Þjóðviljinn - 09.12.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 9. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Um helgina
Um helgina
Sídasta sýning ís-
lenska dansflokksins
1 kvöld eru sibustu forvöö aö sjá
hina vinsælu sýningu tslenska
dansflokksins og Þursaflokksins i
Þjóðleikhúsinu. Þessi ballettsýn-
ing hefur fengiö ágæta aösókn og
vakib athygli fyrir fjölbreytileika
og ferskleika en þarna er bobib
upp á þrjá balietta: klassiskan
dans, nútimadans og rokkballett.
Dansaöir eru ballettarnir: Pas
de Quatra eftir hinn fræga ball-
ettdansara Anton Dolin, en hann
sviðsetti sjálfur þennan ballett
með dansflokknum. ROKK —
bailettinn „1955”, sem dansflokk-
urinn samdi sjálfur undir stjórn
kennara sins, Karen Morell við
vinsælustu lög Elvis Presley og
loks ballett Ingibjargar Björns-
dóttur, SÆMUNDURKLEMENS-
SON en hann er saminn út frá
gamalli islenskri grafskrift. Tón-
listin við þennan siöasta ballett er
samin og flutt af Þursaflokknum
og er reyndar komin á plötu á-
samt fleiri lögum Þursaflokksins.
Pókók í Kópavogi
Leikfélag Þorlákshafnar frum-
sýndi Pókók eftir Jökul Jakobs-
son 26. nóvember s.l. Leikstjóri
er Kristbjörg Kjeld, og leikmynd
eftir Gylfa Gislason. Sýningar i
Þorlákshöfn eru nú orönar 6 tals-
ins, og núum helginagefst ibúum
höfuöborgarsvæöisins færi á aö
sjá þessa uppfærslu á fyrsta leik-
riti Jökuls I Félagsheimili Kópa-
vogs. Sýningarnar þar veröa kl.
21 i kvöld og kl. 17 á morgun,
sunnudag.
Svo skemmtilega vill til að á
morgun verður hægt aö sjá
sýningar á fyrsta leikriti Jökuls
kl. 5 I Kópavogi, og þvi siðasta,
Sonur skóarans og dóttir bakar-
ans, i Þjóöleikhúsinu kl. 8.
t leikskrá Leikfélags Þorláks-
hafnar er að finna pistil eftir Þor-
stein 0. Stephensen, þar sem
hann rifjar upp kynni sln af Jökli
allt frá þvi Pókók var frumsýnt I
Iðnó 1961 og Þorsteinn lék hlut-
verk Jóns Bramlan. „Einstöku
atvik eru reyndar farin að fyrnast
fyrir mér. En ég man aö við unn-
um vel að þessu verki, kannski
ekki sist vegna þess að viö fund-
um hve mjög þaö þurfti á áhuga
okkar og einlægni aö halda. Þetta
var frumsmið höfundarins I leik-
ritagerð og bar þess þó nokkur
merki.... Jökull skrifaði upp frá
þessu hvert leikritiö af ööru fyrir
leikhús okkar, auövitað misjöfn
að gæöum einsog mannlegt er, en
það siöasta og besta er nú leikiö I
Þjóöleikhúsinu” segir Þorsteinn.
Leikfélag Þorlákshafnar var
stofnaö áriö 1970 og hefur sýnt að
meðaltali eitt leikrit á ári siöan.
Plá'ssið er oröib frægt fyrir list-
ræna starfsemi af ýmslu tagi,
enda segir Þorsteinn ö. I áöur-
nefndum formála: „Þegar ég
heyri þann staö nefndan finnst
mér alltaf að þar muni vera mikið
af þvl sem okkur er nauösynleg-
ast, sjávarafla og menningar-
áhuga”.
ih
Karlakór Reykjavíkur:
Syngur þýska messu
Karlakór Reykjavikur heldur
sina árlegu hijómleika fyrir
styrktarfélaga sina og gesti næst-
komandi sunnudag og mánudag i
Háskólabiói.
Stjórnandi er sem fyrr Páll
Pampichler Pálsson og einsöngv-
arar veröa þau Sieglinde Kah-
mann, Hreiöar Pálmason og
Friöbjörn G. Jónsson. Pianóleik
annast Guðrún A. Kristinsdóttir
og nokkrir félagar úr Sinfónlu-
hljómsveit Islands.
