Þjóðviljinn - 09.12.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.12.1978, Blaðsíða 2
2 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. desember 1978 AF GRUPPETERAPI Hérna á dögunum rakst ég í einhverju dag- blaðanna á mjög athygliverða grein eftir mið- aldra kennslukonu, nýkomna frá Svíþjóð. Hún hafði — held ég — verið send af hinu opinbera til Skandinaviu til að kynna sér f ræðslumál al- mennt og læra það nýjasta i Svíþjóð. Kennslukonan fór á námskeið og ráðstefnu einhvers staðar á Skáni, og má sjá á greininni að hún hefur svo sannarlega haft erindi sem erf iði. A ráðstefnunni eftir námskeiðið komst hún nef nilega að því að íslendingar væru allt of fá- fróðir í kynferðismálum. Að þessari niðurstöðu komst hún — ef marka má greinina — eftir að hún hafði tekið þátt í nokkru sem hún kallar „intím gruppe- terapi" og hefur á íslensku verið kallað náin hópmeðferð. Eftir þessa „hópmeðferð" virðist kennslukonan hafa orðið þess fullviss að Islendingar ættu margt ólært og er helst aö sjá að kynferðismálin hafi þarna á ráðstefn- unni verið tekin fyrir bæði verklega og fræði- lega. Hvað um það, þegar heim kom haf ði hún svo viðtal við rannsóknarblaðamann.og í þriggja- dálkagrein með mynd setur hún fram kenn- ingu um menntamál á (slandi almennt, nefni- lega þá að það sem vanti í menntakerf ið á Is- landi sé yfirgripsmeiri kynfræðsla i skólum. Ég er þessari útlærðu kennslukonu hjartan- lega sammála, því að það er sannarlega vá f yrir dyrum ef blóminn af íslenskum æskulýð stendur í þeirri meiningu að tippið sé bara til að pissa með því. Ég er satt að segja þeirrar skoðunar að senda ætti allar kennslukonur landsins til Svíþjóðar og leiða þær þar i allan sannleikann um notagildi ónefndra líffæra yfirleitt. Svo þegar þær koma heim, reynslunni ríkari, geta þær undirbúið krakk- ana í Melaskólanum fræðilega undir verklega námið í Hagaskólanum, þannig að hópmeð- ferðin í menntó og í Háskólanum sé ekki tóm- ur klaufaskapur og handvömm. Annars virðist kynferðisfræðslu hafa stór- hrakað hér á landi síðan ég var barn. Ég held að ég haf i verið orðinn doktor í uppáferðum og afleiðingum þeirra, þegar ég var búinn að vera einn vetur í Grænuborg og minnist ég þess þó ekki að prófessorarnir við þá mennta- stofnun eyddu miklum tíma í kynfræðslu. En þetta var nú á þeim árum þegar íslendingar voru meira og minna sjálfmenntaðir. Þá voru börnin alls ekki búin að ná valdi á töluðu máli þegar þau vissu uppá hár hvað það var að „gera Do-Do"og hérna vestur í bæ hófust æf- ingar í slíku löngu fyrir fermingu. Þegar for- eldrarnir héldu að við strákarnir værum að safna frímerkjum vorum við að safna píku- myndum og klámkortum,og þegar foreldrarn- ir glöddust í hjarta sínu yfir því hvað við værum iðnir að lesa biblíusögur og aðra skyldulesningu, láum við í innsigluðu köflun- um úr elskhuga leidí Sjatterleys, sem þá hét bláa bókin og var þýdd af Kristmanni, gefin útaf Ragnari í Smára ef ég man rétt, og bönn- uð fyrir börn.Einhver komst einhvern tfmann yfir Kamasútra á dönsku og það var eins og við manninn mælt-.AIIir strákar í vesturbænum og jafnvel stelpurnar líka, lærðu dönsku um- svifalaust (kennurunum til hinnar mestu furðu) — og síðan voru aðferðirnar og æfing- arnar úr þessari merku, austurlensku fræði- bóksýndar og sannreyndar í öllum hugsanleg- um skúmaskotum,og er mér sagt, að margir þeirra sem ólust upp hérna vestur í bæ, búi enn að þessum fræðiiðkunum. Allir voru á bóla bullandi kafi í því að stúdera kynferðismál. þóaldrei væri á þau minnst í skólunum. Stelp- urnar meira að segja. Þegar þær þóttust vera að leika sér með dúkkurnar sínar voru þær i raun og veru einhvers staðar að húsabaki með okkur litlu