Þjóðviljinn - 14.10.1978, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 14. október 1978
■
|
i
■
j
i
i
i
i
i
i
i
i
i
■
j
i
i
■
I
i
i
I
;
i
i
j
i
i
■
i
j
j
j
i
j
i
i
I
i
■
I
■
I
i
i
i
I
i
i
i
i
i
I
i
i
i
I
i
i
I
j
i
i
i
i
j
i
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Rúnar Kristjánsson skrifar:
Fáein ord
Þaö hefur vist ekki fariö
framhjá þeim, sem á annaö
borö fylgjast meö framvindu
mála I okkar blessaö þjóöfé-
lagi, aö Framsóknarmenn
hafa veriö manna viökvæm-
astir fyrir öllum mál-
efnaiegum hreyfingum
siöan þeir hlutu hina eftir-
minnilegu rassskellingu hjá
þjóöinni i kosningunum I sumar.
Þeirra stórmerkiiega málgagn,
Tfminn, hefur birt margar
greinar siöan hirtingin átti sér
staö, til þess aö reyna aö telja
fóiki trú um, aö þessi geypilega
pólitiska hegning hafi veriö á
röngum forsendum byggö, jafn-
vel hitt rangan aöila.
Ekki „min" sök
heidur //þin"
Framsóknarmenn viröast
ekki skilja, að þjóðin hafnar þvi,
að þeir leggist hundflatir fyrir
ihaldið og myndi jafnvel rikis-
stjórn fyrir það. Þeir standa á
þvi fastar en fótunum, að ein-
ungis hin mikla ábyrgöartilfinn-
ing þeirra og umhyggja fyrir
landslýðnum hafi knúið þá til
þátttöku I hægri stjórninni sál-
ugu, þeir hafi ætlað að bjarga
þjóðarskútunni úr verðbólgu-
hafinu, gert sitt besta, en þaö
hafi bara ekki náð tilætluðum
árangri, þvi stjórnarandstaðan
hafi æst launþega upp gegn
rikisstjórninni. Þeir hafa ekki
einusinni þá sómatilfinningu, að
beygja sig fyrir dómi kjósenda,
sem er þó lýöræðisleg skylda
þeirra. Þeir tafsa á þvi fram og
aftur i áður nefndu málgagni
sinu, að fólk hafi gert mistök,
kosið ranglega, verið blekkt og
leitt afvega. Ekkert er þeim
ábending um eigin mistök.
Merkileg náttúrusmiö
Einn af höfuð postulum þess-
arar stefnu hjá Framsóknar-
mönnum er Viðavangsmaður-
inn J.S., eftirmaður Alfreðs
óheppna. Ég hafði lengi undrað
mig á þvi, hverskonar náttúru-
smið sá maður væri, þvi mér
fundust greinar hans bera þess
vitni, að hann væri algert per-
sónuviðundur. Þar af leiddi, að
ég gladdist ákaflega þegar viö-
komandi maður birtist á sjón-
varpsskjánum og ég gat leitt
hann augum, aftan einn siðla
sumars. Þar gafst mér kostur á
að viröa hann fyrir mér og
heyra málflutning hans. Og,
Drottinn minn dýri, þvilikt mál-
skrúð og merkilegheit. Blessað-
ur maðurinn var alveg uppi i
skýjunum — (kominn i sjálft
Sjónvarpið), — hann virtist vita
alla hluti upp á tiu, skilgreindi
skoðanir sinar sem hinar einu
réttu, var i rauninni eins og ann-
að „afstyrmi” i þessum þætti.
Ég hafði aidrei séð slikt
merkikerti áður, sem bókstaf-
lega stráöi um sig sjálfsánægj-
unni. Mér varð hugsað til þess,
að ef vaxandi framagosar i litla
flokknum væru likir þessum pá-
fugli, þá væri ekki að undra þótt
madaman hans Jónasar væri að
siga öll saman. J.S. er nefnilega
blindur á staðreyndir. Hann
skrifar og talar eins og Fram-
sókn hefði enn trausta stööu,
sem annar stærsti flokkur
landsins með 17 þingmenn að
baki sér. Hann er ekki maöur til
þess að kyngja þvi, að Fram-
sókn er oröinn minnsti flokkur-
inn, með 12 þingmenn. En eftir-
farandi visa er samt staðreynd:
Geysi illa Framsókn fór.
Feikn það voru og kynstur.
Óli, sem var áður stór
orðinn nú er minnstur.
