Þjóðviljinn - 12.11.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.11.1978, Blaðsíða 13
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. nóvember 1978 Sunnudagur 12. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Ingibjörg Haraldsdóttir heimsækir lífstíðarfanga í Glasgow Myndir hans prýða ganga tilraunafangels- Jimmy Boyle-fanginn sem gerðist myndhöggvari 'immy að störfum i vinnuklefa sínum Stundum vinnur hann átta tima á dag, án hvildar. Höggmynd eftir Jimmy Boyle Einn rigningardag í ágúst fór ég að heimsækja Jimmy Boyle í Barlinnie- fangelsið, sem staðsett er rétt utan við Glasgow. Er- indið var að flytja Jimmy kveðju frá vini hans á Is- landi. Bariinnie-fangelsið er aldargamalt og ógn- vekjandi við fyrstu sýn. Þar eru þykkir múrar og traustir lásar. Ábúðar- miklir lögreglumenn fylgj- ast með öllum hreyf ingum mínum og Ijúka upp dyrum með leyndardómsfullum tilfæringum. Þeir kipra saman augun þegar ég ber upp erindið: hvað skyldi hún vilja þessum líka þokkapilti, Jimmy Boyle? Skömmu síðar kemur maður í hvítum slopp og bendir brosandi: þessa leið. Égtrítla á eftir honum gegnum fangelsisportið, bíð meðan hann lýkur upp hliði einu miklu og allt í einu erum við komin inn f svolítinn húsagarð. Það f yrsta sem ég sé eru högg- myndir á stöplum. Margar höggmyndir, sem ég fæ að skoða betur seinna. I garðinum miðjum er fremur lítið hús. „Þetta er „special unit"" — segir vörðurinn og er horfinn, og nú kemur Jimmy Boyle brosandi út úr húsinu. Ég þekki hann af kápumynd- inni á sjálfsævisögu hans, sem ég hef verið að lesa að undanförnu. Hver er Jimmy Boyle? Og nil er víst kominn tfmi til aö útskýra fyrir lesendum hver þessi Jimmy er, og hvaö „special unit” merkir. Fyrir fimm árum var Jimmy Boyle kallaöur „The most violent man in Scotland” — mesti ofbeld- isseggur Skotlands. Hann haföi þá setiö i einangrunarklefum i rúm fjögur ár, og var aö afplána llfstföardóm fyrir morö. Fanga- veröirnir réöu ekkert viö hann, þvi hann notaði hvert tækifæri sem gafst til aö ná sér niöri á þeim. Á endanum lokuöu þeir hann inni i búri, I bókstaflegri merkingu þess orös. útbúinn var sérstakur klefi i Inverness-fang- elsinu, sem er almennt taliö eitt lokaöasta fangelsi I Skotlandi. Járngrindum var komiö fyrir i klefanum miöjum, og skiptu þær honum 1 tvennt. Grindurnar voru búnar öflugum öryggisútbúnaöi, og var ekki hægt aö opna þær nema meö þvi aö ýta á þartilgerö- an hnapp frammi á ganginum. Fyrir innan grindurnar sat Jimmy, allsnakinn, einsog villi- dýr i búri. Venjulegir einsmanns- klefar i fangelsum er ekki stórir, en hann haföi aöeins hálfan klefa. Fangaveröirnir komu aldrei inn I klefann nema I hóp. Þeir ýttu matnum til hans undir rimlana og flýttu sér út aftur. Nema þegar þeir komu til aö „leita á honum”. Aö visu voru engar likur á þvi aö hann gæti faliö eitt eöa neitt i búr- inu slnu, en þeir leituöu samt, og var þaö oftar en ekki gert i þeim tilgangi einum aö auömýkja hann. Þeir ástunduöu einnig ann- arskonar pyntingar, aöallega meö ljósum og hávaöa, og stund- um fékk hann engan svefnfriö, sólarhringum saman. En ekkert dugöi til aö brjóta Jimmy Boyle niöur. Hann hélt áfram aö