Þjóðviljinn - 23.12.1978, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. desember 1978
Laugardagur 23. desember 1978 ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 13
I KAPPHLAUPI VIÐ JOLIN
I kapphiaupinu við jóiin
og allt það umstang sem
fylgir þeim, vakna ýmsar
spurningar. I einu af
fyrstu Fingrarímunum
var spjallað við nokkra
hljómplötuútgefendur og
þeir inntir eftir væntan-
legum útgáfum og fleiru.
Strax þá var allt útlit fyr-
ir óhemju mikla útgáfu.
Nú á Þorláksmessu er
greinilegt að þetta er Ifk-
lega mesta útgáfuár ís-
lenskrar hljómplötusögu.
Annað er líka Ijóst. Sala
hefur verið með eindæm-
um dræm í ár vegna
óstöðugs ástands í mark-
aðsmálum. Það hafa
heyrst þær raddir að nú
muni eitthvað gerast.
Hljómplötuverslanir úti á
landi munu jafnvel hætta
rekstri og verslanir á höf-
uðborgarsvæðinu segja
upp starfsfólki.
En er þetta ekki aðeins
venjulegt svartsýnishjal?
Er nokkuð verra ástand
núna en endranær?
Til að grennslast fyrir
um þetta og fleira lagði
Fingrarím 13 spurningar
fyrir 4 stærstu hljóm-
plötuútgefendurna.
13
spurnmgar
1. Hver er mefialsala islenskrar
hljómplötu i ár? / Meöalsala
þinna platna?
2. Hver er meöalkostnaður viö
gerö þinna hljómplatna?
3. HvaÖ gerir þú ráö fyrir aö
margar islenskar hljómplötur
standi undir sér i ár?
4. Gefa undanfarandi upplýs-
ingar til kynna aö þaö sé kreppa
i landinu?
5. Er nokkurt vit i aö gefa út
hljómplötur á tslandi einsog
ástandiö er?
6. Nú kvarta bókaútgefendur
yfir þvi aö hljómplötusalan sé á
kostnaö bókasölunnar. Ert þú
sama sinnis?
7. Er ekki offramboö á islensk-
um hljómplötum?
S.Myndir þú vilja standa i þeim
sporum i dag aö vera aö hefja
hl jóm plötuútgáf u?
9. Heldur þú aö hljómplötuút-
gefendur / eöa þú sem hljóm-
plötuútgefandi, fari i jólakött-
inn?
10. Hvaö gefur þú i jólagjafir —
gefuröu hljómplötur?
11. Hafa gæöi Islenskra hljóm-
platna batnaö á siöustu árum aö
þinu mati?
12. Ætlar þú aö gefa út plötur
(bækur) áriö 1979?
13. Ert þú búinn aö gera einhver
plön fyrir næsta ár?
Þaö skal tekiö fram aö þessar
spurningar voru allar bornar
fram munnlega, þannig aö viö-
komandi fékk ekkert tækifæri tii
aö hagræöa svari sinu.
Fingrarím
Umsjón
Jónatan
Gardarsson
Björn Valdimarsson hjá
hf.
1. Ég tel aö meöalsalan sé um
2000 eintök.
2. Mér sýnist aö meö auglýsing-
um, dreifingarkostnaöi, vinnu
og öllum öörum áföllnum kostn-
aöi, sé hann á bilinu 11-13 milj-
ónir króna. Þá er miöaö viö 150
stúdiótima (20 þús. kr. pr.
klukkustund I Hljóörita — innsk.
blm.) og ca. 1,6 miljónir I aug-
lýsingar miöaö viö lágmarks
augl. kostnaö.
Þetta dæmi segir aö þaö þurfi
uþb 3000 eintök til aö borga plöt-
una.
3. Ætli þaö sé ekki nálægt helm-
ingur þeirra platna sem gefnar
eru út hér heima sem standa
undir sér.
Þessar endurútgefnu plötur
ættu allar aö standa undir
kostnaöi. Ég held samt aö þaö
sé enginn gróöi af islenskum
plötum. Þaö er mikiö betra aö
taka Meatloaf eöa Marshall &
Hain og auglýsa þau upp.
