Þjóðviljinn - 12.11.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.11.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. nóvember 1978 SVAVAR GESTSSON, VIÐSKIPTARÁÐHERRA: Innra starf og styrkur flokks og hreyfingar Karl Marx þóttist geta sýnt fram á þaft þegar fyrir 110 árum aö barátta verkalýösins væri i „99 tilfellum af hverjum 100 tilraun til aö halda vinnugildinu óbreyttu”, meö öörum oröum tilraun til þess eins aö ná þvi aftur sem gert haföi veriö viö fyrir en hirt haföi veriö i militiöinni. Reynsla þeirrar aldar, sem liöin er frá þvi aö þessi fullyröing var sett fram fer óhugnanlega nærri þvi aö staö- festa þessa fullyröingu Marx. Hann benti i sama riti á ástæöurnar fyrir þessu og taldi þær einkum liggja I tökmörkun verkalýösbaráttunnar, þar sem hún væri oftast einskoröuö viö aö „berjast gegn þvi sem áhrifunum veldur, aö hún væri aö spyrna gegn hreyfingu niöur á viö, en breytti ekki stefnunni, aö hún notaöi fróandi lyf, en læknaöi ekki meiniö. Verkalýösstéttin má ekki gefa sig á vald þessum óhjá- kvæmlega skæruhernaöi...” Þaö er þessi almenna niöurstaöa um takmörkun verkalýös- baráttunnar sem varö til þess aö sósialistar létu sér ekki næja aö berjast innan verkalýös- hreyfingarinnar. Þeir stofnuöu einnig flokka framsæknasta hiuta stéttarinnar. Þessi afstaöa ræöur þvi aö viö störfum i flokki. • •• Rætur flokks okkar er aö finna I Alþýöuflokknum, Kommúnista- flokknum og Sósialistaflokknum. A þeim gamla grunni var Alþýöu- bandalagiö stofnaö fyrir nákvæmlega 10 árum, 1.-3. nóvember 1968. Flokkur okkar er þvi sem betur fer enn of ungur til þess aö halda yfir honum afmælisræöur, en á slikum timum leitar þó margt á huga okkar allra, sem þarflegt er aö reyna aö rifja upp og læra af. Þessir for- verar okkar, sem ég nefndi, geröu sér allir ljóst, aö þaö væri óhjá- kvæmilegt aö skipa I flokk fram- sæknasta hluta verkalýösstéttar- innar. Um tima töluöu menn stundum úr þessari sveit sem guösútvaldir til þess aö hafa vit fyrir verkalýönum. Sú kenning haföi hinar uggvænlegustu afleiö- ingar i öörum löndum og hefur reyndar enn. Henni höfnuöu islenskir sóslalistar lika alfariö viö stofnun Alþýöubandalagsins 1968 sem betur fer. Hitt er þó full- ljóst, af stefnuskrá Alþýöubanda- lagsins, aö hlutverk flokksins er aö greina kringumstæöur og vlsa leiö. Sá flokkur heyr ekki aöeins baráttu um vald I hinum borgara- legu fulltrúasamkomum. Hann heyr baráttu um vitund verka- lýösstéttarinnar, þvl aö hún er á hverjum degi undir ofbeldisfargi hinnar borgaralegu hugmynda- fræöi. Verkalýösflokkur, sem hefur valdiö I öfugu hlutfalli viö vitiö, baráttuinnsæiö og siöferöi- legt þrek, er litils viröi aö okkar mati. Sá flokkur er fyrr en varir fallinn ofani fallpytt hinna borgaralegu viöhorfa og neyslu- hyggju, þvi aö hann heyr aöeins baráttu um yfirborösvald borgaralegs samfélags, en ekki um sjálfa vitund verkalýös- stéttarinnar. Viö sem hér erum samankomin i dag, erum öll fulltrúar verka- lýösstéttarinnar, þar sem viö beitum hugmyndafræöi hennar, marxismanum, til greiningar á þjóöfélaginu og til baráttu fyrir nýju samfélagi. Okkur hér ber sérstök skylda framar öllum öörum, ef viö viljum standa undir þvl sögulega hlutverki, sem okkur er ætlaö, aö lýsa fram á veginn meö starfi okkar og tillögum. Flckkur og verkalýöshreyfing eru greinar á sama meiöi, en ekki þaö sama. Þaöer þó sameiginlegt hlutverk flokksins og verkalýös- hreyfingarinnar aö stuöla aö um- ræöum, lýöræöislegum skoöana- skiptum og baráttu viö and- stæöinginn. Meö samstilltu átaki innan hreyfingarinnar allrar er unnt aö ná árangri, sem jafnvel Kaflar úr ræðu er flutt var á ársfundi Verka- lýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagslns um síðustu helgi markar þáttaskil. Þaö geröist 1942. Þaö getur gerst nú. • •• Þeir forverar