Þjóðviljinn - 10.12.1978, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 10.12.1978, Qupperneq 9
Sunnudagur XO. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Nýjar bækur Nýjar bækur Virki og vötn Eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson Að ýmsu leyti svipar Virkjum og vötnum til tveggja síðustu Ijóðabóka ólafs. Þessi Ijóð geta talist f jölbreyttari til- brigði sömu eða svipaðra stef ja. Sá lýriski strengur sem hefur verið meginkostur kvæða ólafs Jóhanns hljómar hér í allrisinni mýkt 09 veldi og hér er að finna mikið af tærri náttúrulýrik En það sem knýr þann streng eru áleitin við- fangsefni samtímans, uggur um mannleg verðmæti og líf vortá jöröu, leitað mótvægi, „virki", f breyttum og viðsjál- um heimi. Útkoma slíkrar Ijóðabókar er fágætur viðburður og Ijóðaunnendum mikið fagnaðarefni. Verð . Félagsverð kr. 6.ÓOO.- kr. 5.360.- Mál og menning Bamabók eftir Valdísi Út er komin hjá bókaútgáfunni Letri, bókin Litli I.oðnufiskurinn eftir Valdlsi óskarsdóttur. Þetta er ævintýri fyrir börn og segir frá þvi aö litli loönufiskurinn fyllist forvitni og vill fá aö vita hvað gerist bakvið stóra dularfulla fjallið á sjávarbotni og hvað „uppgjörið” sem eldri loðnurnar tala um, sé f raun og veru. Valdis óskarsdóttir hefur áður gefið út ljóðabókina Rauði Svif- nökkvinn ásamt með Ólafi Hauki Simonarsyni, Fýlupokarnir, ævintýri fyrir börn;og Búálfarnir, sömuleiðis ævintýri, var lesið I Morgunstund barnanna siðastlið- ið haust. Bókin Litli loðnufiskurinn er myndskreytt af Sigþrúði r Páls- dóttur, sem stundað hefur mynd- listarnám i Evrópu og Bandarlkj- unum og er nú nemandi viö School of Visual Art i New York. Dregiðídag Þebuleikirnir Út er komin hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs bókin Þebuleik- irnir. Bók þessi flytur leikritin „Oidipús konung”, „Oidipús i Kólonos” og „Antigónu” eftir forngriska skáldsnillinginn Sófðkies i þýðingu dr. Jóns Gisla- sonar skólastjóra. Þýðandi ritar Nóibáta smiður og ýtarlegan inngang um ævi Sófðklesar og skáldskap hans. Ennfremur rekur hann gerð leik- ritanna þriggja og gerir grein fyrir sögu textans, svo og helstu útgáfum og erlendum þýðingum Loks eru i bókinni skýringar og eftirmáii. Sófðkles (496—406 f. Kr.) samdi fjölmörg leikrit, en sjö þeirra hafa varðveist. Hann sigraði alls 24 sinnum I leiklistarsamkeppni þeirri sem fram fór árlega á hátlð' Dionýsosar, og voru þó meöal keppinauta hans slikir skáldjöfr- ar sem Aiskýlos og Evripides. Sófókles var uppi á hámenn- ingarskeiði Aþenuborgar og kom mjög við sögu samtiðar sinnar. Yngra samtimaskáld sagöi um hann látinn: „Sæll er Sófokles sem varð maður langlifur og hamingjusamur, miklum og góðum gáfum gæddur, höfundur margra harmleikja. Og ævisinni lauk hann án þess aö hafa nokkru sinni oröiö fyrir barðinu á ógæf- unni.” Setningu, prentun og bókband Þebuleikjanna hefur Prentsmiöja Hafnarfjarðar annast. Bókin er 287 blaðsiður aö stærð. Erlingur Davlðsson, ritstjóri hefur skráð endurminningar Kristjáns Nóa Kristjánssonar bátasmiðs á Akureyri, en bókin nefnist „Nói bátasmiður” og er gefin út af Bókaforlagi Odds Björnssonar. Nói bátasmiður er fæddur I Innri-Lambadal við Dýrafjörö 1896 en hefur átt heima á Akur- eyri slðari hluta ævinnar og þar hefur hann smiðað bátana sina landskunnu allt til sumarsins 1977. Nói bátasmiður hefur smlðaö fleytur af mörgum stærðum og gerðum, allt frá jullum og skekt- um, árabátum, trillum og mótor- bátum upp 1 140 tonna fiskiskip. Hann er sérstakur persónu- leiki, sem gaman er að kynnast og hefur Erlingi Daviðssyni tekist vel að skrásetja endurminningar hans og gera þær ljóslifandi fyrir hugskotssjónum lesandans. Nll 25900,- 19SOO. OOMffé. 17CAA «hVUUi 1/dUUi BANKASTRÆTI 7 & AÐALSTRÆTI4 LAUGAVEGI 47, í 7daga (8.-14.des.): Finnskir Sailor- jakkar í 4 litum og f innskir vatteraðir kuldajakkar í 2 litum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.