Þjóðviljinn - 12.11.1978, Page 16

Þjóðviljinn - 12.11.1978, Page 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. nóvember 1978 Punktar um Sunnudagsblað Þjóðviljans birtir að þessu sinni tvo kafla úr bók ólafs Gunnarssonar, „Milljón prósent menn" sem bókaútgáfan Iðunn gefur út. Bókin er enn óútkomin en kemur út á næstunni. A bókarkápu stendur m.a. um höfundinn: Árið 1955 var Ölaf ur Gunnarsson aðeins sjö ára og gat því ekki komið í veisluna þegar Halldór Laxness fékk nóbelsverðlaunin. Hann fékk ekki síðasta Silf urhestinn frá samtökum gagnrýnenda og það er enn ekki búið að veita honum bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs — þrátt fyrir tvær Ijóðabækur. Hann var ekki nógu vondur til þess að lesa upp með listaskáldunum vondu og það gleymdist að bjóða honum í kokteilinn til Bessastaða. En á meðan á öllu þessu gekk þá var hann að velta fyrir sér þessari bók. Og vegna þess að Falkeberget var búinn að skrifa Bör Börson og Snorri Sturjuson Heimskringlu þá settist Ólafur Gunnarsson niður og samdi Milljón prósent menn. höjundinn Ólafur Gunnarsson Birtir kaflar úr nýrri bók eftir Ólaf Gunnarsson, sem Iöunn gefur út á nœstunni Milljón prósent menn 1. Þegar skipið lagöist aö kom Engilbert i ljós á fyrsta iarrými og heilsaöi meö uppréttri hendi. Þar sem hann stóð viö boröstokk- inn hálsstuttur og herðabreiöur meö Al-Capone hatt á höföi minnti hann á meölim i innsta ráöi sovéska kommúnistaflokksins viöstaddan hersýningu á Rauöa torginu I tilefni byltingarafmæl- isins. Þrlr mánuöir höföu liöiö I ró og spekt. Ein og ein samlagn- ingarvél haföi malað letilega. En nU var hann kominn heim. Kvöld- iö áöur haföi Ernir unniö langt fram á nótt ásamt hinu starfs- fólkinu viö aö taka sýnishorn niöurUr hillumogpússa ogfægja, bóna gólfin og þvo alla glugga. Ernir var sendur til þess aö taka á móti Engilbert. Engiibert vaggaöi niöur land- ganginnoghéltannarri hendi um hattbaröiö. Hann rétti Erni tösku slna. — Hvernig hefuröu þaö góöi minn ertu ekki glaöur I þlnu hjarta hvar er bíllinn? — Hérna rétt hjá. —Elegant.ég þarf nefnilega aö biöja þig aö drifa mig til rakara ég ætla aöláta klippa mig I einum rennandi hvelli, ég var aö lesa viötal viö þennan John Lemmon I gærkvöldi. — Hann heitir Lennon. — Mér er andskotans sama um þaö. Jæja, þessi Lemmon hann sagöi frá þvi aö þegar þeir rökuöu saman sem mestum peningum hann og þessir Bltlar þá var þaö eina sem þeir þurftu aö gera, að koma bara fram á sviöiö órakaöir og óskeindir og hrista á sér haus- inn og góla, þurftu ekki einu sinni aöhafa gltarana i sambandi og þá gargaðiallur lýöurinn og slóst um aö borga þeim milljónir dollara. Ja, hvlllk þó rennandi della. Maö- ur heföi átt aö fara út i þetta i staöinn fyrir aö þræla eins og skepna allt sitt lff. Ernir drap á bilnum viö rak- arastofuna. — Komdu inn meö mér góöi minn þvl þaö er gaman fyrir þig aö sjá hvernig rakarastofa lltur út aö innan. Ernir leit.i baksýnisspegilinn. Hann var meö drengjakoll eins og fer min garstrákur. — Morinn herra rakari ertu ekki glaöur i þinu hjarta. Eg var aö segja þaö viö hann herra unga frænda hér aö hann John Lemmon... — Lennon, leiörétti Ernir, — ekki Lemmon þaö er sitróna. — Aö hann Lemmon i Bítlunum varö einn af ríkustu mönnum Englands á þvf aö nenna hvorki aörakasignéskeina. Sem sagtef maöur ætlar aö veröa milljóneri i dag þá er bara aö muna þaö númer eitt aö kaupa hvorki sápu né klósettpappir. Engilbert var kominn I stólinn og þaö rétt sást i augu hans og munn út úr sápulööurshnetti. — Þaö er þá annaö en hann Onassis sem er einn af gáfuðustu mönnum i veröldinni. Þaö eina sem hann vantaöi til aö vera full- komlega hamingjusamur var aö vera af aöalsættum og þá tók hann sig bara til og snaraði upp tékkheftinu og keypti Jacquline