Þjóðviljinn - 12.11.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.11.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 12. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 skrá Æskunnar 1978. Þar kennir margra grasa, og sumra næsta kynlegra. Ekki er þar nú allt barna meöfæri: „ísadora” (Fear of Flying) eftir Ericu Jong er á pöntunarlista barn- anna, og „Konan — ég” — „opinská frásögn af kynlifi kon- unnar.” Þvi er lofaö i bókar- kynningunni, aö þegar menn hafi lesiö bókina, gjörþekki þeir konuna — — likama og sál, hvorki meira né minna. Ekki amalegt þaö. Bonnie og Clyde eru þarna lika og bókin „Morö á morö ofan”, sem fjallar um menn sem allir deyja á til- settum tima. Og ekki má gleyma bók Xavieru Hollander, „Til i tuskiö”. — Já, þaö er ekki nema von aö erfitt sé aö kljást viö hina ægilegu spillingu æskunnar, þegar spillingaröflin hafa jafnvel náö tökum á Æskunni meö stórum staf. Svo bregöast krosstré. Hundrað króna bók Annars er lygilega lágt verö á sumum bókum þarna hjá Æskunni. Til dæmis kostar ljóöabókin „Sólborgir” eftir Guömund Inga Kristjánsson á Kirkjubóli litlar 100 krónur. Hvað fást margar karamellur fyrir hundraökall I dag? Ellefu dollara blað Heima er best er afskaplega vinalegt timarit og kostar aöeins 11 dollara á ári i Ameriku. Þaö liggur viö aö maöur hverfi sosum öld aftur i timann við aö fletta þessu blaöi, til hins kyrrláta baöstofulifs I sveitinni eilifu. Þjóölegur fróöleikur svo- kallaöur er kjarni þessa rits. Það minnir einna helst á Lesbók Moggans þegar Arni Ola rit- stýrði henni, áöur en Gisli Sigurösson kom þangaö meö sportbilana og húsin i Arnar- nesinu. Svo er þarna framhalds- saga eftir Guöbjörgu Hermannsdóttur frá Bakka, I þjóðlegum stil Guðrúnar frá Lundi. Bjartsýni í Þorlákshöfn Lystræninginn tók upp falliö merki Birtings sáluga. Tima- ritiö er gert út af undraveröi þrautseigju frá Þorlákshöfn og heföu einhverjir látiö segja sér þaö tvisvar hér áður fyrr, aö menningin ætti sér lögheimili I þvi kornunga sjávarplássi. Og þeir Þorlákshafnarmenn ætla ekki aö láta deigan siga: „Þrátt fyrir ýmsa erfiöleika munum viö halda ótrauöir áfram útgáfunni, fullvissir þess aö meö ykkar hjálp munum viö sigra I vixlastriðinu mikla,” segja þeir I ritstjórnarspjalli. Bjartsýnin lengi lifi og Lystræninginn lika, ekki mun af veita I þessu villimanna- þjóöfélagi. Vernharöur Linnet, primus motor þeirra lystræningja, skrifar bráöskemmtilega i októberheftiö um djasspian- istann Horace Parlan og kappa hans. Sverrir Hólmarsson skrifa ágæta yfirlitsgrein um leikáriö 1977-78. Fjármagn og hugsjónir Hér hefur veriö tæpt á sex timaritum. Sum þeirra ganga fyrir auglýsingum, önnur gömlum vana og gömlum og sauötryggum áskrifendum, og enn önnur fyrir kraftaverkum og vixlum. öll eru þau hluti þess viöfeöma hugmyndafræöilega litrófs, sem þrifst hér þrátt fyrir allt 1 krafti fjármagns eöa fátæktar, hasars eöa hugsjóna. Einar Orn Stefánsson BANDARÍKIN Torlæsi enn furðu algengt Varla liöur sá mánudagur aö nemandi komi ekki meö nýtt orö sem hann hefur heyrt frá prédikunarstólnum. Tuttugu og þrjár mil- jónir fullorðinna Banda- rikjamanna auk 13% sautján