Þjóðviljinn - 30.12.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.12.1978, Blaðsíða 1
múovnnNN Laugardagur 30. desember 1978 — 289. tbl. 43. árg. Tollalækkanir um áramótm: 2 miljarða tekju- tap ríkissj óðs Fataiðnaður og skipasmíði standa einna verst að vígi í samkeppninni Nú utn áramótin ganga I gildi næstsfðustu tollalækkanirnar á innfluttum iðnvarningi, en tolla- lækkanir þessar koma til fram- kvæmda I tíu áföngum á jafn- mörgum árum frá inngöngu islands iEFTA. Tollalækkunin nú nemur um 2 miljörðum króna i beina tekjuskerðingu rikisins, og jafnframt versnar enn sam- keppnisaðstaða Isiensks iðnaðar, ef ekkert verður aö gert. Tollalækkunin nemur 10% af þeim tolli, sem var á hverri vöru- tegund fyrir inngönguna i EFTA 1969. Aö jafnaði mun lækkunin nema 6 prósentustigum. „Þetta virðist vera almennt vandamál, en ef nefna skal ákveönar iðngreinar, sem eru verr settar en aðrar, mætti nefna fataiðnaö og skipaiðnað,” sagði Haukur Björnsson framkvæmda- stjóri Félags ísl. iðnrekenda i samtali við Þjóöv. i gær. „1 fataiðnaöi hefur samkeppnisstaðan verið mjög skert,” sagöi Haukur. „Þar kemur llka til, að fataiönaður er styrktur viðast hvar I heiminum og það kemur niður á okkar fata- iðnaði. Þessi iðngrein hefur sem kunnugt er verið að flytjast mikiö til svokallaðra láglaunalanda, t.d. til Austur-Asiu, þar sem launin eru kannski þrltugasti hluti þess sem þau eru hér. En viö þessu reyna menn að sporna með þvl að sjá um aö sllk óeölileg samkeppni sé heft. Ekki hefur þó veriö gripið til sérstakra aðgerða hér á landi enn sem komið er til að snúast gegn þessu.” Verðbólgan úr 47,9% í 32,5% Vegna aðgerða stjómarlnnar segir Lúðvík Jósepsson Ráðstafanir rikisstjórnarinnar á timabilinu frá 11. september til 1. desember hafa haft rnikil áhrif á að draga úr VERÐ- HÆKKUNARVANDANUM, segir Lúðvik Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins { áramóta- grein sinni I Þjóðviljanum á morgun. A timabilinu frá 1. des- ember 1977 til 1. desember 1978 er hækkunarhraðinn korninn niður i 32.5%. Sé tekið timabilið frá 1. september til 11. september er hækkunin 38.3%. Það eru VERÐ- LÆKKUNARAÐGERÐIR rikis- stjórnarinnar sem á þennan hátt hafa dregið úr verðbólguhrað- Til samanburðar er þess að geta að hreyfingin á kaupgjalds- visitölunni frá 1. júnl 1977 til 1. júni 1978 (I tlö fyrri stjórnar) var 42.3% og á timabilinu 1. sept- ember ’77 til 1. september 1978 var hækkunin 47.9%. Þannig var hraöinn á kaupgjaldsvisitölunni, mældur á ársgrundvelli, I tið fyrrverandi rlkisstjórnar. —ekh UMFERÐIN: 26 banaslys á árinu i frétt frá Umferðarráði segir að fram til miðs desember hafi 24 látist i umferðarslysum hér á landi en siðan hafa 2 bæst við og eru þeir þvi orönir 26. Til saman- V erðjöfnunargjaldið Óbreytt um sinn I dag má búast við þvi að rikis- stjórnin gefi út bráðabirgðalög um veröjöfnunargjald á raforku sem ella hefði falliö niður um ára- mótin. Gjaldið verður óbreytt, eöa 13%, en hækkun þess i 19% verður til umfjöllunar er þing kemur saman að loknu jólaleyfi þingmanna. Ekki vannst tlmi til þess að afgreiöa stjórnarfrum- varp um sllka hækkun verð- jöfnunargjalds frá efri deild fyrir jólahléið. —ehh. buröar má geta þess að árið 1977 fórust 38 I umferðarslysum, 19 árið 1976, 35 1975 og 20 1 974. Fyrstu 11 mánuði ársins 1978 urðu auk