Þjóðviljinn - 09.12.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.12.1978, Blaðsíða 12
1.2 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. desember 1978 ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM 1978 36 SÍÐUR 2 blöð Kaupmáttur kauptaxta eykst um 7% á árinu • Kaupmáttur ráðstöfunartekna eykst um 4% • Verðbólgan ár 52% niður fyrir 40% — Arshækkun visitölu fram- færslukostnaöar gæti verið komin niöur fyrir 40% nú í lok þessa árs, meöal annars vegna niöur- greiöslna i september og desember. Meöalhækkunin milli áranna 1977 og 1978 er hins veg- ar meiri eöa um 44%. Þetta kem- ur fram i nýútkomnu riti Þjóö- _ hagsstofnunar, tJr þjóöarbú - skapnum, framvindan 1978 og horfur 1979. Þetta eru töluverö umskipti,þvi framan af árinu fór T^veröbólgan vaxandi, eins og sést af þvi aö i febrúar var visitala framfærslukostnaöar 37% hærri en á sama tima og áriö áöur, en I ágúst var árshækkunin komin upp I nær 52%. Slðan komu til ráöstafanir nýrrar rikisstjórnar sem dregiö hafa úr veröbólgu- hraöanum aö minnsta kosti 12%. Talið er aö kaupmáttur kaup- taxta aukist um rúmlega 7% á árinu, en kaupmáttur ráöstöf- unartekna eykst nokkuö minna, eöa um 4% á mann, samanborið viö um 2% aukningu þjóöartekna á mann. í lok ársins eru laun um 41% hærri en i upphafi þess, og er hækkun launa á þessu ári þvi minni en I fyrra, en þá hækkuöu laun um meira en 60% frá janúar til desember. Aö meöaltali eru laun talin veröa um 55% hærri 1978 en 1977, og er þaö meiri meöaltalshækkun en varö milli áranna 1976 og 1977, er laun hækkuöu um 45%. Atvinnutekjur launafólks eru taldar munu hækka svipaö og kauptaxtar á þessu ári. A hinn bóginn er talið aö tekjur sjómanna svo og ýmsar aörar tekjur hækki ivib minna en tekjur launafólks i landi. 1 heild er taliö sennilegt aö tekjur ein- staklinga hækki um 52 til 53% á mann að meðaltali milli 1977 og 1978. Þar sem beinir skattar ein- staklinga hækka meira en tekjur veröur hækkun ráöstöfunartekna á mann minni en hækkun tekna fyrir skatt, eöa um 50%. _ ekh. Þjóóarútqjðld 1970-1978. Vísitölur, 1970=100 — 1971 19 72 1973 1974 1975 1976 1977 1978 Einkaneyzla 115 127 135 144 130 131 142 151 106 . 113- -120 126 - 128 134 137 140 Fjármunamyndun 142 141 169 187 171 167 180 173 Þjóóarútgjöld alls 125 128 142 157 144 139 153 154 Einkaneysla aldrei meiri Mikil umskipti í fjármunamyndun hins opinbera á árinu Þjóðarútgjöld verða nær óbreytt frá fyrra ári — Þjóöhagsstofnun spáöi þvf sl. marz aö einkaneysla myndi auk- -last um 3% á þessu ári. 1 ljósi aukningar á kaupmætti ráö- stöfunartekna heimilanna, sýnist Þjóöhagsstofnun nú aö stefni i nokkru meiri aukningu einka- neyslu, eöa um 6%. Þær vis- bendingar sem liggja fyrir, t.d. upplýsingar um veltu i verslun- ar- og þjónustugreinum og inn- flutning neysluvöru, viröast styöja þessa spá. Þessi aukning einkaneyslu kemur i kjölfar 8% neysluaukningar f fyrra og er einkaneysla á mann nú oröin meiri en hún hefur oröiö mest áö- ur, á árinu 1974. Samneysluútgjöld eru talin munu aukast i samræmi viö fyrri spár eöa um 2% á þessu ári. Þaö er hinsvegar fjármuna- myndunin sem dregist hefur verulega saman á þessu ári, eöa 3—4% i heild. Þaö eru mikil um- skipti frá fyrra ári, þegar fjár- munamyndun jókst um 7.5%. Samkvæmt þessu yröi hlutfall fjármunamyndunar af þjóöar- framleiöslu á þessu ári um 26.5% samanborið viö 28.5% 1977 og enn hærra hlutfall næstu ár á undan. Samdrátturinn er aö langmestu leyti í opinberum framkvæmd- um, sem minnka um 14% eins og i fyrra, og munar mest um 30% samdrátt I rafvirkjunar- og raf- veituframkvæmdum, en aðrar opinberar framkvæmdir eru einnig minni. Fjármunamyndun- in t atvinnuvegunum mun væntanlega aukast um 2.5% á þessu ári, en á sföasta ári jókst hún um tæplega 37%. Smiöi ibúöarhúsa er talin munu aukast um 2% á árinu, en var óbreytt milli ’76 og ’77. Niöurstaöa spáa Þjóöhags- stofnunar um neyslu og fjár- munamyndun er sú aö þjóöarút- gjöld muni aukast um 3% á þessu ári og eru birgöa- og bústofna- breytingar þá ekki taldar meö. Þar sem ljóst er, aö brigöir munu minnka talsvert á þessu ári eftir verulega uppsöfnun 1977 sýnist aö mati stofnunarinnar stefna I, aö þjóðarútgjöld aö birgöabreyting- um meötöldum veröi sem næst óbreytt frá fyrra ári, en þá jukust þau um 10%. —ekh Efni m.a. íslensku jólatrén VELFERÐ BARNA Sunnudagsblað Þjóðviljans tók þátt i norrænni umræðu um barnamenningu i Stokkhólmi. GOMERA Eyjan i Kanarieyjaklasanum þar sem innbú- arnir nota blistur i stað máls. • Helgarviðtal við Deu Trier Mörch • Pistill Arna Bergmann um helga dóma • Verðlaunakrossgátan með plötuvinningum • Fingrarim — poppþáttur • Kanadabréf frá Þórði Ingva Guðmundssyni • Birtur kafli úr nýjustu skáldsögu Þorsteins Antonssonar • Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar um spœnskar kvikmyndir • Visnamál, rósagarður og þinglyndi • Kompan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.