4. Miöaö viö plötusöluna er mjög
áberandi samdráttur. Þaö vant-
ar jafn mikla prósentu I söluna
núna einsog eftir gengisfelling-
una. Kemur þaö verst niöur á
útgáfunni.
Einhverjar verslanir fækka
starfsfólki eftir áramót. Þaö er
þannig hljóö i fólkinu.
5. — Kanski svona peningalega
er ekki grundvöllur fyrir aö gefa
út vandaöar plötur. En menn
hafa samt aldrei hætt aö gefa út
bækur þó gengiö hafi illa.
6. — Þaö kemur mér ekkert á
óvart, þvi tónlistarneysla lands-
manna er alltaf aö aukast. Þaö
'kemur mikiö út af islenskum
plötum á þessu ári.
7. — Þaö er greinilega offram-
boö þessa stundina. Ég tók aö
gamni minu niöur smá tölur nú
fyrir stuttu. Þaö kom I ljós aö
fyrstu 15 dagana i desember
komu út 15 ísl. hljómplötur.
Þetta er mikil útgáfa á stuttum
tima.
8. — Ég myndi ekki vilja gera
þaö nema aö mikiö fjármagn
væri fyrir hendi.
9. — Þaö veröur þungur róöur-
inn hjá mörgum.
10. — Ég reyni aö gefa sem fæst-
ar jólagjafir, og reyni jafnvel aö
gefa plötur. Maöur dregur
kanski eitthvaö fram af gömlum
útsölulager (hlær viö).
11. — Þaö er alveg greinilegt aö
á þessu ári komu út plötur sem
standast fullkomlega saman-
burö viö þaö besta erlendis.
Hlutfallslega stöndum viö vel aö
vígimiöaö viöhvaö viö gefum út
margar góöar plötur. Sjáöu til
dæmis erlenda stórmarkaöi hjá
poppþjóöum.Þareru gæöin hlut-
fallslega langtum minni.
12. — Jú, þaö er stefnan aö
reyna aö halda þvl áfram. Þaö
þýöir ekkert aö leggja árar I
bát.
13. — Nýjar plötur meö Þokka-
bót,og Mannakorn, frestuöust á
þessu ári, þannig aö þær veröa I
janúar eöa febrúar. Svo höldum
viö eitthvaö áfram.
\ v ‘
f x ~i
Björn Valdimarsson
Steinar Berg Isleifsson eigandi Steina hf.
1. — Meöalsalan i ár er á milli
1000 og 1500 eintök.
2. — Ég verö náttúrlega aö
skjóta til aö svara þessari
spurningu. Þessi spurning er
mjög óraunhæf vegna þess aö
kostnaöur er svo breytilegur.
Stúdiótimar hafa t.d. hækkaö
um 100% á árinu. Ég myndi
áætla aö framleiösla 3000 ein-
taka kostaöi 6 - 8 miljónir. Til
samanburöar er min dýrasta
plata á 8- 9 miljónir. Þaö er Is-
land Spilverks Þjóöanna.
3. — Ég hef ekki heildaryfirlit
yfir markaöinn og þekki ekki
nákvæma stööu hans I dag. Þaö
má reikna meö aö Islenska út-
gáfan standi mjög mikiö i járn-
um. Þar á meöal er min útgáfa.
Þaö er aöeins ein plata sem ekki
stendur undir sér, en hinar rétt
ná aö standa undir kostnaöi.
Samt stend ég betur aö vigi en
margur annar vegna hins mikla
titlafjölda.
4. — Þaö er kreppa i hljómplötu-
útgáfu. Enég, veit; ekki; hvort
gengi I hljómplötuútgáfu er
merki um ástand i landinu. En
þaö er einsog rikisstjórn óski
eftir aö andleg kreppa sé
rikjandi I landinu.
Jú! þaö er kreppa i landinu.
Þaö á aö neyöa fólk til aö kaupa
ekki hljómplötur. Þaö getur rétt
leyft sér aö kaupa I soöiö.
5. — Nei ég tel þaö ekki vera
neitt vit, enda ætla ég aö draga
saman seglin. Ég hætti aö skilja
sjálfan mig ef ég gef mikiö út
næsta ár.
