppnaskriðu, en á ár-
unum 1968—73 voru eigi færri en
1—2 landskeppnir á ári. Keppnin
við Irana endaði með sigri okkar.
— Attu eitthvert nám að baki I
Iþróttum?
— Ég fór i tþróttakennaraskóla
Islands og útskrifaðist þaðan árið
1965. Sumarið 1966 fór ég svo
vestur til Kaliforniu til að kynna
mér sundþjálfun. Þar naut ég til-
sagnar Dons Gambril, en hann
var þá þjálfari skólaliösins þar.
Ég hafði hvflt mig á sundæfingum
sumarið 1966, en tók nú aftur til
við æfingar og keppti meö skóla-
„Hins vegar er alltaf
sú hætta fyrir hendi,
að íþróttafólk fyliist
sjúklegum metnaði
og jafnvel hatri í
garð andstæð-
inganna...”
liðinu. Með þessu liði synti ég
sennilega mitt besta sund um æv-
ina. Það var á eins konar svæða-
móti (conference championship)
þó svo keppendur væru úr skólum
viðs vegar i Bandarikjunum. A
mótinu fengu átta fyrstu kepp-
endur i hverri grein stig og ég var
fjóröi i 400 yarda fjórsundi og
krækti þvi i stig fyrir minn skóla.
Arið 1973 fer ég siðan aftur til
háskólanáms i Bandarikjunum og
i þetta skipti til Alabama. Ég fór
fyrir milligöngu Gambrils, sem
þá hafði tekið við þjálfun á liði
vegar sitjum við eftir i þróuninni.
Þaö hefur t.d. ekki gerst siðan
1973, að við höfum hlotið verðlaun
á Noröurlandamóti, en fyrir þann
tima áttum við nær alltaf fólk á
verðlaunapalli, bæði i flokki full-
orðinna og unglinga. Erlendis
hefur átt sér stað hröð þróun
varðandi skipulagsmál og verk-
efni handa sundfólki. Fjöldi
alþjóðlegra móta er haldinn á
hverju ári þar sem hert er i bestu
og efnilegustu sundmönnunum. A
árunum 1972—’76 var þróunin svo
ör, að nokkrir sigurvegarar á
Ölympiuleikunum i MBnchen
hefðu ekki einu sinni komist i úr-
slit i Montreal skv. árangrinum,
og aðeins einn hefði komist á
verðlaunapall. Þar á ég viö
Mark Spitz, en árangur hans i 100
m. skriðsundi og 100 m. flugsundi
hefði nægt honum til verðlauna i
Montreal. Af þessu sést, aö fram-
farirnar eru talsvert meiri i sundi
en i flestum öðrum greinum
iþrótta.
— Hverju er ábótavant hjá okk-
ur?
— Þaö er ansi margt. Allt
skipulag sundmálanna er i ólestri
„Meðan aðstaðan
breytist ekki til batn-
aðar hef ég augun
opin fyrir þjálfara-
starfi erlendis...”
meðan þau eru ekki haldin.
Vanda þarf meira til fram-
kvæmdar sundmóta, en flest mót
Sundsambandsins hafa ekki ver-
iö haldin skv. lögum og reglu-
gerðum, sérstaklega nú tvö s.l.
ár, og er þetta sambandinu til há-
borinnar skammar. Sama fram-
taksleysið gildir lika um dóm-
aranámskeið og allt unglinga-
starf, en i þessu hefur stjórn
Sundsambandsins fátt eða ekkert
aðhafst undanfarin ár. Sundregl-
ur hafa ekki verið gefnar út siöan
1968, en siðan þá hefur margt
breyst. Slíka útgáfu greiðir út-
gáfunefnd ISI. tJr öllu þessu væri
semsagt hægt að bæta án þess að