Meöal verka á efnisskránni er
hin „Þýska messa” Franz Schu--
berts, en á þessu ári eru liðin 150
ár frá láti hans og er messan flutt
til þess aö minnast tónskáldsins.
Á hljómleikunum veröa frum-
flutt þrjú ný lög, 2 eftir Þorstein
Valdimarsson, skáld, og eitt eftir
söngstjórann, Pál Pampichler
Pálsson.
Delerium búbónis
á Selfossi og
Seltjarnarnesi
Litla leikfélagiö i Garöi hefur
aö undanförnu sýnt Delerium Bú-
bónis eftir þá Jón Múla og Jónas
Arnasyni I leikstjórn Flosa Ólafs-
sonar og viö tóniistarflutning
Grettis Björnssonar á Suöurnesj-
um.
Aösókn hefur veriö góö og nú er
fyrirhugaö aö sýna I Selfossbiói I
dag laugardag I Félagsheimilinu
Seltjarnarnesi kl.20.30. Þetta
veröa siöustu sýningar fyrir jól,
en ráögert er aö hefja sýningar
aftur eftir áramót.
Litla leikfélagið hefur einnig
hafiö undirbúning aö uppsetningu
á nýju leikriti.
—im
Jóla-
sveinn í
heimsókn
hjá FEF
á
morgun
A morgun, sunnudag, kl. 3
heldur Félag einstæörá for-
eldra jólafund i Atthagasal
HótelSögu. Fundartiminn er
valinn meö þaö fyrir augum
aö börn geti komiö meö for-
eldrum sinum. Þessi liáttur
hehir veriö haföur á undan-
farin ár og gefist mjög vel.
A jólafundinum veröur
fjölbreytt dagskrá: séra
Skirnir Garðarsson frá Búö-
ardal spjallar viö fundar-
gesti, Silja Aöalsteinsdóttir
les upp og Guömundur Guö-
mundssonbúktalari og brúö-
an Boggi skemmta. Þá leik-
ur Aslaug Bergsteinsdóttir
fyrir söng og dansi og loks
kemur jólasveinn I heimsókn
meö glaöning handa bömun-
um.
• ih
Háskóla-
kórinn
syngur
1 dag veröur Háskólakór-
inn á útimarkaönum á Lækj-
artorgi og selur kökur, auk
þess sem hann tekur lagiö og
syngur nokkur jólalög, Is-
lensk og erlend. Kökusalan
er liöur I fjáröflunarherferö
kórsins, en til stendur aö
fara i tónleikaferö til Svl-
þjóöar og Danmerkur I mars
á næsta ári.
Þetta er sjöunda starfsár
kórsins og hefur hann sungiö
viöa. Um siöustu jól hélt
hann þrenna jólatónleika, en
engir slikir eru nú fýrirhug-
aöir. Þess i staö mun kórinn
syngja á nokkrum stofnun-
um fyrir jólin og viö miönæt-
urmessu i Landakoti á jóla-
nótt.
•
Börnin og
umhverfiö
1 Sólheima-útibúi Borgar-
bókasafnsins hefur veriösett
upp sýningin „Börn og um-
hverfiö”, sem sýnd var i
Norræna liúsinu um slöustu
páska og hefur siöan gert
viöreist um landiö. Þaö er
Kvenfélagasamband tslands
sem gengist hefur fyrir upp-
setningu þessarar sýningar,
en hún er fengin aö láni hjá
Hibýia- og neytendastofnun
Oslóborgar i tilefni af þvf aö
næsta ár veröur ár barnsins.
Sýningin hefur verið vel
sótt á þeim stööum þar sem
hún hefur verið sett upp. A
flestum stööum var hrepps-
nefndar- eöa bæjarstjórnar-
mönnum boöiö á sýninguna,
enda er hér um aö ræöa á-
róðurssýningu sem bendir
fólki á aö staldra viö og gefa
þvi gaum hvort þaö sveitar-
eöa bæjarfélag sem viö erum
aö byggja upp henti öllum
þegnum þjóöfélagsins. Einn-
ig er bent á ýmis atriöi sem
gætu gert umhverfiö betra
fyrir börnin.
Sólheimaútibúiö er opiö kl.
14—21 virka dagaenkl. 13 —
16 á laugardögum. Þaö er
lokaö á sunnudögum.
ih
Helgaöir Vívaldi
Á morgun, sunnudag, veröa
fyrstu tónleikar Kammersveitar
Reykjavikur á þessu starfsári og
fara þeir fram I Bústaöakirkju.
