Þjóðviljinn - 28.10.1978, Page 4
4 SÍÐA A ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 28. október 1978
MOtMUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóöfrelsis
l'tgefandi: Utgáfufélag Þjóftviljans
h'ramkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann
Kitstjorar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson.
Auglysingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson.
Afgreiflslustjóri: Filip W. Franksson
Blaðamenn: Alfheiftur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig-
urftardóttir, Guftjón Friftriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur
Margeirsson. Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþrótta-
fréttamaftur: Asmundur Sverrir Pálsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
úllit og hönnun: Guftjón Sveinbjörnsson. Sævar Guftbjörnsson
Handrita- og prófarkalestur, Blaftaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir,
Elias Mar. óskar Albertsson.
Safnvörftur: Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Rúnar Skarphéftinsson, Sigrlftur Hanna Sigurbjörnsdóttir
Skrifstofa: Guftrún Guftvarftardóttir, Jón Asgeir Sigurftsson.
Afgreiftsla: Guftmundur Steinsson. Kristin Pétúrsdóttir.
Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guftmundsson.
Ritstjórn, afgreiftsla og auglýsingar: Siftumúla 6.
Reykjavík, slmi 81333
Prentun: Blaðaprent h.f.
Hverjir greiöa eignarskatt?
Mikið hefur verið úr því gert að eignarskattur og
eignarskattsauki sem rikisstjórnin hefur lagtá sé órétt-
látur og komi illa við eldra fólk sem á langri starfsævi
hef ur komið sér upp skuldlausum húseignum en er orðið
tekjulítið.
Skoðum þetta aðeins nánar: Alagður eignarskattur á
einstaklinga 1978 nam um 900 miljónum króna. Eignar-
skattsauki samkvæmt bráðabirgðalögum ríkisstjórnar-
innar nam 50% af álagningu 1978 eða 450 miljónum
króna. Aálagðan eignarskatt leggst 1% byggingarsjóðs-
gjald, en það bætistekki við eignarskattsaukann, þannig
að hann er ívið lægri en helmingur álagningar á þessu
ári. Eignarskatt og eignarskattsauka greiða 13.647 ein-
staklingar í landinu, eða einungis lítill hluti framtelj-
enda.
Eignarskattur nemur 0.8% af skuldlausri eign um-
fram 8 miljónir króna hjá einstaklingum og 12 miljónir
króna hjá hjónum. Eignarskattur er lagður á fasteigna-
matsverð húseigna, en eins og bent hef ur verið á í Þjóð-
viljanum er markaðsverð nú að minnsta kosti 100%
hærra en fasteignamatið. í daglegu tali miðar fólk við
markaðsverð þegar rætt er um verðmæti fasteigna.
Þessvegna gefur það réttari mynd að setja dæmið •
þannig upp að hjón sem eiga skuldlausa eign uppá 24
miljónir króna að markaðsverði greiðir sömuleiðis
engan eignarskatt. Það er því Ijóst að einungis þeir sem
eiga verðmiklar húseignir lenda í eignarskattinum.
Svo enn sé miðað við markaðsverð má ætla að hjón
sem eiga 40 miljón króna skuldlausa húseign greiði 64
þúsund krónur í eignarskatt og 32 þúsund krónur í eignar-
skattsauka. Einstaklingur sem er eigandi að svipaðri "
húseign og á hana skuldlausa greiðir 98 þúsund krónur í
eignarskatt og 48 þúsund krónur í eignarskattsauka.
Slíkar eignir ættu að standa undir þessum skatti að öðru
jöfnu.
Hjón sem eiga 24 miljón króna húseign skuldlausa
greiða 16 þúsund krónur í eignarskatt og 8 þúsund krónur
í eignarskattsauka, samtals 24 þúsund krónur. Einstakl-
ingur sem er eigandi íbúðar með svipuðu markaðsverði
og á hana án skuldakvaða, greiðir 48 þúsund í eignar-
skatt og 24 þúsund í eignarskattsauka eða samtals 72
þúsund krónur.
Eins og bent var á í Þjóðviljanum i gær eru það ekki
skuldlausir eigendur f jögurra herbergja íbúða í Heimun-
um í Reykjavík og Breiðholtinu, eða hæðareigandinn í
Hlíðunum,sem greiða eignarskatt. Fasteignamat slíkra
íbúða er yf irleitt í kringum 8 miljón króna markið. Það
eru því einungis þeir sem eiga húseign umfram meðal-
eign sem eignarskattinn greiða.
