Þjóðviljinn - 09.12.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.12.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur ». desember 1978 Hjartardóttir, sérkennari: Viö hvaö er átt, þegar talaö er um barnamisþyrmingar? Bandariskur sálfræöingur, aö nafni C Henrik Kempe, prófess- or i barnasjákdómum hefur skilgreint fyrirbæriö á eftirfar- andi hátt: ,,Viö tölum um barnamis- þyrmingar, þegar börn veröa fyrir einstökum, eöa slendur- teknum barsmlöum, eöa alvar- iegri vanrækslu, af hálfu for- eldra, eöa þeirra, sem forráöa- réttinn hafa” (hér er oröiö ein- göngu notaö yfir iikamlegar misþyrmingar). Hingaö til, hefur ekki veriö haft hátt um barnamisþyrming- ar. Algengt er, aö fólk r.eiti aö trúa þvi, aö slíkir hlutir eigi sér staö, en liklega er staöreyndin sú, aö barnamisþyrmingar eru ekki svo óalgengt fyrirbrigöi. Samkvæmt könnunum, sem hafa veriö geröar, eiga barna- misþyrmingar sér staö I öllum stéttum þjóöfélagsins og hjá fólki meö ólika félagslega aö- stööu. I staö þess, aö einblina á tölur um tiöni barnamisþyrminga, er þýöingarmeira, aö leita orsaka þeirra. An skilnings á því hvers vegna fólk misþyrmir börnum, er erfiöara aö koma til hjálpar. Þaö, aö mörgum börnum liöur illa, er oftast afleiöing af þvl, aö foreldrunum llöur einnig illa. Umsjón: Guðrún Ögmundsdóttir Hallgerður Gísladóttir Kristín Ásgeirsdóttir Kristín Jónsdóttir Sólrún Gísladóttir Jafnréttissíðunni hafa borist tvær greinar sem fjalla um misþyrmingar á börnum. Við birtum þær hér í framhaldi af umræðum um þetta mál á Rauðsokkahátíðinni 4. nóvember s.l. Hugleiðing um barna- misþyrmingar Þetta augnaráö er kaliaö dádýrs-augnaráö. Barniö er óttaslegiö og spennt, og á andlitinu má sjá marbletti, einkum umhverfis munninn — þaöan kemur hávaöinn, þegar barniö er til trafala. Þaö eru ekki margir, sem taka þessi mál til umræöu,og enn færri, sem gera eitthvaö I þeim. Sumir vilja ekki trúa þvi, aö þvilikt og annaö eins viögangist — aörir vita ekki hvaö beri aö gera, eöa hvernig grlpa skuli inn I, ef slikar grunsemdir vakna. Inn I þetta spilar llka, hin viöur- kennda viröing fyrir „friöhelgi heimilisins” — fólk veigrar sér viö, aö blanda sér inn I einkamál annarra. Sænskur barnalæknir, aö nafni Per Skjælaan, sem starfað hefur bæöi I Sviþjóö og Noregi hefur undanfarin ár, gert viöa- miklar kannanir á þessum vandamálum og haldiö fjöl- marga fyrirlestra um þau. Hér á eftir mun ég drepa á nokkur atriöi, sem hann hefur komiö á framfæri og veröur einungis fengist viö likamlegar mis- þyrmingar. Skjæláan tekur upp helstu teg- undir áverka, sem börn veröa fyrir, allt frá vanhiröingu ung- barna til barnadráps. Komiö hefur fram,, aö I aldurs- flokknum undir tveggja ára, veröa börn oftast fyrir mis- þyrmingum, og þaö eru börn frá sex til 10 mánaöa, sem veröa fyrir alvarlegsutu misþyrming- unum. Hverjar eru svo orsak- irnar fyrir þvi, aö sumir for- eldrar misþyrma börnum sín- um? Astæöurnar eru aö sjálf- sögöu margar og margflóknar, en veröur ekki aö teljast eitt- hvaö bogiö viö þjóöfélag, þar sem einstaklingarnir misþyrma afkvæmum sinum? Per Skjælaan telur upp marg- ar ástæöur, m.a. félagslegar og heilsufarslegar ástæöur foreldr- anna, erfiöleika I fjölskyldunni og i sambandi barns