Tónleikarnir hefjast kl. 17 og
veröa þar einvöröungu flutt
tónverk frá 18. öld.
Kammersveit Reykjavikur
hefur nú starfaö I fjögur ár og
haft að markmiöi aö flytja
kammertónverk, sem sjaldan eöa
aldrei hafa veriö flutt hér landi. A
efnisskrá sinni hefur Kammer-
sveitin ennfremur kappkostaö aö
hafa Islensk tónverk, sem i flest-
um tilfellum hafa vériö samin
sérstaklega fyrir sveitina, svo
hún hefur beinlinis stuölaö aö efl-
ingu íslenskrar tónsköpunar. A
starfsári því, sem nú er aö hefjast
verða fernir tónleikar eins og
endranær. A fyrstu tónleikunum
veröa tónverk frá 18. öld eins og
fyrr segir og ber þar hæst tvö
verk eftir italska meistarann
Antonio Vivaldi, konsert fyrir
fagott og strengjasveit, konsert
fyrir fjórar fiölur og strengja-
sveit. Einleikarar veröa Siguröur
Markússon fagottleikari og fiölu-
leikararnir Rut Ingólfsdóttir,
Helga Hauksdóttir, Kolbrún
Hjaltadóttir og Asdis Þorsteins-
dóttir. Tónleikar þessir eru helg-
aöir minningu þessa mikla
meistara, sem fæddist fyrir rétt-
um 300árum. A öörum tónleikum
sveitarinnar, I febrúar n.k. veröa
flutt tónverk frá þessari öld. A
þriöju tónleikunum veröa gestir
Kammersveitarinnar sænski
hljómsveitarstjórinn Sven Verde
og feögarnir Ib og Wilhelm
Lansky-Ottó. Wilhelm fluttist tii
tslands skömmu eftir aö slöari
heimstyrjöldinni lauk og starfaöi
hér I nokkur ár sem pianó- og
hornleikari. Eignaöist Wilhelm
fjölda vina og aödáenda hér á
þeim árum og veröur þaö
mikiö fagnaðarefni að fá hann
I heimsókn, ekki sist fyrir þá
sök aö hann hefur ekki heim-
sótt Island fyrr á þeim árum,
sem liöin eru siöan hann flutt-
ist héöan og settist aö I Sviþjóö.
Son hans, Ib, þarf ekki aö
kynna, þvl hann hefur leikið
hér á landi nokkrum sinnum á
undanförnum árum og er talinn
einn af fremstu hornleikurum
heims i dag. Lokatónleikarnir I
april eru helgaöir Franz Schu-
bert, en á þessu ári er minnst 150.
ártiöar tónskáldsins um allan
heim. Þar veröa einvöröungu
fluttverk eftir Schubert, m.a. tvö
siöustu kammerverkin sem hann
samdi.
Félagar i Kammersveit
Reykjavikur eru 15 og eru þeir I
fremstu rööum hljóöfæraleikara
landsins. Starf sitt i sveitinni
vinna þeir endurgjaldslaust, en
tekjur af tónleikunum eru notaö-
ar til aö mæta kostnaöi af
tónleikahaldinu. Askriftarkort aö
tónleikum Kammersveitarinnar
eru til sölu I bókaverslun Sigfús-
ar Eymundssonar og viö inn-
ganginn aö tónleikunum á sunnu-
daginn. Ennfremur er hægt aö
kaupa miöa á einstaka tónleika
viö innganginn.
Esjumyndir í
F
Asmundarsal
Jörundur Pálsson arkitekt hef-
ur opnaö sýningu á 40 vatnslita-
myndum I Asmundarsat viö
Freyjugötu. Einsog fram kemur
annarsstaöar i blaöinu liefur
Arkitaktaféla giö nú keypt þaö liús
af Myndlistarskólanum i Reykja-
vik, og veröa væntanlega haldnar
þar sýningar reglulega I framtlö-
inni.
Af myndum Jörundar eru 30
Esjumyndir, flestar málaöar á
slöasta ári. Jörundur kvaöst hafa
byrjaö aö mála Esjuna fyrir 35
árum, og alltaf geta fundiö þar
gnægö viöfangsefna, enda breytti
fjaliiö sér á kortersfresti allan
ársins hring.
Myndirnar eru til sölu, og er
verö þeirra á bilinu 30 — 60.000.-
kr. Sýningin er opin daglega frá
kl. 14 — 21.