Þjóðviljinn - 03.01.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.01.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 3. janúar 1979 Starfsmaöur óskast að skóladagheimilinu Brekkukoti sem fyrst. Starfið felst m.a. i umsjón með smiðum og föndri. Umsóknarfrestur er til 10. janúar. Upplýsingar eru gefnar á Fé- lagsmálastofnun Akureyrar milli kl. 10 og 12. BLAÐBERAR Rukkunarheftin eru tilbúin. Vinsamlegast sækið þau á afgreiðslu Þjóðviljans, sem fyrst. Þjóðviljinn Siðumúla 6 S. 81333 Lausar stööur lækna Lausar eru til umsóknar stöður lækna við heilsugæslustöðvar á eftirtöldum stöð- um: Bolungarvik, laus frá 15. janúar 1979, Flateyri, laus nú þegar, Ólafsfirði, laus frá 1. mars 1979, Raufarhöfn, laus nú þegar, Djúpavogi, laus nú þegar, Hveragerði, laus frá 1. febrúar 1979. Umsóknir sendist ráðuneytinu ásamt upplýsingum um menntun og störf. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 29. desember 1978. Auglýsing um rannsóknastyrki EMBO i sameinda- liffræði. Sameindaliffræöistofnun Evrópu (European Moiecular Biology Organization, EMBO) hefur i hyggju aö styrkja visindamenn sem starfa i Evrópu og tsrael. Styrkirnir eru veittir bæöi til skamms tima (1 til 12 vikna) og lengri dval- ar, og er þeim ætlaö aö efla rannsóknarsamvinnu og verk- lega framhaldsmenntun I sameindallffræöi. Skammtimastyrkjum er ætlaö aö kosta dvöl manna á erlendum rannsóknastofum viö tilraunasamvinnu, eink- um þegar þörf veröur fyrir slikt samstarf meö litlum fyrirvara. Langdvalarstyrkir eru veittir til allt aö eins árs I senn, en umsóknir um endurnýjun styrks til eins árs I viðbót koma einnig til álita. Umsækjendur um lang- dvalarstyrki veröa aö hafa lokið doktorsprófi. Umsóknir um styrki til dvalar utan Evrópu og tsraels koma til álita, en þær njóta minni forgangs. t báöum tilvikum eru auk dvalarstyrkja greidd fargjöld styrkþega milli landa. Umsóknareyöublöö og nánari upplýsingar fást hjá Dr. J. Tooze, Executive Secretary, European Molecular Biology Organization, 69 Heidelberg 1, Postfach 1022.40, Vestur- Þýskalandi. Umsóknir um skammtimastyrki má senda hvenær sem er, og er ákvöröun um úthiutun tekin fljótlega eftir mót- töku umsókna. Langdvalarstyrkjum er úthlutaö tvisvar á ári. Fyrri úthlutun fer fram 30. april, og veröa umsóknir aö hafa borist fyrir 20. febrúar, en slöari úthlutun fer fram 31. október, og veröa umsóknir aö hafa borist fyrir 31. ágúst. Vegna þess aö umsækjendur eru venjulega kvaddir til viötals, er nauðsynlegt aö umsóknir berist áöur en frestur rennur út. A árinu 1979 efnir EMBO einnig til námskeiða og vinnu- hópa á ýmsum sviöum sameindaliffræöi. Skrá um fyrir- huguö námskeiö og vinnuhópa er fyrir hendi I mennta- málaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 28. desember 1978. - f\\0 NSKÓLI X/rL SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR Hellusundi 7 . Reykjavílc Innritað verður i vorönn i Hellusundi 7, miðvikudaginn 3. janúar og fimmtudaginn 4. janúar kl. 16 —19 báða dagana. — í húsi Tónskólans við Fellaskóla verður innritað sunnudaginn 7. janúar kl. 14 —16. 