Guðinn þarf að vera mik-
ill af sjálfum sér
J.S. gengur ákaflega illa að
sætta sig viö það, að Lúðvik hafi
myndað stjórn fyrir Olaf Jó-
hannesson. Mér finnst sú af-
staða hans einkar skritin, þar
sem mér sýnist ekkert sérlega
athugavert við það, að Lúðvik
geri það fyrir óla, sem Oli gerði
fyrir Geir. Satt best að segja er
þaö min skoöun, að Lúðvik hafi
gert Óla þennan greiða með
ólikt betri samvisku hefáur en
Óli gerði Geir hann.
En einhver skollinn veldur
þvi, að J.S. getur ekki sætt sig
við að Óli þurfi að láta gera sér
sama greiða og Geir þurfti á að
halda frá honum 1974.
Ólafur er vafinn ofurlitilli
persónudýrkun fylgjenda sinna
og á, eins og aðrir guðir og hálf-
guðir,að vera sér nógur, hann á
ekki að þurfa að vera upp á aðra
kominn, allra sist formann Al-
þýðubandalagsins.
Fáir þurfa
„að skammast sín"
Annar Framsóknar-ritsnill-
ingur, Halldór nokkur
Kristjánsson, puðar við að
skrifa um margvisleg efni en
hefur undanfarið dundað nokk-
uð við að skrifa um kosningarn-
ar siðustu og afleiðingar þeirra,
út frá ýmsum aöstæöum og for-
sendum. Hann segir i einni
grein sinni að kona ein hafi
sagt: — Ég skammast min fyrir
að hafa kosið þá. Siðan slær
Halldór þvi föstu, að það hafi
ekki verið átt við Framsóknar-
menn.
Það er alveg rétt hjá Halldóri,
að fólk þarf ekki að skammast
sin mikið fyrir aö hafa kosið
Framsóknarmenn i siðustu
kosningum, þvi aö óvenju fáir
kusu þá. En fólk hefur sennilega
yfirgefið Framsóknarflokkinn
og kosið aðra flokka vegna þess,
að það hefur talið þá skömminni
skárri. Magnús Torfi gæti ef-
laust sagt eitthvað ámóta og
Halldór lætur þessa konu segja,
— slegið þvi siðan föstu að ekki
væri átt við Samtökin, vegna
þess að einstaka fáráður kaus
þau margklofnu einingarsam-
tök vinstri manna, en ekki veru-
legur hluti kjósenda.
Vonandi vitkast hann
Það er i sjálfu sér ákaflega
eðlilegt og mannlegt að Fram-
sóknarmenn séu sárir og reiðir.
Þeir hafa sokkið dýpra i póli-
tiskum ósigri en nokkru sinni
áður, orðið minnstir á þingi,
misst af þeim vettvangi marga
efnilega og mjög hæfa menn. En
ég hélt að þeir tækju ósigrinum
betur, ég hélt að þeir myndu
e.t.v. læra eitthvað af honum.
En manndómurinn er misjafn
hjá mönnum, ekki sist Fram-
sóknarmönnum.
Ég vona að J.S. komi til meö
að vitkast, noti augun en ekki
bara gleraugun og skilji, að
Framsókn hefur bara tólf þing-
menn, er minnsti flokkur þings-
ins og ætti þvi að viðhafa hóg-
værð gagnvart stærri flokkum,
sem njóta stuönings ólikt fleiri
kjósenda. Slikt væri heiðarleg
og lýðræöisleg afstaða flokks,
sem orðið hefur fyrir ekki að-
eins gengissigi heldur gengis-
hrapi.
Rúnar Kristjánsson,
Skagaströnd.
Frá Hólmavík:
A Hólmavik hefur verið byrjað á nýju Ibúðahverfi.
■
Vænir dilkar á Ströndum !
— Það var bara nokkuö gott
fiskirí hér í sumar, sagði Jón Al-
freösson kaupfélagsstjóri á
Hólmavik I viðtali við Landpóst
nú nýlega.
972 — 943
Við höfum fengið á land af
bolfiski á þessu ári 972 tonn á
móti 943tonnum alltárið I fyrra.
Og maður reiknar nú með aö
eitthvað eigieftirað berastokk-
ur til áramóta svo að munurinn
á ársaflanum verði ennþá
meiri. Þessir bátar hér eru
dekkbátar, þetta frá 10 og upp i
30 tonn. Það, sem kalla má
raunverulegar trillur, eru hér
engar.
Atvinna var þvi mjög þokka-
leg hér i sumar, bæði fyrir karla
og konur. En flestir bátarnir
hættu róðrum I septemberbyrj-
un og þá kom eyða i atvinnuna
þar til slátrunin byrjaði.
