Þjóðviljinn - 29.10.1978, Side 19

Þjóðviljinn - 29.10.1978, Side 19
Sunnudagur 29. oktdber 1978 ÞJÓÐVILJINN — SiÐA 19 Benedikt veröur á „Beinni linu! kvöld útvarp Benedikt á beinni línu í kvöld kl. 19.25 Þátturinn ,,bein lína" hefur göngu sína aö nýju í útvarpinu í kvöld. Benedikt Gröndal utanríkisráðherra svarar spurningum hlust- enda frá kl. 19.25 til kl. 20.30. Geta menn hringt í síma 2 22 60 meðan á út- sendingu þáttarins stendur og lagt tvær spurningar fyrir ráðherrann. Fréttamennirnir Vilhelm G. Kristinsson og Kðri Jónasson stjórna þættinum. í kvöld og fjög- ur næstu sunnudagskvöld veröur „Bein lina” á þessum sama tima og mætir einn ráöherra i hvern þátt. Eftir áramót veröa siöan nokkrir þættir og haldiö áfram aö ganga á ráöherrarööina. —eös. „Á tíunda tímanum” á morgun Símatími Hjálmar og Guömundur Arnl svara i slma 22260 kl. 4-5 á morgun. Umsjónamenn þáttarins „A tiunda timanum” hafa tekiö upp þá nýbreytni aö hafa sérstakan simatfma fyrir hiustendur. Þátturinn er á dagskrá annaö kvöld, mánudagskvöld kl. 21.10, en simatiminn er á morgun kl. 4- 5. Hlustendur geta þá hringt i sima útvarpsins, 22260 komiö ábendingum, gagnrýni eöa ööru sem þeim liggur á hjarta á fram- færi viö umsjónarmennina. Hjálmar Arnason og Guömund Arna Stefánsson. —eös. New York 1977 É9 vil fara aftur í sveitina Ég vil skilja kýrnar, grasið grænu eilífðina og bláu sæluna Ég vil ég vil hugsa um dýrin mín þau þarfnast mín ég þarfnast þeirra Ó, ég vil baka brauðið Ég vil borða heitt brauðið með dýrunum mínum ég vil slá heyið á sumrin ég vil eiga barnið mitt og vera endalaust hamingjusöm Ég vil mjólka kúna og segja þér hversu mjúk og hlý hún er Ég vil sofa í sama húsi og kýrin og hlusta á hana anda i nóttinni það hefur miklu meiri þýðingu fyrir mig en öll Ameríka íslensk kú Ó,. þú ættir að sjá mig þegar ég kyssi stórt höfuð hennar ég tilbið það, og skammast mín ekki og af hverju syngja þeir alla þessa ástarsöngva i útvarpinu það er þreytandi og afhverju er lífið svona leiðinleg ákveðin ferð. Umhverf ið Húsið sem hún bjó í var alþakið 5 tengiliðum, Rafmagns hljóð- bylgjunum, Móðurinni, tveimur fuglum upp á þaki, Sendinum á Spitalanum og Páfanum Hljóðin sem bárust inn um gluggann hjá henni á kvöld- in voru löng stutt stutt löng eða ta ta ta tom tom tom eins og suð og trommusláttur örlár. Ef hún hefði kallað á tæknifræð- ing, þá hefði ýmislegt g§rst, en hún var ekki í stuði fyrir ýmislegt, svo hún fór með vin- konu sinni, þegar hún kom, og þær töluðu báðar við tæknifræð- ing. Hljóðin veltu sér á hægri hliðina og sofnuðu. Tístið í fuglunum tveimur uppi á þakinu hafði verið eins og fuglabjarg með ágangi sjávarfalla, allt í einu fannst fjöður og önnur fjöður fyrir utan gluggann Háreysti næturinnar var gengin til viðar, vinsam- leg kyrrð ríkti yfir vötnunum. Móðirin hafði hins vegar fengið sinn skammt af öngþveiti næturinnar og gekk stöðugt til læknis, eins og hún hefði orðið fyrir árekstri og fengið sár undir fótinn af engu. Sendirinn á Spítalanum var hættur að virka, númer 7 var ekki af sama holdi og blóði, heldur mis- heppnuð tilraun til að vera þjóð- félags þegn. Páfinn var dauður P.S. einnig má geta þess að ágangur æðarkollunnar hafði verið eins og þrumuveður allan tímann, en nú var dún tekjan hafin og allt útlit fyrir frið- samlega eggjatöku.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.