skap- rauna fangavöröunum sem mest hann mátti. Stundum henti hann matnum sinum i þá, þegar þeir ýttu honum til hans. Stunum tók hann til þess ráös aö ata sig allan út i sinum eigin saur. Þá neyddust þeir til aö hreinsa hann. Þegar þeir sáu ekki til iökaöi hann jóga- æfingar. Ein hugsun var öörum yfirsterkari I huga hans: hann mátti ekki láta þá brjóta sig, hann mátti ekki missa vitiö. „Ég byrjaöi aö afplána minn lifstiöardóm daginn sem ég fædd- ist”, — sagöi Jimmy Boyle ein- hverju sinni. Hann fæddist I versta fátækrahverfi Glasgow, The Gorbals, áriö 1944. Faöir hans var afbrotamaöur og lét lifiö I slagsmálum þegar Jimmy var fimm ára. Eftir þaö sá móöir hans fyrir honum og þremur bræörum hans. Hún vann viö þvotta og ræstingar og þurfti aö vinna á þremur stööum til aö hafa ofan i sig og börnin. Hún var þvi ekki mikiö heima viö, og Jimmy og bræöur hans ólust upp aö mestu leyti á götunni. Leikir þeirra fólust helst I aö leita aö leikföngum eöa ööru spennandi I öskutunnum betri borgara, elta uppi rottur og hnupla I verslun- um. Jimmy lenti kornungur I hönd- um lögreglunnar i fyrsta sinn og þar meö var glæpaferill hans haf- inn. Hann kynntist öllum „betr- unarhælum” og fangelsum sem Glasgow haföi upp á aö bjóöa. Aöur en hann varö tvitugur var hann oröinn aö harösoönum töff- ara sem sveifst einskis. Uómarnir sem hann hlaut uröu stööugt þyngri, afbrotin uröu lika alvarlegri. Hann var fyrirliöi bófaflokks, sem hagnaöist eink- um á vændi og okurlánastarf- semi, en stundaöi einnig likams- árásir og ýmisskonar glæpi, stóra og smáa. Lögreglan var slfellt á hælum þeirra, en tókst ekki aö hanka þá á neinu verulega alvar- legu. Þar kom þó aö lokum, aö Jimmy var ákæröur fyrir morö. Mörg atriöi eru enn óljós I sam- bandi viö þaö morö. Hinn myrti var úr undirheimum Glasgow- borgar og haföi nokkrum sinnum setiö inni um leiö og Jimmy. Þeir höföu hist eitt júlikvöld 1967, báöir drukknir, og fariö aö rifast. Deilunni lauk meö þvi aö Jimmy dró upp hnif og stakk honum i manninn. Þegar hann fór út úr húsinu var maöurinn lifandi, og Jimmy heldur þvl fram aö þaö hafi ekki veriö hann sem gekk frá honum endanlega, þaö hafi ann- ar gert. En hann viöurkennir aö tæknilega séö heföi hann getaö framiö moröiö. Og fyrir þetta morö hlaut hann llfstiöardóm. Allt i einu rann þaö upp fyrir hon- um aö frelsiö var honum glataö fyrir fullt og allt. , ,Frelsiskenndin” Enginn veit hvaö átt hefur fyrren misst hefur. Og nú skildist Jimmy Boyle aö frelsiö er þaö dýrmætasta sem maöurinn á. Hann var aöeins 23 ára þegar þetta geröist, en honum fannst llf- inu vera lokiö. Og hann ákvaö aö sætta sig ekki viö þaö. Hann geröi uppreisn. Þvi betur sem hann kynntist hinum ýmsu fangelsum Skot- lands, þvl ákveönari varö hann I aö láta aldrei beygja sig, hvaö sem þaö kostaöi. Dauöarefsing var afnumin á Bretlandi áriö 1969. Þá sátu fangelsin uppi meö lifstiöarfanga, sem áöur heföu einfaldlega veriö dæmdir til dauöa. Einn þeirra var Jimmy Boyle. Þaö er ekki aö efa aö hann hefði hlotiö dauöadóm á endanum, ef sá möguleiki hefði veriö fyrir hendi. Ekki fyrir moröiö, sem áöur var skýrt frá, heldur fyrir framferöi sitt I fangelsinu. Fangavöröunum heföi ekki oröiö skotaskuld úr þvi aö fá hann dæmdan fyrir llkams- árásir og annan uppsteyt. En nú uröu þeir aö dúsa meö hann og aöra honum llka, og voru skilj- anlega lltt hrifnir af þvi. Sú spurning varö nú stööugt áleitnari, hvaö fangelsisyfirvöld ættu til bragðs aö taka, hvernig þau ættu aö bregöast viö sivaxandi óróa og uppreisnartil- raunum meöal fanga. 