1 undir- búningsdeild og kórsöng er enn hægt að innrita nokkra nemendur, að öðru leyti er skólinn nær fullskipaður. " Umsóknir þarf að staðfesta með greiðslu námsgjalda áður en kennsla byrjar. Kennsla hefst mánudaginn 8. janúar sam- kvæmt stundaskrá. Skólastjóri. a/ eriendum vetivangi Svokölluö kynvilla hefur verið lítið rædd hér á landi. Fæstir vita hve algeng hún er, enda flýja þeir margir til útlanda vegna mann- fæðinnar hér sem er frjó- samasti jarðvegur kjafta- sagna sem hugsast getur. I öBrum löndum finnast samtök öfugra sem berjast fyrir réttind- um félaga sinna og veita þeim ráögjöf sem i vanda eru staddir. Ef oröiö hommi heyrist veröur fólki helst hugsaö til skraut- klædds manns meö ankannalegt göngulag og hjáróma rödd. Sömuleiðis veröur lesbia aö feitri og stuttklipptri konu I karl- mannaskyrtu. En hugmyndir þessar eru eins þröngar og sú aö guö sé skeggjaö gamalmenni i fermingarkyrtli. y Kynvillingar eru fleiri en okkur grunar (ef fariö er eftir borgara- legri kynjaskiptingu). Skoöanir um þá eru mismunandi, allt frá þeirri aö kynvilla búi i okkur öll- um til staöhæfingarinnar að kyn- Tom Ammiano ásamt nokkrum nemenda sinna Hommar tífa í eitífum ótta við atvinnumissi villa sé dæmi um hnignun borg- arastéttarinnar. 1 siöasta mánuöi voru borgar- stjórinn i San Francisco og borg- arfulltrúi (kynvilltur) myrtir af miklum andstæöingi kynvillu. Umræöur um þessi mál hafa ver- iö miklar I Bandarikjunum og ný- lega var grein I þarlendu riti um kynvillta kennara. Marc Rubin, formaöur sam- taka kynvilltra kennara, minnist þar sfmtals sem hann fékk um miöja nótt. I simanum var kenn- ari sem sagöist hafa veriö rekinn úr vinnunni þann dag. Nú hefði hann tekiö of stóran skammt af lyfjum og ætlaöi hann aö kveöja þetta lif. Hann neitaöi aö segja til nafns sins og lagöi tóliö á. Rubin vakti þaö sem eftir var nætur og er enn hugsaö til afdrifa þessa óhamingjusama manns. Rúmverur eða mannverur? Samtök kynvilltra hafa styrkst mikiö á undanförnum árum. Samt sem áöur lifa margir kenn- arar I stööugum ótta viö aö missa vinnuna. t siöasta mánuöi var til- laga felld i Kaliforniu þess efnis aö skólayfirvöldum yröi gert kleift aö reka kennara vegna kyn- villunnar einnar saman. Tæplega fertugur kennari sagö- ist búa i stööugum ótta viö aö veröa rekinn. Aöeins væri hægt aö reka hann vegna grófs misferlis. Kynvilla flokkaöist aö visu ekki undir gróft misferli, en hann heföi horft upp á kennara, sem flæmdir voru burt vegna þessa. Menn sem berjast gegn kyn- villu og studdu fyrrnefnda tillögu um rétt skólayfirvalda eru á þeirri skoöun aö kynvillingar grafi undan áliti barna á kjarna- fjölskyldunni, auk þess sem þeir fái nemendur til aö lita á kynvillu sem prýðilegan lifsmáta. Eins og maöur einn aö nafni Vernon Graves komst aö oröi: „Guöi sé lof, aö hér eru ekki margir kyn- villtir kennarar. Ég kæri mig ekki um aö vita af slíku. Þaö bagar mig ekki svo framarlega sem þeir halda sig frá skólum og börnun- um minum.” Annar maöur tók i sama streng og mótmælti þvi harölega aö kynvilla