dauöaslysa 445slys með meiðslum, þar af i þéttbýli 350. A sama tima 1977uröu 359 slys meö meiðslum. Af þeim sem slösuðust voru 202 ökumemv bifreiða, 18 ökumenn bifhjóla, 32 ökumenn vélhjóla, 35 hjólreiðamenn, 274 farþegar, 114 fótgangandi og 3 aörir. Umferðaróhöpp þar sem ein- ungis var um eignatjón að ræða urðufleiri i nóvember I ár heldur en verið hafa á einum mánuði siöan i janúar 1976 eða 630 á móti 834 þá. Ef sú forsenda er gefin að meðaltjón ökutækja sé 200 þúsund i hverju þessara . óhappa hafa i nóvembermánuði éinum fariö i súginn 126 miljónir króna I eigna- tjónum. Er þá ótaliö hvað slysin kosta þjóðarbúið en þá fjárhæð er erfitt að reikna svo aö mark sé á takandi. —GFr Sem dæmi um samdrátt i islenskum fataiönaði má nefna, að saumastofu Faco var lokaö I haust, og uppsagnir eru á döfinni hjá Fötum hf. —-eös RARIK tekur viö Kröflu eignum, rekstri og yfirstjórn frekari framkvœmda Rafmagnsveitur rikisins taka nú um áramótin við eignum og rekstri Kröfluvirkjunar, svo og yfirstjórn allra frekari fram- kvæmda sem ákveðnar kunna að vera, enda standi rikið sem eign- araðili undir fjármagnskostnaði af stof nkostnaði og áfram- haldandi framkvæmdum, svo og hugsanlegum halla af rekstri virkjunarinnar eins og verið hefur. Rikisstjórnin tók þessa ákvörðun 30. nóv. sl., en i fram- haldi af þvi skipaði Hjörleifur Guttormsson iðnaöarráðherra nefnd til að ganga frá yfirtökunni. Nefndina skipuðu Páll Flygering ráöuneytisstjóri, Jón G. Sólnes form. Kröflunefndar, Jakob Björnsson orkumálastjóri og Kristján Jónsson, rafmagns- veitustjóri rikisins. Að tillögu nefndarinnar taka Rafmagnsveiturnar við Kröflu- virkjun frá og með 1. janúar þar til ööruvisi verður ákveöið. Við yfirtökuna fellur umboð Kröflu- nefndar niður, svo og fyrirmæli iönaðarráðuneytisins til Orku- stofnunar um þátt hennar i fram- kvæmdum við borholur og gufu- veitu. í fréttatilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu kemur ennfremur fram, aðnú er unniðaö þvi að búa Kröfluvirkjun undir relátur, m.a. með tengingu á nýrri borholu. Staðan verður þó endurmetin og ákvörðun um rekstur virkjunar- innar tekin með hliðsjón af fyrir- liggjandi afli, væntanlega fyrir lok næsta mánaöar. Við Kleifarvatn gat að lita þessi glæsilegu grýlukerti i skúta nú I jólavikunni. (Ljósm.Leifur) Þurrt en kalt ár aö kveðja Áriö sem nú er að kveðja var undir meðallagi hvað hita snertir, bæöi I Reykjavik og á Akureyri, að sögn Þóris Sigúrössonar veðurfræðings. Aftur á móti var úrkoma mun minni en i meöalári, einkum I Reykjavik. 1 Reykjavik var meðalhitinn 4,4 stig, sem er 0,6 stigum undir meðallagi og á Akureyri var hann 3,7 stig, sem er 0,2 stigum undir meöallagi. Crkoma i Reykjavik var 650 meöalhitinn var undir meöallagi bœði í Reykjavik og á Akureyri mm, en I meðalári er hún 805 mm, þannig að þaö vantar 155 mm uppá meðalárið og er þetta annaö árið i röð, sem úrkoma er undir meöallagi I Reykjavik. A Akureyri munaði minna, þar var úrkoman 445 mm sem er 29 mm undir meöallagi. Aprilmánuöur var sérlega þurrviðrasamur og má til gamans geta þess að á tveimur stöðum á Héraði mældist alls engin úrkoma i april sl. A annan dag jóla höföu mælst 1235 sólksinsstundir I Reykjavik og hafa nokkuð margar bæst viö siöan, þannig aö þó þá hafi Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.