Þjóðviljinn - 22.10.1978, Page 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJIW .Sunnudagur 22. október 1978
\
rauði fáninn
Italskur kommilnisti heim-
sótti mig fyrir skömmu. Hann
var fæddur i fátæktarhéraði
syðst á Italiu, Basilicata, sem
CarloLevilýsir i sinni góðubók,
Kristur nam staðar i Eboli.
Ég var mjög trúaður, þegar
ég var ungur, sagði hann, og
þegar ég kynntist kommúnist-
um slóst ég feginn I för með
þeim, mér fannst svo margt
deilur stóðu hér i blaðinu vegna
frásagna af samkomum Billy
Graham. Halldór Reynisson
stud. theol.spurði þá, hvort ein-
hver Alþýðubandalagsmaður
ekki vildi taka sig til að útskýra
afstöðu (eða afstöðuleysi)
flokks sins til kristindóms.
Halldóri fannst, að sósfalistar
hefðu haft tilhneigingu til að
sýna kristni og kirkju fjand-
skap, þótt það væri kannski að
lagast.
Saga ítalans minnir á, að
kristinnar hugsunar i
samfélaginu. Og þá kemur upp
fjölskrúðugri mynd en svo, að
auðvelt sé að draga af henni
vfðtækar ályktanir.
Hver maður sem játast
kristni hefur með nokkrum
hætti gert sér kristindóm við sitt
hæfi, og verður þetta mjög
áberandi i þessu landi einstak-
lingshyggju. Sumum mönnum
er kær sá Kristur sem rak vixl-
arana út úr mursterinu,- aðrir
minna i orði og æði sifellt á, að
menn skuli gjalda keisaranum
þaðsem keisarans er. Trúin efl-
ir Pétur til meinlæta og sektar-
vitundar en Páli gefur hún fögn-
uð mikinn. Hún fyllir suma
menn drambsemi þeirra sem
teljasigeina hafa höndlað sann-
leikann; aðra fyllir hún
frjósamri auðmýkt gagnvart
undrum veraldar.
Rík kirkja
og fátæk
En hvað sem þessum marg-
breytileika liður er vel hægt að
geralitla tilraun til að telja upp
Kristindómur
og sósíalismi
sem þeir sögðu náskylt guð-
spjöllunum. Um tima var ég
bæði i æskulýðsfélagi kirkjunn-
ar og kommúnista. En svo kom
að þvi, að skriftafaðir minn
kallaöi mig fyrir sig og sagði að
þessu gæti ekki lengur áfram
haldið, ég yrði að velja milli
kirkjunnarog minna rauðu fé-
laga, og ég valdi rauöa fánann.
En það má nærri geta, að mér
var það ekki sársaukalaust að
vera krafinn um slíka ákvörðun.
Beðið fyrir
kommúnista
Árið 1948,hélt þessi italski vin-
ur minn áfram, var ég svo far-
inn að starfa fyrir ungkommún-
ista. Þá var formanni PCI, Tog-
liatti, sýnt banatilræði og svo
mikil ólga varð i landinu aö það
gat veriö stutt i meiriháttar
vopnaviðskipti. Þá komu til
okkar á miðstöð flokksins kon-
ur, ungar og gamlar, venjulegar
fátækar sveitakonur. Þær báðu
okkur aö lána sér fána flokks-
ins, þærætluðuað hafa þá með á
bænavöku næstu nótt. Þær ætl-
uðu að biðja fyrir lifi kommún-
istaforingjans. Við vorum undr-
andi og héldu sumir að eitthvaö
gruggugt kynni að vera á bak
við þessa beiðni, en þeir voru
fleiri sem leist vel á konurnar og
lánuðum við þeim fánana. Við
fréttum seinna, að biskupinn
hefði orðið ævareiður —en þetta
var semsagt gert: rammka-
þólskar fátækar konur kveiktu á
kertum sinum fyrir framán
mynd guðs móöur og báðu hana
fulltingis við að lengja lif for-
ingja hinna bannfærðu komm-
únista. Palmiro Togliatti var
með nokkrum hætti hluti af
þeirra von.
