Þjóðviljinn - 29.11.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.11.1978, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. nóvember 1978 Umsjón: Ingólfur Hannesson Jón Hjaltalín Magnússon Þjálfari og lelkmaður hjá Malmö FF t nýjasta hefti sænska tima- ritsins Handboll er grein um ab stofnuö hafi veriö handknattleiks- deild innan eins stærsta og þekkt- asta félags Sviþjóöar Malrnö FF. Þaö, sem vakti forvitni undir- ritaös er þaö, aö hinn góökunni islenski handknattleiksmaöur Jón Hjaltalin Magnússon hefir veriö ráöinn þjálfari og leik- maöur meistarafiokks félagsins. í viötali viö Einar Malmborg, formann hinnar nýstofnuöu deild- ar, segir hann aö ráöist hafi verið i aö fá þjálfara, sem einnig væri „toppspilari” og þar hafi Jón sýnt ágæti sitt. Þetta sé aö visu I fyrsta sinn, sem Jón þjálfi meist- araflokksliö. Siöan segir Einar: „Viö erum vissir um aö Jón er maöurinn, sem viö þörfnumst, réttur maöur á réttum staö.” Þá er einnig stutt viötal viö Jón, hvar hann lýsir ánægju sinni meö að fá tækifæri til þess aö fást viö þjálfun hjá þessu stóra og fræga félagi. Og Jón segir ennfremur: „Það er öruggt aö þegar slikt félag stofnsetur nýja deild er ekki um neitt hálfkák aö ræöa, heldur Jón Hjaltalln Magnússon. er stefnt af fullum krafti aö settu marki og haldiö áfram þar til þaö næst.” 1 lokin má geta þess, aö Jón Hjaltalin Magnússon var áöur leikmaöur meö Vikingi og islenska landsliöinu og siðar meö Lugi i 1. deildinni sænsku. Nú hefur hann semsagt söölað um og er oröinn leikmaöur og þjálfari meö „þeim bláu” i 3. deild sænska handknattleiksins. —IngH „Metnaður minn að leika 1 ensku fvrstu deildinni” seglr Steve Hunt, útherji hjá Coventry Síöastliðið sumar gerðist það/ að besti leikmaður hins f ræga liðs Cosmos var seldur til enska liðsins Coventry fyrir 40 þús. pund. Þetta var útherjinn Steve Hunt og fór hann sjálfur fram á þessa sölu. Hingað til hefur það frem- ur verið þannig að leik- menn færu til Bandarikj- anna/ en að þeir á hátindi frægðar sinnar flyttust til EnglandS/ hvar mikiu Svete Hunt, Coventry, sést hér i baráttu viö vinstri bakvörö and- stæðinganna. minni f jármuni er að hafa fyrir að leika knattspyrnu. Hunt var áöur leikmaöur meö enska liðinu Aston Villa og var fastamaöur þegar þeir áunnu sér sæti I 1. deildinni. Þegar þangaö var komiö komst Hunt ekki i aöal- liöiö og þvi fór hann fram á sölu. Þá var ekki nema um tvennt aö ræöa, annaö hvort aö fara til Bandarikjanna eöa til liös I 2. eöa 3. deild. Hunt valdi fyrri kostinn. Cosmos geröi tilboö I pilt og þangaö var hann siöan seldur fyrir 35 þús. pund. Meö þeim lék hann 29 leiki og skoraöi 14 mörk. A siðasta ári var Hunt kosinn „dýrmætasti leikmaöurinn” i bandarisku knattspyrnunni. En hann var ekki ánægöur og fór fram á sölu. Hunt lýsir þessu þannig sjálfur: „Sumir héldu aö ég heföi misst vitiö, þar sem ég vildi ekki lengur spila meö þessu fræga og rika félagi. En þaö hefur alltaf veriö metnaöur minn aö sýna getu mina i 1. deildinni ensku og kann þaö aö stafa af vonbrigöunum, sem fylgdu I kjöl- far þess, aö ég komst ekki i aöal- liö Aston Villa hérna um áriö.” Steve Hunt segir ennfremur: „Auövitaö eru miklu meiri pen- ingar i bandarisku knattspyrn- unni, en þeir eru ekki allt og ég vissi vel hvaö ég var aö gera. Nú, Coventry hefur veitt mér lang- þráö tækifæri og ég er staöráöinn