strákana í læknaleik,og það voru sko skemmtilegri læknisvitjanir en þær sem maður þarf að búa við núna, kominn á ef ri ár. Á þessum árum þurfti bókstaflega enga kynfræðslu í skólum; akademla götunnar sá okkur krökkunum fyrir hámenntun í þessum efnum, svo við vorum stórvel undirbúin sál- fræðilega, félagslega og fræðilega, þegar loksins kom að því að við gátum f arið að „gera hitt " verklega. En þetta er nú liðin tíð. Nú er svartnætti fáfræðinnar í kynferðismálum staðreynd. Manni skilst jafnvel á félagsfræð- ingum, sálfræðingum og öðrum sérfræðing- um að unglingar í dag viti varla hvar ónefnd liffæri séu á þeim, hvað þá hvert eigi að setja þau þegar hvötin kallar. En nú stendur þetta til bóta. Ráðið er sem sagt að senda nokkrar þurrar kennslukonur til Svíþjóðar, bleyta svolítið í þeim þar og senda þær síðan hingað heim til verklegrar kennslu i fræðunum. Eða eins og framangreind kennslukona sagði þegar hún kom af námskeiðinu í kyn- fræðslu á Skáni: Úti i Sviþjóð auga mitt upplaukst fyrir því hvað gaman er að gera hitt í grúppeterapí. Flosi. Læknafélag íslands: Nýir heiöursfélagar Á aðalfundi Læknafélags Islands, sem haldinn var á Akureyri 23.—24. júnf 1978, var þess minnst, að 60 ár eru liöin frá stofnun félagsins. Voru þá kjörnir 6 heiöursfélagar. 1 sambandi viö ráöstefnu stjórnar Læknafélags tslands meö formönnum svæöa- félaga nú I nóvember var haldinn kvöldfagnaöur til heiöurs þessum 6 læknum og þeim afhent heiðurs-' skjöl. Þrír þessara lækna eru þeir núlifandi islenskir læknar, sem mestan þátt tóku i baráttunni gegn berklaveikinni, sem á upphafsárum Læknafélags tslands var skæöasta heilbrigöis- vandamál þjóöarinnar. Elstur þeirra er Helgi Ingvarsson, sem gegndi yfirlæknisstörfum á stærsta berklahæli Iandsins um langt skeiö viö miklar vinsældir og góöan oröstir. Annar er Sigurður Sigurösson fyrrverandi landlæknir, sem gegndi starfi berklayfirlæknis frá stofnun þess embættis 1935 og haföi meö hönd- um stjórnun og skipulagningu berklavarna. Hinn þriöji er Odd- ur ólafsson, fyrrverandi yfir- læknirá Reykjalundi, sem er einn af forystumönnum endurhæfinga fyrir berklasjúklinga og síöar öryrkja af öörum sjúkdómsorsök- um. Hinn fjóröi af íslensku læknun- um, sem kjörnir voru heiöursfé- lagar, er dr. med. Óskar Þóröar- son, fyrrverandi yfirlæknir á Borgarspítalanum, sem auk ágæts læknisstarfs og visinda- vinnu hefur sinnt félagsmálum lækna af miklum áhuga. Tveir heiðursfélaganna eru erlendir, annar er breskur hjartaskurölæknir, Mr. C.P. Cleland, sem á undanförnum 10 árum hefur annast mikinn fjölda islenskra sjúklinga I góöri samviiiu viö Islenska lækna. Hinn er professor Povl Riis frá Kaupmannahöfn, sem hefur kom- iö hingað til lands mjög oft sem fyrirlesari og skipulagt námskeiö fyrir Islenska. lækna og auk þess veriö islenskum læknum og Læknafélagi tslands hjálplegur á margan annan hátt. Tveir hinir siöast töldu héldu fyrirlestra á vegum læknadeildar Háskóla tslands I Landspitalan- um, meöan þeir dvöldust hér, en professor Riis þess utan einnig á Landakoti og á Borgarspitalan- um. samvinnu viö Islenska lækna. Hinn er prófessor Povl Riis frá Kaupmannahöfn, sem hefur kom- ið hingað til lands mjög oft sem fyrirlesari og skipulagt námskeiö fyrir islenska lækna og auk þess verið Islenskum læknum og Læknafélagi tslands hjálplegur á margan annan hátt. Gerið skil Happdrætti Þjóðviljans ekið á móti greiðslum á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3 (frá kl. 9-19.30). Einnig má senda greiðslu inn á hlaupa- reikning Þjóð- viljans nr. 3093 í Alþýðu- bankanum. Umboðs- menn! Dregið 10. des. Hafið samband við skrifstofuna og Ijúkið uppgjöri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.