6. — Ég vona aö þaö sé rétt. Mér
finnst þessi bókaútgáfa alveg
úti hött. Ekki þaö aö ég vilji
bókaútgáfunni nokkuö illt. En
bókaútgáfan býr viö 0 prdsent
tolla og þaö er ekki eins slæmt
ástand hjá þeim og okkur.
Hljómplatan kemur sem viöbót
viö bókanotkun. Þaö er kanski
aö einhverjum hluta á kostnaö
bókarinnar. Platan er menning-
arauki og hlýtur aö ganga aö
hluta inná þennan markaö.
7. — Ég veit ekki. Ef aöstæöur
væru allar eölilegar og skattar
væru lagöir niöur á hljómplöt-
um. Ef litiö væri á þetta einsog
hverja aöra listgrein, eöa iönaö.
Og ef popptónlistarmenn fengju
sama starfsgrundvöll og aörir I
landinu, þá væri ekki offram-
boö.
En meöan svo er ekki er
ástandiö óeölilegt og framboöiö
of mikiö. Ég tel aO 60 - 70 is-
lenskar plötur ættu aö geta
komiö út á Islandi á ári.
8. — Nei, jesús nei. Þaö hefur
reyndar komiö fram aö ég ætla
aö draga saman útgáfuna, en
þar sem ég er tengdur nokkrum
listamönnum og stend enn uppi,
ætla ég aö sinna vissum skyld-
um. Útgáfan er aö færast I
hendur færri útgefenda þvi
smáaöilar geta ekki staöiö i út-
gáfu, dreifingu og ýmsu ööru.
Útgáfurnar veröa aö byggja
upp á einhverju ööru meö.
Verslun eöa dreifingu t.a.m.
9. — Ég fer I jólaköttinn. Ég er
alltaf I sömu helvltis fötunum.
Ég er ákaflega kærulaus um
klæöaburö.
10. — Ég hugsa ekki um jólin.
Ég geri ekkert fyrir jólin eöa
um jólin sem gerir þau aö hátiö.
Aumingja konan mln fær aö
standa i þessu öllu saman. Þaö
er ekki fyrr en seint og siöar
meir þegar mér er þakkaö fyrir
jólagjafirnar, aO ég verO var viö
þær.
11. — Hvort þau hafa!!! Saman-
ber minar plötur. Ég hef aldrei
gefiö út lélega plötu (glottir).
12/13— Já, ég ætla aö gefa út
plötur 1979. Ég frestaöi þremur
plötum I ár vegna slæms
ástands markaOsins. Þannig aö
hvort sem mér likar betur eöa
verr, verö ég aö gefa þessar
plötur út næsta ár. Auk þess
veröur einhver önnur fram-
leiösla frá mér.
Steinar Berg tsleifsson
Jón Ólafsson hjá Hljómplötuútgáfunni hf.
1. — Ég held aö hún sé svona
5500 stk. hjá mér. Brunaliöiö og
Halli og Laddi eru háar i sölu.
Markaöurinn i heildina gefur af
sér innan viö 3000 eintök á aö
giska.
2. — Hann er gifurlega hárogég
er ekki tilbúinn til aO gefa þaö
upp. Hann er örugglega hærri
en hjá hinum útgáfunum.
3. — Ég veit þaö ekki, þaö eru
likur á aö minar plötur standi
undir sér. Ég held þaö hafi ekki
allir sömu sögu aö segja.
4. — Þaö er stór kreppa og viö
erum gífurlega pind stétt. Þaö
er litiö allt öörum augum á okk-
ur en þann minnihluta-hóp sem
þarf á sínum klassisku tónleik-
um aö halda einu sinni i viku.
Þaö fólk fær t.d. alla mögulega
fyrirgreiöslu vegna sinna
hljómleika og annarra starfa.
Þaö er jafnvel borgaö meö þess-
um minnihluta.
5. — Fyrirtæki sem eru búin aö
koma sér upp sem útgáfum
hætta ekki bara svona. Nema
rikiO komi manni til hjálpar viö
aö hætta einsog I útgeröinni.
Þaö er fólk i vinnu og þaö þarf
aO fá sinar tekjur. Ég verO aO
hugsa um mitt starfsfólk. ÞaO
eru allir minir listamenn á sér-
samning og mega þeir þvi
hvergi annarsstaöar vinna.
