Þjóðviljinn - 30.12.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.12.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 34. descmber 1978. fjölskyldur Fjölskyldan fer siminnkandi, eftir þvi, sem árin liða. Algengt er nú að ungt fólk eignist þetta tvö, i mesta lagi þrjújbörn. Þaö má með sanni segja, að full- komnari getnaðarvarnir eigi þarna hlut að máli, jafnframt þvi hve konur eru orðnar miklu stærri aðili að vinnumarkaöin- um en áður. Fólk ræður orðið sinum barnafjölda sjálft að mestu og þar sem afkoma flestra heimila leyfir ekki ann- að en að báðir aðilar vinni úti, verður oft erfitt aö vera meö börn og veita þeim þá aðhlynningu sem þurfa þykir, þar sem þjóðfélagið hefur alls ekki komið til móts við þessa breyttu lifnaðarhætti. Eitt barn veröur jafnvel of mikið. 1 fram- haldi af þessu er hægt að velta þvi fyrir sér hvað hér er gert fyrir börn og foreldra. Utan við kerfið Hvaða breytingar geta oröið á lifi fólks þegar börn koma til? Eins og ástandið er hér núna lendir stór hópur kvenna til dæmis utan viö kerfið i sam- bandi viö framfærslulifeyri I fæðingarorlofi (t.d. námskonur og lausafólk ýmis konar, sem vinnur hjá rikinu). Þessar kon- ur þurfa aö sjá sér fyrir fram- færslu á einhvern ótilgreindan hátt þann tima, sem þær eru óvinnufærar sökum barnsburð- ar. Kerfið okkar gerir nefnilega ekki ráðfyrirþvi, að allar konur þurfi lifibrauö handa sér og börnum sinum þegar þau eru nýkomin i heiminn — þrátt fyrir þessa staðreynd vonskast Ihald- ið stööugt út i mæöur, sem leyfa sér að vinna úti frá ungum börnum. Sem dæmi um, hvað viö erum langt á eftir i þessum efnum má nefna að i Sviþjóð eiga allir rétt á 9 mánaða orlofi við fæöingu barns, sem skiptist milli móöur og föður ef þess er æskt. Óöryggi Einstæðar mæður hér geta varla leyft sér að hafa börn sin á brjósti, eigi þær að sjá fyrir þeim sjálfar, og oft veröa lág- launakonur i þeirri stöðu að vera upp á ættingja og góð- gerðastofnanir komnar, þrátt fyrir fulla vinnu, eigi þær aö sjá börnum sinum sæmilega far- boröa. Slikar konur eru að jafn- aði ofurseldar okri og óöryggi húsaleigumarkaöarins. en al- gengastmun, að Uiúsaleigu fari um þriðjungur launa, eins og þeim málum er háttað nú. Lág- launafólk I Sambúö hefur frek- ar tækifæri til að komast yfir eigið húsnæði, enda gerir fólk það yfirleitt þegar börn eru komin I spilið.og það getur vist enginn láð þeim, sem hefur kynnst þvi,aö vera að flækjast meö börn i leiguhúsnæðis- bransanum hérlendis. Þetta þýðir oft og tlöum ómælt vinnu ájag á báða foreldra meðan börnin eru ung — víxlasúpur og skuldastress. Ekkert má út af bera, ef áætlanirnar eiga að standast. Ef annað foreldranna É Umsjón: Guðrún Ögmundsdóttir *** k Hallgerður Gísladóttir _ J| Kristín Ásgeirsdóttir (p Kristín Jónsdóttir ' jÍ ^ólrún Gísladóttir Hugleiðing 1 tilefni komandi barnaárs Nú árið er liðið i aldanna skaut, rétt einu sinni. Það ár, sem nú fer i hönd, árið 1979, hafa Samein- uðu þjóðirnar ákveðið að tileinka börnum, þeim einstaklingum i þjóðfélaginu, sem hvað erfiðast eiga með, að berjast sjálfir fyrir bættum kjörum og auknum réttindum sér til handa. Það væri þvi ekki úr vegi nú um áramótin að leiða aðeins hugann að stöðu barna og foreldra i þessu þjóð- félagi, sem við búum i. Jakobina Siguröardóttir: á að vera heima, sem yfirleitt kemur ekki til greina hjá venju- legu fóki vegna fjárhags- ástæðna, þýðir það þvllikt vinnuálag á hitt foreldrið, að þaö fær litinn sem engan tima til að umgangast fjölskyldu sina. Sá sem heima situr með börnin, venjulega konan, vegna þess að karlmenn eiga oftast kost á betur launaðri vinnu, ein- angrast. Þessi leiö er oft valin vegna skorts á