1 ljós kom aö hert eftirlit, ein- angrun og aörar öryggisráöstaf- anir I gömlum stll dugöu ekki. Hér þurfti eitthvaö nýtt aö koma til sögunnar. Og þá kom fram hugmyndin aö setja á stofn tilraunadeild viö Barlinnie- fangelsiö i Glasgow. Safna þar saman nokkrum erfiöustu föng- unum og reyna nýjar aöferöir viö þá. Þannig varö „special unit” til. Nýtt líf I janúar 1973 var Jimmy Boyle hleypt út úr búrinu I Inverness. Hann var fluttur handjárnaöur og I fylgd margra lögreglumanna til Barlinnie-fangelsisins. Honum var sagt aö hann ætti aö fara I nýja tilraunafangelsiö, en hann trúöi þvi ekki, heldur var hann sannfæröur um aö nú ætti aö grafa hann lifandi á einhverju geöveikrahæli. Þaö var einmitt þaö sem hann óttaðist mest. 1 einangruninni haföi hann byggt upp einskonar varnarveggi innra meö sér, sem geröu þaö aö verkum aö hann gat ekki talað viö fólk. 1 tilraunafangelsinu hitti hann fyrir tvo gamla kunningja sina, sem voru I sömu aöstööu og hann, en hann gat ekki talaö viö þá. Firring hans var algjör, og takmarkalaus tortryggni stjórn- aöi geröum hans. Hann kunni ekki lengur aö sitja til borös eöa framkvæma hinar einföldustu at- hafnir daglega lifsins og honum fannst óbærilegt að ganga einn lengri vegalengdir en tlu skref. Þannig var hann á sig kominn þegar hann byrjaöi nýtt lif. Hugmyndin sem lá aö baki til- raunaf angelsinu var sú, aö samneyti viö annaö fólk, manneskjuleg meöferð og traust myndu hjálpa þessum erfiöu föngum aö þroskast og vaxa sem manneskjur. Til aö byrja meö voru fangarnir aöeins fimm. Fangaveröirnir voru likari hjúkr- unarmönnum en lögregluþjónum, bæöi I klæöaburöi og framkomu. Einn þeirra var jafnframt einn aöalhvatamaöurinn aö stofnun tilraunadeildarinnar. Hann heitir Ken Murray og starfar þarna enn, vingjarnlegur og rólyndur maöur á miöjum aldri. Þaö var hann sem átti stærstan þátt I breytingunni sem varö á Jimmy Boyle. Daglegt llf i fangelsinu er vissulega bundið I ákveönar skoröur. Fangarnir eru vaktir kl. 6 á morgnana meö þvl aö klef- arnir þeirra eru opnaöir, og þeim er ekki lokaö aftur fyrren kl. 9 á kvöldin. Þennan tima mega fangarnir fara allra sinna feröa innan þess svæöis, sem afmark- ast af húsi deildarinnar (þaö var áöur kvennadeild Barlinnie-fang- elsisins) og húsagaröinum. Llfsmátinn hefur veriö I stööugri þróun á þessum fimm árum. Smám saman hafa Ibúarn- irfengiöýmsuframgengt: núorö- iö annast þeir sjálfir alla matseld fyrir sig og allt annaö sem lýtur aö heimilishaldi. 1 rauninni likist þetta einna helst kommúnu, nema hvaö fólk I venjulegum kommúnum er yfirleitt ekki læst inni i herbergjum sinum á nóttunni. A fimm árum hefur Jimmy Boyle breyst úr „mesta ofbeldis- segg Skotlands” I viðmótsgóöan og brosmildan náunga, sem kann mjög vel aö koma fyrir sig orði og er uppfullur af jákvæöum lífs krafti. Hvaö hefur gerst? 