6. — Nei, viö vinnum ekki aö þvi
aö menn kaupi ekki bækur. Viö
gefum út plötur á viö vlsnaplöt-
ur og þess háttar sem hvetja
fólk óbeint til aö kaupa bækur.
Svo er þaö dómur fólksins
hvort er eigulegra. bók eöa
plata. Annars er hraOinn oröinn
svo mikill aO fólk hefur kanski
ekki tima til aö lesa bækur. Þaö
er mikiö auöveldara aö setja
plötu á fóninn. En hver veit
nema platan og bókin samein-
ist, þ.e. platan fari á fóninn. Þaö
er kanski réttasta leiöin aö sög-
ur séu lesnar inná plötur og svo
sest maöur niöur og hlustar.
7. — Nei, nei, ég held þaö ekki.
En ég held aö þaö væri hinsveg-
ar gustuk aöbenda þvi fólki sem
á ekki peninga til aö gefa út
plötur en berst samt baki
brotnu, á aö láta þaö eiga sig.
Þaö er aö rembast viö aö borga
stúdlótima og annann kostnaö.
Svo loksins þegar platan kemur
út, hefur þaö ekki efni á aö aug-
lýsa. þannig aö platan gleymist
einfaldlega.
8. — Nei, ég gleymi sennilega
aldrei þegar ég var aö byrja. Ég
var bara litiö peö og dæmiö var
hörmulegt. Þaö var enga fyrir-
greiöslu aö fá neins staöar. Ég
reikna ekki meö aö dæmiö sé
ööruvisi I dag.
9. — Nei, ég trúi þvl aö þessi
köttur hafi aldrei veriO til og
muni aldrei veröa til.
10. — Já, þaö geri ég. Þaö er
ekki til betri jólagjöf en hljóm-
platan.
11. — Já, tvimælalaust.
12. — Já, þaO ætla ég aö gera.
13. — ÞaO eru komin drög aö
starfsáætlun. Hún veröur kynnt
þegar þar aö kemur. Ég óska
svo öllum gleöilegra jóla.
Jón ólafsson
Svavar Gestsson eigandi S.G. hljómplatna
1. — Meöalsalan er kanski 1000 -
1200 plötur, vegna þess aö þaO
kemur svo gifurlega mikiö út,
sem selst aöeins I um 300 - 400
eintökum. Hjá mér er meöalsal-
an eitthvaö um 2500 - 3000 stk.
2. — Meöalkostnaöur viö gerO
minna platna er u.þ.b. 3 miljón-
ir. Hann getur þó veriö meiri og
einnig minni eftir einstaka
verkefnum.
3. — Liklega munu koma út um
50 Islenskar plötur I ár.
— Þær veröa tæplega 70 skv.
minni könnun, Svavar.
— Jæja, þá þess heldur. Ég geri
ráö fyrir aö 1/3 af þvi sem út
kemur standi undir kostnaöi.
4. — Siöur en svo, þaö er ein-
faldlega gefiö of mikiö Ut af
plötum hérna. Land meö rúm-
lega 200 þús. ibúa ber engan
veginn 70 Islenskar plötur á ári.
5. — Já, auövitaö er vit I þvi.
Þaö er meö þetta einsog bókaút-
gáfuna. Þaö er algert happ-
drætti hvaö selst. Kanski selst
þaöbest.sem sist skyldi. Og þaö
kemur niöur á þeim plötum sem
eru listrænar og vandaöar. Þaö
þarf aö borga meö þeim.
6. — Ég er á allt annari skoöun.
Þetta eru allt aö þvi tveir ólikir
kaupendahópar. Menn hafa
hamraö á þvi i blööum og viöar
undanfarin tvö ár aö plötur séu
aö ryöja bókinni til hliöar, sem
er alrangt. Ég geri ráö fyrir aö
bókatitlum fari frekar f jölgandi
á ári hverju, en hitt.
8.— Já, miöaö viö þá reynslu
sem ég haföi aö baki sem hljóm-
listarrnaöur þegar ég byrjaöi,
og ef ég hefOi þá reynslu nú sem
nýliöi, vildi ég vera aö byrja. En
aö hoppa úti plötuútgáfu eftir aö
hafa veriö umboösmaöur
hljómsveita eöa sendill i bóka-
útgáfu, þaö vildi ég ekki gera.
