Þjóðviljinn - 29.11.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.11.1978, Blaðsíða 9
MiOvikudagur 29. nóvember 1978 IÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Iönaöarráöherra í svari við fyrirspurn Kjartans Ólafssonar um olíuleit: Nýlega svaraöi Hjörleifur Guttormsson iönaöarráöherra fyrirspurn frá Kjartani ólafssyni um oliuleit viö Island. Fyrir- spurnin var i nokkrum liöum og var sá fyrsti þeirra um þaö hvaöa samningar hafi veriö geröir um oiiuleit viö landiö. Svaraöi iön- aöarráöherra þvi þannig aö geröur heföi veriö samningur 1 febrúar 1971 viö hollenskt fyrir- tæki um mælingar á einni Hnu vestur af landinu, en siöan ekki fyrr en f ágúst sl. er fyrrverandi iönaöarráöherra geröi samning viö bandariska fyrirtækiö Western Geophysical Company um fjölþættar jaröeölisfræöilegar rannsóknir noröan viö landiö. Ráöherra gat þess aö þessi leyfisveiting styddist við lög frá 1969 um yfirráöarétt rikisins yfir islenska landgrunninu og lög um Orkustofnun frá 1967. Þá spuröi Kjartan hvort metin heföi veriö sú hætta sem olluleit og ollu- vinnsla gæti haft i för meö sér fyrir lifriki sjávar, ma.-fiskinuöin viö landiö. I ýtarlegu svari sínu við þessari spurningu sagöi iönáðarráöherra ma.: Sérstakar greinargeröir um hættu af olíuleit liggja ekki fyrir Sérstakar greinargeröir liggja ekki fyrir þar að lútandi varöandi Olluieit á Norðurslóðum er tengd margvisiegri áhættu. Marka þarf um rannsóknir w a þar sem tekið verði fullt tillit til umhverfisþátta isiensk hafsvæöv en vföa erlendis hefur miklu efni veriö safnaö um hættu af oliuleit og olluvinnslu fyrir lifriki sjávar. A árinu 1977 voru 3 menn skipaðir I nefnd á vegum iönaöarráöuneytisins til þess aö kynna sér og gera skýrslu um oliuleitarmál I Noregi. Skil- uöu þeir ráöuneytinu skýrslu I mars 1977 þar sem fram kemur ýmislegt varöandi hugsanlega hættu af slikum aögeröum fyrir lifriki sjávar. Gera veröur greinarmun á þrem stigum I leit aö olfu og jarögasi: 1) Jaröeðlisfræöileg frumkönnun til leitar aö setlögum. 2) Ndnari jaröeölisfræöilegar rannsóknir setlaga á afmörk- uöum svæöum þar sem hugsanlega gæti safnast olia eöa jarögas. 3) Boranir, þ.e.a.s. bein leit aö oliu eöa jarögasi á þeim stöö- um, sem niöurstööur af stigi 2 benda á. Fyrsta stigi könnunar af þessu tagi, sem veitt var leyfi fyrir s.l. sumar, þ.e. jaröeölisfræöilegum mælingum frá yfirboröi, eiga ekki aö fylgja neinar teljandi hættur svo vitaö sé fyrir sjávarllf og eng- in röskun á hafsbotni. Oöru máli getur gegnt um hin síöari stig slikra rannsókna, einkum ef til borana kæmi og algjört skilyröi fyrir sllkum aögeröum hlyti aö veröa viötækt mat á þeirri áhættu sem fylgdi fyrir llfrikiö meö sér- stöku tilliti til aöstæöna á islensk- um hafsvæöum og fiskimiöum. Þannig kemur aö minu mati ekki til álita aö fjalla um frekari rannsóknir er beinlinis tengdust oliuleit samkvæmt ööru og þriöja stigi, sem ég nefndi, fyrr en aö undangenginni rækilegri úttekt og umræöu. Mikilsvert er aö upplýsingum er þessi mál varöa sé miölað til þings og þjóöar og ekki sé flaustraö aö neinu. Síst af öllu má tefla I tvlsýnu llfrænum auölindum, sem viö byggjum afkomu okkar á. Kjartan: hver veröur stefnan? Til frekari skýringa á þeim rannsóknum, sem geröar eru á fyrsta stigi má geta þess, aö viö þær eru notaðar sömu aöferöir og viö almennar visindalegar rannsóknir á jaröfræöi hafsbotns- ins. Hliöstæöar rannsóknir hafa veriö geröar af rannsóknarskip- um ýmissa þjóöa i kringum land- iö á undanförnum árum. Hér er hins vegar um þaö aö ræöa aö kannanir samkvæmt umræddum leyfum hafa þaö aö markmiði aö leita aö setlögum og kanna þykkt þeirra, en