1 fyrsta lagi hefur tilrauna- fangelsiö gefist vel og sú hug- mynd sem aö baki þvi býr reynst haldgóö og raunhæf. Þaö er ekki þarmeö sagt aö allt hafi gengiö einsog I sögu frá upphafi, ööru nær. Erfiöleikarnir hafa veriö svo miklir, aö oft á tiðum virtust þeir óyfirstiganlegir. Jimmy er „stjarnan” i hópnum, og engum viröist hafa gangið jafnvel og honum aö aölagast þessu nýja kerfi og þroska hæfileika sina — ef til vill stafar þaö af þvi aö hann bjó yfir meiri hæfileikum en hin- ir. Þetta þýöir þó alls ekki aö hann sé sá eini sem notiö hefur góös af tilraunadeildinni. En nokkrir hafa gefist upp: einn framdi sjálfsmorö, aörir fengu þvi framgengt aö veröa fluttir I „venjulegt” fangelsi þar sem þeir þyrftu ekki að gera jafnmiklar kröfur til sjálfra sin. Þeir voru búnir aö lifa of lengi viö grimman aga til þess aö geta axlað þá ábyrgö sem frelsinu fylgir — jafnvel takmörkuöu frelsi einsog þvl sem rlkir á tilraunadeildinni. Hópandi Samskipti fanga og fangavaröa i þessu fangelsi hafa einnig þróast á þessum fimm árum, úr vantrausti I traust, úr hatri i vin- áttu. Eitt af þvi sem haft hefur afgerandi áhrif á þá þróun eru fundir, sem haldnir eru reglulega og þar sem allir, fangar og fanga- veröir, hafa jafnan atkvæöisrétt og málfrelsi. Þar þarf hver einstaklingur aö standa fyrir máli sinu, útskýra hegöun sina og á- stæöur fyrir einhverjum ákveön- um athöfnum. Þaö heitir aö sitja I „heita sætinu” ef einhver hefur breytt á annan veg en honum bar og situr nú og hlustar á gagnrýni félaga sinna. A þessum fundum er ástunduð sjálfsgagnrýni, ekki siöur en gagnrýni á aðra. Meö þessu móti hefur smám saman skapast hópandi, sem nauðsynlegur er á hverjum þeim staö þar sem fólk umgengst ann- aö fólk, hvort sem um er aö ræöa heimili, vinnustaö eöa eitthvaö annaö. En þótt samney ti viö annaö fólk og manneskjuleg meöferö hafi veriöfrumskilyröi þess aö Jimmy Boyle breyttist úr dýri i mann, heföi þaö eitt ekki nægt til aö gera hann aö þeim manni sem hann er 1 dag. Skömmu eftir aö tilraunadeild- in var opnuö tók kona aö nafni Joyce Laing aö venju komur sinar þangaö. Hún er mikil áhugamanneskja um aö nota listræna sköpun til lækninga og endurhæfingar, og hefur slík iöja veriö nefnd „art therapy” á ensku, en ég kann ekki tslenskt orö yfir þaö, enda lltt stundaö hér á landi enn sem komið er. I fyrstu geröu fangarnir grin aö konunni, en einn daginn kom hún meö sjö pund af leir I poka og sagöi þeim aö fara nú aö hnoöa. Jimmy fór aö fikta viö þetta og fann brátt aö hér var eitthvaö sem hann haföi gaman af. Hann tók aö móta myndir af félögum slnum I leir- inn, og vöktu þær mikla hrifn- ingu. Þess var ekki langt aö biöa aö Jimmy dembdi sér út I listina af þeim heljarkrafti sem jafnan haföi einkennt hann ef hann tók sér eitthvaö fyrir hendur á annaö borö. Hann tók aö prófa sig áfram meö ýmis efni og brátt var hann farinn aö höggva I stein og bræöa saman málma. Hann hátti þaö til aö vinna hvildarlaust I átta tima, og hætti oft ekki fyrr en blæddi úr höndum hans og hann gat ekki staöiö á fótunum vegna þreytu. Hann haföi fundiö sér farveg. Fyrst I staö var einsog hann væri aö ryöja úr sér allri