Matthías Bjarnason, fyrrverandi heilbrigðis- og
tryggingarráðherra hef ur á Alþingi lagt f ram tillögu um
að eignarskattsaukinn verði ekki innheimtur af fólki
sem komið er á þann aldur að því beri ellilífeyrir né af
örorkulífeyrisþegum. I þessu felst falleg hugsun, en ekki
má gleyma því,að í fyrrnefna hópnum og jafnvel þeim
síðarnefnda eru stóreignamenn sem hafa tekjur af
miklum húseignum.
Hitt sýnist miklu eðlilegra að opnuð verði leið með
heimildarákvæði til þess að fella niður eignarskattinn
eða lækka hann hjá fólki sem býr í stóru húsnæði en
sannanlega hefur ekki af því leigutekjur og hefur auk
þess ekki úr öðru að spila en tekjutryggingu eða örorku-
lífeyri. Enda þótt að húsnæði sé víða illa nýtt geta legið
til þess margar ástæður, meðal annars tilf inningalegar,
að fólk kýs að búa í því húsnæði sem það hefur vanist
þótt það séorðið of stórt. Það er harðneskjulegt að beita
eignarsköttum til þess að tryggja betri nýtingu húsnæðis,
ogýmsaraðrar aðferðir geðfelldari íþeim efnum. Hins-
vegar virðist ekkert því til fyrirstöðu að lækka eða fella
niður eignarskatt í þeim tilfellum sem það er réttmætt
eins og mörg dæmi eru til að gert sé hvað fasteignagjöld
snertir. Framkvæmd skattalaga eins og annarra laga
skiptir mun meira máli en lagabókstafurinn í flestum
greinum,og hér er tækifæri til sjálfsagðs og réttláts
sveigjanleika í framkvæmdinni. —ekh
Sjómannablað
fertugt
Þvi er fram haldið i frægri
skáldsögu að lifið sé saltfiskur
og ef þetta á ekki alveg við um
islenska þjóö rni sem stendur,
þá má i staðinn setja sild eða
þorsk eöa loðnu og állt kemur
heim. Það er heldur ekki aö
undra þótt lengi hafi hér út
komið sjómannablaö — og er
þess nú minnst af gefnu tilefni
þegar inn úr dyrum berst af-
mælisrit Sjómannablaðsins Vik-
ings sem er fertugt um þessar
mundir. Um leið verða rit-
stjóraskipti á blaöinu, Guð-
mundur Jensson lætur af rit-
stjórn og við tekur Guöbrandur
Gislason. Þá er ákveöið að
breyta útliti blaösins og auka
fjölbreytni þess. Meöal efnis er
viðtal viö Steinar Sigurjónsson
og sjóferðasaga eftir hann.
Er loðnan
ofveidd?
Björn Ó Þorfinnsson skip-
stjóri skrifar grein i blaöið sem
fjallar um mikið stórmál: Er
loðnan ofveidd? Þar segir m.a.:
Ég óttast að i vor hafi verið
ofveitt, að allur hrygningar-
stofninn hafi veriö við SA-land,
þvi þaö litla sem ekki var veitt
og náði aö hrygna varö ýsunni
að bráð, þvi aldrei i þau ár sem
ég hef veriö viö loðnuveiðar
hefur veriö svo mikil ýsa viö SA-
land og einmitt þann tlma sem
loðnan hrygndi þar. Oðru máli
gegnir meö stofninn sem gekk
suöur fyrir land og vestur meö
Suðurlandi 1977. Hann þoldi
mun meiri veiði þvi þar var á
ferðinni stór hrygningarstofn.
1 dag er loönustofninn of-
veiddur, en samt er verið að
byggja ný skip og breyta göml-
um til loönuveiða. Ný skip er
nauðsynlegt að byggja árlega.
Undanfarin ár hafa engin ný
skip verið byggð, enda erum við
orðnir 10-15 árum á eftir Færey-
ingum og Norðmönnum með
endurnýjun fiskiflotans.
Þetta sést gleggst þegar at-
hugaður er aldur loönuskipa, en
hann mun vera á bilinu 12-20 ár.
Að fá verkefni fyrir flotann
má segja aö sé skipulagsatriði
sem þarf aö leysa.
Þaö vill svo til aö i Norðuratl-
antshafi syndir mikill fjöldi
fiska sem enginn, hvorki menn
né málleysingjar, virðast þekkja
og nefndur er kolmunni.
Á þessum fiski á að gera
marktæka veiöitilraun, ekki fikt
eins og nokkrir bátar stóöu að I
sumar og fyrrasumar. Þess er
skemmst að minnast að Jón
Kjartansson náði allsæmilegum
árangri I sumar, en hinir bát-
arnir litlum sem engum ár-
angri.