nauösynleg forsenda þess aö um oliu eöa jarögas geti veriö aö ræöa eru þykk setlög. Samkvæmt þeirri vitneskju sem viö nú höfum um gerö sjávarbotnsins kringum landiö er fyrirfram ekki ástæöa til aö ætla aö olia eöa jarögas finnist á islensku yfirráöasvæöi. Enn hefur ekki veriö þróuö tækni til oliuvinnslu á hafsbotni á miklu dýpi, þar sem helst gætu talist likur á aö oliu eöa jarðgas væri aö finna. Þaö rekur þvl aö mlnu mati ekkert á eftir rannsóknum er sér- staklega beinast aö oliuleit. Hver fylgist með? Enn spuröi Kjartan á hvaöa hátt Islensk stjórnvöld hygöust fylgjast meö þessum rannsókn- um. 'Hjörleifur: Umhverfisþáttum verður ekki gleymt í svari iönaöarráöherra kom fram aö Orkustofnun hefur veriö faliö aö fylgjast meö gangi rannsóknanna, senda mann um borö 1 skipiö, hinum útlenda rannsóknaraöila er gert skylt aö skila skýrslu um rannsóknirnar og síöan fær Islendingur aöstööu til þess aö fylgjast meö úrvinnslu gagnanna I London. 1 seinni hluta ræöu sinnar fjallaöi Hjörleifur Guttormsson almennt um þetta mál og þá stefnu sem móta yröi um rannsóknir á hafsbotninum umhverfis landiö. Hann sagöi þá ma.: Eölilegt og æskilegt er aö viö reynum aö afla sem gleggstra almennra upplýsingar um land okkar, hafsbotn og sjóinn innan islenskrar lögsögu. Slikar upplýs- ingar fást ekki nema með, rannsóknum og um þær ber okkur sjálfum aö hafa alla forystu og gæta þess aö veröa ekki öörum háöir um mat á þeim niöurstöð- um er aflast. Samvinna um visindarannsóknir er viöurkennd- ur liöur I samstarfi þjóöa, en þar veröum viö aö gæta þess aö veröa ekki um of þiggjendur, sist aö þvi er eigiö land varöar. Enn viö- kvæmara veröur máliö, er um rannsóknir er aö ræöa er beinast aö tilteknum eftirsóttum auölind- um. Þar þurfum viö aö vera sér- staklega vel á verði, þótt vissu- lega séu mörkin oft óglögg milli almennra og hagnýtra rann- sókpa. Þr|ú megin-atriði Þaö er einkum þrennt sem ég heföi kosiö aö fyrir lægi, áöur en islensk stjórnvöld tækju til meö- feröar umsóknir erlendra aöila um rannsóknir eins og þær sem hér um ræöir: I fyrsta lagi aö mörkuö heföi verið mun skýrari stefna en fyrir liggur af hálfu stjórnvalda um æskilegar rannsóknir á islenska landgrunninu, m.a. meö hliösjón af starfi landgrunnsnefndar. í framhaldi af slikri stefnumörkun ætti aö setja reglugerö um framkvæmd rannsókna á auöæf- um iandgrunnsins, sem gert er ráö fyrir 14. grein laga nr. 17/1969 um yfirráöarétt islenska rikisins yfir landgrunninu, svonefndra landgrunnslaga. i ööru lagi aö tryggö væri I landinu hjá Islenskum stofnunum aöstaöa til aö hafa meö hendi þær rannsóknir, sem viö höfum fyrir- sjáanlega bolmagn til aö standa aö sjálfir og ástæöa þykir til aö ráöast i samkvæmt mótaöri stefnu. Sömu aöilar ættu aö hafa umsjón meb heimiluöum rannsóknum útlendinga og getu til aö meta niðurstöður sllkra rannsókna hverju sinni auk almennrar heimildavörslú. Lagt hefur verið til, m.a. af landgrunnsnefnd og iðnaöarráðu- neyti, aö Orkustofnun veröi falin umsjón og eftirlit meö rannsókn- um á setlögum viö landiö og söfn- un upplýsinga og úrvinnslu gagna, sem berast. Hefur Orku- stofnun sótt um fjárveitingu I þessu skyni vegna fjárlaga næsta árs aö upphæö 10 m.kr., en hún var felld niöur viö undirbúning fjárlagafrumvarps. Reynir á fjárveitinganefnd og Alþingi, hvort fé veröur veitt til þessarar starfsemi hjá stofnuninni, en ég tel brýnt aö hafin verði skipuleg gagnaöflun varöandi islenska landgrunniö, óháö þvi hvort áfram yröi haldiö könnunum er tengjast oliuleit. Þá tel ég gagnrýnisvert, aö heimila útlendingum aö ráöast i þá rannsókn setlaga, sem hér ér til umræöu, án þess aö fyrirfram væri tryggt fjármagn til úrvinnslu og gagnavörslu hjá islenskri stofnun og áöur en Alþingi hefur gefist kostur aö fjalla um málið. 