frambærilegum dagvistunarstofnunum, en eins . og allir vita er harla litill möguleiki hér i bæ og víðar fyrir fólk I sambúö á þvi að koma börnum sinum inn á dagvistar- heimili. Fólk þarf að leysa þau mái meö þvi að kaupa gæslu á einkaheimilum, og allir þekkja dæmi um það aö menn þurfa að þeytast með börnin sin bæjar-- hornanna á milli i gæslu fyrir og eftir vinnu og bæta þar meö ofan á langan vinnudag. Þetta gerir lika bil að algerri nauösyn fyrir barnafólk. / Ihaldsblaður skjóður Og hverjum skyldi þetta ástand koma verst niður á, nema börnunum. Ýmsir heyrast tala um unglingavandamálið nú á dögum, skort á uppeldi ung- dómsins nú til dags osfrv. Yfir- borðslegar ihaldsblaöurskjóður hafa oft og tiðum ástæðurnar fyrir þessu öllu saman á hreinu. Um er að kenna frekju og Fimm börn Þau sitja í brekkunni saman syngjandi lag tvær stúlkur, þrír drengir með bros um brár sem blóma leita í dag Þau vita ekki að heimurinn hjarir á heljarþröm — Þau elstu tvö eru aðeins f jögra og öllum er gleðin töm Því allt sem frá manni til moldar við morgni hlær umhverfis þau í unaði vorsins ilmar syngur og grær Hér syngja þau söngva vorsins sumarsins börn óhrædd við daginn, sólgin í sólskin með sakleysið eitt að vörn gegn öllu sem lífinu ógnar um allan heim Ég heimta af þér veröld, lát vor þeirra lifa og vaxa í friði með þeim ábyrgðarleysi kvenna, sem „nenna” ekki lengur aö helga sig börnum sinum eins og öllum sönnum konum ber að gera — . Sýknt og heilagt er aliö á sektarkennd mæöra i velvak- endum Moggans og stólræðum prestahyskisins sem segir okkur aö elska auðvaldið á jól- um, en sá jólaboðskapur var fyrir okkur borinn nú I vikunni. — Það er fólk af svipuðu sauða- húsi, sem,kjöriö i æskulýösráö til að vinna aö málefnum ung- dómsins okkar.eyöir vinnuti'ma sinum i að miðla upplýsingum til alþjóöar um þaö, aö Rauö- sokkur brúki áfengi á dansleikj- um, og er unga fólkið vafalaust miklu bættara meö þann fróð- leik — Leggjum hönd á plóginn Það er eins og sumir haldi, að hér riki sama þjóðfélagsástand og um aldamótin. Nær væri, að velta þvi fyrir sér, hvernig þjóð- félagið getur komið til móts viö breyttar aðstæður fjölskyldu- fólks, þannig aö börn og foreldr- ar hafi það betra. Málið er nefnilega það, að vansæl og ófullnægð börn eru oftast óham ingjusöm vegna þess, að for- eldrum þeirra liður illa. Það, sem minnst er á hér að framan, eru nokkrar ástæöur fyrir þvi, að foreldrum og börnum liður illa þó að margt fleira komi inn I dæmiö, sem mætti taka með. Þau svið þjóðfélagsins, þar sem brýnustu úrbóta er þörf, til aö fjölskyldufólk úr láglaunastétt- um megi lifa betra lifi, eru húsnæðismál, dagvistarmál, og slðast en ekki sist þyrfti að vera styttri og sveigjanlegri vinnu- timi fyrir báða foreldra. Hugsið ykkur hvað það væri nú indælt, ef allir foreldrar gætu haft svo sem sex tima vinnu á dag hvort og tryggt pláss á góðu dag- vistarheimili fyrir börnin sin þann tima, sem þau eru i vinnu og gætu haft öruggt húsnæöi og lifibrauð fyrir þau laun sem fengjust fyrir þessa vinnu. Þetta kann að viröst mörgum útópia hér á Islandi i dag, þar sem örugg hlutavinna er ill- fáanleg og framfærsla heimila láglaunafólks með börn gengur ekki nema bæði hjónin vinni úti, dagvistunarpláss er tæpast að fá, nema fyrir einstæða for- eldra og námsfólk og ibúöakaup leggja þvilika bagga á herðar fólks, sem ekki á stönduga að til að ganga undir sér. Enda er úr- bóta ekki von, nema menn standi saman um aö leggja þeim öflum lið, sem berjast fyr- ir úrbótum i þessum málum. Við skorum á fólk aö sitja ekki með hendur I skauti á komandi ári, heldur leggja hönd á plóginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.