Góður fallþungi
Sláturtið stendur nii sem hæst
hér á Hólmavik. Gert er ráð
fyrir þvi að slátrað verði
um 14.500 fjár. Fallþungi
dilka er góður. Er allt
útlit á aö meðalvigt verði
16-17 kg. Veröur það að teljast
gott þegar þesser gætt, að mjög
mikiö er hér um tvilembinga.
Það er alltaf mjög góð vigt
hérna, liklega einhver sú besta
á landinu. Oftast eru þeir þó
hæstir yfir landiö allt á Norður-
firði. Slátrun fer fram á fjórum
stöðum hér i sýslunni: hér á
Hólmavik, Norðurfirði, Óspaks-
eyri og Borðeyri.
Framkvæmdir
Hér á Hólmavlk eru I smiðum
fjögur ibúöarhús sem byrjað
var á iár. Auk þesserusvohús
sem byrjað var á i fyrra. Það
eru einstaklingar, sem standa
að þessum byggingum.
Hreppsfélagiö hefur ekki
staöið i neinum stórræðum.
Litilsháttar hefur veriö unnið
aö gatnagerð og svo skólpræsa-
lögnum. Það var byrjað á nýju
Ibúöahverfi ifyrra og aðalfram-
kvæmdir á vegum sveitar-
félagsins hafa verið viö götu-
lagnir þar.
Þokkalegur heyskapur
Heyskapur mun hafa verið
hér svona þokkalegur I sumar.
Það sprakk náttúrlega seint,
vorið var kalt. Hey eru yfirleitt
góð. Bændur verka meiri hluta
þeirra sem vothey. Ég veit nú
ekki hvort hægt er að segja aö
votheysgerð færist I vöxt. Mikill
meiri hluti heyjanna er þegar .
verkaður þannig og menn vilja !
gjarnan hafa eitthvað litilshátt- |
ar af þurrheyi.
Ofurlitið var um byggingar i
sveitum en þó minna en f fyrra. j
Hér er yfirleitt orðið yel upp
byggt svo þar er ekki mikil þörf |
um að bæta. Þaö þarf náttúr- •
lega alltaf eitthvert viðhald á |
eldri byggingum.
Eldar aftur á Drangs- i
nesi j
A Drangsnesi byrjaði vinna j
um miðjan júli. Þar er þó enn .
mikið eftir að gera til j»ss að |
koma frystihúsinu i það horf, •
sem vera þarf. Peningaleysi |
hefur valdið þvl, að þar hefur j
litið verið unnið að endurbygg- .
ingunú um sinn. Fyrir mestu er |
þó það, að vinna hefur getað •
hafist þar og vonandi tekst að J
endurbyggja frystihúsið að fullu j
áður en langir timar liða.
ja/mhg |
Brennivínsberserkir j
í strætisvögnum
Kona á sjötugsaldri hfði sam-
band við blaðið og var reið og
það að vonum. Hún hafði tekiö
sér far með strætisvagni, og
skömmu siöar hafði augafullum
manni verið hleypt inn. Hann
tók aöslást uppá farþega og þar
ámeðalkonuna, sem átti ekkert
vantalað við hann. Sá fulli brá
þá á það ráð að kalla konuna
I
■
|
óprenthæfum nöfnum. Bilstjór- j
inn vildi sem minnst gera i mál- .
inu og sagði sem svo að „þetta I
er ágætis maöur” eða eitthvað i J
þeim dúr.
Mér finnst, sagði konan, með !
öllu óhæft að blindfullu fólki sé I
hleypt inn I strætisvagnana, far- J
þegum til sárrar skapraunar. J
------------------------------- i
ílffill
Akureyri:
,,Fram, fram fylking...”
Samtök herstöðvaandstæðinga
i undirbúningi er stofnun
samtaka herstöðvaandstæðinga
á Akureyri. Fyrir þessu stendur
hópur ungs fóiks, aðallega úr
Mcnntaskólanum og er vonast
eftir þátttöku sem flestra her-
stöðvaandstæðinga, bæði úr MA
og annarsstaðar úr bænum.
Stofnfundur deildarinnar er
fyrirhugaöur 12. okt. i setustofu
heimavistar MA. Þar veröur
stefna og starf SH kynnt, ýmis-
legt menningarefni veröur á
boðstólum og menn getá skráð
sig til starfs i deildinni. Einnig
veröur rætt um hvernig hægt er
aö skipuleggja vetrarstarfiö
áfram.
Landsráöstefna herstöðva-
andstæðinga verður 21.-22. okt.
og veröur reynt að senda full-
trúa frá deildinni þangað.
(Heimild: Norðurland)
—mhg
<