Þjóðviljinn - 09.12.1978, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. desember 1978
INGIBJÖRG
BERGÞÓRS-
DÓTTIR:
Hús skáldsins á Kirkjubúli. Mynd: —jrú Guömundur Böövarsson á yngri
árum.
Mmnmgarsjóðurinn um
skáldið á Kirkiubóli
Strax viö útför Guömundar
Böövarssonar skálds á Kirkju-
bóli kom fram sú hugmynd, aö
minning hans yröi heiöruö meö
þvi aö varöveita hús hans I sem
likustu formi og þaö var, er
hann skildi viö þaö. Þaö var
Arni Þorsteinsson i Fljótstungu,
sem átti uppástunguna. Hann
færöi þetta i tal viö Sigurö, son
skáldsins, og tök hann þvi máli
vel. Hann upplýsti, aö faöir hans
heföi sjálfur sett fram þá hug-
mynd, aö eftir hans dag yröi
húsiö vinnustaöur fyrir rithöf-
unda og aöra iistamenn.
Þessi hugmynd fékk mjög
góöan hljómgrunn meöal Borg-
firöinga. Meöal fyrstu
áhugamanna um þetta voru
forystumenn í þrem stærstu
félagasamböndum Borg-
firöinga, sem tóku máliö upp á
sina arma, en þaö eru Samband
borgfirskra kvenna, Búnaöar-
samband Borgarfjaröar og
Ungmennasamband Borgar-
fjaröar.
Systkinin á Kirkjubóli,
Kristin, Siguröur og Böövar,
vo ru m jög hlynn t málin u eins og
best sýndi sig siöar.
Kom öllum saraan um, aö
samböndin skyldu vinna aö þvi
meö Kirkjubólsstystkinum og
Rithöfundasambandi Islands aö
stofna minningarsjóö um skáld-
iö, en sá sjóöur yröi skráöur
eigandi hússins.
Formlega var sjóöurinn
stofnaöur 1. september 1974,
daginn sem skáldiö heföi oröiö
sjötugt.
Stofnaöiljarnir fimm
tilnefndu þá sinn fulltrúann
hver i sjóösstjórn, sem skipti
þannig meö sér verkum: For-
maöur: Ingibjörg Bergþórs-
dóttir Fljótstungu (SBK)
Gjaldkeri: Friðjón Sveinbjörns-
son Borgarnesi (UM.S.B.)
Ritari: Magnús Kolbeinsson,
Stóra-Asi (Búnaöarsamb.
Borg). UmsjónarmaÖur húss-
ins: Sigurður Guömundsson,
Kirkjubóli. (Fulltrúi erfingja).
Meöstjórnandi: Böövar
Guömundsson, Hjaröarlundi 6,
Akureyri (Rithöfundasamb.
Islands),
Ingibjörg Bergþórsdóttir i Fljóts-
tungu, formaöur sjóösstjórnar-
A þessum fundi varendanlega
gengiö frá skipulagsskrá sjóös-
ins og skipulögö söfnun til ágóöa
fyrir hann meöal Borgfiröinga.
Þeirri söfnun var svo vel tekiö,
aö þaö fór fram úr björtustu
vonum.
Þátttaka einstaklinga var
mjög almenn og mörg félög
gáfu stórhöfðinglegar gjafir. A
þó ekkert þeirra yfir digrum
sjóöum aö ráöa.
Þeirra á meöal voru flestöll
kvenfélög innan Sambands
borgfirskra kvenna, sem gáfu
upp 1 50 þúsund krónur hvert.
A aðalfundi S.B.K. í júni 1974
bárust allra fyrstu framlögin i
þessa söfnun, tæpar 50 þúsund
krónur. Þaö er ekki i fyrsta
sinn, sem Sambandiö ryöur
þannig brautina fyrir þörf
málefni i héraöinu.
Er tæplega nokkrum gert
rangt til meö þvi aö færa þá-
verandi formanni S.B.K., Þór-
unni Eiriksdóttur, sérstakar
þakkir fyrir hennar hlut I
framgangi þessa máis innan
Sambandsins og utan.
Enn er ótalin stærsta og
veglegasta gjöfin þvi að börn
skáldsins, Kristin, Siguröur og
Böövar, gáfu sjóönum húsiö og
sýndu meö þvi sinn hug og hvers
þau mátu verk fööur sins og
mirmingu foreldra sinna.
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Magnús Kolbeinsson, Stóra-Asi, fulltrúi Búnaöarsambands Borg-
arfjaröar f stjórn Minningarsjóösins. Arininn hlóö Guömundur
Böövarsson og aflaöi til þess efnis úr ýmsum áttum. Mynd: —jró
/ gestabók á Kirkjubóli
1 októbermánuöi siöastliönum dvaldi Guömundur Ingi
Kristjánsson i húsi skáldbróöur sins að Kirkjubóli.