9. — Nei, ég er ekki svo mikiö
háöur jólunum. Ég er meö vörur
sem eru i sölu allt áriö. Þó des-
ember heföi ekki komiö, færi ég
alls ekki á hausinn.
En ég er hræddur um aö þeir
sem eru I einnar plötu útgáfu,
kórar og þess háttar veröi illa
úti. Þetta er fólk sem oft kann
illa eöa ekkert til verka varö-
andi útgáfu, eyöir öllum sinum
fristundum I æfingar og allskon-
ar stúss og eru svo aö hamast
viö aö greiöa stúdiótima, fá plöt-
una pressaöa, pakka henni og
eyöir ómældum tlma I þetta.
Þaö er hæpiö aö þessar plötur
standi undir sér.
10. — Ég gef ekki plötur frekar
en hvaö annað. Þaö eru til dæm-
is bækur og ýmislegt fleira.
Bókakaup hafa ekki minnkaO
hjá mér þó ég hafi fariö út I
hl jóm plötuútgáf u.
11. — Já gæöin hafa batnaö aö
öllu leyti, nema hvaö textunum
viökemur.
12/13— Já, ég gef út plötur og
bækur næsta' ár. Ég hef gert
langtlma samning um gerö
platna meö myndskreyttri bók
frá Disneyland-útgáfunni.
Svo heldur þetta áfram á
svipaöan máta og verið hefur.
Eínsöngvarar, barnaplötur,
kórar og dans- og dægurlaga-
plötur.
- Jg
Svavar Gests
Fjórir stærstu hljómplötuútgefendurnir spurðir 13 spurninga í jólastressinu
TIMITIL KOMINN
Gabriel Garcia AAarqes
Hundrað ára einsemd
Þýð. Guðbergur Bergsson
Bókaútg. AAáls og menn-
ingar 1978
Nú er þetta öndvegisverk komiö
út I Islenskri þýöingu og timi var
til kominn. Þaö er annars svolltiö
kjánalegt aö eiga aö fara aö
skrffa ritdóm um Hundráö ára
einsemd. Bókin sú hefur „fariö
sigurför um heiminn” eins og
stundum er sagt og fengiö ótal
verölaun og viöurkenningar. Um
þessa bók hafa veriö skirfaöar
doktorsritgerðir af læröum
mönnum og hún er kennd og lesin
alls staöar þar sem bókmennta-
saga er I hávegum höfö. Hundraö
ára einsemd eftir Gabriel Garcia
Marqes er I stuttu máli sagt af-
skaplega fræg bók og hér veröa
henni aö sjálfsögöu ekki gerö nein
viöhlltandi skil.
Af suður-amerískum bók-
menntum.
Slöustu 50árin eöa þ.u.b. hafa s-
amerlskar bókmenntir oröiö stöö-
ugt athyglisveröari or mannaöri.
Framan af öldinni voru s-ame-
rlskir rithöfundar margir hverjir
undir miklum áhrifum evrópskra
bókmennta — einkum þvl helsta
bókmenntastórveldi sem þá var
— Frakklandi. S-ameriskir rit-
höfundar áttu heldur ekkert gott
meO aO láta til sin heyra hvorki á
alþjóöavetvangi eöa heima fyrir
þar sem ógnarstjórnir og spilltir
leppar nágrannanna I noröri sátu
á valdastólum.
Þegar borgarastrlöinu á Spáni
v3r lokiö og fasistar komnir þar
til valda uröu ákaflega margir
spánskir listamenn og hugsuöir
landflótta. Margir þeirra fóru þá
/ Kristján Jóh.
/ Jónsson skrifar um
bókmenntir
til S-ameriku og byr juöu aö starfa
þar.
