Þjóðviljinn - 12.11.1978, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 12.11.1978, Blaðsíða 21
Sunnudagur 12. nóvember 1978 IÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 Sýndu þor þó bresti i byl 1 siöasta þætti Visnamála var jess getiB aB borist hefBu nokkur >réf sem væru velkomin til kynningar fyrir lesendum. Tveimur af þeim voru þá gerB nokkur skil. NUbirtist hér kafli Ur miklu og góBu bréfi frá Magnúsi J. Jóhannssyni frá Hafnarnesi. Hann segir. „HafBu bestu þakkir fyrir þátt- inn þinn I ÞjóBviljanum sem þU nefnir Visnamál. Hann hefur orBiB mér og mörgum öBrum til mikillar ánægju. Ég hef lengi veriB aB hugsa um aB senda þér stökur, en veit ekki hvort ég á nokkuB I fórum minum sem er >ess virBi aB þaB sé birt. Af handahófi sendi ég þér samt nokkrar vlsur. Þú getur tekiB þær sem dæmi um þaB hvernig ekki á aB yrkja. Ég er nefnilega hvorki hagyrBingur né skáld, en allir Is- lendingar meB ósprungna hljóB- himnu á brageyranu geta komiB saman rétt kveBinni visu. List- rænt gildi sllks skáldskapar skul- um viB láta liggja milli hluta, þó >aB geti naumast orBiB minna en margs þess óskapnaBar sem aö fólki er rétt I dag og hefur faigiB bréf upp á þaB aB vera talin list. ÞaB mun hafa veriö I siöasta >ætti Vísnamála aö þú mæltist til >ess aö fá visur varöandi ny-af- staönar kosningar. Ég sendi þér nokkrar sem uröu til af því tilefni. Þegar ihaldiö missti meirihlut- ann i borgarstjórn Reykjavlkur varö eftirfarandi til: AlþýBunnar oddur stakk yddur vel i máta. Bólgin fhalds blaöra sprakk. Börnin mammons gráta. Þótt á góöu vart sé völ, versti burt er gallinn: Eftir hálfrar aldar böl ihaldsstjórnin fallin HáBulegan hreppti skell, hrundi goBa stallur. Ekki dugBi Armannsfell eBa ,,VIBis”-hjallur. Andskotinn fékk af þvl skrekk, er hann frétti ’iB sanna: Reykjavik úr greipum gekk gráBugu braskaranna. Heldur greyin hugsa ljótt, hrelUr geöiB baginn, enda sjá þeir svarta nótt sumarlangan daginn. MammonspUkans misvitra maura hrúgan smækkar. Aurasjúkum ættlera istrumögum fækkar.” Þannig komu borgarstjórnar- kosningarnar Magnúsi fyrir s jón- ir og hann yrkir um niöurstööur þeirra eftir þeim áhrifum sem þær höfBu á hann. Svo var kosiB til alþingis; Utkoman af þeim all- mörgum undrunarefni, ekki slst þeim sem höföu ekki gert sér aö fuDu grein fyrir rlkjandi ástandi. Þaöhaföi Magnús hinsvegar gert og kvaö: Til aö lúra I leöjunni létt var för og hnyttin. Skriöu úr Ihalds-eBjunni ofan I krata-pyttinn. Eftir alþingiskosningarnar stóöu menn 1 fyrstu steinhissa og störöu hver á annan, fóru síöan aö braska viB aö mynda rikisstjórn. Þegar þaB loks ætlaBi aö takast þá neituöu kratarnir samkvæmt fyrirmælum fráNató aö látaLUB- vik hafa stjórnarforustuna. Magnús segir aö þá hafi þessi visa oröiö til: Lúövik karlinn kostum búinn krötum fellur lítt I geö, en Framsókn gamla áylgi rúin föl og hnipin druslast meö. Magnús yrkir um fleira en kosningar. Hann hefur miklu stærra sviö en þaö. Hann er náttúruunnandi og yrkir um þaB sem hann sér og heyrir I hennar rlki. MeBal annars veöurfar á vetrartima: Sumri hallar, hnigur sól, hljóma gjallir vindar. BráBum mjallar hvtta kjól klæöast fjalla Undar. Vetur hvitur gekk I garö, gaddur bltur svöröinn, sumars þrýtur undis arö, auBn aÐ llta er jöröin. Klettahjalla, klif og stalla klæöa alla skuggatjöld. Litinn fjalliö lét á skalla ljósan mjallarhött i kvöld. Veú arhljóma heyra má hausts 1 rómi falda. Sumarblómin fögru fá feigöardóminn kalda. LitiB yndi er i kvöld yfir strindi aö llta. Noröanvinda nepjan köld næöir um tinda hvita. Víst er hægt aö yrkja um frost og fjúk.en þá er aö bera sig karl- mannlega. Magnús vill aö menn heröi hug sinn og þrek, þó vetur sé, og kveöur: Sýndu þor þó bresti I byl, barö og skora grettist. Syngdu um voriö, sól og yl, svo aö sporiö léttist. Og vorhljómarnir eiga sér vlsan samastaB hjá söngvaran- um: ÍJti ijómar sólbjart sviö, söngvar hljóma aö nýju. Ekki er hjóm aö vakna viö vorsins óm og hlýju. Amor, þ.e. ástin,hefur ærlö oft haft varanleg