1 þriöja lagitei ég nauösynlegt, aö áöur en lengra er haldiö á þeirri braut aö veita útlendum fyrirtækjum leyfi til oliuleitar hér viö land, þótt um frumkönnun sé aö ræöa, þurfi aö safna gögnum um hugsanleg áhrif mengunar frá borunum vegna oliuleitar og oliu- vinnslu með tilliti til aöstæöna á islenskum hafsvæöum. Kæmi i ljós viö frumkönnun aö um oliu eöa jarögas gæti veriö aö ræöa I setlögum innan okkar lögsögu mun skjótt skapast þrýstingur um framhaldsrannsókn og þá er betra aö fyrir liggi grunnupplýs- ingar um mengunarhættu og ann- aö þaö, sem raskaö gæti ltfsskil- yröum á fiskimiöum okkar. Vissulega ber aö meta slika hættu i ljósi þeirrar tækni sem völ er á, en viö þurfum aö gæta þess aö gerast ekki þátttakendur I tvlsýn- um tilraunum, sem stefnt gætu i hættu lifrænum auölindum hafs- ins. — Hafa ber einnig i huga að auölind eins og olia eöa jarögas hleypur ekki frá okkur, ef hún finnst á annaö borö, heldur mun vaxa aö verögildi eftir þvi sem á birgðir jarðarbúa gengur. Ekki rétt að rifta samn- ingnum Ráöherra sagöi aö lokum, aö þrátt fyrir þá gagnrýni sem fram heföi veriö sett á þennan samning við Western Geophysical, heföi hann ekki taliö rétt aö rifta hon um. Hann lagöi áherslu á þaö aö nauðsynlegt væri aö Alþingi mót- aöi skýrari stefnu um rannsóknir á landgrunninu en fyrir lægi. Kjartan Olafsson þakkaöi ráö- herra greinargóö svör og lagöi sérstakan þunga á aö móta yröi stefnuna á þessum efnum til þess aö koma I veg fyrir þrýsting erlendra fyrirtækja sem viö vær- um alls vanbúnir aö mæta. Olian væri endanleg auölind sem ekki mætti stefna varanlegum auðæf- um okkar, fiskimiðunum viö landiö, I hættu. ’ sgt Endur- minnimzar leigubíl stjóra Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefið út bókina „Astir i aftursæti” eftir Guölaug Guömundsson. Bókin er annað bindi bókaflokksins Hernámsár- in, sem hieypt var af stokkunum i fyrra. Útgefendur segja tilgang þessa bókaflokks vera aö safna saman endiirminningum fólks frá her- námsárunum og draga fram I dagsljósið hin daglegu og mann- legu samskipti milli Islendinga og útlendra hermanna, og einnig aö varpa ljósi á þær breyttu aöstæö- ur sem skyndilega blöstu viö Islendingum, jafnt á sjó sem-á landi. Höfundurinn var leigubllstjóri á striösárunum og rekur I bókinni endurminningar sinar frá þeim árum. „Leigubifreiöarstjórinn kynnist mannlífinu meö talsvert öörum hætti en hinn almenni borgari og vafalaust mun margt þykja ótrúlegt \ frásögn Guð- laugs, þótt sönn sé,” segir i bókarkápu. Guölaugur Guömundsson hefur áöur sent frá sér bækúrnar „Reynistaöarbræöur” (1968) og „Enginn má undan líta” (1974). —eös Heyrt og munaö Etidurmitmimar Heyrt og munað Komin er út hjá tsafold bókin Heyrt og munaö, endurminn- ingar Guömundar Eyjólfssonar frá Þvottá i Alftafiröi austur. Höfundurinn var i áratugi bóndi, fyrst á Starmýri, siöan á Þvottá, hinu fornfræga óöali Siöu-Halls, og átti þar heima til dauöadags. Hann lést i hárri elli fyrir þremur árum. Eysteinn Jónsson fyrrv. ráö- herra skrifar I kynningarpistli aftan á kápu: „Guömundur átti til þeirra aö telja sem vel gátu komið fyrir sig oröi svo eftir var tekið og I minnum haft, og vel var þeim kunnugt, sem þekktu Guö- mund, aö hann sagöi vel frá, eins og hann átti ky n til, og var manna fróöastur. ...Þettaer lifandi þjóö- llfslýsing, ein af þeim sem sér- stakur fengur er aö, tengir okkur fyrri kynslóöum og treystir ræt- urnar. Þetta er ósvikinn skemmtilestur.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.