flokks okkar, sem ég drap á áöan, létu okkur eftir merki slungiö þrem megin- þáttum. Þeir þættir birtast i einkunnaroröum Þjóöviljans: sósialismi, verkalýöshreyfing og þjóöfrelsi. Viö höfum I 10 ár haldiö á þessum arfi og haft hann meö I ræöuhöldum á tyllidögum. Framhjá þvi veröur ekki litiö, aö viö höfum tryggt flokki okkar fjöldagrundvöll sem aldrei fyrr, en einhverra hluta vegna höfum viö ekki tryggt eölilegan sam- hljóm þessara einkunnarorða „sósialismi, verkalýöshreyfing og þjóöfrelsi.” Stundum finnst mér a.m.k. nú oröiö nauösynlegt aö minna á hiuti, sem áöur þóttu sjálfsagt mál. Vonandi er þaö bara missýning, ofsjónir eöa kannski eitthvaö enn verra, aö stundum viröist mér hinn póli- tiski veruleiki okkar vera uppfullur af smáborgaralegum viöhorfum neysluhyggjunnar og gerviþarfanna. Vonandi er þaö helber endileysa, aö nokkrum manni i okkar rööum detti þaö I hug, ab unnt sé aö reikna stétta- andstööurnar út I debet og kredit dálkum og þaö sé blátt áfram sanngjarnt aö deila svo meö tveim. Vonandi er ekki mikiö um þaö i ökkar röðum, aö menn geri sér ekki ljóst, aö viö náum þvi aöeins árangri I baráttunni fyrir sósialisma, að við tryggjum lslenskt þjóöfrelsi. Og viö gerum okkur þar af Ieiöandi vafalaust öll ljóst, aö þjóöfrelsið, verkalýös- baráttan og sósfalisminn veröa aldrei slitin úr samhengi hvert við annað. • •• Þegar Alþýöubandalagiö var stofnaö fyrir 10 árum, voru miklir innbyröis erfiöleikar i stjórnmálasamtökum okkar. Þjóöfélagslegt vald fiokksins byggöistá arfi Sósialistaflokksins og baráttu flokksmanna á Alþingi og I bæjarstjórnum, i Þjóö- viljanum og i verkalýös- hreyfingunni. Ef nú er litið yfir valdaaðstööu islenskra sósialista I Alþýöusambandi íslands kemur i ljós, aö hún er sáralitiö breytt I hinum einstöku verka- lýösfélögum ailt frá árinu 1942. Hér hefur þó siðan bæst myndar- legur liösauki I samtökum byggingamanna, en jafnframt er aöstaöan á einstökum stööum tæpari en hún var fyrir 30-35 árum. Nægir aö nefna Akureyri I þvi sambandi. A allra siöustu misserum hefur svo risið upp ný og voldug hreyfing launamanna þar sem er Bandalag starfs- manna rikis og bæja, þar sem áhrif sósialista eru veruleg og vaxandi beint og óbeint. Baráttu- vitund félaganna I BSRB styrktist og efldist I verkfallinu siöast- liöinn vetur, og ég er ekki i nokkr- um vafa um aö sú virkni og sá áhugi, sem kom þar fram, varö hin megin forsenda þeirra póli- tisku tiöinda sem fylgdu I kjöl- fariö á árinu 1978. Meö þvi aö stilla saman verka- lýðshreyfinguna, flokkinn og blaöiö tókst aö ná glæsilegum árangri i bæjarstjórnar-og þing- kosningunum s.l. vor. Þannig má segja aö viö höfum varðveitt, þróaö og þroskaö þann baráttuarf og þær baráttuaöferöir, sem viö tókum viö af Sósialistaflokknum fyrir 10 árum. Niöurstaöan varö sú aö viö höfum fleiri þingmenn og bæjar- fulltrúa en nokkru sinni fyrr, stjórnmálahreyfing sósialista hefur aldrei veriö traustari aö fylgi og ytri styrk en einmitt nú um þessar mundir. Flokkurinn er aöili aö rikisstjórn landsins, stærsti og sumir segja áhrifa- mesti stjórnmálaflokkurinn. Þá hefur Alþýöubandalagiö afger- andi forystu i meirihlutastjórn I Reykjavik. Hins vegar er ekki unnt aö neita þvi aö áhrif okkar i hinni faglegu verkalýöshreyfingu nú byggist aö verulegu leyti á forystu- mönnunum einum. Þar er yfir- leitt ekki um nægilega virkt lýöræöislegt starf aö ræöa. Þetta á aftur rætur sinar aö rekja til þess aö flokksstarfið sjálft hefur ekki verið nægjanlega bætt inn á viö. Þar vantar mikiö á, sérstak- lega á þeim svæðum þar sem verkalýösfélögin eru fjölmennust og stærst og mestu máli skiptir aö stéttabaráttan sé hvaö virkust. Flokkurinn ætti hvaö áhrifa- möguleika snertir aö hafa sterkari stööu núna en nokkru sinni fyrr, ef miöaö er viö þátt hans i fulltrúasamkomum eins og þingi og bæjarstjórn. Spurningin um áhrifamöguleika flokksins mótast hins vegar ekki af þessu einu heldur og ekki siöur af innri styrk hans annars vegar og af hinum þjóöfélagslega veruleika hins vegar. • •• Hiö innra starf flokksins er aö mörgu leyti gott og sums staöar allmarkvisst. Þar er þó viöa pottur brotinn. 