þeirri reiöi og árásarhvöt sem frelsisskerðing- in vakti meö honum. Þaö var ekki fyrren seinna, aö hann uppgötv- aði jákvæöar tilfinningar I sjálf- um sér. En þá þyrmdi lika yfir hann. Skyndilega varö honum ljóst aö hann haföi fariö á mis viö stóra „parta af sjálfum sér”: hann þekkti ekki nema þaö sem sneri út á viö, aö gráum og ljótum veruleika. Allt frá þvl hann mundi eftir sér haföi hann barið niöur allar þær tilfinningar sem flokkuðust undir „veimiltltuhátt” 1 þeim grimma karlaheimi sem hann var alinn upp I, heimi slags- málahunda og drykkjusvola, sem voru hetjur hans i æsku. Og nú skildi hann hversu fátækur hann haföi veriö. Nokkru slöar hóf hann nám I „opnum háskóla”. I bernsku stundaöi hann aðeins skyldunám- iö, og þaö ekki alltof vel, en nú ákvaö hann aö ráöa bót á þekk- ingarskorti sinum. Hann innrit- aöist i sálfræöideild og hefur nú lokiö þriggja vetra námi þar. Þessi opni skóli er bréfaskóli, sem er öllum opinn, einsog nafniö bendir til. Aöeins hálfu ööru ári eftir aö hann kom I tilraunafangelsiö hélt hann sina fyrstu sýningu. Þaö var á Edinborgarhátlöinni 1974. Slöan hafa höggmyndir hans veriö sýndar oft og vlöa. Höggmyndir Jimmys 1 húsagaröi tilraunafangelsis- ins standa margar höggmyndir á stöplum. Þær standa þarna eins- og til aö bjóöa gesti velkomna, og vissulega gleöja þær augaö eftir langa göngu um rangala fangelsis Hennar Hátignar.Myndirnar eru yfirleitt ekki stórar, en gerðar af miklum krafti. Þarna eru brjóst- myndir af fólki, myndir af hönd- um og myndir af óbornum og ný- fæddum börnum. Þetta eru sterk- ar og samþjappaöar myndir. Myndir sem gott er aö snerta. Jimmy hefur oft spurt sjálfan sig, hversvegna hann fáist viö myndlist. „Stundum dettur mér I hug,”segir hann „aö þaö hljóti aö stafa af þvi, aö allt mitt fyrra1 llf var svo gjörsneytt sköpunar- starfi. Sá timi hlaut aö koma aö sköpunarþröfin kæmi upp á yfir- boröiö, einsog nú hefur gerst. Er ég listamaður? Ef svo er, þá er hver einasta mannvera á þessari jörö listamaöur.” I sumar var haldin mikil hátlö I Craigmillar, sem er eitt af út- hverfum Edinborgar. Sllkar hátlöar eru haldnar þar árlega og það eru Ibúar hverfisins sem standa fyrir þeim aö öllu leyti. Craigmillar er gamalt fátækra- hverfi, sem hefur veriö byggt upp á siöustu árum — I staö gamalla leiguhjalla hafa risiö upp nýir. Þessi þróun er mjög algeng og vlöast hvar er hún fremur dapur- leg. Þrátt fyrir eymdina var nefnilega til staöar I ýmsum gömlum hverfum ákveöin sam- kennd og mannleg samskipti voru þar ef til vill nánari en annars- staöar, en viö tilkomu háhýsa breytist þaö og firring kemur I staðinn. En i Craigmillar hefur veriö reynt aö snúa þessu til betri vegar, og eitt dæmiö um þaö eru þessar árlegu hátlöar, sem nú hafa veriö haldnar I fjórtán ár. A Craigmillar-hátiöinni i sumar var vigt nýtt útivistarsvæöi, sem einkum er ætlaö börnum, og eitt vinsælasta „leiktækiö” þar er steinrisi einn mikill, sem liggur á jöröinni og heitir Gúllíver. Krakkarnir klifra upp eftir kinn- um hans, renna sér niöur nefiö, osfrv.. Gúlliver er hannaöur af Jimmy Boyle, og steyptur af ung- um atvinnuleysingjum I Craig- millar, sem voru á launum hjá