Þjóðviljinn - 12.11.1978, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 12.11.1978, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. nóvember 1978 Kvikmynda- skóli Þjóðviljans mM Umsjón: Jón Axel Egilsson standa i handritinu. Ef sviöiö gefur þér nýjar hugmyndir sem þú hefur ekki séö fyrir, þýöir þaö einfaldlega aö þú hefur trassaö heimanámiö. Þaö eina sem þú getur gert er aö pakka niöur, skoöa umhverfiö, fara heim og endurskrifa handritiö. Þegar þú svo kemur aftur mun þér takast betur til — án þess aö stíga út fyrir öryggi handritsins. Þýöir þetta aö ákafur hópur geti ekki komiö meö frambæri- legar hugmyndir? NEI. Kvik- mynd þin mun vafalaust græöa á hugmyndarikum og áköfum samstarfsmönnum, en töku- þátturinn er ekki rétti staöurinn til aö opinbera þær. Handritaumræður Ef handritiö er ekki pottþétt... Ef um vanrækslu og villur er aö ræöa... Ef hugmyndir þinar eru of ágjarnar eöa ekki nægilega ágjarnar... Ef hópurinn getur hjálpaö þér til aö betrumbæta handritiö eöa skrapaö af þvi agnúana... er rétt aö gera þaö núna — meö umræöum um handritiö. Tilgangur umræönanna a- aö staðfesta aö framkvæmanlegt séaö þýöa hugmyndir þinar yfir I raunhæfa töku. Besti staöurinn til slikra umræöna er fyrirhug- aöur tökustaöur. Ef þú reynir aö gera þaö viö fundarboröiö er handritiö enn hugarburöur og skiptir þá ekki máli hve margir leggja hausinn I bleyti. Faröu meö hópinn á staöinn. Talaöu viö hann og gakktu meö honum gegnum handritiö, myndskeiö fyrir myndskeiö, útskýröu hvernig þau tengjast. Fáöu fram spurningar og uppástung- ur eftir hvert myndskeiö og sýndu aö þú hafir áhuga á öllum hugmyndum þeirra. Láttu þaö koma skýrt fram aö þetta sé siö- asta tækifæriö til aö breyta handritinu áöur en takan hefst, þvi þá veröur þaö um seinan. En gættu þess einnig aö hóp- urinn noti tækifæriö til aö hver athugisittsviö.Ýttuekki undir þann misskilning aö umræöurn- ar séu tækifæri þeirra til aö veröa kvikmyndaleikstjórar. Ef við tökuna kemur fram aö ljósa- maöurinn er rafmagnslaus vegna þess aö hann var svo önn- um kafinn viö aö endurskrifa handritiöá umræöugrundvellin- um, er eins gott aö þú gerir þér ljóst aö þannig menn eru óþarf- ir. Hann var meö til aö athuga sitt starfssviö og hans hug- myndir ættu aö tengjast lýsing- unni. Kvikmyndatökumaöurinn mætir f umræöurnar til aö hug- leiöa hreyfingar vélarinnar. Hann ætti aö mæta meö vél og þrífót og stilla upp fyrir nokkur myndskeiö — sérstaklega þau sem krefjast flókinna hreyf- inga. Ef nota á hljóö er tilvaliö aö taka nokkrar prufur. Þaö getur veriö aö óæskileg hljóö heyrist. s.s. umferðargnýr, vélar eöa raddir I fjarska. Þaö er furöu- legthvaö mörghljóö geta veriö i þöglu umhverfi. Dags daglega útilokum viö þessi hljóö, en ef viö heyrum þau af bandi, verö- um viö þeirra strax vör. Þaö er ekki rétti timinn aö uppgötva þau á meöan á töku stendur. Sé vitaö um þau fyrirfram er hægt aö gera eitthvað i málinu. Ef nota á fleiri en eitt um- hverfi veröur aö gæta aö þeim öllum. Og á meöan skaltu vera opinn fyrir nýjum hugmyndum. Vertu ekki tregur til aö breyta handritinu vegna þess hve vel það er vélritaö og afritin góö. Ahorfendur sjá ekki handritiö. Þeir dæma þig eftir þvi sem þeir sjá. Handritið Ef ná á árangri i handritaum- ræöum, veröur handrit aö vera fyrir hendi. Þaö veröur aö vera