Augu umheimisins beindust þá
frekar aö S-amerlku og þeir frá-
bæru höfundar sem þar voru nutu
góös af. S-amerlskar bókmenntir
hafa jafnframt oröiö æ sjálfstæö-
ari "og sérkennilegri, höfundar
þar á bæ hafa.gert afskaplega
skemmtilegar tilraunir meö form
og frásagnaraöferöir. Þeir bestu
hafa nýtt glettilega vel og glæsi-
lega bæöi I formi og viOfangs-
efnum þau sérkenni S-amerlku-
búa og fjölskrúðugar menningar
þeirra sem gerir Evrópubúa oft
og iðulega heimaskitsmát meö
einfaldleika sinum eöa flækjum
eöa furðulegheitum og framandi
andrúmslofti yfirleitt.
Annars er þaö borin von aö
maöur geti bögglaö þvi nokkurn
veginn skiljanlega útúr sér i
hverju töfrar þessara bókménnta
eru fólgnir — þá sjáiö þiö sjálf i
bókinni Hundrað ára einsemd.
AAose-minnið
Sagan Hundraö ára einsemder
ættarsaga. Ættarhöföinginn leiöir
fólk sitt yfir f jöllin eins og Bibllan
segir aö Móses hafi gert, og aö
lokum eftir margra mánaöa
feröalag ákveöa þau aö halda
ekki lengra og reisa þorpiö
Macondo. Þar gerist svo sagan.
Þaö sem skilur þessa sögu frá
svo mörgum öörum er kostulegur
frásagnarmáti höfundar ekki
siöur en etniviöur hans. Þetta
hefur veriö kallaöur „magiskur
realismi”. Eins og mörgum er
kunnugt þá er oft mjög erfitt aö
segja til um þaO hvaO er raun-
veruleiki og hvaö ekki. Til þess aö
skýra þetta nánar má setja þetta
þannig upp: Þaö gerist einhver
atburöur. Menn skýra hann fyrir
sér, túlka hann og tengja hann viö
heimsmynd sina. Þar meö er
hann oröinn aö reynslu sem bygg-
ir upp heimsmyndina sem má svo
aftur nota til þess að skilja nýja
reynslu og svo koll af kolli. Hér á
landi eru Islendingasögurnar ef
til vill besta dæmiö um sllka
þróun. Margir yröu vafalaust
fljótir til þess aö taka undir þaö
aö þær væru raunsæislega skrif-
aöar. Engu aö síður eru þær fullar
af lygilegasta óraunsæi: Núna —
þegar hver sótraftur er á sjó
dreginn til þess aö gera lltiö úr
hetjudáöum Islenskra fornkappa
þá eru margir tilbúnir til þéss aö
kalla lýsingarnar á þeim óraun-
sæilegar. Þaö breytir þvl hins
vegar ekki aö langt fram á þessa
öld trúöu menn á þessar lýsingar
og voru jafnvel til meO aö brúka
sögurnar um hetjuskap Gunnars
á Hliöarenda til aö sanna hetju-
skap Kjartans Ólafssonar (ekki
þingmannsins) — og öfugt. Þegar
þannig stendur á er þessi hetju-
skapur raunveruleiki i hugum
fólksins og þaö er tvlmælalaust sá
raunveruleiki sem mótar siöan
aftur hugmyndir þess.
í Hundraö ára einsemd er fá-
fræöi og hjátrú fólksins látin móta
sögu þess. Þetta hefur á köflum
æöislega spaugilegar afleiöingar
og manni getur stundum viö
lestur þessarar bókar fariö aö
finnast aö öll tilveran sé spreng-
hlægilegur misgáningur og mis-
skilningur. Þó er þessi saga
mikill harmleikur.
Uppreisnarforinginn Aureliano
sem ræöst gegn hörku og valdi
hershöföingjanna veröur sjálfur
haröasti og valdamesti hershöfö-
inginn um tima. lmyndunarafl og
þekkingarþrá ættarhöfuösins
Jose Arcadio Buendia endar i
fulikominni vitfirringu og þannig
mætti lengi telja.
Hér hefur þó aöeins veriO
drepiö á örlitiö af efninu i þessari
bók. Hún er fléttuö saman úr sög-
um margra manna — úr fjöl-
mörgum vel þekktum og litt
þekktum hugmyndum sem ganga
eins og stef gegnum verkiö sem er
óendaniega fjölbreytilegt.
