Þjóðviljinn - 03.01.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.01.1979, Blaðsíða 2
I 2 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 30. desember 1978. Sveinn Snorri Höskuldsson prófessor: Rœða við veitingu styrks úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins á gamlársdag 1978: Sveinn Skorri Höskuldsson afhendir Guðbergi Bergssyni styrkinn úr rithöfundasjóöi Rlkisútvarpsins viö athöfnina I Þjóðminjasafninu á gamlársdag. Góöir gestir. Hér mun nú fara fram I 23. sinn árleg veiting styrks úr Rit- höfundasjóði Rikisútvarpsins. Ég vil í upphafi máls mins færa þakkir þremur aðiljum, sem þakka ber þann brag, er þessi athöfn hefur. Forseta tslands, dr. Kristjáni Eldjárn, fyrsta formanni sjóðstjórnarinnar, þakka ég þá sæmd, er hann sýnir styrkþega og okkur öllum með þvl að vera hér á meðal okkar. Menntamálaráðherra, Ragn- ari Arnalds, þakka ég þær góðgerðir, er verða fram bornar á eftir, og þjóðminjaverði, Þór Magnússyni, þakka ég fyrir að veita okkur samastað undir þaki þeirrar stofnunar, er hann veitir forstöðu, en hér i Þjóð- minjasafni hefur styrkúthlutun farið fram á gamlarsdegi hvers árs siðan 1956. • Það er forn siöur norrænnp þjóöa að gera sér dagamun við vetrarsólhvörf, fagna þvi, sem Jónas kvað um, aö „sólin heim úr suðri snýr.” Við það tækifæfi hafa menn og lengi tiðkað að færa vinum sinum gjafir, hver eftir efnum og ástæðum. Svo skemmtilega vill til að elsta heimild um jólagjöf til Is- lensks manns er tengd nafni mikil skálds, en i Sögu Egils Skalla-Grimssonar segir: „Arinbjörn hafði jólaboð mikiö, bauð til sin vinum sinum og héraðsbóndum; var þar fjöl- menni miklð og veisla góð; hann haf Agli aö jólagjöf slæöur, görvar af silki og gullsaumaðar mjög, settar fyrir alit gull- knöppum I gegnum niður; Arin- björn haföi látið gera klæði það við vöxt Egils.” Þegar við komum nú hér saman á sjöunda degi jólaerþaö stjórn Rithöfundasjóðs Rlkisút- varpsins sæmd að standa I spor- um Arinbjarnar hersis og geta veitt skáldi — ekki gjöf, heldur styrk, sem likt og slæður Egils er við vöxt mikilsháttar höfund- ar. Að þessu sinni koma til út- hlutunar úr sjóönum kr. 1.500.000 — og sjóöstjórn hefur ákveðiið að veita þennan styrk allan einum rithöfundi — Guð- bergi Bergssyni. 1 skipulagsskrá Rithöfunda- sjóðs Rikisútvarpsins segir svo: „Tilgangur sjóðsins er að veita Islenskum rithöfundum styrki til ritstarfa eða undirbúnings undir þau... ” Þessi orð mættu leiða hugann að hlutverki og tilgangi skáld- skapar — að hlutverki og til- gangi skálda og rithöfunda — jafnvel að hlutverki og tilgangi þeipra, sem sjóðum ráða og meö völd fara I hverju samfélagi. Um hlutverk og tilgang skáld- skapar og skálda hefur fleira verið ritaö en hér verði rakið. Ég skal aðeins nefna dæmi um skoðanir tveggja andstæðra skauta. Griski heimspekingurinn Platon fjallar um þetta efni i ritum sinum, t.a.m. i Lögunum og Lýðveldinu. Hann lætur ekki alltjent I ljós háar hugmyndir um skáld. Hann sakar þau um að vökva og ala ástriðurnar. Jafnvel sjálfur Hómer hlaut ekki náð fyrir augum hans, né heldur leikritaskáldin grisku. t stað þess að sýna okkur guðina sem góða og uppsprettu alls góðs sýna skáldin okkur tiðum hversu illir menn upphefjast og góöir menn niöurlægjast. 