Þjóðviljinn - 09.12.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.12.1978, Blaðsíða 4
.4 SIÐA — ÞJÓÐVILJJNN .Laugardagur 9. desember 1978 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kekstrarstjóri: Úlfar Þormóósson Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreióslustjóri: Filip W. Franksson Blaóamenn: Alfheióur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- uróardóttir, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþrótta- fréttamaöur: Ingólfur Hannesson Þingfréttamaóur: Siguröur G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaidsson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson. Sævar Guóbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur, Blaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar, Oskar Albertsson. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Rúnar Skarphéöinsson, Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson. Kristin Pétursdóttir. Sfmavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Húsmóöir: Jóna Sigurðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Gúðmundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6. Reykjavfk, sfmi 81333 Prentun: Blaöaprent h.f. Verðbólgustigið lækkar • I riti Þjóðhagsstofnunar um þjóðarbúskapinn á árinu og horf urnar á næsta ári kemur fram að lífskjör eru nú með besta móti og engar horf ur eru á því að ytri skilyrði þjóðarbúsins breytist til hins verra á næsta ári. Sem f yrr eigum við því fyrst og f remst við okkur sjálf að etja. Sé heppnin með verður stórhækkun olíuverðs ekki viðvar- andi og matvælaverð í heiminum hækkar á næsta ári. Hvað sem því líður eru útf lutningshorf ur taldar góðar, og viðskiptakjör ættú að haldast óbreytt f rá því sem nú er. • Er þá nokkur þörf að kvarta? Jú, verðbólgan er enn sem fyrr helsta vandamáíið, sem við er að glíma á sviði efnahagsmála. Núverandi ríkisstjórn hefur tekist með efnahagsaðgerðum sínum að lækka verðbólgustigið úr 52% í um 40%. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir því að þegar niðurgreiðslur 1. desember taka að hafa full áhrif verði verðbólgustigið komið niður fyrir 40% um áramót. En undirstraumurinn frá þeirri 52% verðbólgu sem strandkapteinninn Geir Hallgrímsson skildi eftir sig seg- ir allsstaðar til sín í efnahagskerfinu og ryður á undan sér verðhækkanaskriðu. • Það er verkefni núverandi ríkisstjórnar að stemma stigu við f lóðöldu verðhækkana sem enn breiðist út eftir stórstrand fyrrverandi ríkisstjórnar. Hvort tekst að halda henni innan þeirra 5% marka sem Þjóðhagsstofn- un gefur sér sem ársf jórðungslegar breytingar kaup- taxta á næsta ári er óráðið enn. Kauphækkanir eru af- leiðing verðhækkana, því að með vísitölukerf inu hefur launaf ólk nokkra tryggingu f yrir að f á þær verðhækkan- ir bættar sem orðið hafa á hverju þriggja mánaða tíma- bili. Þeir sem aðhyllast einfaldar lausnir í efnahagsmál- um ættu að hugleiða það að hægt er að halda kaup- hækkunum ískefjum, jafnvel innan 5% markanna, með því að halda verðhækkunum niðri. Ef það tækist myndi verðbólgustigið lækka niður í 30% í lok árs 1979 eins og Þjóðhagsstofnun spáir í dæmi sínu án minnstu átaka við launafólk í landinu. Kaupmáttur og jafnrétti • Þrátt fyrir það að verðbótavísitölu hafi verið breytt með stjórnvaldsaðgerðum og þrátt f yrri þakið margum- rædda er kaupmáttur ráðstöfunartekna um þessar mundir hærri en hann var í nóvember. Kaupmáttur með- altaxta verkafólks er nú í desember áætlaður 117.0 mið- að við 100 sem ársmeðaltal 1971, en var 112.4 í nóvember. Miðað við þann hraða sem verið hefur á verðbólgunni má gera ráð fyrir þvf að kaupmátturinn verði í febrúar næstkomandi svipaður og í nóvember sl., en þá verður reiknuð út verðbótavísitala og kauphækkun samkvæmt henni 