Þjóðviljinn - 28.10.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.10.1978, Blaðsíða 11
 ■ í SSÉ . ■ ■ •• - ■ ..... ,r * -111 ll.l,',^l'^w ' I ('•W' > íwí,"'i .. ■-■■■' •<: A'-i' ■ ***** 'J , Laugardagur 28. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 10 StÐA — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 28. október 1978 Kröfluvirkjun og Þar fyrir renni. Fremst tii vinstri eru starfsmannahús, vinnuskálar og mötuneyti. nuvirki, stöOvarhúsið (dökkt á Itt) og kæliturn sem mest ber á þar til hægri. Hæ— yti. I Þar fyrirotamWWJJWmuvtrKliStapyarnusio iuokki a uu og Kætuurn sem mesi oer a par ut nægrt. uægra "'Tffinffgiireruborholumar á sléttunníög upp IhlIOarnar en borhola 12, sem nú er veriö aO bora,sést ekki á myndinni. Hún er austast á svæöinu (lengra tilhægri). Ljósm.teik. m m ■ * -• ■ mm ■ ,T— 2T^SSiÝlSK'; * TÍ?3, -. >rgnRtIIZ!!l ^ *«-> - m MiSS V. * * >»-*"■ .... ._..._•*» &s»fcáÉÉ£ 'Mv&m&iít*;*.*,-. Mun stöðvarhúsið einungis þjóna þeim tilgangi á næstu árum að vera stærsti hallamælir í heimi? keyrslunni 16. júli af ýmsum ástæðum. Breyta þurfti há- spennuvirkinu og búa það undir að svokölluð austurlina fari I gegnum það og einnig stóð fyrir dyrum að endurvinna holurnar. Gert er þó ráö fyrir að fyrr- greindar holur slu a.m.k. jafn nýtanlegar og var i vor. Japanskir sérfræðingar unnu einnig að endurbótum á stjórn- lokum aflvélarinnar i sumar eftir þá reynslu sem fékkst af keyrslu hennar I vor og sumar. Búið er að leggja raflinur til Akureyrar og vantar nú aöeins um 40 km á að linan að austan tengist Kröfluvirkjun. Hún er komin að Jökulsá á Fjöllum.Eins og áður getur fer Austurlinan I gegnum háspennuvirkið I Kröflu og gegnir virkið þá þvi hlutverki að vinna upp spennufall sem verður á hinni löngu leið austur. Frá Kröfluvirkjun er á 2. hundrað kflómetra austur á Hérað. Segja má þó að það verði dýr spennistöð ef raforkuvinnslan verður litil sem engin. Fjárveiting til borunar fékkst ekki fyrr en seint i sumar en nú er unniö að fullum krafti við að endurvinna holu 11 og bora nýja holu sem fær númeriö 12. Þegar þetta er skrifaö var árangur ekki kominn i ljós en þó höfðu orðiö mistök við endurvinnslu holu 11 sem gæti hugsanlega dregið úr möguleikum hennar. Við þéttingu á efri hluta brást tappi i miöri holunni og fór niður. Við það styttist hún um 100 metra. Búið er að ráða 13 fasta starfs- menn við Kröfluvirkjun til fram- búðar. Það er stöðvarstjóri, yfir- vélstjóri, verkstjóri viö gufu- veituna og 10 vaktmenn. Þeir búa i Reykjahliöarhverfinu og vinna nú við ýmiss konar frágang og endurbætur á stöövarhúsinu. Auk þess hafa únnið þar i sumar 15 iðnaðarmenn, flestir frá Húsavik og ennfremur er þar starfsliö borsins Dofra. -GFr. Unnið er nú að endurbótum á spennuvirkinu f Kröflu til þess að það geti þjónað sem spennistöð fyrir Austuriínu en nú vantar aðeins 40 km upp á að endar hennar nái samán. Llnan sem sést á myndinni llggur til