i þvi, aö gera vel fyrir félagiö. Þaö er mjög gott aö vera hérna og félagarnir I liöinu eru stórkost- legir. Ég er viss um aö viö eigum eftir aö standa okkur vel i vetur og aö viö komumst I Evrópu- keppni, en til þess þurfum viö aö ná einu af sex efstu sætunum i deildinni.” Aö lokum er ágætt aö athuga hvaö Gordon Milne, fram- kvæmdastjóri Coventry hefur aö segja um Steve Hunt: „Steve er mjög duglegur leikmaöur meö góöa hæfileika. Hann hefur komiö meö aukna vidd i leik liösins, meö þvi aö spila mjög utarlega. Einn- ig er hann mjög góöur aö gefa knöttinn fyrir markiö. Steve er i alla staöi mjög góöur leikmaöur og á eflaust eftir aö bæta sig mikiö enn.” IngH byggöi á SHOOT. Eigendur dísilbifreiða Viðurkennd hefur verið ný tegund ökumæla til ákvörðunar þungaskatts. ökumælar þessir eru af gerðinni HICO, Umboðsmaður HICO mælanna er Vélin Suðurlandsbraut 20, Reykjavik. Áður höfðu verið viðurkenndir mælar af gerð- inni V.D.O. Umboðsmaður þeirra er V.D.O. verkstæðið Suðurlandsbraut 16, Réykjavik. Fjármálaráðuneytið. Getraunaspá In i siöustu getraunaspá geröust þau undur og stórmerki, aö undirritaöur haföi niu leiki rétta og munu elstu menn vart aö annab eins hafi skeö hjá sport- skrifara. Leiöa má getur aö þvi, aö nú veröi réttu leikirnir ellefu, þar sem þeir voru sjö fyrir hálf- um mánuöi. Og þá er aö skella sér i spána og sjá siöan hvernig til tekst. Arsenal — Liverpool X Þó aö Liverpool sé efst i deild- inni og ég mikill aödáandi þeirra tippa ég á jafntefli. Tií þess eru einkum tvær ástæöur. Sú fyrri er aö Arsenal er meö sterkt liö og þar aö auki á heimavelli. Sú seinni er sú aö Liverpool hefur alltaf átt I hin- um mestu brösum meö Arsenal, jafnvel þegar hvaö mestur munur hefur veriö á getu liö- anna. Aston Villa — Coventry 1. Þessi liö eru mjög áþekk aö getu, bæöi I efri hluta deildar- innar. Hér held ég aö heimavöll- urinn muni ráöa úrslitum. Heimasigur. Bristol City — Derby 1 Þessi tvö liö eru einnig mjög svipuö aö getu, en munurinn er helst sá, aö Derby er á uppleið, en Bristol frekar á niöurleiö. Þó er ég á þvi aö Bristol sigri, eink- um vegna þess hve beitt fram- lina þeirra er. Þess má geta aö væntanlega leikur nýi miövörö- urinn frá Leicester, Steve Sims sinn fyrsta leik meö Derby á laugardaginn. Everton — WBA 1 Það, sem kom einna helst á óvart i siöustu leikviku var, aö WBA skyldi ekki takast aö vinna Aston Villa á heimavelli sinum. Everton er meö geysisterkt liö um þessar mundir og allt bendir til þess aö þeir bæti viö tveimur stigum I stigasafn sitt á laugar- daginn. Ipswich — Leeds 1 Ipswich kom verulega á óvart siðasta laugardag með þvi aö sigra Man. City á útivelli... Leeds vann þá stórsigur gegn Southampton og má þvi búast viö hörkuviöureign. övitlaust væri að tippa á jafntefli eöa úti- sigur, en ég held mig viö sigur Ipswich. Man. Utd. — Norwich 1 Man Utd. klifrar hægt og bitandi upp stigatöfluna þessar vikur. Þeir hafa fengiö nýjan mann til liös viö sig, Mike Thomas og átti hann ágætan leik siöasta laug- ardag. Norwich eru I lakari hluta deildarinnar og veröa þar væntanlega áfram. Heimasigur. Middlesbro — Tottenham 2 Liverpool lék liö Middlesbro sundur og saman um siöustu helgi ogeru þeir vitanlega ekki búnir aö jafna sig eftir þá út- reiö. Tottenham hefur komiö mjög sterkt út slöustu vikurnar meö Aregntinumennina tvosem bestu