Þjóðviljinn - 10.12.1978, Síða 6

Þjóðviljinn - 10.12.1978, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. desember 1978 Sigurjón Pétursson / STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI LOÐASKORTURINN ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGÁ Frá umræðu í borgarstjóm um þann herfilega arf sem fyrri meirihluti skildi eftir sig í bygginga- og skipulagsmálum og áform um lausn vandans. um fyrir alkunnum staöreyndum. Hitt er svo annaö mdl og mun alvarlegra, en um leiö mál, sem borgarfulltrúunum er mjög vel kunnugt um, aö verulegur hluti þess byggingasvæöis, sem hefja átti framkvæmdir á 1980 er alls ekki í eigu Reykjavikurborgar, heldur i eigu rlkisins eöa réttara sagt Háskólans og Tilrauna- stöövarinnar aö Keldum. Þeir vita þaö einnig aö þetta landsvæöi liggur ekki á lausu til afnota fyrir Reykjavikurborg og aö viöræöufundir, sem fyrrver- andi meirihluti átti meö rikinu vegna þessa landsvæöis leiddu ekki til jákvæörar niöurstööu, heldur voru þar hnýttir fastir hnútar, sem enn ekki eru leystir. Þegar nýtt aöalskipulag var sam- þykkt i borgarstjórn Reykjavik- ur, þar sem þetta landsvæöi var sýnt sem tilvonandi byggingar- svæöi borgarinnar, þá var þaö ekki gert I samráöi eöa sam- komulagi viö eigendur, heldur i striöi. Við vorum blekktir Þessari alvarlegu staöreynd var hins vegar leynt fyrir borgar- stjórn Reykjavikur og borgarbú- um, enda var aldrei gerö grein fyrir þessu hvorki I borgarráöi né borgarstjórn. Núverandi meirihlutihefur lagt sig fram um aö leysa þá hnúta sem borgarfulltrúar Sjálfstæöis- flokksins hnýttu i þessu máli. Reynt hefur veriö aö finna skyn- samlega lausn sem hindráöi ekki fyrirhugaöa nýtingu landsins, enda þarf aö leysa þessi mál i samkomulagi en ekki I striöi. Þaö er hins vegar furöuleg staöreynd aö viö sem nú skipum meirihluta i borgarstjórn Reykjavikur höfö- um ekki hugmynd um stööu þessa máls, heldur stóöum viö I þeirri barnalegu trú, aö hægt yröi aö hefja byggingarframkvæmdir á svæöinu, eins og áætlaö heföi ver- iö. Björgum þvi sem bjarg- að verður Ég vona enn aö þetta leysist á viöunandi hátt fyrir báöa aöila en ölí staöa málsins bendir til þess aö framkvæmdum á þessu svæöi gæti seinkaö. Þaö þýöir aö um takmarkaö lóöaframboö veröur aö ræöa á næstu árum, svo er fyr- irhyggju Sjálfstæöisflokksins fyr- ir aö þakka, en nú er veriö aö kanna hvort ekki sé hægt aö mæta þeim vanda meö þvi aö þétta gömiu byggöina i borginni meö þaö einnig fyrir augum aö nýta þær fjárfestingar sem þar eru fyrir, svo sem götur, holræsi, skóla og annaö þess háttar. A þessu þarf aö finna lausn. Þær lausnir lágu hins vegar ekki fyrir þegar núverandi meirihluti Reykjavikur tók viö. Viö fengum þær ekki I arf frá Sjálfstæöis- flokknum, heldur beiö okkar þaö verkefni aö reyna aö bjarga þvi sem bjargaö veröur I þessum efn- um. Þetta er alvarlegt mál og sýnir hversu brýnt þaö er aö koma á meö góöum fyrirvara reglu- bundnum úthlutunum lóöa og meirifestu I byggingariönaöinum. Þaö er ljóst aö aöeins veröur út- hlutaö lóöum undir 16—1800 Ibúöir á nýskipulögöum byggingarsvæö- um næstu 2—3 árin, og aö fyrir- huguö byggingarsvæöi Crlfars- fellssvæöis liggja ékki á lausu. Þetta er ekki verk núverandi meirihluta I borgarstjórn Reykjavikur og kemur yfirlýsing um fyrir kosningar litiö viö. Hins vegar lýsti ég þvl yfir I borgar- stjórn siöastliöinn fimmtudag, aö eftir þessi 2—3 ár og aö eftir þetta kjörtimabil munu lóöir veröa skipulagöar meö meiri forsjálni og fyrirhyggju. Þaö kann vel svo aö fara þó ég voni aö svo veröi ekki, aö það komi ekki i hlut okkar sem nú er- um i meirihluta I borginni aö framkvæma þær lóöaúthlutanir, en á þessu kjörtimabili munum viö leggja höfuöáherslu á aö koma þessum málum I fastmótaö og eölilegt horf. Óttinn viö atvinnuleysi 1 byggingariönaöi er ekkl ástæöulaus og svo er fyrirhyggjuieysi Sjálfstæöis- fiokksins aö þakka. hans Framtíðarstarf Iönaöardeild Sambandsins á Akureyri óskar aö ráöa mann til aö stjórna eöa hafa eftirlit meö framleiöslu á einni eöa tveimur af verksmiöjum sinum. Nám I iönrekstrarfræöi eöa tæknimenntun æskileg. Nánari upplýsingar I slma 96-21900 (23). Skriflegar umsóknir sendist starfsmannastjóra Iönaöar- deildar Glerárgötu 28, Akureyri, fyrir 15. janúar næst- komandi. orsakir og A siöasta fundi borgarstjórnar Reykjavikur svaraöi borgarstjóri fyrirspurn frá Magnúsi L. Sveins- syni um fyrirhugaöar lóöaút- hlutanir Reykjavikurborgar á næsta ári og hvar þær lóöir væru. t svari borgarstjóra kom fram aö alls veröur á árinu 1979 úthlut- aö lóöum i Reykjavik undir 362 ibúðir og aö Reykjavlkurborg gerir aö auki 178 lóöir I Selási byggingarhæfar. Þær lóöir eru þó ekki I eigu borgarinnar heldur I einkaeign. Hve margar lóðir? Þessar lóöir eru sem hér segir: í Seljahverfi: 25 einbýlishús, 28 raöhús, 45 eöa 46 einbýlishús og 100 Ibúöir i blandaöri byggö. 