Þjóðviljinn - 29.10.1978, Síða 6

Þjóðviljinn - 29.10.1978, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. október 1978 Gils Guðmundsson: ésunnudegi Manndómsverk að vinna Eins og lesendum Þjóðviljans er kunnugt höfðu Alþýðubanda- lagsmenn nokkuö mismunandi afstöðu til þess, hvort rétt væri að flokkurinn yrði aðili aö þeirri rikisstjórn, sem loks var mynduö i byrjun septembermánaðar. Þaö fór aö visu ekki á milli mála, að strax og kosningaúrslit lágu fyrir og menn fóru að hugleiða þá stjórnarmyndunarmöguleika sem um gæti veriö að ræöa, töldu mjög margir fylgismenn Alþýöubanda- lagsins einsætt að láta á það reyna, hvort takast mætti að mynda vinstri stjórn, sem tæki upp samstarf viö verkalýös- hreyfingu og önnur launþega- samtök og fylgdi fram raunveru- legri vinstri stefnu. Um þessi vinnubrögð voru flokksmenn mjög almennt sammála, enda þótt frá upphafi heyrðust raddir I þá átt, að Alþýðubandalagiö ætti vafningalaust að velja sér stjórnarandstöðuhlutverkið á- fram og varast aö „óhreinka sig” á stjórnarsamstarfi við býsna ólika flokka, þar sem von- litið væri að koma fram neinum þeim grundvallarbreytingum á samfélaginu, sem flokkurinn beröist fyrir. Þegar ljóst var i lok ágúst- mánaðar, hvaö það væri i megin- dráttum, sem stjórnaraöild Al- þýðubandalags með Alþýöuflokki og Framsóknarflokki gæti veriö reist á, kom i ljós, eins og við mátti búast, að ekki voru allir flokksmenn á einu máli. Ýmsir litu svo á, aö flokkurinn ætti ekki að eiga aðild að rikisstjórn, þar sem enginn umtalsveröur árangur næðist i herstööva- málinu, né hillti undir neinar þær varanlegar og mikilvægar breyt- ingar á gerð þjóðfélagsins, sem réttlættu þátttöku flokksins i rikisstjórn. Aörir flokksmenn og fylgismenn, og þeir reyndust langtum fleiri, álitu rétt aö gera þá tilraun til stjórnaraðildar, sem um gat verið að ræða. Töldu þeir þaö rökrétt framhald af kosningabaráttunni og úrslitum hennar, aö freistað yrði i samráði við helstu launþegahreyfingar landsins að koma i veg fyrir atvinnuleysi og nýja, stórfellda kjaraskeröingu afturhaldsins, en kosta þess i staö kapps um að tryggja sem bestan kaupmátt launa. Einnig kynni að veröa kostur á að framkvæma ýmsar lagfæringar á meingölluöu efna- hagskerfi, almenningi til hags- bóta, draga úr verðbólgu, sem flest færir úr skorðum og sist er til hagræðis fyrir alþýðu manna, og leiðrétta að nokkru stór- vitleysur og bruðl hins óhefta markaðskerfis. Hin nýju viðhorf Nú er ný rikisstjórn tekin að glima viö mörg og erfiö verkefni, þar sem hún fær þaö hlutverk ásamt þeim þingmeirihluta sem hún styðst viö, aö kippa mörgu i liöinn eftir ömurlegan viðskilnað hægri stjórnar. Þessi stjórnar- samvinna verður enginn dans á rósum, þar eö viðfangsefnin eru sum hver mjög erfið viöureignar og torveld úrlausnar, auk þess sem vitað er að stjórnarflokkana greinir á um margt. Reynslan sýnir einnig, aö samstarf þriggja flokka i rikisstjórn er þyngra I vöfum og torveldara i fram- kvæmd en tveggja flokka stjórnaraöild. Það reynir þvi mjög á samstarfsvilja og sam- starfshæfni stjórnarflokkanna allra, og ekki þarf nema einn þeirra að sýna skort þeirra eiginleika til þess að núverandi stjórnartilraun mistakist. Ég er þess fullviss, aö allir flokksmenn og flestir fylgismenn Alþýðubandalagsins, hver sem afstaða þeirra var til stjórnar- myndunaraðildar flokksins, telji þaö nú hlutverk sitt að styðja rikisstjórnina og hvetja til aö ná fram meginmarkmiðum stjórnarsáttmálans, aö hamla gegn óöaveröbólgu og draga úr erlendri skuldasöfnum, en tryggja jafnframt fulla atvinnu og sem bestan kaupmátt launa. auka jafnrétti og félagslegt réttlæti i Isiensku þjóðfélagi. Skipting þjóðartekna Eins og löngum áður verður á næstu mánuöum og misserum tekist á um tekjuskiptinguna i þjóðfélaginu. Sá árangur hefur þegar náöst fram meö myndun hinnar nýju rikisstjórnar, aö hjól