Lofsvert framtak
Útkoma þessarar bókar er
ómetanleg fyrir alla þá sem hafa
gaman af góöum bókmeiintum og
hana ætti ekki aö vanta nokkurs
staöar þar sem bókmennta-
kennsla fer fram. Þaö er sannar-
lega gleöilegt aö Mál og menning
skuli sjá sér íært aö .standa aö
þessari útgáfu og vonandi veröur
ekki látiö viö þetta sitja þó aö þaö
sé tæpast gróöafyrirtæki aö kosta
þýöingu og útgáfu á bestu verk-
um heimsbókmenntanna hér á
landi.
Ég hef ekki nokkur tök á þvi aö
bera frumtexta og þýöingu Guö-
bergs Bergssonar en miöaö viö
ensku þýöinguna er hún aldeilis
frábærlega glæsileg .
Kristján Jóh. Jónssoi
sjómaöur...”
/Dagný Kristjánsdóttir
skrifar um
bókmenntir
Ragnar Þorsteinsson:
Skipstjórinn okkar kona
Sjómannasaga
Bókaforlag Odds Björns-
sonar 1978
Jæja — þá eru konurnar farnar
að leggja undir sig flotann lika.
Timi var til kominn. Aöur en
langt um líður getum viö kannski
fariö aö snúa öllum sjómanna-
söngvunum viö og syngja: Ég
heiti Silja kalda Ur eyjunum og ég
er inn undir hjá peyjunum... o.s.
frv.
Skipstjórinner jafnréttissinnuö
afþreyingarbók — og þaö finnst
mér aldeilis makalaus blanda.
Silja rotar Njörð
Aðalpersóna bókarinnar heitir
Silja. Hún er útskrifuö úr sjó-
mannaskólanum og I upphafi
bókar er hún aö fara sinn fyrsta
túr sem stýrimaöur á togaranum
Sæljóninu. Karlarnir eru fullir af
fordómum fyrst I staö en Silja er
ekki ýkja lengi aö uppræta þá —
hún er ekki aðeins besti sjómaö-
urinn um borö heldur er hún lika
mikill verkmaöur — harðdugleg
og ósérhlifin. Þaö er satt aö segja
alveg sama aö hvaöa verki hún
gengur — alltaf glansar hún i
gegnum þaö enda nánast alin upp
á sjó.
Auk allrar sjómennskunnar er
hún siöprúö svo aO af ber. Hún á
unnusta sem hún heldur fullri
tryggö viö hvernigsem allt veltur
og fer á hans hliö. Og sannarlega
steöja hætturnar aö meydómi
Silju. Hásetarnir Njöröur Njarö-
ar og Svanur gera sér mjög dælt
viö hana. Þegar sá fyrr nefndi
gerir sig liklegan til aö nauöga
skipstjóranum, fullur og vitlaus.
þá rotar Silja hann (!) og bindur
og lætur svo karlana á vaktinni
hiröa sjarmörinn. Eftir þaö hætt-
ir Njöröur aö reyna viö hana.
Ibókarbk ná svo elskendurnir,
Silja og Denni saman og allt fer
vel.
Gagnrýnin afstaða
Skipstjórninn okkar er kona er
hin æsiíegasta saga. Tvisvar
bjarga Silja og hennar menn ööru
fólkiúr sjávarháska.fyrst tveimur
krökkum á báti, svo áhöfn af heil-
um togara. Auk þessafær skipiö á
sig ofsa-veður ognæstum er fariö
illa, þaö er siglt til Þýskalands
meö afla og svo eru ástamáiin
upphaf stööugrar spennu. Lifinu
um borö, vinnunni og veiöunum,
er lýst i bókinni — en ekki meO
gagnrýninni afstöOu. Þaö er enga
þreytu, leiöa, spennu eöa ótuktar-
skap aö finna i þessari bók. Sam-
félagið sem myndast um borö í
togara gengur I þessari bók næsta
áreynslulaust sinn gang. Allt eru
þetta ósköp góöir kallar, sterkir
og stæöilegir, og þó þeir strlöi
hver öörum er þaö allt I góöu. Ég
hef nú heyrt töluvert ööruvisi
sagnir af lifinu á sjó.
