Þjóðviljinn - 10.12.1978, Síða 12

Þjóðviljinn - 10.12.1978, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. desember 1978 Heimsókn í Skógrækt ríkisins í A liðnum árum hafa oft orðið háværar deilur um réttmæti skógræktar á Islandi. Mjög margir íslendingar hafa verið andvigir allri skógrækt hér á landi, talið hana óprýða landslagið og að auki vonlitla hvað árangur snertir. Og þegar talað hefur verið um nytjaskóg hafa margir skellt uppúr og talið til skrltlu. Skóg- ræktarmenn hafa þó haldið ótrauðir áfram og látið alla gagnrýni sem vind um eyrun þjóta og nú kemst enginn hjá að viðurkenna að þraut- seigja þeirra hefur borið árangur. Eiidalaust má deila um hvort skógur prýðir eða óprýðir landið; skal það látið liggja milli hluta hér, enda smekksatriði hvers og eins. Hinu verður ekki neitað lengur, að skógræktarmenn höfðu rétt fyrir sér, talandi um nytjaskóg. Nú þegar skipta tekjur af skóg- rækt hér á landi miljóna tugum. Hvernig þá? spyr kannski einhver. Og Svarið er einfalt: með sölu jólatrjáa. veroa stór tekjulind Agúst Arnason stendur þarna vib glæsilegt biðgrenitré til hægri; aO baki honum er stafafura og i baksýn lerki. Þar er um mikiö og oft á tiöum erfitt og seinlegt verk aö ræöa. Agúst sagöi, aö i ár myndi skógræktin i Skorradal selja á milli 5 og 6 þúsund jólatré, auk grenigreina til skrauts. Tekjur af þessu sagöi Agúst aö myndu fara uppundir 20 miljónir kr. og höföu tekjur af sölu jólatrjáa aldrei oröiö svona miklar, enda heföu aldrei jafn mörg jólatré veriö seld. Allt að 6 metra há tré Sala á jólatrjám úr Skorradal hófst áriö 1967, þaöár voruseld 88 tré. Siöan hefur salan aukist jafnt og þétt og í fyrra voru seld 3.414 tré, en i ár á milli 5 og 6 þúsund eins og fyrr segir. Hæstu trén, sem seld veröa i ár úr Skorra- dalnum eru nærri 6 m há og eru þau oröin 19 ára gömul. Hæstu trén kaupa bæjarfélög, eins og Borgarnes, Akranes og Reykjavik, auk þess sem oliu- félögin kaupa stór tré til aö setja upp fyrir framan bensinstöövar sinar. Hin venjulegu jólatré, sem erufrá 70 sm upp i tæpa 2 metra, eru seld i Borgamesi, Akranesi og hjá Landgræöslusjóöi 1 Reykjavik. Engin skógræktarstöö á landinu kemst neitt nálægt stöö- inni I Skorradal 1 sölu jólatrjáa, en eitthvaö kemur þó frá þeim öllum. Jólatré koma úr Hallorms- staöaskógi, Haukadai; Þjórsár- dal, Jafnaskaröi, Þingvöllum og úr Þórsmörk, auk þess frá mörgum stööum á Noröurlandi. Eitt þeirra trjáa, sem grein hefui veriö söguö af og send til Noregs til ágræöslu. Merkispjaldiö sem hangir á greininni er vegna þessa. Þaðan kemur megnið af íslensku jólatrjánum 20 miljón kr. tekjur I siöustu viku geröi Þjóöviljinn skógræktarmönnum i Skorradal heimsókn, en Skógrækt rikisins ræktar skóg á landi 7 jaröa þar I dalnum. Aösetur Skógræktar- innar er I Hvammi iSkorradal, þá jörö hefur Skógrækt rikisins á leigu, en er aftur á móti eigandi jaröarinnar Stálpastaöir. Ein jöröerá milli þessara tveggja, sú heitir Dagveröarnes. Astæöan fyrir heimsókn okkar var fyrst og fremst sú, aö þann dag var aö hefjast flutningur á jólatrjám úr landi þessara tveggja skóg- ræktarjaröa til Reykjavikur. Skógarvöröur Borgarfjaröar- sýslu situr i Hvammi, sá heitir Agúst Arnason og hefúr i 20 ár haft umsjón meö skógrækt i Skorradal. Þegar okkur bar aö garöi I Hvammi, voruþar staddir tveir stórir vörubilar og menn aö hlaöa á þá jólatrjám. Þar fór Agúst meö vinnuflokk sinn, en f haust hefur hann og fjórir aörir menn unniö aö þvi aö klippa furu- greinar, en siöan aö höggva furu- og grenitré og koma þeim niöur á veg, svo hlaöa megi þeim á bila. Skógræktarmenn. Frá vinstri Guöbrandur Skarphéöinsson frá Dagveröarnesi, Þórhailur Teitsson, en þeir vinna báöir hjá Skógræktinni I Skorradal, Agúst Arnason skógarvöröur I Borgarfjaröarsýslu, og Benedikt Blöndal, sem ekur vörubifreiö Skógræktarinnar og var aö sækja jólatré I Skorradalinn. Jólatrjálundir Agúst sagöi, aö mjög mikiö af þeim jólatr jám, sem nú væru seld frá stööinni i Skorradal væru tré, sem höggva heföi þurft 'vegna grisjunar, en einnig væru sér- stakir jólatr jálundir, sem hoggiö væri úr. 1 Skorradal eru margir slikir lundir og er þar komin n.k. hringrás þ.e.a.s. aö næsta vor veröur plantaö út barrtrjám i þannlund.semhoggiö var úr I ár. Siöan veröur hoggiö úr öörum lundi næsta haust og plantaö i hann aftur voriö eftir. Meö þessu móti væru alltaf til lundir meö jólatrjám. Auk þesseru svoalltaf tré, sem höggva þarf vegna grisj- unar. tslensku trén sækja á Ekki þoröi Agúst aö fullyröa neitt um þaö hve mörg jólatré væruseld á tslandi árlega. Undir- ritaöur hefur aftur á móti heyrt aö p^u séu ekki undir 15.000 og sé þaö rétt, vantar enn mikiö á aö Skógræktin geti annaö þeirri eftirspurn. En framleiösla is- lensku tr jánna vex frá ári til árs og er þess sjálfsagt ekki langt aö

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.