skiljanlegt þvl fólki sem vinna á eftir þvi. Þaö veröur aö gefa öll- um sem hlut eiga aö máli tæm- andi upplýsingar. En þaö þarf ekki aö segja sög- una I réttri röö. Þaö þarf ekki aö útskýra söguna. Þaö þarf ekki aö skilgreina fullkomna klipp- ingu. Handritiö er tökulýsing, en tökurööin getur veriö allt önnur en endanlegur söguþráö- ur. T.d. er betra aö taka allar nærmyndir saman og öll löng myndskeið saman — þó þú ætlir seinna meir aö klippa fram og til baka úr nærmyndum i löng myndskeiö. Ef klippiáætlun þin er flókin og tökurööin önnur en klippiröö- in — og þetta er hópnum fjötur um fót — er gott ráö aö númera myndskeiöin meö tveimur töl- um, þar sem önnur talan vfsar tiltökuraöarenhintil klippiraö- ar. Leikarar Leikarar i kvikmyndum eru svo stór þáttur aö erfitt er aö gera þeim nokkur viöhlftandi skil, sérstaklega þar sem viö eigum enga kvikmyndaleikara tíl viömiöunar — okkar leikarar eru fyrst og fremst sviösleikar- ar og þaö er töluveröur munur þar á. En nokkur atriöi skaltu hafa i huga i sambandi við leik- ara: 1. Munduaö starf leikarans er mun erfiðara en þitt. List hans er mjög brothætt. Þú getur ekki drottnað yfir honum og skeytt skapi þinu á honum, né heldur gagnrýnthann, án þess aö grafa undan sjálfstrausti hans. Ef þú eyðileggur sjálfstraust hans, eyöilegguröu leik hans. Þvi skaltu vera mjög gætinn þegar þú biöur hann um aö endurtaka. Ef þú þarft aö endurtaka, skaltu ásaka sjálfan þig eöa einhvern úr hópnum. Segöu honum aö tökumaöurinn hafi gleymt aö taka Iokiö af linsunni eöa eitt- hvaö álika og bættu við.... „en fyrst við höfum stoppað, mynd- iröu kannski frekar gera þetta svona og svona..!’ 2. Geföu leikurunum merki eins og þú gerir viö aöra starfs- menn. Rétta merkiö til leikar- ans er „Action” (leikur). 3. Sýnduhonum ekki hvernig hann á aö leika. Efleikur hans á aö vera sannfærandi veröur hann aö koma innanfrá. 4. Þú skaltekki búast viö aö leikarinn sýni mikil geöhrif eins og ý tt væri á hnapp. Leyföu hon - um aö komast I ham. Ef þú þarft ekki á hamskiptunum aö halda eöa þú ert þegar búinn aö filma þau, skaltu samtleyfahonum aö komast f haminn og settu vélina i gang þegar hamskiptin koma fram. 5. Láttu hann fylgjast meö eins og hópinn. Geföu leikaran- um jafn góöa yfirsýn og hinum. Ef þú tekur ekki i réttri röö, er þaö erfiöast fyrir hann. 6. Markmiö þitt ætti aö vera aö ná fram eðlilegum leik frá leikaranum. Ef leikarinn getur einfaldlega ekki leikiö eöa sagt eitthvaö eftír handritinu, skaltu kikja i handritiö. Þaö gæti hent sig aö þú sért aö biöja hann um aö gera eitthvaö óraunverulegt. Æfingar Þegar leikin atriöi eru flókin borgar sig að æfa vel. Leikarar munu þiggja þaö aö fá aö æfa hlutverkið „einu sinni enn” fyrir tökuna. Þú getur haft æf- ingar áöur en tökuþátturinn hefet og sföan aftur fyrir hvert myndskeiö. Mikilvægt er aö all- ir taki þátt i æfingunum. Kvik- myndun er tvöfaldur leikur þeirra sem standa sitthvoru megin viö myndavélina. Ef um æfingu er aö ræöa „fyrir leikar- ann” skaltu ekki láta hina slóra. Láttu alla gegnumganga æfing- una eins og um raunverulega töku væri aö ræöa. Ef þú veröur fyrir þvl aö leik- ari sýni afbragðs leik á æfingu en fellur I stafi þegar vélin er I gangi, skaltu biöja um aöra æf- ingu, en nota tækifærið og taka án þess aö hann vití af þvi. Láttu hann heldur