Saga sem
- »
gerðist víða
Þetta samtal rifjaðist upp
fyrir mérá dögunum, þegar rit-
þetta er nokkuð málum bland-
að. Sú saga gerðist með mis-
munandi hætti i mörgum lönd-
um, einnig á Islandi; ungir
menn, sem höfðu tekið sinn
barnakristindóm alvarlega,
gengu til liðs við verklýðshreyf-
ingu og sósialiska flokka — en
áhrifamenn i kirkjunni reyndu
að sýna þeim fram á að þeir
væru með þvi að brjóta gegn
guðs vilja. Svokallað guðleysi
verklýðsflokkana, eða a.m.k.
stirð sambúð við kirkjuna, á sér
sögulegar forsendur I þessum
aðstæðum, eins og flestir vita.
Svo lengi hefur lifað i þessari
spennu, að fram á þennan dag
hafa sósialdemókrataforingjar
á Norðurlöndum yfirleitt ekki
viljað kirkjulega útför.
Og um leið varð sósialisk
sannfæring mörgum góðum
manni einskonar framhald af
kristnu uppeldi. Maxim Gorki,
sem alinn var upp við hinn
vinsamlega guð ömmu sinnar,
samdi verklýösskáldsöguna
Móðirin, sem er þegar nánar er
skoðað, sagan af Jesú og móður
hans, yfirfærö á stéttabaráttu i
Rússlandi nálægt siðustu alda-
mótum. Sú saga er öll hlaðin
kristnum minnum og málfari:
og þeir yfirgáfu föður sinn og
móður og allar eigur sinar og
fylgdu sannleikanum.
Sinnið og skinnið
Ég get að sönnu ekki orðið viö
beiðni Halldórs Reynissonar og
svarað um þessi mál fyrir heil-
an flokk. Sósialistar á Islandi
eru hver öðrum mjög ólikir i
andlegum efnum, en obbinn af
þeim er sjálfsagt bæði i
þjóðkirkjunni og tekur mark á
spiritisma, eins og skýrslur
herma að meirihluti þjóðarinn-
ar geri. Og á hinn bóginn: það er
skynsamlegt sósialistum að
leggja á það áherslu, að trúmál
eru einkamál og afar hæpið að
fjalla um leyndardóma trúar-
vitundar frá pólitiskum sjónar-
hóli. Hitt er svo eðlilegt i fyllsta
máta að hafa áhuga á áhrifum
það sem sýnist vera skynsam-
leg afstaðasósialista til trúmála
— til viðbótar þvi sem sagt var
um að trúarskoðanir eru einka-
mál, og menn eiga að fá að vera
i friði með sín einkamál ef þeir
vilja.
Það er hreinlegast að mæla
með aðskilnaði rikis og kirkju
(mundiég þó aldrei fást i deilur
um það efni hvað sem öðrum
liður).
Það er eðlilegt að róttækir
menn lendi fyrr og siðar i úti-
stöðum við rika og sjálfumglaða
opinbera kirkju, sem gengur
kannski erinda harðstjóra og
leitast við að halda einokunar-
valdisinuyfir hugsun og mennt-
un með spilltu bandalagi við
valdhafana. Þannig var til að
mynda rússneska kirkjan. En
þegar sú sama kirkja hefur ekki
aðeins verið fasteignum rúin
(sem gat verið til hins betra
fyrir alla aðila) heldur er undir
ströngu og fjandsamlegu
eftir liti sem ekki leyfir henni sig
að hræra, þá er bæði sjálfsagt
og eðlilegt að sósialisti sýni
áhangendum slikrar kirkju
virka samúð — það er reyndar
skylda hans vilji hann taka al-
varlega eigin kröfur um sam-
viskufrelsi. Þegar þú sérð
dreissugan tollvörð gera sig lik-
legan til að gera Bibliuna á
rússnesku upptæka hjá gamalli
konu, þá ert þú að sjálfsögðu á
bandi gömlu konunnar og
Bibliunnar.
Hliðstæður
í heimsádeilu
Það er eðlilegt að sósfalistar
hafi gagnrýnt þann arm kristn-
innar sem gerist I raun mjög
handgenginn og samábyrgur
veraldlegu valdi. En af mörgum
ástæðum skiptir það mestu, og
þá ekki síst nú um stundir, að
setja skýrt fram aUt það sem
gerir fjandskap milli sósialista
og kristinna manna ekki aðeins
ÁRNI
BERGMANN
SKRIFAR
3
óþarfan heldur og heimsku-
legan.
