Þjóðviljinn - 10.12.1978, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 10.12.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 10. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 kompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Beata Misztal. Beata AAisztal er níu ára. Hún er fædd og upp- alín í þorpinu Jednialetn- isko á Póllandi. Fyrir ári flutti hún hingað með móður sinni. Fyrst áttu þær heima á Álftanesi og Beata var þar í skóla í fyrra vetur, en í haust fluttu þær í Austurbæjar- skólahverf i og þar er hún nú í 3. bekk. Beata er dug- leg stúlka og hefur náð undraverðum tökum á islenskunni. Kompan fékk hana til að svara nokkrum spurningum. Bekkurinn hennar Beötu.Þaö er nestistimi. Hann er alltaf þegar kiukkuna vantar kortér I tfu eöa eftir löngu frlmlnúturnar. Stelpan fremst á myndinni heitir tris. Hún er nýkomin frá London og gaf öllum bekkjarsystkinum slnum súkkulaöi. Strákurinn sem er aö fá sér mola heitir Egill, svo kemur Tryggvi og þaö sést i hendina á Márusi, en Ingi gægist fram undan. Lengst úti I horni situr Beata og hjá henni Þóra, Sólborg ogGunnhildur. Þaöeru alls 19 krakkar Ibekknum, en hin sjást ekki á myndinni. Beata: Ég var í skóla heima í þorpinu mínu. Þar voru tveir skólar, einn fyrir litlu krakkana og einn fyrir stóru krakk- ana. Ég kunni að lesa og skrifa, en ég kom með mjög fáar pólskar bækur með mér. Ég hef hvergi séð pólskar bækur hérna. Kompan: Hefurðu hitt fólk sem kann pólsku? Beata: Við mamma þekkjum pólskar konur sem búa hérna og eru giftar íslenskum mönn- um, en ég hef ekki hitt neinn íslending sem kann pólsku og engan krakka. Kompan: Þú talar vel islensku Beata: Ég var fljót að læra íslensku. Það fyrsta sem ég lærði var að telja upp í 10. AAamma kenndi mér það og líka að telja upp í 10 á ensku, en ég átti svo erf itt að muna að einn er one. AAamma kenndi mér líka að segja Já og nei og Já takk, áður en við fórum frá Pól- landi. Ég eignaðist strax vinkonu hérna. Hún heitir Katrín og átti heima í sama húsi og ég úti á Álftanesi. Hún var dönsk þó hún væri fædd á fslandi, því bæði mamma hennar og amma voru danskar. Katrín kunni að taladönsku. Hún hjálpaði mér að læra íslensku. I skólanum var ég látin lesa Litlu gulu hænuna og Ungann litla. Þegar ég kom í Austurbæjarskól- ann fékk ég sérhjálp. Þrisvar í viku er ég ein í tíma hjá Sveinbirni AAarkússyni í lesverinu. Hann er góður kennari. Svo er ég líka komin í skólakórinn og það er gaman. Kompan: Skrifar þú ekki oft til Póllands? Beata: Fyrst skrifaði ég oft, en nú sjaldan. Ég sakna mikið hennar ömfnu minnar og f rænku, sem heitir Anna og er átte ára. Anna á ekki heima i Jednialetnisko heldur í borg sem heitir Radom. I sumar fer ég að heim- sækja ömmu mina á Pól- landi. FRAM H ALDSSAG AN Ævintýrið í Skíðaskálanum Eftir Guðrúnu B. Gunnarsdóttur og Völu Magnadóttur Það sem gerst hefur f sögunni: Hópur skólakrakka er í skíðaferð. Þau gista í skíða- skála utan við borgina. Kennarinn þarf að fara með fótbrotinn strák á sjúkrahús. Krakkarnir eru því ein í skálanum. Þau heyra í útvarpinu tilkynningu um bankarán. Um nóttina koma bankaræningjarnir og ætla að fela sig í skálanum. Þrír strákar komast út um klósettgluggann, en bófarnir elta þá. Höfundar framhaldssögunnar Vala Magnadóttir 10 ára og Guörún B. Gunnarsdóttir 11 ára. Myndin er tekin I nestistlmanum fskóian- um. Þær eru 15. S.M. I Austurbæjarskóla. Þá kallaði Einsi: ,,Við getum ekki komist til rút- unnar nema þeir nái okk- ur. Við verðum að fara í bæínn." Þeir hertu sig eins og þeir gátu. Það var eins og verið væri að slíta fæt- urna undan þeim. Þeir komu að brekkunni sem lá niður í bæinn. Og þeir flýttu sér á Lögreglustöð- ina. Bófarnir þorðu ekki lengra og sneru við hið bráðasta. Einsi henti af sér skíð- unum og þaut inn á stöð- ina. Félagar hans fylgdu honum eftir. Hann hljóp beint í fangið á lögreglu- þjóni. Einsi sagði honum söguna og dró ekkert und- an. Lögregluþjónninn stóð stjarfur eins og stytta. Síðan hringdi hann í lögreglustjórann, sem var ekki ánægður með að láta vekja sig um miðja nótt. Þegar hann heyrði málavöxtu sagðist hann ætla að kalla út lið númer 94 strax. Einsi varpaði öndinni léttar og sagði: ,,Við komum með." „Ég held nú síður," sagði lögreglustjórinn. „Þið eruð búnir að fá nóg af æsingi." Einsi varð niðurlútur en leit svo upp á lögreglu- stjórann: „En við fundum nú bófana. Af hverju fáum við ekki að fara upp eftir?" Lögreglustjórinn gafst upp og sagði: „Jæja þá, ef þið lofið að vera úti í bíl meðan við sækjum bófana." „Þá það," sagði Einsi. „Við getum fylgst með út um bílgluggann, strák- ar." „HÚRRA! Fáum við að fara með," hrópuðu Jón og Óli einum munni. Síðan var haldið af stað. Ferðin gekk greiðlega upp í skíðaskálann. Þegar upp eftir kom mætti þeim ófögur sjón. Bófarnir voru búnir að taka Bryn- dísi sem gisl. Þeir glottu illilega og þóttust vera búnir að ná völdunum í sinarhendur. En nú lædd- ust þeir bekkjarbræðurn- ir inn um klósettgluggann og ægilegt öskur heyrðist, þegar einn bófinn fékk harða snjókúlu í sig frá Einsa, svo byrjaði snjó- kúlnaskothríð frá hinum líka. Og allt endaði þetta vel. Einsi, Óli og Jón fengu 50.000 krónur í verðlaun sem þeir áttu að skipta á milli sin. En af Ragga er það að segja, að honum batnaði eftir tvær vikur. Endir Munið verðlaunagetraunina! Enn er tími til að senda svör. — Það er ekki dregið fyrr en 13. des

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.