áhrif á sambúö manna,en sagt er aö á örskots- stundum geti oröiö slys. Magnús hefur heyrt um þaB og kveöiö: Um aö hendi hjarta slys hafa myndast sögur, þegar kvenna brúnablys blikuöu skær og fögur. Og ofurlltil æskuminning kem ur fram I hugann: öll þin ljúfu,léttu spor ietruö vonum þinum, endurnýjaö æskuvor er i huga mlnum. Mig um fossar minning hlý, mörg þó hnossin dvina: Finn ég blossa ennþá i æöum kossa þina. ÞaB er ekki vonlaust aö Amor sé llka á ööru tilverustigi. Hver veit? Og þá: Ef mér hlotnast annaö llf eftir þrauta-vöku, skal ég aöeins elska vif, yrkja og kveöa stöku. Fleira er I bréfi Magnúsar, en hér veröur aö nema staBar aö þessu sinni. Þökk fyrir bréfiö Magnús. Þeir sem lesa Lögbirtinga- blaöiö, sjá aö fógetar auglýsa þar lögtök á eigum manna til tryggingar fyrir ógoldnum opin- berum gjöldum. Þaö er samt engin nýjung, llklega hefur Páll Ólafsson oröiö fyrir þvi og kveB- iö: Undarlega er undir mér oröiö hart á kvöldin, seld þvi undirsængin er I sýslu og hreppagjöldin. I rósa- garðinum óskhyggja Framsóknarmanna Hvar lenda hin afbrigöilega greindu börn? Fyrirsögn I Timanum Vonsvikinn meö nefndarstörfin Fer Albert til gæslustarfa I Suöur-Ameriku? — Er til sýnis og sölu I Reykjavíkurhöfn. Fyrirsögn I Dagblaöinu Valt kynlíf Sex veltur út I stórgrýtisurö. Fyrirsögn I Dagblaöinu Málakunnátta æskileg Ég vildi gjarnan koma þvi á framfæri viB þessa ágætis konu, sem hefur veriö aö lesa miödegis- söguna, aö hún ætti aö reyna aö koma henni á framfæri I sovéska útvarpinu því aö þar eigi hún heima en ekki hér og ég skal gjarnan borga undir hana fariö aöra leiöina. Lesendabréf I DagblaBinu Það gamall nemur ungur temur Ford stofnunin i Banda- rikjunum hefur ákveöiö aö leggja fram alltaö 1,5 miljónum dollara, aö jafnvirBi um þaö bil fimm hundruö milljaröa til rannsókna á getnaöarvörnum af ýmsu tagi. Meöal annars mun veröa variö fé til aö kanna fornar aögeröir Egypta I þessu skyni. DagblaöiÐ Sportið göfgar manninn Ennfremur vakti þaö athygli undirritaBs eftir leikinn aö Siguröur Halldórsson dómari skyldi ekki veita John Hudson a.m.k. tæknivlti ef ekki rautt spjald er hann sagöi viö SigurB: „troddu flautunni upp I aftur- endann á þér.” Þetta voru ljót orö og aö sjálfsögöu fór SigurBur ekki aB tilmælum Hudson heldur geymdi flautuna áfram I hendi sér. Tlminn Útbreiðsla íslensku krónunnar Þaö þekkist hvergi nema á Islandi og I Sovétrlkjunum aö fólk þurfi aö borga sjö þúsund krónur fyrir eina hljómplötu. Samúel Þeir áttu að halda sig við hrossin Misheppnaö póstrán I Skagafiröi. Fyrirsögn I Tlmanum Mikil er trú þín kona Þaö er fleira sem almenningur saknar úr dagskránni. Því I ósköpunum eru ekki sýndir islenskir skemmtiþættir. Viö islendingar eigum risastóran hóp af fólki sem er vel frambærilegt i slika þætti. Vlsir. Upplyfting i skammdeg- inu. Elskhugar blóösugunnar — spennandi og hressandi hroll- vekja i litum. Auglýsing fy rir Ha fnarbló Með kveðju frá Gregory Hafi Armand Miehe og liö hans þökk fyrir komuna og viö biöjum aö heilsa filunum. (Jr leiklistargagnrýni Jónasar Jónassonar i AlþýBublaöinu. Laust starf Staða forstöðumanns fjármáladeildar Rafmagnsveitu Reykjavikur er laus til umsóknar, Starfið felst i daglegri stjórn á fjármálum fyrirtækisins ásamt umsjón með viðskiptaskrifstofu. Umsækjendur þurfa að hafa starfsreynslu og viðskiptafræðipróf eða hliðstæða menntun. Launakjör samkvæmt kjarasamningi borgarstarfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið gefur rafmagnsstjóri. Umsóknarfrestur er til 4. desember 1978. Tt\ RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Tílkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir október- mánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 10. nóvember 1978 Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að 25% dráttarvextir falla á launaskatt fyrir 3. ársfjórðung 1978, sé hann ekki greiddur i siðasta lagi 15. nóvember. Fjármálaráðuneytið AUGLÝSINGASÍMI ÞJÓÐVILJANS ER 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.