Þegar að er gáð mun reynast
afar auðvelt að finna hliðstæður
i heimsádeilu kristinna manna
og margra sósialista, ekki sist
af yngri kynslóð — og i ýmsum
tilvikum er um sama fólkið að
ræða. Báðir kvarta yfir þvi, að i
heimi þar sem auður og gróði
setur lög um samkeppni og stríð
manna i milli.sé mönnum kalt á
hjarta. Báðir kvarta yfir
sundurhólfun samfélagins, yfir
torfærum leiðum frá manni til
manns, yfir geðbiluðu
kapphlaupi um neyslu, sem
byggir á gerviþörfum upp-
þembdrar óánægju, en ekki
á þvi sem menn vilja koma
sér saman um að kalla
„eðlilegar þarfir”. Báðir hafa
meira en litið að athuga við
þá „eignagleði” sem borg-
aralegt fólk hefur að leið-
arljósi i sinni framgöngu.
Hér er um að ræða hugsunar-
hátt, lifsafstöðu, sem um margt
rennur i svipaðan farveg — að
sjálfsögðu eftir ótal hliöarkvisl-
um eins og að likum lætur. Það
er hægt að teygja kristna kenn-
ingu á marga lund, en það hefur
alltaf gengið sérstaklega erfið-
lega að samræma hana þeim
verðmætum sem kapitalisminn
setur efst á blað.
Vonir mannkynsins
Þeir menn koma úf ýmsum
áttum. sem vildu leggja fram
nokkurn skerf til að gera
heiminn að ögn skárri vistar-
veru. Það er alls ekki vist aö það
takist. Þeim mun fremur er
nauðsyn á að þeir a.m.k. skiiji
hver annan sem efla vilja
mannlega samhjálp og sam-
stöðu gegn lögmálum frum-
skógarins, sem setja ósérplægni
ofar eignakætinni, halda fram
þjónustu við samfélag gegn
þeim sem hreykja sér ofar
mannlegu félagi. Og það er
Ijóst, að hér er komið að verð-
mætum sem eiga sér lif i krist-
inni hefð.
Það er mikilsvirði hverjum
manni að geta skilið og skynjað
þýðingu hinnar kristnu vonar i
niði aldanna. Og að minu viti er
sósialistum hóllt aö skilja
fleira. Ég er alveg sammála
þvi sem fyrrnefndur
Palmiro Togliatti sagði I
frægri ræðu árið 1962: „Um
það er að ræða að skilja
hvernig von um sósialiskt sam-
félag ekki einungis getur rutt
sér braut um vitund trúaðra
manna, heldur þurfum við að
skilja aö slik von getur fundið
hvatningu i dýrkeyptri trúarvit-
und, sem stendur andspænis
hinum hrikalegu vandamálum
samtimans”.
Afstöðu af þessu tagi telja
vinstri sinnaðir kaþólskir menn,
eins og Raniero La Valle, einkar
þýðingarmikla; ekki aðeins er
hafnað öllum fjandskap við
trúna heldur kemur fram skiln-
ingur á þvi, að einmitt trúin
getur örvað til baráttu fyrir
endurnýjun samfélagsins”. A
hinn bóginn rifjaði Enrico
Berlinguer upp i nýlegri um-
ræðu um þessi mál ummæli
Jóhannesar páfa 23ja i Pacem
in Terris um að samfundir og
skilningur á ýmsum vettvangi
veraldlegrar starfsemi milli
trúaðraogþeirrasem ekkitrúa,
eða trúa með ófullnægjandi
hætti „geta skapað tilefni til að
finna sannleikann og votta hon-
um virðingu”.
Kristni og sósialismi eru
veigamikiil hluti þeirra vona
sem mannkynið á kost á. Báðar
þessar vonir hafa verið misnot-
aðar herfilega og munsvo.lengi
enn; báðar eiga við ramman
reið að draga. Samtiminn á
mörg ráð til aö láta öll ljós
slokkna, og þvi fara þeir með
þarft málsem beita sér fyrir þvi
að þessar vonir tvær njóti nokk-
urrar birtu hvor af annarri.
AB
SUNISIUDAGSPISTILL