1 Lögunum ræðir hann þó á einum stað um hið æskilega skáld, en þaö er skáld, sem hef- ur borgaralega ábyrgöartilfinn- ingu, er komið fyrir fimmtugt og treysta má til að yrkja ætt- jarðarkvæði. Er ekki þvl likt sem við höfum heyrt svipaðar skoðanir á okkar tið? Skáldskapurinn á að þjóna rlkinu, valdinu og þvi, sem valdhafar telja almannaheill. Þvl skal ekki neitað að þjónustulist I þágu mikilla vald- stofnana geti veriðmikilsháttar. Vildum við missa alla hina miklu myndlist sem sköpuð hef- ur verið I þjónustu kirkjunnar? Eru ekki Passiusálmarnir þjónustulist við hugmyndafræði voldugrar stofnunar? Jafnvel sjálfur Moliére gætti þess vist jafnan að upphefja fremur en styggja einvaldan konung, þótt hann sendi annarri valdstofn- un, kirkjunni, svo hvöss skeyti, að hann fékk ekki leg i vigðri mold nema jarðarförin færi fram aö næturþeli. • Það hafa þó lika verið uppi andstæöar hugmyndir um hlut- verk og tilgang skáldskapar. Fyrir rúmri öld taldi danski bókmenntafræðingurinn Georg Brandes það megineinkenni lifandi bókmennta, að þær tækju vandamál til umræðu — og rakti siðan efni, sem nú myndu einu nafni nefnd þjóðfélagsleg vandamál. tslenskur lærisveinn Brandesar, Gestur Pálsson, gerði þá kröfu til skálda, að þau væru læknar — læknar mann- félagsmeina — og hann taldi þann höfund mundu verða þarf- astan, er gæti sýnt þjóöinni sjálfa sig i spegli. A okkar tið hefur ungverski bókmenntafræðingurinn. Georg Lukács gert raunsæi að höfuð- kröfu, er gera beri til skáld- skapar, og i þeirri kröfu hans felst m.a., aö skáldverk endur- spegli og afhjúpi hugmynda- fræði samtiðar sinnar. Guðbergur Bergsson er að minu mati þvilikur höfundur. t öllum helstu verkum slnum hef- ur hann krufiö og afhjúpað Islenskt samfélag okkar tlma, sýnt okkur framan i sjálf okkur og einatt þá drætti I ásýnd okk- ar, sem við sist fllkum. Þetta er ekki hlutskipti, sem er llklegt til að afla skáldi vin- sælda. Sllkir höfundar hafa þó verið uppi á öllum öldum. 1 riti, sem kennt er við Matteus guð- spjallamann, segir frá þvi, er maður, sem tltt hefur veriö vitnað til á slðustu dögum, Jesús Kristur, afhjúpaði valda- stétt sinnar samtlðar með svo- felldum orðum: „Vei yður, fræðimenn og Farisear, þér hræsnarar! Þér likist kölkuðum gröfum sem að utan Hta fagurlega út, en eru að innan fullar af dauðra manna beinum og hvers konar óhrein- indum. Þannig sýnist þér og hið ytra réttlátir fyrir mönnum, en hið innra eruö þér fullir af hræsni og lögmálsbrotum.” Samkvæmt sama riti var sá höfundur, er svo afhjúpaði sina samtlð, festur á kross, og á okkar dögum berast af þvl fregnir úr löndum á evrópsku menningarsvæði, að af- hjúpandi rithöfundar séu læstir inni I geðsjúkrahús. Jafnvel á okkar litla landi hefur nýlega máttheyra löggjafa og lögmáls- lærö'a veifa svipu hegningarlaga vegna útgáfu á vanþóknanleg- um bókum. Af þessum sökum er okkur nú þörf á höfundum eins og Guð- bergi Bergssyni, sem I senn hafa skerpu sjónarinnar og þor hugans til að sýna okkur inn i kalkaðar grafir okkar sjálfra. • Skáldskapur er iðkun máls. Málið er I senn efniviður og vinnutæki skálda. Ekki veröur svo