I gestabók hússins getur nú aö lita eftirfarandi ljóö.
1 skáldhúsi er ég til skammtíma sestur
við skriftir og lestur.
f Ijóðum er auður þess allra mestur.
Áratugum saman voru þau vinir mínir,
veittu mér unað, gáfu mér sýnir,
auðlegð, sem enginn týnir.
Hér er ég sestur I hússins ró,
þar sem höfundur Ijóðanna bjó,
gestur í húsi hans,
horfins manns.
Hans orð og anda ég sé.
Hann orti líka með hníf í tré.
Sá handskurður fagur er hér í sveigum og röðum,
í hillum og uppistöðum
og sæmir hans bókablöðum.
Hér fagna ég svip þessa fágæta manns.
Og framan við dyrnar er prjónavél konu hans,
sem hún sé hér enn í húsi mínu —
og hafi rétt skroppið frá verki sínu.
*
Hún vakir líka með llfi og anda
í Ijóðunum, sem í hillunni standa.
I Jónsmessunóttinni 19 71
er lífi hennar varanleg mirining veitt
og ástinni yfirleitt.
I húsi þessara hjóna er dögunum lyft
með hógværð og andagift.
Guömundur Ingi Kristjánsson.
Þetta gjörbreytti viöhorfinu,
þvi vitaskuld haföi veriö reikn-
aö meö aö borga sanngjarnt
verö fyrir húsiö.
Utanhéraðsmenn hafa einnig
gefiö sjóönum stórgjafir. Má
nefna tvær gjafir frá Seölabank-
anum, þá fyrri eina miljón
króna og hálfa miljón siöar.
Stéttarsamband bænda gaf
sjóðnum kr. 600 þúsund. Sjóöur-
inn nýtur nokkurs styrks frá
Alþingi. Bragi Þóröarson, bóka-
útgefandiá Akranesi, hefur ver-
iö sérstakur velgjöröamaöur
sjóösins og gefiö honum bóka-
gjafir hvaö eftir annaö.
Húsiö var nýlegt tímburhús.
1975 voru geröar á þvi gagnger-
ar endurbætur. Aöur haföi þaö
verið hitaö með miöstöövar-
eldavél. Þaö kerfi var allt
fjarlægt og i staö þess komu
rafmagnsþilofnar, rafmagns-
eldavél og hitadunkur. Húsiö
var málað hátt og lágt, utan og
innan, skipt um útihurð, teppa-
lagt og dúklagt eftir þvi sem
meö þurfti.
Guömundur átti talsvert safn
gamalla muna, sem hann haföi
haldiö til haga. Settir voru upp
skápar meö glerhuröum fyrir
þetta safn.
Aö síðustu var lóöin girt og
framkvæmd róttæk lagfæring á
henni I fyrravor. Aöalsteinn
Simonarson sá um þaö verk.
Nýting hússins er nokkuö góö
og vaxandi og umgengni
dvalargesta góö. Þeir borga
væga húsaleigu þann tima, sem
þeir standa viö. Núna er hún kr.
10.000 á viku.
Viö andlát Þorsteins
Valdemarssonar skálds (d. 7. ág.
77) gaf Rithöfundasamband
Islands sjóönum minningargjöf
um hann, sem variö var til
prentunar á minningarspjöld-
um. Þaueru til sölu á eftirtöld-
um stööum:
Hjá Ríthöfundasamb. Islands,
Skólavörðustig 12, Rvk., á
simstööinni i Siöumúla, á sim-
stööinni i Borgarnesi, hjá
Guðrúnu Jónsdóttur, Garöa-
braut 41, Akranesi, hjá Gisla
Þorsteinssyni, Faxabraut 33,
Keflavik, hjá Þórunni Eiriks-
dóttur, Kaöalsstööum, hjá
Sigriöi Þorsteinsdóttur,
Giljahliö.og hjá sjóösstjórn.
Þrír rithöfundar hafa dvaliö
þarna sem boðsgestir sjóös-
stjórnar: Jón Helgason frá
Rauösgili, Jakobina Siguröar-
dóttir Garöi I Mývatnssveit og
nú alveg nýlega dvaldi þar
Guömundur Ingi Kristjánsson
frá Kirkjubóli I önundarfiröi.
1 tilefni stórgjafar Stéttar-
sambands bænda voru þvl boðin
afnot af húsinu októbermánuö
siöastliöinn.en Guömundur Ingi
nýtti boöiö fyrir þess hönd.
Sjóösstjórn vill nota tækifæriö
tíl aö þakka hinum'fjölmörgu
velunnurum sinum, einstakiing-
um, félögum og stofnunum.
Fyrir þeirra tilverknaö er
afkoma sjóösins oröin betri en
nokkurn óraöi fyrir aö veröa
myndi, og sýnir þaö ástsæld
skáldsins meöal þjóöarinnar.
Formaöur stjórnar^
Ingibjörg Bergþórsdóttir.