og foreldris og afstöðu þjóöfélagsins til of- beldis yfirleitt. Sá viöurkenndi hugsunarháttur, aö börn séu eign foreldra, kemur llka inn i myndina. Ýmislegt fleira telur Skjælaan upp. Hvernig er svo hægt aö koma i veg fyrir barna- misþyrmingar? Hver einasti maöur, sem veröur vitni aö þvi, aö barni sé misþyrmt, ætti aö gera allt, sem I hans valdi stendur, til aö hjálpa þvi — á sama hátt og menn gera slökkviliöi viövart, þegar eldur veröur laus. Hver einasta heilsugæslustöö ætti aö vera vel á veröi, gagnvart þeim fjöl- skyldum, sem vitaö er, aö eiga viö félagsleg vandamál aö stríða. Ungbarnaeftirlitiö verö- ur aö vera vel vakandi, gagn- vart öllum þeim nýfæddu börn- um, sem grunur leikur á, aö séu vanrækt. Hvaöa afstööu eigum viö svo að taka i þessu máli? Eigum viö ,aö fordæma þá foreldra, sem misþyrma börnum slnum? Eig- um viö aö snúa okkur undan og segja „þetta er ekki okkar mál”, Þaö er tlmi til kominn, aö þessi mál veröi tekin upp til umræöu og aö viö reynum aö finna or- sakir þessa vandamáls og leita úrbóta. Sigrún Júlíusdóttir, félagsrúögjafi: Um barnamisþyrmingar á íslandi Fyrir nokkru las ég á Jafn- réttisslöu Þjóöviljans frásögn af ágætis framtaki Hauösokka- hreyfingarinnar þ.e. opnu húsi þar sem ýmis mikilvæg mál höföu veriö rædd I hópum. Þvl miöur haföi ég ekki tækifæri til aö vera þarna sjálf, en eitt þeirra mála sem þarna voru rædd, þ.e.a.s barnamisþyrm- ingar, hafa I staðinn orðiö mér tilefni til aö senda slöunni nokk- ur orö til frekari upplýsingar og koma um leiö mlnum eigin athugasemdum á framfæri. Könnun á barna misþyrmingum Þaö er ekki alveg rétt aö eng- in könnun hafi veriö gerö á íslandi varöandi barnamis- þyrmingar. Ariö 1970 geröi As- geir Karlsson geölæknir könnun á vegum Kleppsspltalans á þessum málum. Hann skoöaöi skýrslur Barnaverndarnefndar og ungbarnaef tirlitsins I Reykjavik yfir tfmabiliö 1960 - 1969. Hann náöi þannig til 95% barna undir eins árs aldri er bjuggu I Reykjavik á þessu tlmabili. Aöeins 4 tilfelli fundust þar sem sannanlega var um aö ræöa misþyrmingar meö vilja. Aöeins eitt tilfelli var af þvl tagi sem skilgreint hefur veriö sem „the battered child syndrom”. Hin myndu öllu frekar vera flokkuö sem ill meöferö eöa alvarlegt hiröuleysi. A þvi tlmabili sem könnun þessi var gerö var einmitt farið aö veita þessu fyrirbæri athygli bæöi á Noröurlöndum og I Bandarlkjunum. Asgeir Karls- son benti réttilega á I skýrslu sinni aö ýmsir þættir I sögu okk- ar og menningu geti skýrt þessa þáverandi lágu tlöni fyrirbæris- ins I okkar íslenska þjóöfélagi. Hér getur skipt máli t.d. mann- fæöin, sem leiöir af sér sterkt félagslegt taumhald og sögulegt reynsluleysi okkar af ofbeldi. Viö höfum ekki tekiö þátt I strlöi og rætur okkar (þá) enn þá i nokkrum tengslum viö heföir bændasamfélagsins. Hvers vegna eykst ofbeldi? En þjóöfélag okkar hefur breyst mikið á siöastliönum 15 — 20 árum. tltþensla borgar- samfélagsins, hröö þróun iön- aðar og ómanneskjulegir fram- leiöslu- og neysluhættir hafa fætt af sér breytt vandamál fyrir fjölskyldur og sorglega firringu einstaklinganna gagn- vart tileru sinni. Þetta á ekki aöeins viö um vinnustaö heldur llka allar þær stofnanir sem ein- staklingurinn hefur tengsl viö, svo sem