1. mars 79. í þessum upplýsingum frá Kjararánn- sóknanefnd eru vel að merkja ekki metin áhrif niður- greiðslna 1. desember og boðaðra skattalækkana. • Það gerir hinsvegar Þjóðhagsstofnun í þjóðhagsspá sinni fyrir næsta ár. Þar er gert ráð fyrir í sérstöku dæmi að kaupmáttur ráðstöf unartekna verði svipaður eða heldur meiri á árinul979 en á þessuári. Aukningar ráðstöfunartekna yrði þó fyrst og fremst vart á lág- tekjuheimilum, meðal annars vegna boðaðrar skatta- lækkunar á lágtekjum. Það þarf ekki að segja neinum láglaunamanni í dag að tekjur hanseru drýgri nú en áður vegna þess að nauðsynjavörur heimilanna hafa lækkað í verði. Þannig er millifærsla ríkisstjórnarinnar þegar farin að segja til sín og mun segja til sín í enn ríkara mæli á næsta ári. • Þeir sem meiri hafa atvinnutekjurnar munu að ein- hverju leyti þurfa að bera auknar skattaálögur séni millifærslan hefur í för með sér. Og lengra verður vart gengið út á þá braut. En vert er að hafa f huga að komi ríkisstjórnin í framkvæmd þeim félagslegu réttindamál- um sem hún hefur heitið að beita sér fyrir mun velferð aukast í þjóðfélaginu. Ailir þjóðfélagshópar njóta ekki réttindabóta til jafns, en aukið jafnrétti f þjóðfélaginu er mikilvægasti þátturinn f Iffskjörum þjóöarinnar. —ekh. ! íhaldsmenn | óánœgðir með \ moggann ILöngum hefur boriB á mikilli óánægju Sjálfstæöismanna meö • aöal flokksmálgagn sitt IMorgunblaöiö sem m.a. hefur lýst sér i siminnkandi upplagi. Þessi óánægja hefur birst meö * ýmsu móti, hUn er ekki ný af |nálinni,en slöustu árin hefur hún einkum komiö fram i greina- skrifum jaöarhópa ihaldsins i ■ Dagblaöiö. 1 gær bættist nýr Ihöfundur i þannprUöa hóp. Þaö er fyrrverandi borgarstjóri ihaldsins i Reykjavik Birgir Is- • leifur Gunnarsson. Ekki veröur Isagt aö grein Birgis beri af öör- um greinum svipaös efnis sem birtast daglega I þessu blaöi, • eftir atorkusama áhugapóli- Itikusa eins og Geir R. Andersen eöa Leó M. Jónsson. Meginefni greinar Birgis er gamalkunnug ■ tugga: Alþýöuflokkurinn og IAlþýöubandalagiö lofuöu öllu fögru fyrir kosningar en eru nU bUin aö svikja þaö allt. Þessi ■ tugga er nú oröin eins sigild og Ifarandminni þjóösagnanna. Bragöleysiö i þessum áróöri hlýtur hinsvegar aö vekja • spurningar um ástandiö i Sjálf- Istæöisflokknum. Þaö hefur vak- iö óskipta athygli þeirra se'm fylgst hafa meö störfum Alþing- ■ is hve máttlaus flokkurinn hefur I veriö i stjórnarandstööu. ! Hafa kratar | stolið senunni IÞaö má auövitaö segja sem svo aö umsvifamestu þingmenn Alþýöuflokksins hafi stoliö sen- unni frá ihaldinu, en aö öðru • jöfnu heföi þaö átt aö veröa til þess aö styrkja stööu Sjálf- stæöisflokksins ef þar væru efni til þess aö móta markvisa bar- áttu gegn rikisstjórninni. Þaö hafa hinsvegar margir á þaö bent, sérstaklega eru þaö þó óánægöir Ihaldsmenn, aö þessi barátta hafi nær engin verið og einkennst af handahófi og ráö- leysi. Svo dæmi sé tekiö, má nefna fyrstu umræöu fjárlaga. Þar flutti Matthias A. Mathie- sen dæmalaust máttlausa ræöu, sem einkenndist af talnaþrugli ogprósentureikningi sem sumir stjórnmálamenn halda aö gangi i almenning eins og heilagur boöskapur. Þaö var kannske til þess aö bæta upp þetta augljósa máttleysi aö þessari ræöu voru gerö sneggri og meiri skil i Rikisiitvarpinu en áöur hefur tiökast. Klippari er alltaf pfn- hrifinn af þeim sem hjálpa litil- magnanum. Ekki hefur mál- flutningur Geirs Hallgrimsson- ar oröiö til þess aö bæta upp þaö sem vantaöi á Mathiesen af skörungsskap. Með öndina í hálsinum Stjórnarandstaða Sjálfstæðis- flokksins hefur i einu oröi sagt veriö afar leiöinleg, ef frá eru taldar skemmtilegar uppákom- ur eins og þegar Halldór Blön- dal flutti mergjaöa ræðu viö þriöju umræöu um efnahags- ráðstafanir