1 nýja miöbænum: 100 Ibúöir og á Eiðsgrahda 14 raöhús. Fjöldi úthlutaöra lóöa I Reykja- vik hefur á undanförnum árum veriö nokkuö mismunandi_og^ á þessu ári var úthlutaö lóöumúndir 522 Ibúöir, áriö 1977 524 Ibúöir áriö 1976 714 Ibúöir og áriö 1975 lóöum undir 292 Ibúöir. Byggingaiðnaöurinn hér i Reykjavik óttast nú yfirvofandi atvinnuleysi og m.a. hefur Sam- band byggingamanna sent sveitarstjórnum hér á höfuö- borgarsvæöinu bréf meö fyrir- spurnum um lóöaúthlutanir á næstu árum. Þessi ótti er ekki ástæöuiaus þvl eins og sjá má af ofangeindum tölum eru á næsta ári til úthlutunar I Reykjavik mun færri liöir en oft áöur. Magnús L. Sveinsson og aörir borgarfnlltrúar Sjálfstæöis- flokksins sem til máls tóku i borgarstjórn I sambandi viö svar borgarstjóra, bentu á þessa staö- reynd, en klifuöu siöan á þeirri „tuggu”, sem Sjálfstæöisflokkur- inn er greinilega búinn aö ákveöa aö skuli veröa þeirra meginviö- horf I stjórnarandstöðunni I Reykjavlk, — aö meirihlutinn heföi svikiö öll stóru orðin, — I þessu tilfelli yfirlýsingar um aö lóöaúthlutunum I borginni yröi stjórnaö af festu og fyrirhyggju þannig að samfelld atvinna I byggingariönaöinum yröi tryggö. Ekki gátu borgarfulltrúarnir þess aö auk þess sem núverandi meirihlutaflokkar, og þó sérstak- lega Alþýöubandalagiö, hafa deilt á stefnuleysið og fyrirhyggjuleys- iö I atvinnumálum borgarbúa, þá höfum viö einnig deilt hart á lóöaúthlutanir Sjálfstæöisflokks- ins og ekki aö ástæöulausu. Nýjar reglur Þar hefur ætiö viögengist aö lóöir væru fyrst og fremst notaöar sem dúsur til aö hygla flokks- gæöingum. afla vinsælda og at- kvæöa. Eitt af stefnumálum Al- þýöubandalagsins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar s.l. vor, var aö nema þessi lögmál frum- skógarins úr gildi og setja ákveönar reglur um lóöaúthlutun sem tryggja jafnan rétt almenn- ings og útiloka áhrif pólitlkus- anna. Aö gerö þessara reglna er nú unniö og er stefnt aö þvl aö komið verið á föstu punktakerfi fyrir lóöaúthlutun sem fram á aö fara i janúar. Frá þvl veröur væntanlega skýrt slöar, enda ætlaöi ég mér aö gera annaö aö umræöuefni hér og nú, en þaö er skipulag lóöaúthlutana I Reykja- vikurborg. Nýju svæðin Engum ætti aö vera betur ljóst en borgarfulltrúum Sjálfstæöis- flokksins, sem setiö hafa árum saman I meirihluta I Reykjavik, meö hvaöa hætti skipulag nýrra byggingarsvæða fer fram. Eng- um ætti aö vera betur ljóst aö þaö tekur mjög langan tlma aö undir- búaogsamþykkjaskipulag aÖ nýj- um svæöum og aö þaö tekur einn- ig langan tima aö gera þau byggingarhæf. Eins og aö framan greinir er lóöaúthlutun i Reykjavik á næsta ári I lágmarki. Hiö alvarlega er, aö fyrirsjánlegt er einnig aö á næstu 2—3 árum veröur ekki heldur hægt aö úthluta jafnmörg- um lóðum og gert hefur veriö undanfarin ár, þar sem aöeins er tiltækt skipulagt landsvæöi fyrir 1600—1800 ibúöir, þar til Ittriö veröur upp á Úlfarsfellssvæöiö, en þar eru næstu byggingarsvæöi. Reykjavlkurborgar fyrirhuguö. Fyrirhyggja þeirra Fyrirhyggja þeirra borgarfull- trúa Sjálfstæöisflokksins sem hér hafa ráöiö málum undanfarin ár var einfaldlega ekki meiri en þetta. Lóöaúthlutanir á árinu 1979 eru ekki mál sem ákveöin eru i október og slðan framkvæmd I janúar heldur er nauösynlegt aö gera áætlanir um lóöaúthlutanir meö, löngum fyrirvara. Þetta vita borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins mætavel, en þegar ákveöiö hefur veriö hvern- ig haldiö skuli á málum og þegar ákveöiö hefur veriö aö nú skuli klifaö á þvl aö nýi meirihlutinn I Reykjavik hafi svikiö öll stóru oröin, þá getur reynst nauösyn- legt aö loka bæöi augum og eyr-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.