hátlöarnefndinni meöan vinnan stóö yfir. Ritstörf 1 fyrra gaf Jimmy Boyle út bók- ina „Frelsiskennd” (A Sense of Freedom, gefin út I vasabókar- broti af Pan-forlaginu). Þar segir hann ævisögu slna, allt þar til hann er kominn i tilraunafangels- iö og byrjaöur aö fást viö mynd- list. Handritinu kom hann út úr fangelsinu meö leynd, eftir aö fangelsisyfirvöldin höföu neitaö honum um leyfi til aö gefa bókina út. Bókin hlaut mjög góöar viö- tökur og hefur áreiöanlega opnaö augu margra fyrir þvi jákvæöa starfi sem unniö er I tilrauna- fangelsinu. Jimmy heldur ritstörfunum áfram. Hann hefur þegar lokið viö aöra bók, þar sem hann segir frá dvöl sinni I tilraunafangelsinu og þróunarferli sjálfs sin og fé- laga sinna. Einnig hefur hann skrifaö skáldsögu. Báöar þessar bækur eru enn ókomnar út. Þá samdi Jimmy leikritiö The Hard Man I samvinnu viö leikritaskáld- ið Tom McGrath, og hefur þaö veriö sýnt, m.a. á Edinborgar- hátlðinni nú I sumar, þar sem undirrituö sá þaö. 1 leikritinu segir Jimmy frá uppvexti sínum og ferli en leikritinu lýkur þar sem hann situr nakinn I búri. Þetta er mjög áhrifamikiö leikrit. Uppfærslan I Edinborg var I höndum leikflokks sem kallar sig The Other Traverse og hefur greinilega á aö skipa hæfileika- fólki. Fær hann frelsið? Nú I nóvember verður mál Jimmys Boyle tekiö upp aö nýju, þvi aö i athugun er að veita hon- um náöun. Hann hefur nú afplán- aö 11 ár af llfstlöardómnum. Övist er enn, hver úrskuröur dómaranna veröur. Skoöanir eru mjög skiptar um gildi tilrauna- fangelsisins I Glasgow, og þeir munu margir sem halda þvi fram aö þetta sé „letingjahæli” og Jimmy sé bara aö þykjast. Hann muni taka aftur upp fyrri lifnaö- arhætti um leiö og hann losni úr prísundinni. En maöur þarf ekki aö tala lengi viö Jimmy til aö komast aö raun um aö slikt væri fjarri lagi. Hér á feröinni maöur sem hefur lifaö raunverulega, sanna byltingu I sjálfum sér. Hann gerir sér fulla grein fyrir þeim þjóöfélagslegu orsökum sem stjórnaö hafa ævi hans allt frá fæöingu, og hann er blessun- arlega laus viö sjálfsmeöaumkun og sjálfsréttlætingu. Þaö sem hann vill fyrst og fremst er aö sjá til þess aö eitthvaö sé gert fyrir börnin sen nú eru aö vaxa upp I fátækrahverfum Skotlands — og hann leggur fram sinn skerf til þess málefnis, m.a. með þvl aö láta hagnaöinn af bókinni Frelsis- kennd renna til þess. Hann vill líka fá aö starfa aö hugöarefnum slnum, myndlist og ritstörfum. Þegar ég spuröi hann hvort hann héldi aö hann fengi frelsiö, svaraöi hann: „Ég vona þaö, og ég geri allt sem ég get til þess aö svo megi veröa. En ég mun lifa þaö af, þótt ég fái þaö ekki.” Þaö veltur ef til vill á þvl hvort menn vilja trúa á hæfileika mannsins til aö breyta sér. Þeir sem trúa þvl aö manninum séu sköpuö örlög einhversstaöar á æöri stööum, I eitt skipti fyrir öll, þeir geta áreiöanlega ekki sætt sig viö þá tilhugsun aö glæpamaö- ur geti meö hjálp eigin viljakrafts vaxiö og breyst I nýjan og betri mann. Vonandi fá þeir þó ráöiö útkomu málsins sem þekkja bæöi lækningarmátt listarinnar og gildi mannúölegrar meöferöar á föngum. ih FANGINN SEM GERÐIST MYNDHÖGGVARI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.