menn. Þó aö ég tippi á Tottenham kæmi ekki á óvart þó þessum leik lyki meö marka- lausu jafntefli, þvi Middlesbro er frægt fyrir góöa vörn. Nott’m Forest — Chelsea 1 Þetta er öruggasti leikur seö- ilsins. Getumunur á þessum liö- um er þaö mikill, aö ekki kemur annaö til greina en heimasigur. Q.P.R. — Bolton 1 Hér eigast viö tvö af slökustu liöum deildarinnar og bæöi eru aö berjast fyrir tilverurétti sin- um þar. Þessi leikur getur þannig endaö á hvern veginn sem er, en liklegt má teljast aö Q.P.R. njóti heimavallarins. South’ton — Birmingham 1 Birmingham er á botni deildar- innar og viröist dæmt til þess aö falla niöur I 2. deild. Raunar hafa þeir átt ágæta leiki undan- fariö, en þaö hefur ekki alltaf gefiö af sér stig. Allan Ball og félögum hjá Southamptwi ætti ekki aö veröa skotaskuld úr þvi aö sigra botnliöiö. Wolves — Man. City 2 Man. City beiö mjög óvænt lægri hlut fyrir Ipswich á heimavelli siöasta laugardag, þrátt fyrir það, aö þeir heföu undirtökin I leiknum lengst af. Wolves tap- aöi einnig, en þeir eru orönir nokkuö vanir þvi, þar sem þeir eru i næst neösta sæti deildar- innar. Útisigur. Burnley — Luton 1 Loks er þaö leikurinn úr 2. deild miili Burnley og Luton. Burnley er meö miklu sterkara liö en Luton og ætti ekki að veitast erfitt aö sigra i þessum leik, jafnvél meö nokkrum mun. Létt hjá Njarðvíkingum gegn Þór á Akureyri Rufu 100 stiga múrinn og sigr- uðu 109:85 A laugardaginn leiddu saman hesta sina i iþróttaskemmunni á AkureyriúrvalsdeildariiöÞórs og UMFN. Skemmst frá aö segja unnu gestirnir yfirburðasigur 109-85. Var þetta i fyrsta sinn á þessu keppnistimabili, sem 100 stiga múrinn er rofinn á Akur- eyri. Njarövikingarnir mættu mjög ákveönir til leiksins og náöu strax undirtökunum, Um miðjan hálf- leikinn voru sunnanmenn búnir aö ná 16 stiga forystu og virtust Þórsarar aldrei ná sér á strik. T.a.m. fóru niu sóknir I súginn i röð hjá þeim I fyrri hálfleik. Algjört skipuiagsleysi rikti I leik liösins á köflum. 1 hálfleik var staöan 53-37 UMFN I vil og til aö bæta gráu ofan á svart var Þröstur Guöjónsson komin útaf meö fimm vÚlur. í siöari hálfleiknum hélst munurinn áfram aö aukast, svo og villuvandræöi Þórsara. Njarö- vikingar gátu aftur á móti skipt inná aö vild, án þess aö liöiö veiktist. Aöur en yfir lauk voru fjórir Þórsarar komnir útaf og var þá farinn aö þynnast skipti- mannabekkurinn og liöiö varö þ.a.l. lakara eftir þvi sem á leiö. Lokatölur uröu siöan 109-85 fyrir UMFN. I liöi Þórs var Mark Christ- iansen bestur og einnig kom Karl ólafsson á óvart meö ágætum leik. I annars jöfnu liöi Njarövik- inga var Þorsteinn Bjarnason bestur. Stigin fyrir Þór skoruöu: Mark 27, Eirikur 20, Karl 10, Jón 10, Birgir 10, Agúst 6, og Sigurgeir 2. Stig UMFN skoruöu: Þorsteinn 18, Ted Bee 17, Gunnar 16, Jónas 16, Guösteinn 10, Geir 10, Guöjón 9, Brynjar 8 og Július 7. Vegna plássleysis i gær reynd- ist ekki unnt aö birta frásögn af þessum leik fyrr en i dag og eru lesendur beönir velviröingar á þvi. E.B./IngH Tíðíndamaður á Akureyri Einar Björnsson, kennari hefur tekiö aö sér, aö vera tiöinda- maöur Iþróttasiöunnar á Akureyri og birtast fyrstu íþrótta- fréttirnar frá honum á siöunni I dag undir fangamarkinu E .B. Einar mun einnig sjá um Iþróttaskrif fyrir blaöiö Noröurland I vetur. IngH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.