Eftirlit og
smáfiskadráp
Þá er i heftinu viötai við
Markús Guömundsson, sem
starfar við eftirlit með veiöum á
smáfiski. Hann er meðal annars
spurður álits á meiri stjórnun á
fiskveiöum og svarar á þessa
leið:
— Ég tel að það sé bráönauö-
synlegt að fiskveiðum sé stjórn-
að með það I huga að vernda
n
Hér er reyndar um að ræða
ræðustúf frá málfunda- og fé-
lagsmálanámskeiði Alþýðu-
bandalagsins i Vestmanna-
eyjum, og sem slik æfingarræða
er þessi greinarstúfur sjálfsagt
aö gagni. Efnið hér er hinsvegar
þess eðlis, að ég tel rétt að hafa
um það örfá orð.
1 grein þessari segir m.a.:
„Ekki er að finna neina sér-
staka löggjöf um hollustuhætti
um borö i fiskiskipum,—
Siðan vitnar greinarhöfundur i
heilbrigðisreglugerð frá 8. febr.
1972, en telur þar vera „skritið
orðalag og trúlega villandi, haft
svona loðið og teygjanlegt.”
Mig furðar ekkert á þvi þótt
greinarhöfundi hafi ekki fundist
orðalag þessarar reglugerðar
henta við aðstæður i fiskibátum.
Um vistarverur I skipum og
bátum gilda nefnilega sérstakar
reglur, sem settar eru sam-
kvæmt lögum um eftirlit með
skipum, og eftirlit með skipum
heyrir undir Siglingamálastofn-
Auka þarf stjórn fiskveiöa
Rabbaö viö Markús Guðmundsson, eftirlitsmann Sjávarútv'--
'jímenn SVar ''/kÍÍÍgur
Er /oðnan ofveidd?
vnr sig
smáfisk og tryggja viöhald
stofnanna, og einnig til þess að
tryggja betri nýtingu hráefnis-
ins. Þarna gætum viö lært af
humar. og rækjuveiðunum.
Þeim er stjórnað með það i huga
að tryggja viðgang stofnanna,
og þaö verður auðsjáanlega að
gera með aðra stofna ef ekki á
illa að fara. Það er augljóst, að
slik stjórnun kæmi sér illa fyrir
einhverja þá, sem að veiðunum
standa. En við verðum aö muna
það, aö hér sem annarsstaðar
verðum við að setja almenn-
ingsheill skör ofar en tlma-
bundna hagsmuni einstaklings.
Stjórnun á fiskveiöum er erfið,
og vist verða settar reglur, sem
koma misjafnlega hart niður á
landshlutunum og jafnvel ein-
staklingum. En vanstjórn er
ekki siður hættuleg en ofstjórn
þegar frammi sækir. Ég hef trú
á þvi, aö við getum rataö hér
meöalveginn. Viö einfaldlega
verðum að gera það.
Hollustuhættir á
bátaflotanum
Og úr þvi við erum á sjónum
hvort sem er: bréf hefur þættin-
um borist frá Hjálmari R. Bárð-
arsyni sem gerir svofellda at-
hugasemd:
„1 Þjóðviljanum 19.okt. 1978
var greinarkorn I þættinum
„klippt”, þar sem rætt er um
hollustuhætti á bátaflotanum.
un ríkisins. Þessar reglur eru
reyndar nú i endurskoðun, en
gildandi reglur fela i sér
ákvæði, sem varða bæði stærð,
búnað og þrifnaö I vistarverum
skipa. Eftirlit með þessum
málum hefir Siglingastofnun
rikisins, og ber að sjálfsögðu að
skoða vistarverur við árlega
skoðun. Ef eitthvað er ábóta-
vant um hreinlæti eða aðbúnað i
vistarverum, má þvi kæra slikt
til skoðunarmanna eða eftirlits-
manna Siglingamálastofnunar
rikisins.
Mjög litrik er lýsing höfundar
á salernisaðstöðu smábáta, t.d.
fata á þilfari. Þetta kann enn að
vera til i reynd á mjög gömlum
smábátum, en ekki hefi ég trú á
að aðbúnaður sem þessi, eða
réttara sagt skortur á aöbúnaði,
sé til i nýrri bátum.
Lokaorð ræðumanns eru
þessi: „Eru virkilega engar
reglur um þetta. Eöa er bara
verið að hygla útgerðar-auð-
valdinu hér sem annarsstaðar.”
Um fyrra atriðiö er það aö
segja, að reglur eru til og eru i
gildi, eins og sagt er frá hér að
framan, — og ef fata á dekki er
eini búnaðurinn til þessara at-
hafna um borö, þá væri kannske
ráð að ræða málið við skipseig-
anda, og ef það dugir ekki, þá
má gjarna benda skoöunar-
manni Siglingamálastofnunar-
innar á, aö hér sé úrbóta þörf að
mati áhafnar.
Hjálmar R. Bárðarson.”