Þjóðviljinn - 02.12.1978, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 2. desember 1978
AF KRANA KONUNNAR MINNAR
Ég hef vístaldrei sagtfrá því þegar kraninn
fór aðieka i kjallaranum heima og konan mín
sagði að hún færi að heiman ef ég næði ekki í
pípulagningamann eins og skot það væri í
minum verkahring af því að ég þekkti a|la.
Og þar sem það er eiíthvert mesta skítverk
sem hægt er að hugsa sér að haf a uppi á iðnað-
armönnum — og ég kalla það auðvitað skít-
verk af því að það er mesta púlvinna sem
hugsastgetur — þá sagði ég konunni minni, að
það væri miklu f remur í hennar verkahring að
ná ? iðnaðarmann til að laga krana , sem bilað
hefði i einu af hennar einkatækjum, þvotta-
vélinni.
Þá æpti hún á mig og sagði-að þvottavélin
væri ekkertsitteinkatæki, hún væri sérhönnuð
til að þvo af mér skítagallana, og ég sagði
henni, eins og satt er, að ég hefði gef ið henni
þvottavélina í jólagjöf til að losa hana við að
sinna skyldustörfum sínum á þvottabretti.
Svona magnaðist þetta orð frá orði þar til
konan mín, sem er af góðu fólki, missti stjórn
á sér og fór í fýlu.
Ég er afskaplega þægilegur á heimili og
sleppfi mér ekki úr hóf i f ram þrátt f yrir þessa
hegðun, þóað mér þætti vissulega. Mér finnst
mér ekki nærri nógu oft f ullþakkað allt sem ég
geri fyrir konuna mína hérna á heimilinu og
mér f innst hún vera orðin f ull hortug uppá síð-
kastið, eða síðan hún fór að vinna úti allan
daginn, en það hefur hún gert eiginiega síðan
við giftum okkur fyrir tuttugu árum, eða rúm-
lega það.
Ég fer oft útí búð f yrir hana, ég moka snjó-
inn af tröppunum eiginlega alltaf fyrir hana
(þ.e.a.s. þegar það er gert). Ég hef meira að
segja sett upp kartöf lur fyrir hana — ekki oft,
en samt— og ég held hún ætti að reyna að
muna hvaðöft ég hef togað í lökin og sængur-
verin á móti henniv fyrir hana — án þess að
hafa hugmynd um til hvers andskotans alltaf
er verið að toga í sparlökin úr hjónarúminu
okkar, sem ég raunar lét sérsmíða f yrir hana.
Já, meira að segja tveggja metra breitt og
tveggja metra langt bara til að það gæti farið
sæmilega um hana á nóttinni. Maður varð
auðvitað að punga út með morð fjár fyrir
aukatimbri til að ná breiddinni. Og samt gat
hún verið í f ýlu þótt ég teldi þá ósvinnu að ná í
pípulagningamann handa þvottavélinni henn-
ar ekki í mínum verkahring.
En sá vægir sem vitið hefur meira svo ég
hringdi í strák úr Hreppunum, sem hef ur ver-
ið bátsmaður á togara undanfarið og er bróðir
konu sem vinnur í MjólkursamsÖlunni. Áf
vissum ástæðumvilég ekki nafngreina þessa
konu, en hún hef ur lengi átt vingott við mjólk-
urfræðinginn sem sér um ostana, en hann á
hálfbróður sem kennir dönsku í Iðnskól-
anum. Frænka bátsmannsins kom í sfmann og
sagði að frændinn væri útá sjó svo ég var að
því kominn að að gefast upp við að ná ? pípu-
lagningamann, en hugkvæmdist þó að spyrja
frænkuna, hvort hún vissi hvernig ég gæti náð
í framangreindar persónur, vegna þess að
mig vantaði pipulagningamann til að gera við
krana fyrir konuna mína. Frænkan sagði mér
þá að hjá sér væri staddur unnusti sinn, sem
einmitt væri pípulagningamaður og væri að
koma af spítala þar sem hann hefði gengið
undir uppskurð vegna bólgu i blöðruhálskirtli.
og þvaggöngum og væri sennilega búinn að ná
sér að því marki að hann gæti tekið að sér að
gera við umræddan krana f yrir konuna mína.
Nú kom unnustinn í símann, sagðist heita
Bótólfur, vera af Bergsætt og fór með vísu
f yrir mig sem hann haf ði orkt einu sinni þegar
hrann var að koma-uppúr Sundhöllinni.
Svo spurði hann mig hvort ég ætti nokkuð, og
ég jánkaði því, af því ég vissi að hann átti við
brennivín. Hann var kominn hingað heim til
mín áður en ég var búinn að leggja á.
Ég fékk hann svo loksins til að líta á kran-
ann fyrir konuna mína þegar hann var búinn
úr axlaf ullri brennivínsf lösku, sem hörpuleik-
ari úr Sinfóniuhljómsveitinni hafði gleymt hér
deginum áður.
Hann horfði lengi á kranann og sagði svo:
„Það verður að ná í fittings. Við skulum nú
sjá, já. Hér þarf tvö treikvarttommu nippil-
hné^túrloka og stútþynnustuðventil og ég held
að það sé betra að hafa hér júníón heldur en
rejúnión og nippil, nippil verðum við að hafa,
já kauptu tvo nippla, annan til vara."
Svo varð hann eins og annars hugar og
sagði: „Ertu ekki með flókontról í húsinu?"