1 þvi sambandi vil Frá ársfundi verkalýðsmálaráös Alþýbubandaiagsins I Lindarbæ sl. iaugardag. Ljósm.: Leifur. Stjórnmál á sunnudegi ég fyrst nefna verkalýösfélögin, sem ég hef fyrr vikið aö nokkrum oröum. Þar byggjum viö fyrst og fremst á gömlum grunni, en viö höfum ekki sótt okkur viöbót sem skyldi á siöustu árum. Einnig má halda þvi fram aö á þaö hafi skort að viö sækjum fram I ýmsum verkalýösfélögum, sem Alþýöuflokkurinn haföi meirihluta I er uppgjöriö mikla átti sér staö innan verkalýös- hreyfingarinnar I kringum 1940 og i þjónustugreinar þar sem áhrifavald ihaldsins hefur veriö rlkjandi. Hérna á ég sérstaklega viö verslunarmannafélögin og Sjómannafélag Reykjavikur og einnig samtök eins og Samband islenskra bankamanna. Ef hreyfing okkar hér I Reykjavik á aö dafna og styrkjast enn frekar veröur aö minu mati sérstaklega aö róa á þessi miö. Jafnframt er ljóst aö innra starf 1 þeim félögum sem hafa verið undir forystu sósialista veröur aö vera mikiö betra en þaö hefur veriö. Þarna tel ég sem sé einn aðal- veikleika okkar flokksstarfs. • •• Annan alvarlegan veikleika tei ég vera fólginn i skorti á fræöslu- starfi um grundvallaratriöi marxismans. Sósialiskur flokkur sem ekki stendur á traustum fræöilegum grunni getur áöur en varir breyst í andhverfu sina. Loks vil ég, varðandi innra starf flokksins, minnast á þá vax- andi tilhneigingu, sem viröist vera til þess hjá okkur aö hólfa flokksstarfið niöur I hluta. Viö höfum verkalýösmálaráöiö hér, og þaö fjallar um verkalýös- málin,og dagleg ákvöröunartaka þar er I höndum stjórnar verkalýðsmálaráðs. Viö ætl- umst til þess aö Samtök herstöövaandstæðinga fjalli um herstöövamáliö eöa ætl- uöumst til þess til skamms tima. Viö ætlum þingflokknum lands- málapólitíkina, og borgar- stjórnarfólkiö okkar fjallar um borgarmálapólitikina. Ég tel aö þessi hólfun sé I sjálfu sér hættuleg vegna þess aö flokk- urinn getur meö þessum hætti gliönaö i sundur. Hættan er sú aö þaö lokist á milli hólfanna og þar meö veröi settur punktur aftan viö þann kafla I þróunarsögu hreyfingarinnar, sem einkennst hefur af samspili þjóöfrelsis og verkalýösbaráttu. Þaö er staöreynd aö fjöldi manns á fulltrúasamkomu dugir ekki, ef ekki fylgir vakandi stéttarvitund og samstilling allra krafta flokksins. • •• Ég sagöi áöan aö flokkurinn ætti aö hafa allar forsendur til þess aö hafa mikil þjóöfélagsleg áhrif. Spurning væri um innra starf og styrk, og einnig um hin ytri pólitisku skilyrði. Ég hygg að allir geti hér veriö sammála mér um þaö, aö ytri skilyröi núverandi rikisstjórnar, sem við eigum aöild aö, séu á margan hátt önnur og erfiöari en þeirra rikisstjórna sem flokk- urinn hefur fyrr átt aöild aö. Nýsköpunarstjórnin 1944-1946 haföi þaö hlutverk aö treysta grundvöll hins efnahagslega sjálfstæöis meö þvi aö skapa hinum Islensku atvinnuvegum nýja möguleika. Þar meö lagöi nýsköpunarstjórnin undir forystu sósialista grundvöllinn aö jæim lifskjörum sem viö njótum enn þann dag I dag. Jafnframt beitti nýsköpunarstjórnin sér fyrir úrbótum I menntamálum sem enn sér staö i Islenska þjóö- félaginu. Vinstri stjórnin fyrri, 1956 til 1958 glimdi viö mikinn efnahags- vanda, en henni tókst þó aö draga úr efnahagsáhrifum hernáms- vinnunnar og i ööru lagi steig hún fyrsta og i raun erfiöasta skrefiö I hinni djörfu stefnu I landhelgis- málinu meö útfærslunni I 12 sjómflur. Þaö var Alþýöusam- bandsþingiö 1958 sem hafnaöi Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.