flyttist úr svefnherberginu I skólastofuna. Rétt eins og kynvillingar væru rúmverur en ekki mannverur. Kynvilltir kennarar Skoöanir þessara manna stinga gersamlega i stúf viö þaö sem sálfræöingar hafa komist aö. Sál- fræöingasamtök Bandarikjanna uröu sammála fyrir heilum fjórum árum um að kynvilla væri ekki afleiöing geðrænnar trufl- unar, heldur gæti hún aöeins valdið vandræöum ef hinn kyn- villti þjáöist vegna sérstöðu sinn- ar. Kynþroskasérfræðingar halda þvi fram aö kynhneigö barna sé ákveöin löngu áður en þau héfja skólagöngu. - Anita Bryant er löngum þekkt fyrir hatrammlega baráttu gegn kynvillu. Eitt sinn stóö hún fyrir ráöstefnu þar sem máliö snerist nær eingöngu um kynvillta kennara. Þar hneigöist fólk til aö halda þvl fram aö slfkir kennarar væru einmitt þeir menn sem leita á börn. Kannanir leiöa hins vegar i ljós aö langflestir „tippakarlar” eru heterosexuel, þ.e. hneigjast aö ööru kyni en sinu eigin. Einn kennari benti á að fjölda- mörg börn heföu veriö nemendur ógiftra gamalla kvenna og nunna. Samt sem áöur heföu börn þessi ekki hneigst til piprunar né kaþólsku. Vegna sérstöðu sinnar eru öfugir kennarar oft ákaflega var- færnir. Lesblskur menntaskóla- kennari sagöist varast eins og heitan eldinn aö koma viö nokk- urn nemanda vegna viðurkenndr- ar kynvillu sinnar. Barnaskóla- kennari aö nafni Tom Ammiano sagöist hins vegar ekki foröast slikt. Hann tæki börnin á kné sér eins og fulloröin manneskja sem veitti hlýju en ekki' sem kyn- villingur. Hann gæti ekki ýtt börnunum frá sér aðeins vegna fordóma einhverra manna úti i bæ. Ertu hommi? Margir kynvillingar segjast snúa sér aö barnakennslu þar sem þeim þyki gaman aö börnum og viti aö þeir muni ekki sjálfir eignast börn. Menntaskólakennari einn sagöist auövitað taka eftir myndarlegumpiltum, rétt eins og starfsbróöir hans tæki eftir föngulegri stúlku. En þessi aldur nemenda sinna væri bara ekki fyrir sinn smekk, sjálfur aöhyllt- ist hann eldri herra. Fyrrnefndur Ammiano sagöi einn átta ára nemanda sinn hafa spurt sig hvort hannn væri hommi. Hann jánkaði þvi en sagöi þaö ekki skipta máli. Hann væri kennari þeirra og vinur engu aö síöur. Barniö hélt þá áfram lestri eins og ekkert heföi i skorist. Ammiano sagðist viss um að þetta barn myndi ekki veitast aö kynvillingum I lifi sinu siöar meir. ES þýddi og endursagöi Frá Áfengisvarnaráði: Lögræði og lögaldur til áfengiskaupa Þar eö þess misskilnings viröist gæta hjá ýmsum fjölmiölum aö áfengiskaupaaldur og lögræöis- aldur hljóti aö fara saman, vekur Afengisvarnaráð athygli á eftir- farandi: I Noregi veröa menn lögráöa tvitugir, enfá leyfi til áfengis- kaupa 21 árs. t Sviþjóö veröa menn lögráöa 18 ára, en fá leyfi til kaupa á sterkum drykkjum 20 ára. 1 Bandarikjunum fá menn kosningarétt 18 ára. Lögaldur til áfengiskaupa er mismunandi eftir rikjum. Af 51 riki eru 32 meö hærri áfengiskaupaaldur en 18 ár, þar af 24 meö 21 árs aldur. Lög- aldur til áfengiskaupa er t.d. ári hærri i Washington en Reykjavik. Afengisvarnaráö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.