Akureyrar. (Ljósm.: eik) Járniðnaðarmennirnir Páll Sigurðsson og Daniel Jónsson frá Húsavik voru að ganga frá umbúnaði á stórri rennihurð á stöðvarhúsinu. Alls voru 15 iðnaðarmenn viö störf I Kröfluvirkjun f siðustu viku. Stöðvarhúsið i Kröfluvirkjun er ekkert smásmiði og hart til þess að vita ef það þjónar ekki öðrum tilgangi næstu árin en að vera stærsti hallamælir I heimi eins og einn starfsmaður virkjunarinnar orðaði það við blaðamenn Þjóöviljans I fyrri viku. Húsið er 70 metrar á lengd, 20 metrar á breidd og 20 metra hátt. Búið er að koma annarri Mitsubishiafl- vélinni fullkomlega fyrir en hin biður að hluta á slnum stað I húsinu og að hluta I kössum fyrir utan. Þær eiga samanlagt að geta framleitt 60MW rafmagn eða jafnvei meira við bestu skilyrði en einungis er búið að afla gufu til 5-7 MW framleiöslu. Framtlð þessarar miklu og dýru virkjunar er þvi enn i fullkominni óvissu, bæði vegna skorts á virkjanlegri gufu og eldsumbrotanna. Sú aflvél sem tilbúin er til notk- unar var prufukeyrð s.i. vor og fékkst þá gufa úr borholum 6, 7, 9 og 11 sem nægöi til að knýja 5-7 MW eins og áður sagði. Hætt var ".■ ■ ■' : :: : Tveir af tfu fastráðnum vaktmönnum, sem ráðnir hafa verið að virkjuninni. Pétur Ingvason t.v. og Hinrik Bóasson t.h. Þegar blaðamenn Þjóðviljans komu þar að voru þeir I járnsmiðavinnu af fullum krafti. (Ljósm.: eik) önnur Mitsubishi-aflvélin stendur nú klár til orkuvinnslu I stöðvarhúsinu I Kröflu- virkjun en japanskir sérfræðingar unnu að endurbótum á stjórnlokum hennar eftir prufukeyrsluna Isumar. Þaðvantar bara meiri gufu. (Ljósm.: eik) Hin aflvélin blður I kössum og veröur ekki hreyfö fyrr en aflað hefur verið gufu 'r . i Fyrirkomulag virkjunarinnar Aðalaflvélar Kröfluvirkjunar eru tveir fimm þrepa tvlþrýsti- gufuhverflar með tvöföldu gufu- streymi ásamt tveimur 37.5 MVA rafölum. Hverflarnir eru tengdir eimsvölum, sem standa undir þeim. Gufan þéttist I eim- svalanum þannig, að þrýstings- fallið eykst verulega og afköstin meir en tvöfaldast miðað við mótþrýstihverfil án eimsvala. Gufuhverflarnir geta hvor um sig skilaö 35 MW afli þegar skil- yrði eru hagstæð. Gufan er unnin úr borholu- Ivatninu á eftirfarandi hátt: Úr hverri borholu, en þær eru áætl- aðar 15 talsins, þar af 3 vara- holur, streyma að jafnaöi um 45 kg/sek. af 270 gr. C heitu vatni inn I háþrýstigufuskiljurnar. Viö um það bil 9 ata (kgf/fercm1) þrýsting snögg- I sýður vatniö og skilst I gufu og vatn við um 175 gr. C hita. Gufan er leidd eftir háþrýsti- gufulögn að stöðinni, þar sem hún eftir rakahreinsun er leidd inn i háþrýstiþrep gufuhverfils- ins undir u.þ.b. 7.7 ata þrýst- ingi. Vatnshlutinn, þ.e. 175 gr. C vatniö, er leitt I sérlögn að lág- þrýstigufuskiljunni, sem mun verða staösett 400-500 metra Inoröaustur af stöðvarhúsinu. Þar safnast vatnið frá öllum há- þrýstiskiljunum saman, og viö suðu á nýjan leik, undir u.