atvinnulifsins eru tekin að snúast á ný með fullum hraöa, þar sem þau voru áður stöðvuð eöa aö stöðvast. Framleiöslan er mikil um þessar mundir og flestar útflutningsvörur okkar seljast á sæmilega hagstæöu veröi. Það leikur þvi enginn vafi á aö þjóðar- tekjurnar eru háar og mikiö fjár- magn i umferö. Spurningin er enn sem fyrr þessi: Hvernig á að skipta þjóöartekjunum og með hverjum hætti skal afla þess f jár- magns sem þarf til að hamla gegn verðhækkunum og standa jafn- framt undir allri þeirri félags- legu þjónustu, sem nauösynleg hlýtur aö teljast. Megineinkenni fjármálasteínu fyrrverandi rikisstjórnar var það, að þrýsta niöur almennum launatekjum, en hlifa margs konar rekstri viö greiöslu skatta til samneyslunnar. Þegar laun- þegar sömdu loks eftir langt kjaraskerðingartimabil um nokkuö aukinn kaupmátt, var hluti hins umsamda kaups tekinn aftur með löggjöf. Núverandi rikisstjórn hefur sett sér nokkur markmiö, sem óneitanlega veröur engan veginn auðvelt að ná. Það er að sjálf- sögðu ekki neinn leikur aö vernda kaupmátt almennra launa og draga jafnframt úr óðaverðbólgu, og gera hvort tveggja án þess að skerða nauösynlega samfélags- lega þjónustu. Jafnframt öllu þessu þarf einnig að gæta þess að undirstööuatvinnuvegir þjóðar- innar stöövist ekki, eins og viö blasti um það leyti sem stjórnin var mynduö, áöur en hún geröi sinar fyrstu ráöstafanir. Sjálfsagt verður það ekki vandalaust að ná til þeirra miklu fjármuna sem rikissjóður þarf á að halda, með þeim hætti aö sæmilega réttlátt geti talist. En mikilvægt er að það megi takast. Vald launþega- hreyfinganna En þaö er ekki einungis rikis- stjórninni og stuðningsflokkum hennar sem hér er ærinn vandi á höndum. Ljóst má vera að þaö skiptir allt almennt launafólk afarmiklu máli hvernig til tekst. Þvi má segja aö nú reyni einnig ekki siður á samtök þess að leita þeirra leiöa sem færar eru til að ná sameiginlegu markmiöi launafólks og rikisstjórnar. Þvi hefur verið lýst yfir margsinnis, i stjórnar-samningnum og ekki slöur eindregiö i stefnuræðu for- sætisráðherra, aö einn af horn- steinum stjórnarsamstarfsins sé að hafa sem best samráð og samstarf viö launþega- hreyfingarnar um stefnuna i kjaramálum og efnahagsmálum. A miklu veltur að sú samvinna geti orðiö virk og þeir áhrifa- miklu aðilar sem tvimælalaust áttu mikinn þátt I falli hægri stjórnarinnar og myndun þess- arar, eigi góðan hlut aö þvi að leysa efnahagsvandann með almannahag fyrir augum. Misheppnist sú tilraun, sem nú er verið að gera undir forustu hinnar nýju rikisstjórnar, er satt að segja vandséð hvaö viö tekur. Óhætt mun þó að fullyröa, að þaö yrðu önnur þjóöfélagsöfl en verkalýösstéttin og samtök opin- berra starfsmanna, sem heföu umtalsverö áhrif á mótun þeirrar stjórnarstefnu sem þá yröi aö veruleika. Engin einföld lausn til Þess veröur einatt vart I umræðum um efnahagsmálin, ab ýmsir menn i hinu nýja stjórnar- liöi, einkum innan Alþýðu- flokksins, telji gerbreytingu á visitölu kaupgjalds flestra meina bót. Þegar spurt hefur veriö, i bveriju meginbreytingarnar eigi aö vera fólgnar, hefur staðið nokkuö á svörum. Vissulega er nauösyn- legt að endurskoða núgildandi kerfi, ekki sist eftir að segja má að búið sé að hengja flesta hluti aftan i verölagsvisitölu, sem þá hreyfast sjálfkrafa þegar hún færist til. Aö sjálfsögðu geta allir undir það tekið, sem oft hefur veriö bent á, aö meira en litiö er bogiö við þab efnahagskerfi sem verkar á þann veg, að til þess að ná 5-6% kaupmáttaraukningu skuli þurfa 50-60% hækkun kaupgjalds. En nú á visitala fyrst og fremst aö vera mælir, sem sýnir verð- breytingar. Og það gefur auga leið, aö um leiö og mælinum er einungis breytt á þann veg aö hann hætti að mæla nema brot af hækkunum, þá er þaö út af fyrir sig og eitt sér aöferð til að skeröa kaupmátt launa. Með þessu er engan veginn ætlunin aö