skóla, barnaheimili, sjúkrahús, félagsheimili og fl. og fl. Foreldrar þekkja ekki heim barnanna, börnin þekkja ekki heim foreldranna. Þær fáu stundir sem fjölskyldan á saman heima er fók oft útkeyrt af streitu, vinnu og þeytingi dagsins. Taugastrekkingur og sambandsleysi veröa því oft þeir þættir sem miklu ráöa I samskiptum innan fjöl- skyldunnar. Þetta eru nokkur af þeim atriöum sem félagsvls- indin hafa bent á sem skýr- ingarþætti I fjölda nýlegra kannana um barnamisþyrming- ar. 1 vestrænum þjóöfélögum hefur athygli félags- og geövis- inda á síöastliönum árum beinst I auknum mæli aö þessu fyrir- bæri — rannsóknum á þvl sem slíku, meðferö og fyrirbyggj- andi aögeröum. Fjöldi alvar- legra misþyrminga, — jafnvel misþyrminga sem leitt hafa til dauða barna, hefur aukist til muna bæöi I Bandarlkjunum og á Noröurlöndum. Menn spyrja sig hvers vegna ofbeldi hefur aukist svo mjög, hvers vegna þaö brýst út á þennan hátt og hverjar séu afleiðingar þess. Þessum spurningum veröur ekki svaraö hér I stuttu blaöa- innleggi, en orsakirnar eru af ýmsum toga sem rekja má til framleiösluhátta, félagslegra aöstæöna persónulegra sam- skipta og geörænnar liöan ein- staklinganna. Þessir þættir eru svo allir samofnir og gagnverk- andi. Ofbeldi í sjónvarpi Viö sjálf höfum um alllangan tlma hvorki fariö varhluta af her — þótt hann sé aðfenginn — né ofbeldi. Þaö slöara fengum viö lengi vel lika matreitt I aö- fenginni sjónvarpsþjónustu. En þann 30. september 1966fengum við okkar eigiö sjónvarp. Þá opnaðist mikilvæg samgönguæð viö umheiminn, en þar fylgdi böggull skammrifi. Ég hygg aö sá böggull hafi hvaö verst komiö niöur á börnunum, sem eru tryggir áhorfendur. Þau hafa fengiö allt of lltiö af efni viö sitt hæfi en hins vegar sæg af of- beldisþrungnum sora sem bæöi hefur vafalaust gert þeim sjálf- um illt jafnt sem foreldrum þeirra. Þaö er grunur minn aö viö sé- um ekki lengur nein óspillt friö- semdarþjóö sem virðir og hlúir aö börnum sinum og þekkir hvorki ofbeldi né her. Það er grunur minn aö aukin tlöni of- beldisglæpa og nauögana sé mælikvaröi á umfang ofbeldis á öörum sviöum þjóöfélagsins. As- geir Karlsson nefnir líka þetta samhengi I skýrslu sinni og bendir á að á timabilinu 1945 — 1970 (25 ár) hafi verið skráö 14 morö á Islandi (hlutfallslega lægri tala en á Noröurlöndun- um). Ég bendi þvl á aö á tíma- bilinu 1970 — 1978 (8 ár) eru skráö 21 morö á Islandi. Ef þessar tölur eiga aö segja okkur eitthvaö um aöstæöur og hugarástand einstklinga þjóð- félagsins er trúlegt aö fylgni sé aö finna á milli þeirra og tlöni ofbeldis gagnvart börnum I þjóöfélagi okkar I dag. Ég állt þaö mjög mikilvægt aö viökvæm félagsleg vandamál af þessu tagi séu rædd á opin hátt og leitast sé viö aö skýra þau á grundvelli rannsókna. Þau mál sem liggja I kyrrþey veröa seint skilin, þeim er oft afneitaö og sllkt býöur upp á fordóma og ranghugmyndir um eöli þeirra og orsakir. Einstaklingana sem þessi mál varða — en sem ekki er viö að sakast — fyllir það að- eins skömmustu- og vanmáttar- kennd til viöbótar við gagns- lausar sjálfsásakanir og aðra vanllðan. Ég fagna þvl aö Rauð- sokkahreyfingin hefur beint at- hygli sinni að þessu máli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.