Kennedy. Fingur rakarans minntu á kónguló i hári Engilberts. — Þaö besta sem til er I verifld- inni er aö vera kaupmaður og sjálfs sín herra, var sagt upp úr sápulöörinu. — Hvernig hefur þér gengiö i sölunni góöi minn, sagöi Engil- bertþegar þeir voru aftur komnir I bilinn. — Er hann Grímur Guð- mundsson ánamaökagrósser bú- inn aö setja saman lampana eins og ég baö hann um. — Ég veit það ekki. — Nú hver sjálfur djöfullinn stjónar þessu. Veistu þetta ekki maöur ertu ekki búinn aö vinna hjá honum Grimi árum saman. Engilbert skellti I góm. — Hann er andskoti góöur hann Grimur. Ég skal segja þér þaö aö einu sinni var hann á skrifstofunni aö fara yfir vanskilavixla upp á hundraö og fimmtiu milljónir og opnaöi gluggann i fjórtán vind- stigum og fór fram aö ná sér i kaffi. Þegar hann kom aftur inn þá gekk hann út aö glugganum og sagöi: Nei, Engilbert séröu er þetta ekki mávager þarna á himninum. Ég skal upplýsa þig um hvaö þetta er herra minn sagöi ég viö hann. Þetta eru van- skilavlxlar upp á hundraö og fimmtiu milljónir sem eruá flugi tvokilómetrafyrirofan á hausinn á þér. Þaö tapaöist allt nema vix- ill uppá tólf hundruö krónur sem gömifl kona kom meö daginn eftir. Harg. Ja, hvilik þórennandi pipandi della. Þeir sáu síöhæröan mann leiöa stúlku. — Djöfull er aö sjá þennan mann. Bara segöu mér hver þessi maöur er. Bara hver er þessi maður, hljóöaöi Engilbert. Ernir þekkti ekki manninn. Þeir komu gangandi aö húsinu og Engilbert opnaöi dyrnar á Teppahöllinni. — Mwinn herra Grlmur Guömundsson verslunar- stjóri hér og direktör. Morinn herra minn. Grimur kom á móti þeim og néri hendur sinar og hló. — HI. HI. Morinn og velkominn húsbóndi. Velkominn. Engilbert ræskti sig grimmi- lega og leit rannsakandi i kring- um sig á mismunandi stóra teppahlaöana sem fýlltu gólfið. Sólin féll inn og lýsti upp rák á rauöu og stóru teppi. — Ertu oröinn snarvitlaus Grimur séröu ekki aö sólin skin hér inn á teppin hverslags renn- andi della er þetta maöur var ég ekki margbúinn aö segja þér aö hafa alltaf gluggatjöldin dregin fyrir. Grimur néri hendur sinar i ör- væntingu. — Djöfullinn sjálfur Engilbert, djöfullinn sjálfur þetta má ekki ske. Djöfullinn sjálfur en þúveist þaö eins vel og ég aö ágústsólin skaöar ekki teppin. Hún skaöar ekki teppin. Þetta má bara ekki ske. — Ágústsólin! Át Engilbert upp eftir Grimi og staröi á verslunar- stjórann. — Hvaöa munur er á henni og júnísólinni ertu oröinn bandvitlaus maöur aö bjóöa mér upp ásvona endaleysu og þetta er stóra persneska teppiö, hvenær helduröu aö þaö fari maöur ef þú hugsar svona um fyrirtækið ertu búinn aö setja saman gömlu lampana uppi á lofti fyrir sölu- deildina. Væntanleg- ar bœkur á vetrar- markaöi — Þaö er ekki hægt aö setja þá saman þaö er ekki einn einasti hlutur samstæöur, þaö er ekki hægt djöfullinn sjálfur. — Ég er aö segja þér aö setja lampana saman maöur er ég orö- inn sendisveinn hér. Taktu hend- urnar úr vösunum á meöan ég tala viö þig Grimur. Engilbert vaggaöi upp stigann og tautaði reiöilega fyrir munni sér og Ernir elti meö töskuna. Engilbert gaut hornauga inn i glerbúriö. Þaö hvein I reikni- og ritvélum. Hann gekk inn til skrif- stofustjórans. — Sæll herra skrifstofustjóri hann er orðinn sjóöandi vitlaus hann Grlmur, aö ágústsólin skemmi ekki teppin ég hef aldrei heyrtannaö eins kjaftæöi I hverju var hann Ernir frændi á meöan ég var úti? — Ja, hann var hjá honum Grlmi og svona I hinu og þe... — I hinu og þessu, ég sagöi aö þaö ætti aö leggja aöaláhersluna á aö láta drenginn rukka. Hér liggja reikningar mánuöum sam- an án þess aö viö þeim sé hreyft og enginn nennir aö fara út i næstu búö til þess aö ná I peninga ámeöan viö sendum bíl og mann upp aö Gullfossi og Geysi aö rukka tikall. Ég hef aldrei á minni