rikisstjórnarinnar, sem augljóslega var samin fyrir útvarp. Útvarpsumræöurnar voru bara þvl miöur kvöldiö áö- ur. Margir eru kallaöir en fáir útvaldir. Annars segja gárungarnir i baksölum þing- hússins aö þaö hafi veriö skyn- samleg ráöstöfun aö hleypa Halldóri á þing einmitt þegar til umræöu var frumvarp um fuglaveiöar og fuglafriöun, þvi varaþingmaðurinn hefur eins og allir vita veriö meö öndina i hálsinum árum saman. Engin heildarstefna En þaö sem upp Ur stendur er þaö aö ástandiö i herbúöum ihaldsins erþannig aö ekki hef- ur tekist aö móta neina heildar- stefnu i viöbrögöum viö rikis- stjórninni. 1 þingflokknum er hver höndin upp á móti annarri bæöi af persónulegum og mál- efnalegum ástæöum. Sumir styöja Geir. Sumir styöja Gunn- ar (fer nú óöum fækkandi vegna lögmáls timans). Sér á parti i þingflokknum er svo Albert. Það má segja aö þaö eina sem þingmenn Sjálfstæöisflokksins viröast sammála um er aö flokkurinn gætiekki meönokkru móti fariö I rikisstjórn á næst- unni. Svo öfugsnúiö sem þaö viröist vera, er þaö satt, aö ihaldiö vonar aö rikisstjórnin haldi velli amk. fyrst um sinn. Meginástæðan er sú aö flokkur- inn er I innbyröis upplausn og ekkert útlit er fyrir aö þeirri sturlungaöld ljúki á næstunni. í ööru lagi hefur flokkurinn engar mótaöar hugmyndir um lausn aösteöjandi efnahagsvanda. Flokkurinn mundi þvl standa uppi klofinn og ráölaus, ef hon- um byöist aö taka þátt I rfkis- stjórn tam. meö Alþýöufiokkn- um. Bergmálið frá Gylfa dofnar Þær hugmyndir Gylfa Þ. Gislasonar sem hafa bergmálaö i Alþýöuflokknum allt siöan i stjórnarmyndunarviöræöunum i sumar, um aö kratar færu I nýja viöreisnarstjórn meö Gylfi Þ.: Fylgja missir kraftinn Ihaldinu eru þvi varla liklegur veruleiki á næstunni. Þaö er al- kunna aö þátttaka Alþýðu- flokksins i vinstristjórninni var keyrö i gegn af Benedikt Grön- dal og ýmsir af þingmönnum flokksins jafnvel meirihluti þeirra var andvigur stjórnar- þátttökunni. Þeir hölluðust frekar aö Gylfa. Siöan hefur ( mikiö vatn runniö til sjávar. Þingmönnum Alþýöuflokksins er ijóst aö þeir hafa nú þegar glataö miklu af þvi fylgi sem flokkurinn vann ikosningunum i vor. Þeim er ljóst aö þeir eiga hreinlega pólitiska framtiö sina undir þvi aö þeim takist aö hanga í rikisstjórninni og aö ekki komi til kosninga á næst- unni. íhaldið vill þá ekki Og þótt flestir þeirra hafi gælt viö þá hugmynd aö þeir gætu rofiö vinstristjórnarsamstarfiö og fariöi stjórnmeö Ihaldinu þá vita þeir nú aö Ihaldiö vill alls ekki taka viö þeim. Ef þaöyröi, væri þaö meö þeim skilyröum, aö efnt yröi til kosninga i vor, svo Sjálfstæöisflokkurinn gæti unniö eitthvaö af fylgi sinu tii baka frá krötum. Sjálfstæöis- flokkurinn mundinefnilegaaldr- ei taka i mál aö mynda stjórn meö Alþýöuflokknum út kjör- timabiliö upp á þau býti sem núverandi styrkleikahlutföll á Alþingi boöa varöandi verka- skiptingu i rikisstjórn. Þá gæfist krötum lika e.t.v. timi til þess aö vinna upp þaö fylgi sem hann hefur tapaö i darraöardansi undanfarinna mánaöa. Pólitískt raunsæi Vilmundar Þaö ber þessvegna aö flokka þaö undir stjómmálalegt raun- sæi hjá Vilmundi Gylfasyniþeg- ar hann segir I VIsi I gær um Sjálfstæðisflokkinn og hvers vegna ekki er möguleiki fyrir krata aö fara i stjórn meöihald- inu: „Þaöerekki nokkur leiöað treysta á þetta stefiiulausa rek- ald. Sjálfstæöisflokkurinn verö- ur aögera breytingar á sjálfum sér áöur en hann veröur viö- ræöuhæfur”. Og þótt I þessum oröum felist fyrirheit sem ekki veit á gott þá veröur aö meta þetta pólitiska raunsæi sem nú loksins örlar á i rööum þing- manna Alþýöuflokksins. Klipp- ari þessa þáttar ætlar sér hins- vegar ekkert aö fara aö velta krötum upp úr hinu pólitiska siögæöi þeirra. sgt !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.