ekki komast aö þvi, þvi þá hættir hann aö treysta þér. Þegar tökunni er lokiö (sem hann ! hélt aö væri æfing skaltu taka æfingu og láta hann halda aö þar sé takan komin. Ef hann kemur þér þá á óvart meö þvi aö sýna betri leik en i æfing- unni (sem hann hélt aö væri taka), heldur en i tökunni (sem hann hélt aö væri æfing)... nú jæja,þannigerlffiö. Bittu I vör- ina og læröu af reynslunni. Með klippingu i huga Hvernig skeyta á myndskeiö- in saman i klippingu, ætti aö standa i handritinu. Þaö á ekki aö tefja tökuna meö áhyggjum út af því hvernig samsetningin veröur. Ef handritiö gerir ekki ráö fyrir nægu efni, bætiröu ekki úr þvi á meöan veriö er aö taka og þú getur eyöilagt meira en þú bjargar meö þvi aö vfkja frá handritinu. Þú ættir yfirhöfuö ekki aö vera aö hugsa um klipp- inguna á þessum tfma. Ein- beittu þér aö tökunni og treystu þvf aö þú hafir haft allt meö f handritinu og þetta hangi allt rétt saman I lokin. Samt sem áöur eru nokkur atriöi sem geta hjálpaö þér i klippingunni. 1. Ef þér finnst þú þurfa aö endurtaka, ekki vegna þess aö fyrri takan væri misheppnuö, heldur næstum þvf rétt, eöa þú ert ekki viss — en vilt reyna aftur, skaltu skipta um töku- vinkil. Þaö hjálpar hvorki leik- urunum né hópnum til aö full- komna þaö I seinna skiptiö, en þaö mun koma i veg fyrir aö þú komir heim meö tvö næstum þvl eins myndskeiö, en getur ekki notaö nema annaö. Ef þú endur- tekur frá öörum sjónarhóli, gæt- iröu klippt þau saman. 2. Ef langt myndskeiö (20-30 sek) fer úrskeiðis l nokkrar sekúndur, er oft hægt aö bjarga þvf meö þvf aö taka eingöngu þann kafla sem fór úrskeiöis og klippa hann inn f á eftir. En þú veröur aö vera gætinn, þvf hér hoppar stökkklippingin fram. Dæmi: B111 stendur fyrir framan hús. Stúlka kemur út úr húsinu og flýtir sér aö bilnum, opnarhann, stekkur upp I og ek- ur burt. Þaö sem fer úrskeiöis er aö henni gengur illa aö opna bilinn Þaö tekur hana fimm eöa sex sekúndur. Þetta veikir myndskeiöiö, þaö hægir hraö- ann og eyöileggur missýning- una, þvi þaö sést aö hún er ókunnug bilnum. En þaö þarf ekki aö taka allt aftur. Hún kom rétt úr út húsinu og aö bilnum og ók rétt í burtu. Einungis þarf aö taka þegar hún opnaði bilinn. Og meö þvi aö nota innklippu er hægt aö koma myndskeiöinu á réttan staö. Sjá myndir. 1 Skógur 3. Taktu nokkrar auka inn- klippur, ef þú getur. Ef þú hefur skipulagt handritiö gaumgæfi- lega ættíekkiaö veraþörfá þvi. En svona rétt til... Rétt viðhorf Framar öllu ööru krefst töku- þátturinn rétts hugarfars. Þú verður aö vera ákveöinn f þvf aö frámkvæma áform handritsins til hins ýtrasta. Og þú veröur aö reyna aö hafa sömu áhrif á samstarfsmenn þfna. Þaö veröa margar hindranir á vegi þfnum. En láttu þaö ekki aftra þér. Þó svo eitt myndskeiö fari úrskeiö- is, skaltu ekki láta-allt töku- timabilið gjalda þess. Glimdu viö hvert myndskeiö sem sér- stakt verkefni. Gleymdu siöasta myndskeiöi, hvort heldur þaö vargotteöa slæmt.Einbeittu þér aö þvi sem unniö er aö og reyndu aö ná þvi besta út úr þvi. Verkefni 6 Þetta verkefni fjallar um tök- una, en þú veröur aö rifja upp ýmislegt úr fyrri köflum. 