Ég sagðist ekki vita það, en hann sagði að allir
ættu að hafa f lókontról, með því væri hægt að
hita húsið án þess að ofnarnir hitnuðu. Og á
baðinu væri sjálfsagt að hafa skolvask, gal-
vask og bídett. Ég sagði honum að ég ætlaði að
láta þær framkvæmdir bíða betri tíma, við
skyldum halda okkur við kranann fyrir kon-
una mína. „Já kranann já", sagði píparinn,
„farðu þá og keyptu hjá Fossberg jaað sem ég
talaði um áðan og ég fer á meðan niðureftir og
næ í þrífót og snittklúbb." Og með það skildum
við. Ég tók sendiferðabíl og verslaði hjá Foss-
berg, en pípulagningamanninn hef ég aldrei
síðan séð.
Ég f rétti það raunar ekki fyrr en um daginn
hvað væri snittklúbbur. Það er félagsheimili
pípulagningamanna í Reykjavík.
Jæja hvað um það, góð fannst mér vísan
hans þegar hann kom uppúr í Sundhöllinni:
Mikið ógurlega fer mikið vatn í gegnum mjó
rör
jess sör
og án þessað íslenska þjóðin verði þess vör
skrúbb skör.
Flosi.
Tímarit frá Sovétríkjunum
Þar sem „Erlend timarit” hafa hætt
starfsemi sinni, hefur orðið að samkomu-
lagi að bókabúð Máls og menningar taki
að sér umboð fyrir blöð og timarit frá
Sovétrikjunum. Þeir sem verið hafa
áskrifendur eru þvi beðnir að láta vita ef
þeir óska að halda áskrift sinni áfram.
Bókabúð Máls og menningar.
Blaðberar
óskast
Seltjamames:
Lindarbraut — Skólabraut
Vesturborg:
Melar Skjól Bólstaðarhlið
Hringið í síma 81333
Auglýsingasíminn er
81333
DJOÐVIUINN
Minnispeningur
um Jón Sigurðsson
t tilefni af hundruðustu ártfö
Jóns Sigurössonar, sem er i des-
ember 1979, hefur Hrafnseyrar-
nefnd iátiö slá minnispening, sem
nú er boöinn til sölu. Minnispen-
ingurinn verður seldur I öilum
rikisbönkunum, sparisjóöum á
Vestfjöröum og myntsölumi
Reykjavik. Agóöi af sölu penings-
hlutanum er kapella, sem jafn-
framt er þó miöuö viö almenn
fundahöld. En jafnframt þessu er
stefnt aö þvi aö koma upp
á Hrafnseyri minjasafni um Jón
Sigurösson og lffsstarf hans. Er
ætlast'til aö þessum framkvæmd-
um veröi lokiö 17. júni 1980.
BHM skrifar
rikisstjórninni og
mótmælir
Ekkert samráð
við BHM
Nýkjörnir formenn stjórnar og
launamálaráös BHM þeir Valdi-
mar Kr. Jónsson og Jón Hannes-
son gengu á fund forsætisráö-
herra s.l. mánudag og mótmæltu
þvi aö ekkert samráö hefur veriö
haft viö BHM viö undirbúning
frumvarpsins um timabundnar
ráöstaf anir tii viönáms gegn
veröbólgu.
1 bréfi sem forsætisráöherra
var afhent segir aö BHM vænti
þess aö hér eftir veröi haft nánara
damráö viö bandalagiö og þá ekki
aöeins.á siöustu stigum. Sé slikt
samráö raunar forsenda þess aö
vinnufriöur haldist.
I bréfinu er ennfremur bent á
aö 80% BHM manna búi viö
skertar veröbætur vegna vfsitölu-
þaksins og aö lækkun skatta og
félagslegar umbætur komi
félagsmönnum BHM sennilega
aö litlu gagni enda hafi ekkert
samráö veriö haft viö BHM um
þessar aögeröir. Geti Bandalagiö
j)vi ekki sætt sig viö aö þessar aö-
geröir skeröi veröbætur félaes-
manna sinna. —AI
ins á aö renna til framkvæmda á
fæöingarstað forsetans, en um
þær er einkum þetta aö segja:
A sinum tima var ráögert aö
byggja á Hrafnseyri hús, sem átti
aö vera prestsetur og barnaskóli
meö heimavist fyrir börn úr
sveitum beggja megin Arnar-
fjaröar. Meiri hluti þessa húss
var byggöur.
Sföan hafa mál skipast svo, aö
prestakalliö er sameinaö ööru og
skólamál leyst á annan veg en þá
var hugsaö.
Hrafnseyrarnefnd er nú aö láTa
ljúka byggingu hússins og er viö-
bótin' komin undir þak. í nýja
Atvinnurekendur
bera sig illa
I fréttatilkynningu frá Vinnu-
veitendasambandi Islands er þvi
mótmælt, aö rikisstjórnin hafi
unniö aö stjómarfrumvarpi um
timabundnar ráöstafanir til viö-
náms gegn veröbólgu I samráöi
viö aöila vinnumarkaöarins.
Ekkert samráö hafi veriö haft viö
vinnuveitendur.
VSI telur frumvarpiö ekki til
þess falliö aö draga úr veröbólgu-
vandanum. Fráleitt sé aö ætla at-
vinnuvegunum aö taka á sig rúm-
lega 6% launahækkun 1. desem-
ber nk, þeir geti engar launa-
hækkanir tekiö á sig „ef ekki á aö
koma til rekstrarstöövunar og at-
vinnuleysis eöa stórfelldrar geng-
isfellingar” eins og segir i frétta-
tilkynningunni. — eös