þ.b. 2 ata þrýstingi, skilst það i gufu og vatn viö um 120 gr C hita. Vatnið frá lágþrýstiskiljunni, þ.e. 120 gr. C vatnið, er ekki nýtt frekar, en látið renna eftir stokk niður i kæli- og útfellinga- lón, sem verður staðsett, þar sem nú er malarnáman suð- austur af stöðvarhúsinu. Lág- þrýstigufan er leidd að stöðinni og eftir rakahreinsun inn i lág- þrýstiþrep hverfilsins undir u.þ.b. 1,9 ata þrýstingi og bland- ast þar háþrýstigufunni. Gufan blæs nú i gegnum hverfilinn og niður I eimsval- ann, þar sem hún er sntggþétt með þvi að úða yfir hana köldu vatni (um 22 gr. C) frá kæliturninum efst I eimsvalan- um. Þærlofttegundir i gufunni (C02, H2S), um 1%, sem eru óþéttanlegar, eru leiddar eftir sérstaklega kældum rásum i eimsvalanum og siðan dælt út i andrúmsloftið með gasdælum. Við þéttinguna fellur þrýsting- urinn niöur I 0.12 ata og gufan verður aö 46 gr. C heitu vatni, sem safnast saman i botni eim- svalans og rennur þaðan niöur I dæluþrærnar. Eimsvalavatninu, sem er blandað mjög tærandi efnum, er nú dælt með fjórum 500 hest- afla dælum, tvær fyrir hvorn eimsvala, eftir ryðfrium stál- leiðslum upp i þrær ofan á kæli- turnunum. Þaðan hrislast vatn- ið niður hliðar turnanna, en geysistórar rafalknúnar vængjaviftur, sem er komið fyr- ir ofarlega i „reykháfum” kæli- turnanna, sjá um að draga loft i gegnum þá. Vatnið kólnar þvi á leiö sinni niður i botnþrær turn- anna og safnast þar 22 gr. C heitt, miðaö við 15gr. C lofthita. Vegna undirþrýstingsins I eimsvalanum sogast kalda vatniö nú eftir ryðfrium stál- leiðslum, samslöa hinum fyrri, upp i eimsvalann, þar sem það úðast yfir gufuna, og hringrás- inni er lokiö. Þegar mjög kalt er I veöri (-5- 30 gr. C), er kælingin mun meiri og þétting gufunnar i eimsvalanum þvi betri. A vet- urna geta afköst virkjunarinnar þvi aukist 170 MW, ef næg gufa fæst. Frárennslisvatnið frá lág- þrýstiskiljunni nemur 360 litr- um/sek. Á leiðinni i kælilóniö, þar sem það safnast saman, hefur það kólnað og er nú 90 gr. C heitt. Aætlað er að lónið rúmi um 120.000 rúmm. vatns, og staðnæmist vatnið I þvi um 4 daga skeið. Viö það rýkur mest allt brennisteinsvetnið (H2S) úr vatninu, kisillinn (SI02) I þvi fjölliðast og byrjar að falla út i lóninu. Vatniö rennur siðan úr lóninu um 10 gr. til 20 gr heitt niöur I Skarðselslækinn I Hliðar- dal, áleiðis niður i Búrfells- hraun, tiltölulega skablaust. Aflgeta Kröflusvæðisins hef- ur verið metin 300-500 MW. Þvi er ekkert til fyrirstööu að seinna meir sé hægt að stækka Kröfluvirkjun svo um munar. Viðbótarvirkjun Kröflu að stærð 100 MW gæti oröið sérlega hag- kvæm. (2x50 MW gufuhverflar meö 100 MW rafal). Sú virkjun gæti nýtt mikinn hluta hjálpar- tækja og öryggisbúnaðar Kröfluvirkjunar, sem nú er i byggingu, og þarf ekki neinar viöbótarvistarverur fyrir starfsfólk virkjunarinnar. (Grein þessi er samin af Júli- usi Sólnes fyrir rúmum tveimur árum siðan og birtist I bæklingi um Kröflhyirkjun) '■■■ 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.