AD einu leyti og þvi talsvert
mikilvægu er þó tekin gagnrýnin
afstaöa en þaö er afstaöa höfund-
ar til jafnréttismála. Jafnréttis-
mál ganga eins og rauöur þráöur
gegnum alla bókina og hvergi er
slakaö á klónni i þeim efnum. Oll
karlmennsku-vitleysa og fordóm-
ar gagnvart kvenfólki eru af-
greidd skörulega og þaö hlakkar I
manni stundum aö sjá hvernig
fariö er meö karlana i bókinni
þegar þeir eru meö eitthvert
raus. Þaö er heldur ekki á hverj-
um degi aö islenskir rauösokkar
koma til tals I bókmenntum — án
þess aö fariO sé um þá niörandi
oröum I leiöinni. Húrra fyrir
Ragnari Þorsteinssyni.
A sjó
Stlll bókarinnar er ansi stirö-
legur og oft tala persónurnar of-
boðslegt bókmál. Til dæmis
sprettur Njöröur háseti upp i
mikilli reiöi ogsegir: „Égheld nú
bara aö moldin sé farin aö rjúka i
logninu hér úti á reginhafi” (74)
Allar vinnulýsingar bókarinnar
og lýsingar á sjómennskunni eru
á kjarngóöu sjómannamáli og
satt aö segja fór aö styttast mjög
i skilningi undirritaörar
þegar komu klausur einsog þess-
ar: „Skilaöu til hans Jens I vél-
inni um leið og þú ferö niöur aö
dæla úr forpikknum en aö fylla
lýsistankinn aö aftan... Sæljóniö
var stórhættulegt, meö sjó aftan
viö þvert, sérstaklega þegar hún
gat ekki náO skipinu meira niöur
að aftan. Hún leyfir þvi ekki aö
svifa til. Strax og þaö fær ölduna
skáhallt inn aö aftan á hvorn veg-
inn sem er, byrjar þaö aö skera
sig niöur um forvantinn.” (87-88)
Bókarkápa er voöalega ljót.
Kvenmaöurinn sem „prýöir”
kápuna er út af fyrir sig ekkert
óásjáleg (I brókinni sinni og búss-
unum) en myndin er of lýst og illa
tekin. Kápan er algerlega tengsla-
laus viö bókina sjálfa og sölu-
mennska af þessu tagi er alltaf-
bæöi ódýr og ergileg. Dagný.
Féll niður úr ritdómi
I umsögn Kristjáns
Jóh. Jónssonar um smá-
sagnasafn Böðvars Guð-
mundssonar Sögur úr
seinni stríðum, sem birt-
ist hér í blaðinu í gær,
urðu þau mistök að niður
féll ein málsgrein. Rétt er
niðurlag ritdómssins
svona:
„Þessar sögur Böðvars Guö-
mundssonar eru ákaflega
skemmtilegar. Böövar hefur
mjög gott skopskyn og bestu
sögurnar I þessari bók einkenn-
ast af þvi. Sagan piniartoker til
dæmis bráöskemmtileg og þar
má sjá nokkuö sem ekki er al-
deilis daglegt brauö hjá islensk-
um rithöfundum þ.e. aö höfund-
ur gerir þar góölátlegt grln aö
sjálfum sér jafnt og öörum.
Raunar vakti þaö mikla undr-
un mina þegar ég sá þetta smá-
sagnasafn aö þaö vantar I þaO
eina af bestu sögum Böövars.
Hún var lesin upp I útvarp fyrir
u.þ.b. þremur árum aö mig
minnir og þar fór B.G. á kostum
i grini og skelmishætti. Sagan
fjallaöi um bankastjóra sem var
að sýna skandinaviskum starfs-
bræörum sinum land og þjóö og
þeir leigöu sér rútu og farar-
stjóra en voru svo óheppnir aö
hann reyndist vera einn af þess-
um illgjörnu kommúnistum. Ég
skil ekkert i þvi aO þessi saga
skuli ekki vera birt i þessu safni.
Smásagnasöfn eru mjög oft
samtiningur sagna frá mörgum
árum og gjalda þess stundum
illa. Þaö er satt aO segja ekki oft
að fyrir augu manns ber smá-
sagnasafn þar sem meirihluti
sagnanna er bæöi vel gerður og
bráöskemmtilegur. Ég vona aö
Böövar komi meö meira af sög-
um áður en langt um llöur.
Kristján Jóh. Jónsson