halda þvi fram, að sú aðferö til að mæla kaupmáttinn sem nú er viðhöfö sé hin heppilegasta þegar til lengdar lætur fyrir launþegana sjálfa og þjóöarbúiö i heild. Vissulega er nauösynlegt að endurskoöa þetta kerfi, eins og nú er veriö aö gera. Hér er einungis á það bent, að skerðing verðbóta ein sér er ekki nein lausn, hvorki likleg til að tryggja friö á vinnumarkaöi né verða áhrifarikt meöal til aö lækna mein veröbólgunnar. Til þess að ná einhverju taumhaldi á þeirri ótemju sem óöaveröbólgan er, þarf tvimælalaust marg- vislegar samverkandi aðgerðir, og breyting á visitölukerfi kann aö vera ein af þeim. Þar sem það er sannfæring min, aö hinir almennu launþegar, þeir sem ekki hafa lært á veröbólgukerfið, skaðist öðrum fremur á óða- veröbólgunni þegar til lengdar lætur, held ég að þaö hljóti að veröa sameiginlegt meginverk- efni rikisstjórnar og fulltrúa launafólksins, að móta þá efna- hags- og kjaramálastefnu, sem tryggi eins og hægt er að marg- yfirlýst höfuömarkmið stjórnar- stefnunnar geti oröiö aö veru- leika. Til þess dugar ekkert eitt allsherjar-læknisráö. Enginn læknar hitasótt með þvi að fleygja hitamælinum. En i leit að samkomulagsleiðum er sjálfsagt aö minnast þess, að verkalýös- hreyfing og önnur launþega- samtök hafa margsinnis lýst þvi yfir, aö þau meti ýmsar aörar kjarabætur en kauphækkun engu miður en k,rónufjöldann, enda er þaö kaupmátturinn og atvinnu- öryggið sem máli skiptir þegar til lengdar lætur. Hlutverk Alþýðubanda- lagsins Hlutverk Alþýöubandalagsins i núverandi stjórnarsamstarfi híýtur aö vera það aö draga eftir föngum úr hróplegasta ranglæti auðvaldsþjóðfélagsins og stuðla að auknu jafnrétti þegnanna. Meðal hinna mikilvægari verk- efna iþvi sambandi eraö koma i veg fyrir aö láglaunafólk og miöl- ungstekjufólk beri skarðan hlut frá borði við skiptingu þjóöar- teknanna. Annar þáttur þessa verkefnis er I þvi fólginn aö tryggja svo sem viö verður komið á timum þegar aðhaldsaðgerða er þörf, að nauðsynleg þjónusta veröi ekki rýrö og óhjákvæmi- legar opinberar framkvæmdir ekki skornar óhóflega niður. Jafasjálfsagt er á hinn bóginn aö dragV úr rekstrarkostnaöi rikis og -stofnana þar sem þvi veröur viö komið, og endurskoða marga þætti þjónustustarfsemi til að koma á bættri nýtingu fjármuna. Þar sem enn fremur er afar brýnt aö draga úr óöaverð- bólgunni er ljóst að verkefnið er erfitt og sjálfsagt torvelt að leysa þaö. Þaö er stærra en svo aö liklegt sé að rikisstjórnin ein og stuöningsliö hennar á Alþingi fái viö þaö ráöið. Einungis meö sam- vinnu þeirra aðila við helstu almannasamtök { landinu, kann aö vera hægt aö ná árangri við það nauðsynjastarf að móta viöhlitandi efnahagsstefnu og fylgja henni fram til varanlegra hagsbóta fyrir allan almenning I þessu landi. Ég vænti þess að Alþýðubandalagsmenn, hver sem afstaöa þeirra var til stjórnaraðildar i upphafi, geti oröiö sammála um að flokkurinn beiti nú og á næstu timum öllum áhrifamætti sinum til að tryggja framgang þeirrar yfirlýstu stefnu rlkisstjörnarinnar, aö vinna að lausn efnahags- og kjaramála á þann hátt sem alþýba landsins getur bærilega viö unað. Takist þaö ekki, eru meginforsendur fyrir núverandi stjórnarsamstarfi brostnar. Er þá torvelt aö koma auga á þá möguleika til stjórnarmyndunar jafnt eftir sem fyrir nýjar kosningar, — sem hinn almenni launamaöur gæti bundið við sér- lega miklar vonir. Er þaö ekki þess virði þegar á alla málavexti er litið, að stuöla að Jivi af ein- beitni og fullum heilindum, að náö veröi helstu markmiöum sem núverandi rikisstjórn hefur sett sér? A þaö hlýtur nú að reyna, hvort fyrir þvi er raunverulegur vilji innan stjórnarflokkanna allra og meöal samtaka launa- fólks i landinu aö stjórnaö veröi „fyrir fólkiö og meö fólkinu” eins og forsætisráöherra sagöi i stefnuræöu sinni á dögunum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.