lifsfæddri ævi vitaö annaö eins, láttu hann Erni frænda fá reikningabunka eins og skot og svo hættir drengurinn strax hjá honum Grlmi og ég fylgist meö þessu sjálfur. Égverö aö bjarga honum Erni frænda frá þessum hálfvita. Hann Grímur er orðinn bandvitlaus þaö lá hér persneskt teppi óselt I fleiri ár og þegar þaö loksins fór hvaö helduröu aö hann hafi gert þá herra skrifstofu- stjóri? — Ég veit þaö, þú... — Hann fór beinustu leið upp i bréfaskriftir og lét panta annað. Harg, ja, hvilik þó pipandi enda- leysa. Ernir fékk reikningabunka. Grimur sat eins og dæmdur i búrinu. — Heyröirðu hvaö ég sagöiu viö hann vinur. Ég sagöi aö þaö væri ekki hægt. Ég sagöi aö þaö væri ekki hægt. Ernir fór út aö rukka. — Reikningur frá Engilbert? Ertu oröinn vitlaus ég fékk vör- una I gær. Ég vil ekki sjá neitt rukkararusl hér. Séröu ekki aö ég er aö tala viö mann. Hvers vegna komiö þiö ekki fyrst með reikninginn óg svo meö vöruna. Nei, ég gef engan tékka fram i tlmann. Ekkert gúmmí vinur. 2. — Morinn. Snemma morguns. Engilbert valsar eftir ganginum I fyrirtæki slnu og rafknúnar rennihuröirnar hverfa hljóölaust inn I veggina þegar hann nálgast og lokast aftur aö baki honum. Inn i sölu- deildina, aftur til baka yfir stiga- pallinnog inn I skrifstofuálmuna. Snú og sömuleiöis. Engilbert sveiflar höndum til og frá og skellir i góm, ræskir sig og fer með kvæöi á göngunni. Þegar hann kemur aö ljóölínu sem er honum sérlega aö skapi þá hækk- ar hann röddina og lyftir sér i herðum og sönglar: — Þú komst I hlaöiö á hvitum hesti... Og morgunninn liöur. Engilbert heldur áfram göngu sinni, veltir vöngum og hugsar: Brennivín er mesta eitur sem til er I veröld- inni. Rennandipipandi della er aö sjá þessa menn. Rauöbláir i framan. Attu fimmhundruö kall? Rek þaö framan I þig á morgun. Ekki væri ég betur settur ef ég hefði ekki rifiö mig upp úr þessu. Attu hundraökall? Geturöu bjargaö mannsllfi, elsku Berti minn? Þaö þarf aö þora aö hugsa til þess aö geta komiö upp fyrir- tæki. Kjartan bróöir. Nei. Vinna. Tuttugu tíma á sólarhring. Nei, tuttugu og einn. Þrjár mfriútur i kaffi og fimm minútur i mat. Allan daginn. Siöastliöin þrjú ár. Eins og djöfullinn sjálfur væri á hælunum á mér.Uppogniöuralla stiga meö tiu og tólf verkakalla. Vöruhlaöarnir hærri en húsiö. Harg. Ekkert upp úr þessu aö hafa. Ef ég heföi ekki stundaö fasteignabrask árum saman þá værumviðekki hér I dag. Alagning á þessum timum. Engin. Tóm pípandi della. Kostar 2623 kr. aö reka þetta fyrirtæki á mínútu. Loguöuljós á lagernum I alla nótt býst ég viö. Auma andskotans drasliö sem maöur hefur I vinnu. Mundu fara framúr á náttkjóln- um I þrjátiu stiga frosti til þess að slökkva á fimm kerta peru ef þau ættu þetta sjálf. Ekkert upp úr þessu aö hafa. Ná þvi upp meö kommisjón. Stofna sjoppu. Lang- best. Sitja bara i gati og selja súkkulaöi og vindla. Nei. Reyndi þaö einu sinni. Rennandi della. Dag og nótt i gatinu og þess á milli i bókhaldinu. Tollurinn. Hér. Brjálaöir. Greta Garbó fer i gegnum tollinn i öllum löndum heims meö fimmtiu feröatö6kur án þess aö ein einasta sé opnuö. Hér. Hér má ekki gömul kona koma meö tvær hálfétnar appel- sinur I bréfpoka inn I landiö þá ætlar allt vitlaust aö veröa. Selja þetta allt saman og koma sér burt. Onassis. Atti tlu oliuskip þegar hann var átjánára. Ekkert svipaö hægt aö gera. Skitterl. Smápeningar. Þorir enginn aö hugsa. Kommúnistar hiröa þetta alltsaman bráöum. Þegar ég var i Póllandi. Tveggja kilómetra löng biöröö. Hvaö ekki vissi ég aö Greta Garbó væri i bænum. Nei. Nei. Viö vorum aö opna mjólkur- búöina. — Morinn! Þeir sem komu hvildir og sléttir I framan til vinnu á mánudags- morgnum hrukku i kút viö þessa kveöju og uröu aö einni grettu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.