1 siöasta kafla teiknuðum viö myndasögu-handritum póstinn. Nú skaltu kvikmynda þaö. En þú veröur aö bæta viö þaö sam- hliöa söguþræöi — sem er þjóf- ur. Þjófurinnstelur frlmerkjum af bréfunum. Verkefnið felst ma. I því aö stjórna leikurum. Fáöu ein- hverja fjölskyldumeölimi eöa vini til aö leika póstinn og þjóf- inn. Söguþráöurinn er einfaldur. Þegar pósturinn hefur skilaö af sér Ix-éfi, notar þjdfurinn sfnar aöferöir til aö ná I þau og rífur frimerkin af (t.d. vfr meö tyggjó á endanum eöa opnar inn i for- stofu.eöa bréfiö er sett á milli stafs og huröar osfrv.). 1 lokin er þjófurinn auövitaö gripinn glóövolgur, t.d. af þriöja aöila sem mundi þá vera þriöji þráö- urinn sem vefst inn i söguna. Gæta veröur framhaldsins. Nota einkenni svo áhorfendur átti sig á staöháttum og afetööu leikaranna hvers til annars. Pósturinn fer I tiu hús og þaö tekur hann ca. tfu mínútur, en myndin veröur u.þ.b. þrjár og hálf minúta svo aö nota verður timastökk. En þu veröur aö mýkja timastökkin, t.d. meö þvf aö klippa á milli leikaranna, sem er viöurkennd regla. Einn- ig má koma fram frekara tfma- stökk meö dekkingu, eyöingu, innkHppum, gengiö á braut, pani o.s.frv. (S.kafli). Gættu aö fjarlægöarreglunni — kyrr, pan og keyrsla (4). Mundu eftir lifandi og dauöa fletinum (4). Stökktu ekki yfir strikiö (5). Notaöu þinn eigin póst, viö viljum ekki þurfa aö senda þér blaöiö á Litla-Hraun. Eflaust veröa myndskeiöin misjöfn, en þaö er ekki nauö- synlegt aö klippa. Reyndu aö s já hvaöa möguleikar eru á klipp- ingueftir efninu sem fyrir hendi er. Næst veröur f jallaö um klipp- ingu. engrar endur- komu — Japanska lögreglan telur aö þrjú hundruö og þrjátlu menn hafi framiö sjálfsmorö i „Skógi engrar endurkomu”. í skáldsögu sem gefin var út á sföasta áratug er sagt aö skógurinn sé vel til þess fallinn til aö kveöja lff sitt I, vegna þess hve friösæll hann er. Skógur þessi liggur viö rætur FUJI-fjallsins,og hefur lögreglan fundiö þar hundraö þrjátiu og þrjú lik á undanförnum þremur árum. Tveggja hundruða er enn saknaö. 1 gær geröu sex hundruð lögreglumenn viötæka leit i skóginum og fundu þá niu lik. Hafa þá fundist fjörutiu á þessu ári. í gær fúndu þeir Ifk af sextiu og sex ára gömlum forstjóra og rúmlega þrftugri konu sem vann viö fyrirtæki hans. Voru þau klædd brúðarklæöum og er talið aö þau hafi fyrirfariö sér á aðfanga dagskvöld. Við sama tækifæri náöu þeir manni á fertugsaldri sem tekiö haföi svefnpillur og ætlaöi sér aö kveöja jarölífiö i þessum fræga skógi. Lögregluliö á þessum slóöum hefur veriö eflt stórlega. The Rutles eða Rútlarnir Bitlahljómsveitin The Rutles var stofnuö f Liverpool áriö 1959. Hún geröi hljómplötu sem naut mikilia vinsælda. Aöeins tuttugu minútur fóru f aö spila lög inn á þá plötu. Meðal þeirra vinsælustu voru „All you need is cash” og „Fool on the Pill”. Þetta hljómar ansi kunnuglega, ef til vill svolitiö brenglaö, en þaö minnir á eitt- hvaö. Einmitt, þaö minnir á Bítlana, gæti jafnvel veriö skopstæling. Þó ekki væri nema þegar litiö er á myndina sem hér fylgir. The Rutles hafa spilaö fleiri lög, og má þar nefna „Tragical Mystery Tour”, „Let it rot” og „A hard day’s rut”. Geröur hefur veriö sjón- varpsþáttur þar sem George Harrison ræöir viö þá félaga, en hann var einmitt I hljómsveitinni The Beatles. (Soc ia lis tis k Da gblad) Pipulagnir Nylagmr, . breyt- ingar, hitaveitu- tengingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og i og eftir kl. 7 á kvoldin)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.