ára unglinga geta ekki lesið. Þegar fólk þetta greiðir reikn- Jonathan Kozol leggur til aö at- vinnulausir kennarar veröi virkj- aöir I baráttunni gegn torlæsi. inga, gerir það aldrei athugasemdir af ótta við að upp um það komist. Þrátt fyrir aö lestur og réttritun séu kennd i skólum, getur fólk þetta ekki skrifaö einföldustu skilaboö. Skóli lifsins? Skýringar á þessu ólæsi geta veriö æöi margar. Kennarar leggi ekki nægilega áherslu á undir- stööuæfingar, menn ljúki skóla- skyldu án þess aö hafa lært al- mennilega aö lesa; þá kann sjón- varpiö aö hafa haft alltof stóru hlutverki aö gegna á þroskaferli manna, enn aörir eru torlæsir vegna þess aö foreldrar þeirra skiptu sér aldrei af þvi hvernig þeim vegnaöi i skóla. Aö sjálfu leiöir aö vankunnátta I lestri veröur mönnum mjög til trafala I siharönandi lifsbaráttu. Einn af starfsmönnum Kennslu- málastofnunar Bandarikjanna segir aö hinar ýmsu atvinnu- greinar krefjist meira af fólki nú en áöur. Nú sé ekki nóg fyrir til dæmis matsvein aö kunna aö skrifa nafn sitt eins og var fyrir fimmtán árum. ólæsi allra stétta Torlæsi þetta herjar á öll lög þjóöfélagsins. Ráöamaður einn i Kaliforniu lokar aö sér öllum dyr- um er hann þykist fara yfir bréf, sem ritarar hans hafa vélritað. Verkalýösforingja i Detroit bregöur illþyrmilega þegar hon- um er réttur samningur til undir- ritunar. Ekkja auökýfings á Flórida leitaöi hjálpar til aö lesa yfir bankaskjöl, eftir aö maö- ur hennar féll frá. Skólastjóri i skóla fyrir full- oröna á Miami segir torlæsi vera langtum algengara en fólk renni grun I. „En fólk leitar ekki hjálpar okkar,” segir hann, „þaö stendur sig yfirleitt vel þegar rætt er viö þaö og grunaöi fæsta aö þaö gæti hvorki lesiö, skrifaö né reiknaö einföldustu dæmi.” Kúbanska herferðin Skólaráögjafinn Jonathan Koz- ol stingur upp á aöferö I likingu viö þá sem notuö var á Kúbu áriö 1961, en þá tókst aö lækka fjölda ólæsra úr 25% i 5% á aðeins einu ári. Almennt er sú aöferö sem Kúbumenn notuöu þá talin til fyrirmyndar fyrir þróunarlönd. Hugmyndina kemur Kozol fram meö I bók sinni „Börn byltingarinnar” þar sem hann segir frá reynslu sinni, er hann kenndi kúbönskum ungmennum aö lesa. Segir hann þar aö ef bandariska þingiö myndi sam- Framhald á bls. 22 Þessar glæsilegu íbúðir eru Fossvogsmegin í Kópavogi og afhendast fullgerðar í sept.-okt. 1980.Sameign verður frágengin m.a. ræktuð lóð. STÆRÐ: 3ja og 4ra herb. íbúðir FRÁGANGUR: íbúöirnar verða fullgeröar m. innréttingum og hreinlætistækjum. Dúkar á eldhúsgólfi og baöi. Sameign og /óð verður frágengin Sér geyms/a á 1. hæö fy/gir hverri íbúð. GREIÐSLUKJÖR, byggingaáætlun ofl. Bygging íbúðanna er hafin og er áæt/að að húsið verði fokhelt í sept. 1979. Greiðslur mega dreifast á 3 ár. Beðið verður eftir húsnæðismálastjórnarláni ATHUGIÐ 1. Fast verð er á íbúðunum. 2. Traustur byggingaraðili. 3. Vegna lánaurmsókna er æskilegt að festa sér íbúð strax. 4. Teikningar og frekari upplýsingar á skrifstofunni. Byggjendur: VOGASTEINN H.F. Arkitekt: KARL ERIK ROCKSÉN SÖLUAÐILI: Vonarstræti 12, sími 27711 Sigurður Ólason hrl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.