minnst á Guðberg Bergsson aö láta þess ógetið að hann ræð- ur yfir máttugra og blæbrigða- rikara máli Islensku en flestir samtima höfundar okkar. A þessu máli flytur hann okkur ekki aðeins margþættan skáld- skap sjálfs sin, stuttar sögur og langar, ljóð og ritgerðir, en gef- ur okkur einnig þýöingar slnar á nokkrum merkustu skáld- verkum heimsbókmenntanna. Hlutverk þeirra, er sjóðum ráða eða meö völd fara gagn- vart skáldum, er ekki það aö loka þau inni eða þagga niður f þeim með lagagreinum, heldur hitt sem Maó formaöur kallaði aö láta þúsund blóm gróa. t þeirri von, Guöbergur, að þessar krónur úr Rithöfunda- sjóöi Rikisútvarpsins geri þér unnt að helga þig um sinn þeirri Iþrótt, er kollega þinn, Egill Skalla-Grlmsson, nefndi „vammi firrða”, svo að við, lesendur þlnir, megum sjá ný blóm vaxa, bið ég þig nú aö koma hér og taka viö skjali, er staðfestir styrkveitinguna. Njóttu heill. Sumar í Fjöröum í Mijn grœníensk ra Út er komið safn grænlenskra ijóða i þýðingu Einars Braga og ^ nefnist Sumar i fjörðum. t bókinni f eru 60 ljóð eftir 16 núlifandi skáld r Grænlendinga. Bókin er prýdd 11 r myndum eftir grænlenska lista- i ménn, auk nokkurra Ijósmynda. i Einar Bragi ritar langan eftir- r mála að bókinni, þar sem hann ^ gerir grein fyrir höfuðdráttum i , þróun grænlenskrar ljóölistar aft- an úr grárri forneskju fram til vorra daga. Grænlensk ; bókmenntasaga hefur ekki verið skráð enn, og mun þetta vera ein ýtarlegasta ritgerö, sem rituð hefur verið um grænlenska ljóð- list. Otgefandi er Ljóðkynni Leturs. t fréttatilkynningu frá útgefanda segir : „Um Grænland hafa veriö skrifaðar þúsundir bóka. Hitt er fátlðara, að rödd Grænlendinga sjálfrafái aö heyrast. Þó að þeir séu næstu grannar tslendinga, hefur ekki heyrst i grænlenskum nútimaskáldum á tslandi fyrr en með þessari bók. Hér birtist ts- lendingum nýr ljóðheimur, þar sem litið fer fyrir dýrkun ljóð- rænnar tjáningar, en þeim mun meira fyrir þjóðfélagsádeilu: uppreisnarsöngvum langkúgaðr- ar þjóðar”. Nýtt stórgripasláturhús Kaupfélag Borgfiröinga sótti nýlega um lóð i vikinni á milli Essotankanna og ports Oliu- verslunar tslands I Brákarey, að bvi er Röðull hermir. Hreppsnefnd Borgarness hefur nú samþykkt að úthluta Kaupfélaginu umbeðinni lóð og heimila þar uppfyllingu umfram það, sem orðin er. Hugmynd Kaupfélagsins er að reisa þarna 300 fermetra hús, sem fyrst I stað yrði notaö sem bráðabirgöastórgripasláturhús, á meöan byggt yrði nýtt stórgripa- sláturhús I stað þess, sem nú er notað, og þá á sama stað. Þegar það væri komið i kring yröi þessi bygging notuð sem stækkun frystihúss i framtfðinni eöa jafn- vel, ef svo sýndist, sem fisk- verkunarhús. —-mhg Ljóö Magnusar tra Haínarnes! Silungurinn I lindinni heitir Ijóðabók eftir Magnús frá Hafnarnesi Jðhannsson. Magnús hefur áður getið sér gott orð fyrir skáldsögur.en þetta er fyrsta ljóðabók hans. Hann yrkir jafnt um vindinn sem þýtur i grasinu, ágústmánann, hernám ogbyggðastefnu, en drjúgurhluti kvæðanna tengist lifi sjómanna og þeirra sem fiskinn flaka. Bó%in geymir um þrjátiu ljóð og er í umboðssölu I Ljóöhúsum Magnús frá Hafnarnesi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.